Þjóðviljinn - 17.07.1973, Blaðsíða 15
Þriftjudagur 17. júli 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Minning
Framhald af bls. 4.
leggja þeim liö og létta þeim
þennan erfiða þrautatima. Eink-
um vil ég þakka af öllu minu
hjarta starfsfólkinu á Borgarspit-
alanum, sem lagði sig i fram-
króka við að vera þeim góö og
gera þeim allt til þægðar. — Ég
þekki ekki nöfn þeirra allra en um
góðvild þeirra, sem Vilhelmina
hefur sagt mér margt frá, get ég
ekki hugsað án þess að vikna. Ég
á ekki annað til endurgjalds en
bæn mina til Guðs um að blessa
ykkur öll og launa góðvilja ykkar
og góðverk. Hann veit hver þiö
eruð.
Guð mirin gefðu þinn frið
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu hér lið,
ljós þitt kveiktu þeim hjá.
Magnús Sigurðsson verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju i
dag. 17. júli. Drottinn gaf og
drottinn tók. Lofað veri hans hei-
laga nafn.
Þórarinn Þór
Guðmundur J.
Framhald af bls. 6.
konur sem eru i lægri launum
heldur en Dagsbrún, þá er
formúlan ekki alveg óbrigðul. En
varöandi allt kaup þar fyrir ofan
er hún svo óbrigðul , og svo
visindalega uppbyggð, þá skuli
þessi 7%, eða við getum alveg eins
sagt 11%, sem Dagsbrún hefur
samið um, þá skuli þessi 11%
ganga upp eftir öllu þjóðfélaginu
alveg hreint upp i ráðherrann og
hæstaréttardómarann.
Ef við höldum okkur við 7%. 7%
fær hann. Siðan koma aörar
stéttir og segja:_„ja, hvað eigum
við aö fá? Náttúrlega fáum viö
það sem Dagsbrún (þegar ég segi
Dagsbrún, þá er það nú kannski i
viðari skilningi, þá á ég við hin
almennu verkalýðsfélög), við
fáum náttúrulega það sem Dags-
brúnarmenn fá. Ef þeir fá lengra
orlof, þá fáum við það og jafnvel
fáum við lengra orlof heldur en
Dagsbrúnarmenn og þeir hafa
fengið tveggja daga lengra orlof
og þó aðvið séum með viku lengra
orlof I sumarfrii, þá lengist okkar
orlof um tvo daga lika. Jafnvel þó
að kaupmismunur sé meir en
helmingur, þá skulu 7% gilda og
siöan, þó þetta sé misjafnt eftir
félögum, þá skarar hvert félag
eld að sinni köku. En eins og ég
segi, ég man ekki eftir nokkurri
formúlu, þar sem þetta virðist
ekki vera viðurkennt af öllum
aðilum. Helzt er „strögglað” eins
og ég segi, ef það eru konur semer
nú frekar orðið litið um núna. sem
eru á lægri taxta en Dagsbrúnar-
taxtinn er. Svo þaö er ekki alveg
gefiö að þeir sem eru fyrir neðan
Dagsbrúnartaxtann fái allt sem i
Dagsbrúnartaxtanum felst, en
það er alveg gjörsamlega gefið,
að þeir sem eru fyrir ofan hann
skuli fá allt sem þeir fá og eitt-
hvað fyrir sig að auki.
Þessi þróun i gegnum þjóð-
félagið, i gegnum áraraöir, hlýtur
að segja til sin. Og sú staöa, sem
félag eins og Dagsbrún er i, að þó
að það eigi sina tryggu og góöu
bandamenn, bæöi I félögum
almennu verkalýðsfélaganna og
meðal einstakra inðnaðarmanna-
félaga, að ráðast t.d. til atlögu ef
visitalan er afnumin, eyða
megninu af sinum sláttkrafti i að
fá leiðréttingu á almennum
hlutum, eins og það að visitala,
annað hvort að öllu eða einhverju
leyti, sé greidd á laun og verða að
láta þar við sitja. Siðan koma
aðrir á eftir — þeir eru búnir að fá
visitöluna — þessi grunnréttindi.
