Þjóðviljinn - 17.07.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.07.1973, Blaðsíða 9
8 StPA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. júli 1973 Leikári Þjóðleikhúss lokið Sjálfstætt fólk var sýnt 60 sinnum alls Leikári Þjóöleikhússins lauk þann I. júlí s.l. með sýningu á Kabarett. Þá höfðu orðið samtals 243 sýningar á leikárinu og hafa aldrei áður orðið fleiri. Þar af voru 226 sýningar i leik- húsinu sjálfu, 3 á litla sviðinu i Lindarbæ og 14 á Suður- og Vestur- landi. Tala sýningargesta varð tæp 90 þúsund. Tala viðfangsefna var 16 og eru þá meðtaldar sýningar á erlendum gestaleikjum, sem voru þrjár á árinu, sovézkur listdansflokkur, skozka óperan og júgóslavneskur þjóðdansaflokkur. Tvær sýningar voru teknar upp frá fyrra leikári, Sjálfstætt fólk og Glókollur, en þrjár ef til þeirra eru taldir einþáttúngar Birgis Engilberts, Osigur og Hvers- dagsdraumur, sem höfðu verið frumfluttir á listahátfð 1972 en ein- þáttungarnir voru nú sýndir i breyttri mynd. Þau leikrit, sem frumsýnd voru á leikárinu voru þessi: Túskildings- óperan, Lýsistrata, María Stúart, Ferðin til tunglsins, Indiánar, Sjö stelpur, Lausnargjaldið og Kabarett. Auk þess Dansbrot Unnar Guðjónsdóttur, sýnt i Lindarbæ og hópvinnuleikurinn Furðuverkið, sem frumsýndur var i Grindavik og aðeins sýndur utan Reykjavikur. Hvort tveggja er nýmæli i starfi Þjóðleikhússins, hópvinna og að sýna barnaleikrit utan Reykjavikur. Furðuverkið verður sýnt viðar i haust og þá lika i Reykjavik. Flestar sýningar urðu á Sjálfstæðu fólki, eða 39 á leikárinu og urðu þær samtals 60 á tveimur leikárum. Lýsistrata var sýnd 37 sinnum og barnaleikurinn Ferðin til tunglsins sömuleiðis, en mikil aðsókn var að öllum þessum sýningum. Tvær sýningar aðrar, sem mikla aðsókn hlutu i vor. Sjö stelpur og Kabarett, verða teknar aftur til sýninga i haust. Kabarett hafa þegar séð um 10 þúsund manns og sýningar orðnar 20, en Sjö stelpur hafa tæplega 8 þúsund manns séð, en sýningar á þeim urðu 19 i vor. 11 leikstjórar stjórnuðu á vegum leikhússins á liðnum vetri, þar af 3, sem ekki hafa komið fram sem leik- stjórar þar fyrr. Leikmynda- teiknarar voru 7 og af þeim þreyttu 2 frumraun sina á þessu sviði. Um 50 komu fram i hlutverkum á leikárinu. Einn leikari lét af störfum fyrir aldurs sakir á A samningi. Fastráðnir leikarar á svokölluðum A-samningi eru nú 16. Auk þess, sem áður er talið, fjöldi annarra á svið Þjóðleikhússins, söngvarar, dansarar, börn og aukaleikarar, samtals um 100 manns. A leikárinu stuðlaði Þjóöleikhúsið að stofnun Islenzka dansflokksins undir stjórn ballettmeistarans Alans Carter. Hefur flokkurinn nú hafið sýningar sinar i Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Ýmis verkefni næsta leikárs eru i undirbúningi. Um 10 sep. n.k. verður frumsýning á eftirtektarverðu nútimaverki, Elliheimilinu, eftir Bengt Bratt og Kent Anderson i Lindarbæ. Leikstjóri verður Stefán Baldursson og leikmynd er eftir Ivan Török, en hvorugur hefur áður starfað fyrir Þjóðelikhúsið. Þá hefjast sýningar að nýju á Kabarett um 15.september, en á Sjö stelpum i byrjun október og sömuleiðis á Ferðinni til tunglsins og Furðu- verkinu. 