Þjóðviljinn - 05.08.1973, Blaðsíða 13
Laugardagur 4. ágúst 1973. ÞJÓÐVtLJINN — SIÐA 13
JON CLEARY:
Sendi-
fulltrúinn
árin meö Bay Vien höf6u fyllt
hana fyrirlitningu á lögreglunni.
— Hve miki6 hafið þér heyrt um
mig?
Jósef leit á Pham Chinh sem
enn hélt hendinni i jakkavasan-
um. —Ef viö eigum aö tala sam-
an, þarf hann þá endilega að
standa svona allan timann? Ég er
ekki vanur þvi að ræða við fólk
meðan byssu er miðaö á mig.
Madama Cholon brosti. — Þér
hafiö dálitið æöruleysi til að bera,
Monsieur Liszt. Skyldi það nægja
til þess að þér gerið það sem ég
vil að þér gerið?
— Hvað er það?
— Drepa húsbónda yðar.
Æðruleysi Jósefs brást honum
andartak, hann heyrði sjálfan sig
segja: — Hvern þeirra?
Bros hennar varð breiðara. —
Skiljanleg spurning, Monsieur.
Þér hafiö þá marga, er ekki svo?
Það hlýtur að vera truflandi
stundum. En ég hef aðeins áhuga
á einum þeirra. Herra Quentin.
Jósef hafði náð aftur stillingu
sinni. Hann hallaði sér aftur á bak
og hristi höfuðið. — Kemur ekki
til mála. Ég er ekki morðingi, frú.
— En þér eruð ýmislegt annað,
er ekki svo? .Röddin i Madömu
Cholon var engilblið; hún hefði
getað verið að leika vændishús-
listir sinar. — Tvöfaldur njósnari
til dæmis. Vinnur fyrir Rússana
og Kinverjana lika.
Enn brást rósemin honum: —
Hver sagði yður það?
— Bandariskur vinur. Hún
hugsaði um Jamaica sem lá
dauöur i rúminu uppi á lofti', hann
hafði gert sitt gagn þrátt fyrir
allt.
Jósef fann að hann var aö byrja
að svitna. Hann leit á Pham
Chinh sem hafði tekið höridina úr
vasanum en stóð enn upp við
dyrastafinn og hindraði allan
flótta. Hann sleikti varirnar og
leit aftur á Madömu Cholon. —
Hverjir vita það fleiri?
— Enginn — ennþá. Hún naut
þess hve órólegur hann var; van-
liðan annarra var hennar lif og
yndi. — En ég er viss um að Rúss-
arnir yrðu ekkert himinlifandi yf-
ir að komast að þvi, að þér vinnið
lika fyrir Kinverjana. Það var
Laugard. 30/6 voru gefin saman i
hjónaband i Frikirkjunni af sr.
Þorsteini Björnssyni, ungfrú
Þórunn Kristjánsdóttir og hr.
Jens Andrés Guðmundsson.
Heimili þeirra verður að Mela-
braut 63 R.
(Ljósm.st. Gunnars Ingimars
Suðurveri)
aldrei samið um þaö, eöa hvaö?
— Þessi Bandarikjamaður. —
Hann velti fyrir sér hver það gæti
verið — Hve mikið sagöi hann yö-
ur?
— Allt sem hann vissi. Og hann
virtist vita töluvert.
Það var ein áhætta i leiknum:
ótrúlegasta fólk gat allt i einu
flett ofanaf manni. — En af
hverju sagði hann yður það?
51
— Við — hm — töldum hann á
það. Hún sleikti varirnar eins og
hún væri að endurvekja bragð.
Hún hafði undrazt hve mikið
Jamaica hafði sagt henni, en ef til
vill hafði hann þá gert ráð fyrir að
komast lifs af út úr húsinu og
hugsað með sér aö upplýsingar
um Jósef væru litilfjörlegt gjald
fyrir slikt. Reyndar hafði hann
sagt, að hann hefði komizt að
starfsemi Jósefs af einskærri til-
viljun. Hann haföi fylgzt með
Chentil aö athuga hvort húnhitti
hann, en i staðinn hafði Jósef
birzt. Siðan hafði hann elt Jósef
og séð hann hitta Rússa. — Viljið
þér að ég segi yður það sem ég
veit?