Þeir geta eytt kröftunum i aö pota
einhverju fyrir sig.
Þetta hefur haft þær afleið-
ingar, aðspá min er sú, að i fram-
tiöinni sé gjörsamlega vonlaust
aö félag eins og Dagsbrún gegni
þvi hlutverki, sem það hefur
gegnt hér i islenzku þjóðfélagi i 30
ár eða lengur. Þetta hlýtur að
koma niður á stéttini sem slikri.
Að visu er þetta barátta fyrir
almennum mannréttindum, þetta
er barátta fyrir lágmarkskaupi,
en það hlýtur að draga úr mögu-
leikum félagsins eða almennra
verkamanna til sérhlunninda
fyrir sig og þessa er mjög farið að
gæta og á eftir að gæta i mjög
vaxandi mæli.
Þegar tekinn er hlutur eins og
visitala og skal ég ekki dvelja
lengi við það, málið er að visu
flókið. Við skulum segja að það
hækki mjólk um einhverja
ákveðna upphæð. Það gefur
ákveðnar krónur til visitölu og
verkamaðurinn er með helmingi
lægri laun heldur en einhver
annar, við skulum tala um þessa
margkúguðu opinberu starfs-
menn, einkum i hærri launa-
flokkum. Þá er eins og hann
drekki 3 litra af mjólk, sá sem er i
einhverjum af hæstu launa-
flokkum opinberra starfsmanna,
hann fær upphæð fyrir u.þ.b. 6
lltrum af mjólk. Þannig er allt
kerfið gegnumsúrrað. Allt kerfið
er byggt upp þannig skipulega, að
verkamaðurinn hlýtur alltaf að
vera núllið sem byggt er ofan á.
Hver er svo afleiðingin af
þessu? Afleiöingin af þessu er sú,
að I ýmsum grunnatvinnuvegum
þjóðarinnar og þýðingarmestu
störfum, eins og t.d. frystihúsum
og fiskiðnaði, þar er algjört
fráhvarf úr þessum störfum,
gjörsamlega. Og lausnin? Nú, að
visu eru frystihúsin einn af þeim
fáu stöðum á Islandi, þó maður
lesi annað i ýmsum blöðum, að
þar sé launamisrétti — ja ef það
er launamisrétti, þá er það karl-
mönnum i óhag, en það er ákaf-
lega gott samstarf milli verka-
mannafélaga og verkakvenna-
félaga. En lausnin er sú að færa i
e rikari mæli konur yfir i þessi
störf, sem karlmenn flýja óð-
fluga. 1 hafnarvinnu, sem áður
var eftirsótt vinna, er aldurs-
skipting þannig, að þar býst ég
yib að þorri manna sé kominn yfir
45 ára aldur og siðan er aldurs-
flokkurinn 16-24 ára.
Og lítum á s'jómenn. Ýmsir ,
sem lesa VIsi reglulega, telja nú
liklega ekki beint að þeir séu lág-
launastétt. Þeir hafa grætt eina
milljón á loönu s.l. ár. Nú, engu
að siður er það staðreynd, að sjó-
menn á vertið, á liðinni vetrar-
vertiö, þeir eru með mun minni
tekjur fyrir sin störf, heldur en
stórriki iðnaðurinn. Það þjóðfélag
og það stéttaþjóöfélag, sem ekki
gerir sér minnstu vonir um það,
aö hægt sé aö byggja sjávarútveg
á tslandi og stunda sjó frá Is-
landsströndum yfir vetrarmán-
uðina og þar sem sjómenn eru
lægra settir heldur en iðnaðar-
menn, i flestum tilfellum i nokkuð
einföldum störfum, það þjóðfélag
ber dauðann i brjósti.
Siöan kemur menntunarmatið,
sem ég hef ekki tima til að fara út
i. Þar eru algjörar rangfærslur á
ferð. Sannleikurinn er sá, að i
reyndinni er ákveðinn hluti af
verkamannastétt, sem vinnur
margbrotin störf og oft á tiðum
engu að siður margbrotin heldur
en iðnaöarmenn.