1 lok september er von á israelskum dansflokki og þá verður einnig fyrsta frumsýningin á stóra sviðinu. Það er leikritið Hafið bláa hafið eftir skáldið Georges Schéhsdé frá Libanon. Þýðingin er eftir Jökul Jakobsson, leikstjóri verður Sveinn Einarsson og Steinþór Sigurðsson sér um leikmyndirnar. Þetta er fyrsta verkefni þeirra allra á sviði Þjóðleikhússins. TILLÖGUR UM VEGARSTÆÐI ÚR EYJAFJÁRÐARDÖLUM SUÐUR Á FJÖLL Þorsteinn og Guðrún Marta athuga myndun isingar við Nýjabæ. Veðravíti fjallsbrúnarinnar Veðursæld er viðbrugðið á Akureyri og þá eigi siður i Fram- Eyjafirði. Veðursældinni sleppir 60 km sunnan Akureyrar á brún Eyjaf jarðardals. t veðraviti fjallsbrúnarinnar i 890 metra hæð yfir sjó var isingar- og veður- athugunarstöðinni, Nýjabæ, val- inn staður haustið 1972. Suður af Eyjafirði er isnúin og nær gróður- vana háslétta með smáum mel- öldum. Heitir hún Fjöll á máli eyfirzkra gangnamanna. Drög Eyjafjarðarár ná skammt inn á Fjöll. Vatnaskil eru 3 km sunnan Nýjabæjar. Þar tekur yfirborðs- vatn, leysingavatn fyrri hluta sumars, að hniga til Geldingsár i Skagafirði. Drög Fnjóskár i Þing- eyjarsýslu eru skammt undan i suðaustri. Landið virðist næstum flatt, en hallar þó ofurlitið til suö- urs, nægilega til að koma á sér- kennilegu „öfugstreymi”. Norð- lenzku árnar tvær, Geldingsá og Fnjóská, falla nefnilega fyrst i stað til suðurs, ef þær þá á annað borð sýna sig á yfirborðinu. Skagfirzku og þingeysku vötnin eiga sameiginleg vatnsskil á um 8 km kafla og króa þannig Eyja- fjörð af sin á milli. Geldingsár- drög taka svo að sveigja til vest- urs og norðvesturs til sins heima, og Fnjóskárdrög sveigja til aust- urs og siðan norðurs, en suður- undan tekur Þjórsá á móti vatni af hásléttunni og færist til Suður- lands, heitir þar i Þjórsárdrög- um. Hásléttan er einskonar mið- depill landsins i land- og vatns- fræðilegu tilliti. Þjórsárdrögum, þar sem móðan mikla er ekki lengur til að skilja þau að, njóta þau lifshamingju i samstarfi. Koma mér i hug orð móður Jóns Hreggviðssonar, þegar ferjumaður meinaði henni fars yfir ölfusá: „Einn hlýtur sá stað- ur að vera, þar sem beljandi straumvatn er ekki nema litil sytra og barn getur stiklað þurr- ím fótum. Ég reyni að ganga iyrir upptökin”. Fyrir fótum Guðrúnar og Þor- steins liggur Eyjafjörður. Það er þó af og frá, að þau sjái nokkurn bæ, Eyjafjörður og Eyjafjarðar- dalur eru hlykkjóttir. Þótt vél-j sleða hafi, geta tvær manneskjur hér um hávetur ekki farið ýkja langt frá bækistöð sinni, og svo kallar veðurathugunarskylda á þriggja stunda fresti. A fjallsbrúninni út með daln- um tekur við hver hæðin annarri meiri, og blasa þá við enn hrika- legri fjöll, sem byrgja