Jósef reyndi enn að sýna virðu-
leik. Hann hallaði sér aftur á bak.
krosslagði fótleggina með glæsi-
brag. — Þér hafið bersýnilega I
huga að bera fram tillögu við
mig, og mér leikur forvitni á að
vita hve mikið þér hafið upp á að
bjóða.
Það munaði minnstu að glettn-
isbliki brygði fyrir i augunum á
Madömu Cholon. — Ég dáist
vissulega að yður, Monsieur. Nú
skil ég hvers vegna þér hafið svo
lengi komizt upp með þetta. Já,
það var sagan yðar. Bandariski
vinurinn okkar vissi ekkert um
fyrra lif yðar, en eiginlega höfum
við engan áhuga á þvi. Þér unnuð
fyrir Rússana I Búdapest fyrir ár-
ið 1956. Þér unnuð i tvö ár hjá
Porthleven lávarði, átján mánuði
hjá hertoganum af Isis, siðan
fenguð þér starf hjá fyrrverandi
sendifulltrúa Astrala, Sir James
Gable. Þér hafið varla fengið
mikið handa Rússunum fyrr en að
Laugard. 23/6 voru gefin saman i
hjónaband i Langholtskirkju af
sr. Sigurði Hauki Guöjónssyni,
ungfrú Soffia Wedholm og hr.
Helgi Björnsson. Heimili þeirra
veröur að Ljósheimum 22 R.
(Ljósm.st. Gunnars Ingimars
Suðurveri)
þessari ráðstefnu kom. Astralir
reyna að þykjast mikiir, en þeir
eru núll og nix i heimsmálunum.
Eruð þér ekki sammála?
— Góður bryti ræðir aldrei hús-
bændur sina, sagði Jósef, sem
hafði aldrei starfað hjá konungs-
fjölskyldunni eða fengið tilboð frá
vikublöðunum.
— Og ég efast ekki um aö þér
séuð góöur bryti. Ég vona bara að
þér ræöið mig ekki heldur, þegar
þessu smávægilegu viöskiptum
okkar er lokið. A ég aö halda á-
fram? Jósef kinkaði kolli. Hann
vildi fá frest, þótt hann vissi ekki
til hvers hann gæti.notað hann. —
Einhvern tima i siðast liönum
mánuöi komust Kinverjar að þvi
að þér unnuð fyrir Rússana. Þeg-
ar augljóst varð, að Quentin yrði
einn af leiðtogunum á ráðstefn-
unni, þá ieituöu þeir hófanna við
yöur. Ég veit ekki hvort þeir hafa
beitt fjárkúgun eöa mútaö yður,
ef til vill hvort tveggja. Hvað sem
þvi liður, þá fóruö þér að vinna
fyrir þá. Ég veit ekki hvaða upp-
lýsingar þér hafið getað gefiö
þeim — bandariska vininum okk-
ar var ekki kunnugt um þaö.
— Og þessar upplýsingar hans
hafa þá verið býsna nýlegar?
— Það skildist mér. Ef til vill
var hann ekki einu sinni búinn að
skila þeim til yfirmanna sinna.
Ég veit það ekki. Hún brosti aft-
ur. — En það er yðar höfuðverk-
ur, ekki minn, Monsieur. Ég get
aðeins sagt yður þaö, aö ef þér
gerið ekki það sem ég ætlast til af
yður, þá verður einhverjum sagt
frá yður. Það gæti oröið dáiitið ó-
þægilegt fyrir yður, er ekki svo, ef
Astralir, Rússar og Kinverjar
misstu allir traust á yöur? Svik-
ari við þrjú lönd, aö ekki sé
minnzt á Ungverjaland. Það væri
næstum met, er þaö ekki?
Jósef sat stundarkorn þegjandi
með krosslagða fætur, en nú var
hann dálitiö stirðlegur, virtist
ekki kunna sériega vel við sig.
Hann mundi eftir hinni löngu
þjálfun. Honum hafði verið kennt
að nota skotvopn og sprengiefni,
en kennsla og áróöur gátu aldrei
gert morðingja úr manni nema
einhver svörun væri fyrir hendi.