Viss félög, eins og Trésmiða-
félag Reykjavikur safna til sin
úrvalsmönnum, fá dugnaðar-
krafta, en frá ýmsum öðrum af
grunnstörfum þjóðarinnar, eins
,og fiskiðnaði hvers konar, leita
menn i burtu.
Niðurstaðan er sú, að úr
mörgum grunnstörfum þjóðar-
innar flýr fólk og úr ýmsum
þýðingarmestu störfunum Þeir
leita I þjónustustörf og hvers
konar sérhæfö störf, sem i raun-
hæfu starfsmati eiga ekki
minnsta rétt á sér með hærra
kaup. Og siðan fylgir þessi þjóð-
félagslega tilhneiging I sivaxandi
mæli, að þegar verkamanna-
stéttinni fækkar óðfluga og á eftir
að fækka ennþá meir, a.m.k.
haldi Dagsbrún áfram þessari
umvefjandi kærleikspólitik sinni
að vera með stóran hluta af laun-
þegum á herðunum. Þá verður
tilhneigingin sú, að koma konum
inn I þessi láglaunuðu störf og
meginhlutinn af láglaunafólki og
störfum verður fært yfir á konur.
Þess vegna segi ég: Verka-
maður og verkakona eru afskipt i
þjóðfélaginu. Aframhaldandi
þróun I þessum málum er þjóð-
félagsleg, efnahagsleg og pólitisk
vitfirring.
Arás Breta
Framhald af bls. 1.
Um kl. 18 var varðskipið við
Stokksnes og kom þá að togurum
á norðurleið.
Komið var að fjórum
vestur-þýzkum togurum og
Meerkatze II. Þrir togaranna
hifðu strax, en einn strögglaði og
missti bakborðshlera. Skaut
varöskipið einu púðurskoti að
togaranum og tilkynnti togarinn
Meerkatze um atburðinn, sem
aftur tilkynnti brezku freigátunni
á staðnum, en hún hafðist ekkert
að. Togarinn, sem skotið var að,
var TITONIA,-
Tvenn hjón
Framhald af bls. 1.
vallarsvæði Reykjavikur viö
Skaga fjórum minútum siðar.
Hann áætlaði að vera á Þórshöfn
kl. 18.09 og fljúga sjónflug með
byggð norður um og austur.
Það er nokkur vegalengd frá
flugvellinum á Þórshöfn niður i
þorpið, svo flugmanninum var
áætlaður timi til að komast frá
flugvellinum og ná i sima til að
tilkynna flugumferðarstjórn að
hann væri kominn. Þegar sá timi
var útrunninn var hringt frá flug-
umferðarstjórn til að grennslast
fyrir um vélina. Þá voru allar
landssimastöðvar á leiðinni beðn-
ar að vera á verði og byrjuðu
stöðvarstjórarnir að safna upp-
lýsingum. Þegar kom að þeim
tima að eldsneyti var búið (flug-
vélin hafði eldsneyti til fjögurra
og hálfs tima flugs og varabirgðir
að auki) þá var strax sett i gang
leit og tóku þátt i henni hjálpar-
sveitir skáta viöa um land, slysa-
varnardeildir viöa að og flug-
björgunarsveitir.
Byrjað var að leita á svæði sem
spannar yfir fyrstu 50 milurnar
frá Reykjavik og siðan var beðið
um upplýsingar um ferðir vélar-
innar gegnum útvarpö. Fljótlega
komu svör viö fyrirspurninni og á
grundvelli þeirra upplýsinga var
leitarsvæðið fært norðar. Sendar
voru flugvélar til leitar, en flug-
veður var mjög óhagstætt vegna
þess hve lágskýjað var. Land-
flokkarnir leituöu alla nóttina
með þeim árangri að innan
leitarsvæðis númer eitt fannst
flakið kl. 7.10 I gærmorgun. Sá
sem tilkynnti fundinn var örn
Einarsson, bóndi að Miðgarði i
Stafholtstungum. Hann var með
björgunarsveit Okmanna, en sú
sveit hefur aðalbækistöðvar i
Reykholtsdal.