alla frekari útsýn til norðurs, svo að Nýibær er þrátt fyrir allt sunnan við aðal- hálendið. Þaðer æði drjúgur spöl- ur út austurbrúnir, sem þau þurfa að fara svo að þeim auðnist að sjá heim að eyfirzkum bæ. Fyrsti bærinn, sem myndi birtast hinum nýju þegnum Saurbæjarhrepps er Villingadalur, er stendur hátt undir vesturhliðum. Þar býr odd- vitinn sjálfur, Þorlákur Hjálm- arsson. Skyldi skattskýrslan hafa komizt til hans? Syðsta byggð í Saurbæjarhreppi „Við leggjum við hlustir eða tökum að horfa af athygli, ef ein- hverjar fréttir i útvarpi eða sjón- varði koma frá Akureyri og Eyja- HEIMSÓKN í EFSTU Ferðafélag Akureyrar gefur út tímaritið „Ferð- ir". Nýlega barst Þjóðvilj- anum i hendur maíhefti þess. Þar kennir ýmissa forvitnilegra grasa, m.a. er þar grein eftir Sigurjón Rist, er nefnist Nýibær og Eyjaf jarðardalir. Segir þar frá heimsókn í athugunar- stöðina Nýjabæ og hugsan- legu vegarstæði úr byggð þangað upp eftir. Hjónin Guðrún Marta Sigurðardóttir og Þorsteinn Ingvarsson hafa í vetur annazt athuganir fyrir Orkustofnun í Nýjabæ. Einnig sjá þau um veður- athugunarstöð, eins og flestir kannast við úr veð- urfréttum. Orkustof nunin telur nauð synlegt, að gerðar séu athuganir á áhrifum veðurs á raflínur á hálendinu. Rafstrengur yfir hálendið er talin forsenda fyrir sam- fengingu orkuveitusvæða landsins. Ef af slíkri sam- tengingu verður, er ekki ólíklegt, að línan liggi yfir Sprengisand og komi í byggð í botni Eyjaf jarðar- dala. Þá mun án efa verða nauðsynlegt að gera veg upp að Nýjabæ. Sigurjón Rist hefur gert athuganir á vegarstæði, einkum með tilliti til snjóflóðahættu. Meðfylgjandi kort sýnir hugsanlegt vegarstæði að mati Sigurjóns. Okkur vit- andi hefur ekki áður verið prentað kort, sem gerir svo glögga grein fyrir snjó- flóðahættu á ákveðnu svæði. Sigurjón Rist, vatnamæl- ingamann, þarf tæplega að kynna, Hann er líklega einna mestur ferðagarpur á Islandi. Fáir þekkja óbyggðir betur en hann, enda verður hann starfs síns vegna að ferðast um allt land jafnt vetur sem sumar. Hér verður birt grein Sigurjóns í „Ferðum". Þorsteinn og Guðrún Marta Það er vetur, norövestan skaf- renningur gnauðar. Ég er staddur i Nýjabæ hjá ungum sunnlenzk- um hjónum, Þorsteini Ingvars- syni og Guðrúnu Mörtu Sigurðar- dóttur. Hann er ættaður úr Gaul- verjabæjarhreppi i Flóa, en hún af Ragnárvöllum og úr Holtum. Þjórsá deildi löndum millum þeirra. Og nú, hér norður af firði, ei.nkum úr Saurbæjar- hreppi”, segja þau hjón. „Þeir eru ærið drjúgir við að sjósetja nýja báta á Akureyri, en fátt heyrum við úr Eyjafirði”. Ég -aldi skýringuna vera þá, að iveitin er starfsöm og kyrrlát. „Eitt fréttum við þó i fjölmiöl- um. Möðruvallakirkja lyftist af grunni i desemberveörinu mikla, og hékk hún, með dýrindis alt- aristöflu úr kaþólskum sið innan- borös. á aðeins einni virtaue um Tjarnir, innsti bær I Eyjafjarðardal. Næsta byggð fyrir sunnan Tjarnir er I athugunarstööinni