Þeir höföu aldrei gert sér ljóst, að
þessi svörun fyrirfyndist ekki hjá
honum, og hann hafði aldrei látið
það uppi. Hann var fyrst og
fremst njósnari og sem slikur
hafði hann reynzt vel, góður
njósnari ætti aldrei að komast i
þær kringumstæður að hann
þyrfti aö drepa. En nú var loks
komiö að þvi.
— Ég gæti ekki drepiö hann
með köldu blóði, sagði hann.
Madama Cholon gerði sér eng-
ar sérstakar grillur út af fram-
kvæmd á morði. — Það væri bezt
ef við fyndum einhverja aðferð
sem héldi yður utan við þetta.
Hún brosti aftur til hans. — Ef ske
kynni að við hefðum not fyrir yð-
ur aftur.
— Þér virðizt treysta þvi, að ég
sviki yður ekki, sagði Jósef og
gaut augunum til Pham Chinh. —
Ef ég færi nú til Kinverjanna —
eða Rússanna — og segði þeim frá
-tilmælum yðar? Það er ekki vist
aö þeir féllust á þau áform. Og ef
til vill ákvæðu þeir að —
— Kála mér? Madömu Cholon
virtist skemmt við tilhugsunina;
hún var ekki hrædd viö neitt, ekki
einu sinni dauðann. — Eruð þér
að ógna mér?
Jósef leit aftur á Pham Chinh,
Vietnaminn hafði rétt úr sér, tek-
ið byssuna með hljóðdeyfinum
upp úr vasa sinum. Jósef rétti úr
fótunum, hagræddi buxnabrotun-
um og leit aftur á Madömu Chol-
on. — Nei frú. Ég er bara að
kynna min eigin viðhorf i málinu.
Hvernig svo sem herra Quentin er
komið fyrir kattarnef, þá býst ég
ekki við að húsbændur minir hafi
mikil not fyrir mig i framtiðinni.
Ég yrði tortryggilegur, að ekki sé
meira sagt. Ekki aðeins i augum
Moskvu og Peking, heldur lika
hjá Scotland Yard, C.I.A., F.B.I.
og ótal öðrum öryggisstofnunum
sem mætti nefna. Með öðrum orð-
um, þá yrði ég aðhefja nýttlif. Og
það kostar sitt.
— Hve mikið?
Jæja, hugsaði hann, ef ég á að
deyja, þá get ég eins gert það i
von um auðlegð. — Tuttugu og
fimm þúsund pund.
Þar kom aö Madama Cholon
varð agndofa. — Kemur ekki til
mála!
— Ætluðuð þér yfirleitt að
greiða mér nokkuð? Hún hikaði,
kinkaði siðan kolli. — Hve mikið?
— Ef til vill fimm þúsund pund.
BRÚÐKAUP
BRIDGE
Ekki er allt
sem sýnist
í nýlegri bók eftir bridgehöf-
undinn J.M. Roudinesco eru ekki
birtar eiginlegar spilaþrautir, en
hún hefur þó að geyma einar
fjörutiu gjafir, sem eru svo erfið-
ar viðureignar, að aðeins frábær-
ir spilamenn myndu finna leiðirn-
ar til vinnings við spilaborðið og
geta orðið mörgum torveldar til
úrlausnar, jafnvel þótt allar fjór-
ar hendurnar sjáist, eins og t.d. i
þessari hálfslemmu i grandi sem
hér fer á eftir.
S. KDG5
H. AD9
T. K74
L. D84
S. 1082 S. 976
H. 754 H. 862
T. D1065 T. G98
L. G109 L. K765
S. A43
H. KG103
T. A32
L. A32
Sagnir:
Vestur Norður Austur Suöur
pass 1 Gr
pass 2 La pass 2 Hj
pass 6 Gr pass pass
Vestur lét út laufagosa. Hvern-
ig á Suður að spila til að vinna
þessa hálfslemmu i grandi gegn
beztu vörn?