1 flugleitinni var þyrla frá
Landhelgisgæzlunni, þyrla frá
hernum og björgunarflugvél frá
hernum og flugvél frá Flugstöð-
inni. Vélarnar leituðu við hin
verstu skilyrði eins og áður segir.
Flugveður var nokkuð erfitt á
sunnudag. Veöurfræðingur hafði
skýrt flugmanninum frá helztu
möguleikum og hvernig skýja-
hreyfingin væri.
Vélin hefur að öllum likindum
flogið á fjallið á fullri ferð i um
800 metra hæö. Samkvæmt verks-
ummerkjum rekst hægri vængur-
inn I fyrst, siöan rifnaði hægri
hliöin og vélin lá siðan kyrr 20
metrum neðar i brattri skriðu.
Þyrlur frá Landhelgisgæzlunni
fóru á staöinn með rannsóknar-
menn og sóttu þær likin. önnur
vélin kom I bæinn rétt fyrir há-
degi, og flaug svo aftur á staöinn,
og komu þyrlurnar báðar til
Reykjavikur rúmlega tvö. Þyrl-
urnar gátu lent um 200 metra frá
slysstaðnum. sj
Eyjamenn
Framhald af bls. 1.
ætti aö reisa húsin og láta reisa
eitthvaö af þeim I Vestmanna-
eyjum, Menn, sem flytja inn i
Viölagasjóðshús t.d. i desember,
hafa margir hverjir óskað eftir aö
fá þau út i Eyjar. Viðlagasjóöur
hefur haft þessi mál til athug-
unar, en ekki enn tekiö neina
ákvöröun.
Magnús sagöi, aö Vestmanna-
eyjabær væri tilbúinn með lóöir.
Búiö er að skipuleggja svæöi fyrir
600 ibúöir vestur i hrauni. Þar er
búiö aö leggja höfuövegi og veriö
er aö teikna skolplagnir. Mjög
fljótlega er unnt aö hefja þar
byggingar. Viölagasjóöur hefur
þó ákveöiö aö taka fjölbýlishúsa-
byggingar til frekari athugunar
og sjá til hvort margir vilja flytja
strax til Eyja.
Nú fer fram frumvinna viö
hpildarskinulas Vestmannaevia-
bæjar á vegum Framkvæmda-
stofnunarinnar og ýmissa ann-
arra aöila. Búiö er að fela
ákveönum aðilum vissa þætti
þessarar skipulagsgeröar.
Athugunin beinist þó enn ein-
göngu aö þvi, aö ákveða hvaö
fullnaöarskipulagning taki
langan tima. Þetta starf mun
óhjákvæmilega taka allmikinn
tima.
Atvinnutæki
Ýms atvinnufyrirtæki i Eyjum
hyggjast hefja starfsemi sem
fyrst. Vinnslustöðin og Eyjaberg
eru tilbúnar til starfa um leiö og
þær fá rafmagn, en þaö mun
veröa um miöjan ágúst. Hinar
stöðvarnar, ísfélagið og Fisk-
iöjan þurfa viögeröar við, en ætla
sér aö vera meö einhverja starf-
semi, trúlega loönufrystingu og
saltfiskverkun I vetur. Hraö-
frystistöö Einars Sigurðssonar er
ónýt, en aftur á móti er unnt aö
koma loðnuverksmiöju hans i
gang fyrir vertið. Einar hefur
látið i ljós áhuga fyrir að það
mætti veröa.
Auk þess eru uppi áætlanir um
nýbyggingar, bæði fiskimjöls-
verksmiðjur og frystihús. Þetta
leiðir til þess að nauðsynlegt er aö
fá heildarskipulag af hafnar-
svæðinu sem fyrst.
Mengun hafnarinnar
Magnús bæjarstjóri vildi heldur
draga úr rosafrétt, sem birtist i
dagblaði nokkru um daginn, þess
efnis aö höfnin yröi svo skitug, að
fiskafuröir frá Eyjum kæmust
ekki inn á Bandarikjamarkað.