í Nýjabæ. Þriöjudagur 17. júli 1973 ÞJÖDVILJINN — SIDA 9 Drottning, ' (varða)l SKÝRINGAR Hœðortölur í metrum Hœðormismunur lOOm Ar og stöðuvötn örœfaslóðir Vœnlegt vegastœði um Eyjafjarðordal Vorasamir staðir Snjóflddohœtto 12 3 4 Vænlegt vegarstæöi milli Tjarna og Nýjabæjar. SHkur vegur yröi nauösynlegur.ef háspennulína yröi lögð um Sprengisand niöur I Eyjafjaröardal. Ferðamönnum yröi einnig opin leið þvert yfir hálendiö. torfu í Arnarstaðatungum og upp á Hæl sunnan Hafrárgils. Hann minnir á störf sjálfboðaliða F.F.A. og þá ekki sizt á ósér- plægni Þorsteins heitins Þor- steinssonar, sem barðist af sér- stökum dugnaði og eldmóði við að ryðja bilum slóö um Vatnahjalla. Sneiðingurinn minnir á sigurinn 1944, þegar hægt var að halda ferð sinni rakleitt áfram framhjá Sankti-Pétri og sveigja inn á miö- hálendið með Drottningu á hægri hönd. Okkur, sem unnum á Vatna- íjalla og könnuðum inndali og Fjöll, var ljóst, að ákjósanlegast var að komast með bilaslóð upp úr botni Eyjafkarðardals, þ.e.a.s. innan við (sunnan við) alla stór- grýtisurðina á Vatnahjalla, sem á vart sinn jafningja hér á landi, en okkur var jafnframt ljóst, að þótt vegalengdin frá Hafráreyrum og inn úr Botni væri aðeins 14 km og með jöfnum halla, þá kom sú leið ekki til greina sem rudd ieið, fyrst og fremst vegna mýrlendis. Dal- urinn er aftur á móti vænlegur fyrir upphlaðinn veg. Hallinn er jafn, 1:25. Bezta vegarstæðið Á meðfylgjandi teikningu sýni ég, hvar ég tel bezta vegarstæðið eftir dalbotninum. A áberandi hátt eru sýndir varasamir staðir. Snjóflóðahættuna hef ég metið eftir: 1) Hvar ég hef séð snjóflóð eða snjóflóðadyngjur. 2) Sögnum um snjóflóð. 3) Verksummerkjum eftir snjó flóð og landslagsaðstæðum. Unnt er að forðast þessa staði að mestu, svo að snjóflóðahætta BYGGÐ Á (SLANDI akkerisstein. Rúðurnar skulfu I Nýjabæ þá nótt, ja, visindalega sagt komst vindhraðinn i 48 metra á sekúndu.” „Það er margt, sem við Steini ætlum að skoða i Eyjafirði i sum- ar, t.d. Grund og Saurbæjar- kirkju”, segir húsfreyjan. „í Saurbæ býr hreppstjórinn ykkar, Daniel Sveinbjörnsson”, bæti ég við. I Nýjabæ er lesin bókin Dagar Magnúsar á Grund, hún er kær- komið lestrarefni. I frostkyrrum vetrarins má greina i Nýjabæ veikan en stöðugan vatnsnið frá uppsprettulækjum Eyjafjarðarár i dalbotninum. Nýjabæjarhjónin fýsir einnig, jafnvel þótt það sé aðeins bergbál úr bókum, að heyra frá mannlegu athafnalifi lengra neðan úr dalnum, þar sem áin sjálf er hljóðlát, en hefur byggt upp grundir og grösug nes. Ég hef veitt þvi eftirtekt, að margir álita, að i athugunar- stöðvum inni á hálendingu, svo sem á Hveravöllum og i Nýjabæ, gefist góður timi til lesturs. t reynd er það ekki svo, þótt unnt sé að lita i bók stund og stund. Mörg störf kalla að, veðurathugun á þriggja tima fresti allan sólar- hiringinn á Hveravöllum, eh i Nýjabæ að visu aðeins frá kl. 9 til 21, en þar þarf i staðinn að nota timann