1 bók sinni kemst Roudinesco að
orði á þessa leið: ,,Svo mætti
virðast.að allt væri komið undir
hagstæðri legu laufakóngs hjá
Vestri, en útspilið (laufagosi)
sýnir strax að sagnhafi verður að
gefa þá von upp á bátinn, þvi að ó-
hugsandi er aö Vestur heföi látiö
út laufagosann undan kónginum.
Sagnir Norðurs og Suðurs hafa
ráðið þvi að Vestur velur mein-
laust en öruggt útspil, hann hlýtur
þvi nærri þvi að eiga G109 i laufi.
Fyrsta svarið við útspilinu sem
menn myndu láta sér detta i hug
væri að láta gosann eiga slaginn
og þá i þeirri von að kóngurinn sé
annað hvort einspil að annað af
tveim laufum, eöa þá aö hann eigi
samtimis fyrirstööuna i tigli, þ.e.
fimm tigla a.m.k.
En það finnst mun betri lausn.
Laufadrottningin og áttan i blind-
um ógna þegar betur er aö gætt
höndum beggja andstæöinganna,
en hvorri með sinum hætti:
Drottningin neyöir Austur til að
halda laufakóngnum öðrum, átt-
an neyðir Vestur til að halda i
tiuna og niuna i laufi.
Sé fyrsti laufaslagurinn tekinn,
og siðan teknir fjórir slagir i
spaða og aðrir fjórir i hjarta, og
laufi kastað heiman fráien tigli
frá blindum, þá getur hvorugur
andstæöingurinn, þegar fjórir
slagir eru eftir.haídið eftir þrem
tiglum. Upp kemur þá staða með
tvöfaldri kastþröng”.
Staðan er þessi þegar siðasta
spaðanum hefur verið spilað, en I
hann hefur Austur orðiö að kasta
tigli (til þess að „afblanka” ekki
laufakónginn):
T.K7 L.D8
T.D106 L.10 T.G9L.K7
T.A32 L.3
Vestur hefur kastað af sér laufi
til þess að varna þvi að þriðji tig-
ull Suðurs verði frispil, og nú
nægir að láta út laufadrottning-
una, til þess að laufaáttan verði
frispil.
Opnunarsögnin
afhjúpaði leguna
Hinn viðkunni hollenzki
bridgemeistari Herman Filarski
vann þessa gjöf á móti i heima-
landi sinu.
S. K
H. AK987
T. KD3
L. KD72
S. AG9764
H. 1062
T. 52
L. G10
S. 8532
H. G54
T. 10987
L. A9
Sagnir: Vestur gefur. Austur-
Vestur á hættunni.
Vestur Norður Austur Suður
2 S. dobl pass 3 H.
pass 4 H. pass pass
Vestur lét út laufagosann,
Filarski tók með ásnum. Hann
gerði sér ekki miklar vonir um að
vinna spilið, en byrjaði á þvi að
kanna tigulinn.
Austur, sem gerði ráð fyrir að
laufagosi félaga hans hafði verið
einspil, tók tiguldrottningu blinds
þegar i stað með ásnum, og lét
strax út lauf.
Hvernig fór Filarski að þvi að
vinna sögnina fjögur hjörtu gegn
beztu vörn?
Athugasemd um sagnirnar.
Tveggja spaða opnunin var
„veik tvisögn” og Filarski var
vandi á höndum, þegar Norður
doblaði. Hann ákvað að segja
þrjú hjörtu, samkvæmt þeirri
meginreglu að Norður hlyti að
eiga fjórlit i hjarta a.m.k., ef
hann heföi ekki með doblun sinni
sagt meira en hann gat staðið við.
Það kæmi þó fyllilega eins mik-
ið til greina að svara með þrem
tiglum, þvi að geti Norður ekki þá
sagt þrjú hjörtu, má við þvi búast
að lokasögn i hjarta sé harla hæp-
in.
S. D10
H. D3
T. AG64
L. 86543
FÍLAG ÍSLEAIZKRA HUðMUSTARMANNA
#útvegar ybur hljóðfœraleikara
og hljómsveitir við hverskonar tækifœri
Vinsamlcgast hringið i 20255 milli kl. 14-17
(líræöiiiii lamliö
U
ÍBtíNAMRBANKI
ÍSLANDS
Auglýsið í
Þjóðviljanum
T,
WÐVnm
3