Ameriskir eftirlitsmenn hafa
fram aö þessu sagt, aö þeir hefðu
ekki svo miklar áhyggjur af
höfninni. Þaö skipti ekki máli,
hversu skitugur sá sjór sem
skipin sigla um er, ef aðeins fæst
nógu mikill hreinn klórblandaður
sjór eða vatn til að þvo lestarnar.
Aftur á móti er það leiðinlegt, ef
höfnin veröur aö angandi forar-
polli, og þvi, sagði Magnús, að
unniö væri aö skolplögn noröur
fyrir Eiðiö, og eins væri i athugun
aö pumpa þvi skolpi, sem nú
kemur i höfnina upp i þessa nýju
leiöslu. Þessar framkvæmdir
höföu nokkuö verið undirbúnar
fyrir gosiö, en nú eru þær orönar
mjög aðkallandi. Magnús sagöist
vonast til, aö fyrir loðnuvertiö
yrði búiö að leggja höfuðleiösluna
noröur fyrir Eiðið og að minnsta
kosti búið aö koma Fiskimjöls-
verksvmiöjunni i samband viö
hana.
Timaþröng
Magnús sagði, að timinn væri
nokkuð naumur með áætlanir um
þjónustustofnanir næsta vetur,
þvi væri gott aö fá upplýsingar
fljótt og vel. Likast til væru mjög
margir á báðum áttum hvort þeir
ættu aö fara til Eyja aö vori eöa
strax i haust, en nauösynlegt væri
aö fá að vita hverjir væru
ákveönir og einnig aö fá
vitneskju um hina, sem ekki
heföu ákveöiö sig, til þess aö geta
sett einhver skynsamleg mörk á
áætlanir.
Ekki sagöist Magnús telja aö
margir Vestmannaeyinga færu
ekki aftur til Eyja. Hann sagðist
reikna með, aö um 70% %vest-
mannaeyinga yrðu komin heim,
þegar kemur fram á næsta
sumar. Mjög margir ætluðu sér
aðvori. ó.P.
Ráðherraskipti
Framhald af 16. siöu.
þvi og siðar Verkalýðsfélaginu
Einingu á Akureyri, þar til nú á
þessu ári.
Forseti Alþýðusambands
tslands hefur Björn Jónsson verið
siðan 1971, en hafði áður verið
varaforseti þess. Björn lætur nú
af starfi sem forseti Alþýðusam-
bandsins, en við tekur Snorri
Jónsson, sem kjörinn var vara-
forseti þess á siðasta þingi
Alþýðusambandsins.
Sölumiðstöð bifreiða
Framboð — Eftirspurn
Simatimi kl. 20—22.
Simi 22767
Lausn á síðustu
krossgátu
1 = J, 2 = 0, 3 = L, 4 = 1, 5 = H, 6 = V,
7 = 0, 8 = R, 9 = B, 10 = E, U = A,
12 = N, 13 = G, 14 = U, 15 = Ó, 16 = T,
17 = M, 18 = 1, 19 = F, 20 = Ý, 21 = 0,
22 = K, 23 = Æ, 24 =Ð, 25 = Y,
26 = S, 27 = D, 28 = P, 29 = A, 30 = Þ,
31 = É.
4.
&
SKM>4lll(.< Ite lí I h I S I N S
M/s Esja
fer frá Reykjavik
föstudaginn 20. þ.m.
vestur um land i
hringferð.
Vörumóttaka: þriðju-
dag, miðvikudag og til
hádegis á fimmtudag
til Vestfjarðahafna,
Norðurfjarðar, Siglu-
fjarðar, Ólafsfjarðar,
Akureyrar, Húsavik-
nr, Raufarhafnar,
Þórshafnar, Bakka-
?jarðar og Vopna-
fjarðar.
Landsleikurinn
ísland -
AU STUR-ÞÝ ZK AL AND
Fer fram á Laugardalsvellinum i kvöld kl.
20.00.
Forsala aðgöngumiða við tJtvegs-
bankann.
K.S.Í.
Konan min
GUÐRÚN ÞORKF.I .SDÓTTIR.
aiulaðist i Heilsuverndarstöðinni 15. þ.m.
Sigurjón Snjólfsson.