milli veðurathugan, til að fara að linuspennum og is- ingargrindum. Þá tekur skeyta- sending og vélgæzla nokkurn tima og loks rekstur og hirða heimilis þótt litið sé. Orkulína á hálendi Verkefni þeirra Nýjabæjar- hjóna er að afla veigamikilla gagna I viðtæka gagnasöfnun, sem lýtur að þvi, að linusérfræð- ingum megi vera unnt að kveða upp dóm, sem segir, hvar hag- kvæmast sé að leggja orkulinu fyrir hálendið. A hún að liggja um Kjöl eða Sprengisand, ef hún fer um Sprengisand, á hún þá að liggja um: 1) Austurdal eða 2) Eyjafjarðardal eða 3) Fnjóskadal eða 4) Bárðardal? Gengið til byggða Það er komið fram i april, vorið er i nánd, leysing hafin i byggð, 1,6 metra sæmilega jafnfallinn snjór á Sprengisandi, einmitt rétti timinn til að mæla á snjó- stikum, kanna snjóalög, huga að snjóflóðum og snjóflóðahættum á Eyjafjarðardal. Ég er staddur við annan mann á snjóbil i Nýjabæ og legg af stað gangandi niður dalinn. Lengra verður ekki ekið, annars væri Baldur Sigurðsson ekki að krækja á Kisa sinum vestur á Kaldbaksdal á öxnadalsheiði, þegar hann skreppur á milli Akureyrar og Nýjabæjar. tir vesturbrún Runu hefur fallið snjóflóð (hengjuhlaup). Hlaup- staðurinn sést frá Nýjabæ, þar hefur falliö þrivegis i vetur, ná- kvæmlega á sama stað. Úr vesturbrún út undir Sandáröxl hefur snjóflóð fallið. Það er einnig hengjuhlaup og liggur i köku á dalbotninum. Þótt veturinn hafi verið úrkomusamur og fremur snjó- þungur um norðanvert landið, er snjór litill i dalnum. Stórir flákar mega teljast nær alauðir, en ófærð er i giljum. Miðhliðis hjá Fossum hefur óverulegt snjósig átt sér stað. Snjóstikur eru heilar, þær hafa ekki orðið snjóflóðum að bráð, meira að segja ekki i Klifsárgili, en þar má þó sannarlega eiga von á spýjum. Vegagerð Ferðafélagsin; Eftir ágæta nótt á Tjörnum hélt ég að Nýjabæ hinn næsta dag. Sökum nýsnævis var nokkur snjó- flóðahætta i brekkunni undir Stöllum, þ.e.a.s. gegnt Sandá, en þar og i Klifinu norðan Klifsár verður að reikna með möguleik- úm á flekahlaupum, þvi að vindar safna að stórfenni og brekkurnar eru úthverfar. Af gönguleiðinni blasti við vegarsneiðingurinn frá Hákarla- er litil á vegarstæðinu, ræður hér mestu, hve dalurinn er snjóléttur. Leiðin er að verulegum hluta austan ár. Snara þarf þó veginum vestur yfir á tveimur stöðum. 1 fyrsta lagi til að forðast stórfenni og snjóaflóðahættu i Klifi Klifs- heiðar og sama gildir einnig und- anStöllum. Abáðum stöðunum er unnt að þræöa snjólétta jafn- lendisræmu vestan ár. Fjórar brýr á Eyjafjarðará virðast i fljótu bragði vera tölu- vert fyrirtæki. Það bætir úr skák, að þegar upp fyrir Klifsár er komið, er Eyjafjarðará saklaus fjallakvisl með mosavöxnum steinum i botni. Gönguleið um Eyjafjarðardal er eðlilegri og skemmtilegri aust- an ár. Klifsá á það til að ryðjast fram með talsverðum gassagangi og er þá illur farartálmi. Eins og sjá má á kortinu, kem- ur hún úr stöðuvatni og er kát, þegar vatnið er að hlaupa. Þess ber að gæta, að það er ekki á það að treysta, að vöxtur hennar og viðgangur fylgi öðrum ám, sök- um .