Þjóðviljinn - 05.08.1973, Síða 8

Þjóðviljinn - 05.08.1973, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. ágúst 1973. hefur lengi verið haldið fram, að tannlæknar væru hátekjumenn. Ung- um mönnum, sem hafa haft áhuga á að komast í álnir, hefur verið bent á að nema tannlækningar. Nú hefur hins vegar komið í Ijós, að líkast til er þessi trú almennings á misskilningi byggð. Tannlæknar virðast helzt lepja dauðann úr skel, að minnsta kosti er svo að sjá, ef litið er á, hvað þeir greiða í opinber gjöld. Sá grunur læðist aö okkur, þó að við viljum ekkert um það fullyrða, að umræður núverandi stjórn- valda um að gera tann- lækna að sjúkrasamlags- læknum séu frá tannlækn- um runnar. Það væri hugsanlegt, að tannlæknar vildu tryggja sér auknar tekjur með því. ^^oviljamenn geröu sér þaö til dundurs að athuga, hversu há gjöld væru lögð á nokkra tann- lækna samkvæmt skattskránni. Þessi athugun gekk þannig fyrir sig, aö flett var upp i simaskránni og merkt þar viö tiu tannlækna. Það var algjörlega undir tilviljun komið viö hvaöa tannlækna var merkt i simaskránni. Siöan var athugaö i skatt- skránni hvaöa gjöld heföu verið lögð á þá. Meðaltannlæknir Aö visu er ljóst, aö meö þessum aðferðum höfum við ekki gert okkur hárnákvæma mynd af tekj- um tannlækna, en þó er vist, aö niðurstaöan gefur góöa vis- bendingu um þau mál. I ljós kom, að meðaltannlæknir greiöir 7.740 krónur i viðlagagjald, en þaö er 1% af brúttótekjum. Tekjur hans hafa þvi verið 774 þús. krónur árið 1972, og er þaö siður en svo einsdæmi á tslandi, aö menn hafi svo háar tekjur. Viö athuguðum meöalgjöld i einum stigagangi i blokk i Breiö- holti, og kom i ljós, aö ibúar blokkarinnar höföu haft hærri tekjur en tannlæknarnir. Heildargjöld meöaltann- læknisins eru 225.423 kr. En meöaltal heildargjaida i stiga- ganginum i Breiðholti var 219.726 kr. Munurinn er ekki mikill, og þykir okkur þvi einsýnt, aö tann- læknar séu ekki tekjuhærri en hverjir aðrir Reykvikingar. Hér að neðan er yfirlit um meöalgjöld'tannlæknanna tlu og ibúa stigagangsins i Breiðholti: Meðal- Meöaltal i tannlæknir. stigagangi. Tekjusk. 112.330 122.006 Eignarsk. 13.008 2.913 Kirkjugj. 1.000 1.000 Kgarösgj. 1.868 1.835 Otsvar. 69.880 79.386 Launask. 3.772 19.597 Viölagagj. 8.814 7.740 Samtals 219.726 kr. 225.423 kr. Tannlæknastofur Skylt er að geta þess, að niu þeirra tannlækna, er athugunin náði til, reka tannlæknastofur sinar sem sérstakan skatt- greiöanda. En ekki viröist um- setningin vera mikil i þeim stofnunum, þvi að tannlæknirinn Tann- læknar lepja dauð- ann úr skel Þú skalt ekki giftast tann lækni, þegar Þú verður stór greiðir ekki nema kr. 26.012 i opinber gjöld fyrir stofuna. Gjöldin veröa þvi samtals á tannlækninum og stofunni kr. 251.435. Miklar eignir Þaö vekur nokkra furðu, aö meöaltannlæknirinn greiðir hærri eignarskatt, en meöalmaðurinn i stigaganginum i Breiöholti. Tannlæknirinn á verðmætari fasteignir en Breiöholtsbúinn, þó aö hinn siðarnefndi hafi meiri tekjur. Ekki getum viö i fljótu bragöi komið auga á aðra skýringu á þessu fyrirbæri en þá, að tann- læknarnir lifi mjög spart og leggi hluta af tekjum sinum i fasteign. Breiöholtsbúinn hlýtur að vera miklu meiri eyðslukló. Likast til á hann miklu dýrari bil en tann- læknirinn, jafnvel tvo. Og einnig er hugsanlegt að Breiðholtsbúinn fari miklu oftar i skemmtireisur til útlanda og skreppi oftar i lax en tannlæknirinn. I stuttu máli sagt: Tann- læknirinn má engu eyða i óþarfa lúxus, ef hann á aö geta eignazt þær fasteignir, sem skattayfir- völd vilja nú leggja eignarskatt á. Tannlæknarnir tíu Hér að neöan er skrá yfir þá tannlækna, sem athugun okkar náði til. Getiö er um gjöld hvers og eins. Tölurnar i svigum eru gjöldin, sem lögð eru á tann- læknastofurnar. Tekju- Eignar- Kirkju- Kgarðs- útsvar Launa- Viölaga- Tannlæknir skattur skattur gjald gjald skattur gjald Birgir Jóh. Jóhannss. 110.619 35.304 1.000 2.486 76.900 21.051 8.600 (2.244) (17.480) (31.200) (16.800) Gunnar Dyrset 190.833 1.391 500 1.865 69.600 28.835 7.500 (1.232) (6.900) (11.500) (6.200) Gunnar Þ. Helgason... 11.564 - - 1.000 1.320 40.800 28.316 4.800 (1.133) (5.865) (16.600) (8.900) Haukur Þorsteinss... 138.572 8.593 1.000 2.083 79.100 25.607 8.900 (979) (4.255) (11.500) (6.200) Jóhann Gislason 36.973 1.000 1.892 75.500 21.050 8.300 (572) - - (6.800) (3.700) Jón Sigtryggsson... 150.704 5.792 1.000 1.736 75.500 8.200 Kjartan Þorbergsson. 128.750 22.125 1.000 2.217 81.700 26.236 9.400 ( 979) (4.255) (14.700) (7.900) Rafn Jónsson 86.532 24.313 1.000 1.722 70.400 23.822 8.900 (781) (2.185) (4.500) (2.400) Viöar Pétursson 154.881 28.479 1.000 1.842 69.500 * - 5.700 (1.716) (11.960) (10.600) (2. 300) Þorsteinn ólafsson.. 113.907 4.079 1.000 1.513 59.800 21.050 7.100 (572) - - (6.000) (3.200> Meöaltannlæknir 112.330 13.800 1.000 1.868 69.880 19.597 7.740 (1.134) (5.878) (2.600) (6.400) Þaö skal að lokum endurtekið, Þetta eru engan veginn tekju- tannlæknar greiöa enn lægri opin- að þessi nöfn eru valin i sima- lægstu tannlæknarnir, þvi að i ber gjöld. skránni algjörlega af handahófi. skattskránni má sjá, aö sumir -ÓP wmmtm ;::íííS:::íí;í: Menning — Omenning Hér sjáum viö mynd af tveim mönnum. A milli þeirra ereinn þekktasti „þjóöardrykkur" Is- lendinga, Brennivín, og jafnframt sá þeirra, sem hvaö mestu böli hefur valdið. Oft er talað um vín- menningu, en sjaldan um vínómenningu. Hvers vegna? Svari hver fyrir sig.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.