þess að vatnið, þ.e. stöðu- vatnið, nær ef til vill framrás i þann mund, sem aðrar ár og lækir fara minnkandi. Þegar aðalvorleysing er um garð gengin, er leiðin auðveld og þægileg. Hin leiða hafgola siðdeg- is nær ekki inn I dalbotninn. Þar er þá hlýtt og notalegt. Franskur her á brott frá Malagasy Þann fyrsta september eiga franskar hersveitir á eynni Madagasar, sem heitir Malagasya eftir að landið varö sjálfstætt, að yfirgefa eyna. Um leið gengur landiö úr frankasvæðinu svonefnda. Þar með er verið að fylgja eftir þeim fyrirheitum sem stjórn Garbiel Ramanantsoa Ramanantsoa hershöfðingja gaf i fyrra, er hún kom til valda. um að brjóta á bak aftur franskt forræði á ýmsum sviðum. Herstöðin i Diego Suarez á norður- odda eyjarinnar hefur af Frökkum verið talin einkar þýðingarmikil eftir að Súezskurðinum var lokað — þaðan megi hafa gætur á þvi mikla oliumagni sem nú fer suður fyrir Afriku. Frakkar geta þó til bráða- birgða flutt setuliðið og búnað þess til nærliggjandi eyja — Reunion og Komoreyja. Með þvi að ganga úr franka- svæðinu ætlar stjórn Malgasiu að reyna að stöðva fjárflótta til Frakk- lands — en hún trey stir sér ekki til að breyta neinu að ráði um það. að Frakkland hefur sem fyrr kverkatök á atvinnulifi eyjarinnar. Samningar um brottför hersins hafa gengið stirðlega og oft la við sjálft. að þeim yrði siglt i strand. Rétt áður en við'ræður hófust. efndi hópur manna til kröfugöngu i her- stöðvabænum Diego Suarez. veifaði frönskum fánum og söng Merseijasinn. En sjónarvottar segja. að mest hafi þar farið fyrir gleðikonum og leigubilstjórum. sem vilja ekki missa spón úr sinum aski. Ramanantsoa hefur rakið þessa at- burði til umsvifa franska sendiráð- sins á eynni. Og stjórnvöld segjast einnighafa sönnur á þvi. að Frakkar hafi staðið i makki við Tsiranana. fyrrum forsætisráðherra. um að hann bæri fé á unga menn. sem áttu að koma af stað átökum milli ibúa strandhéraðanna og Merinuþjoðar. sem nú ræður mestu i stjorn landsins. Frakkar hafa semsagt spilað alldjarft — en tapað. jDN' Eftirmæli silfurlampans Eftirfarandi álvktun var gerð a fundi Félags islenzkra leikdómenda 11. júli: Vegna framkomu Baldvins Halldórssonar leikara við af- hendingu silfurlampans i Þjóðleik- húsinu 1. júlí sl„ svo og vegna álits- gerðar Félags islenzkra leikara um leikdómendur sem birtist i vor. sbr. Timann 15. mai sl.. ákveður félagið að fella niður fyrst um sinn veitingu silfurlampans. Aftur á móti mun félagið eftirleiðis efna til atkvæðagreiðslu félags- manna i lok hvers leikárs um nokkur beztu verk leikársins. leik, leik- stjórn, leiktjöld osfrv.. og birta niðurstöður sinar almenningi. Nánari reglur um tilhögun þessarar viðurkenningar skulu settar fyrir lok leikársins 1973-4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.