Þjóðviljinn - 05.09.1973, Qupperneq 5
Miövikudagur 5. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Búið að ákveða
gangbrautina
Stóðu
Gæzlunni
til boða
gæzluskip
frá
Möltu?
Landhelgisgæzlan hefur
haft meb höndum nokkrar
teikningar af hraöskreiöum
skipum, sem fyrirhugaö hefur
aö fá leigö.
Blaðið spurði Hafstein
Hafsteinsson eftir þvi hvort
rétt væri að slikar teikningar
hefðu borizt þeim af skipum
frá Möltu, en um það kvaðst
Hafsteinn ekkert vita.
bjóðviljinn hafði fregnir af
þvi, að Gæzlunni stæðu skip til
boða þaðan og teikningar af
þeim sýndar ýmsum aðilum
og hefðu likað vel. Þessi skip
áttu að geta náð 40 sjómilna
ganghraða. Þá fylgdi og sög-
unni, að þessi skip gætu feng-
izt til leigu ef óskað væri.
Hvað siðan hefur gerzt, er
ekki vitað.
Blaðinu tókst ekki að ná tali
af Pétri Sigurössyni. —úþ
Guttormur Þormar,
starfsmaður á skrifstofu
borgarverkfræðings
hringdi hingað á blaðið í
gær, vegna fréttar i blaðinu
sl. sunnudag, þar sem m.a.
— Ætli þú spyrjir ekki vegna
þess að Orn Johnson hjá Flugfé-
laginu minntist á að þeir þyrftu
að bæta einum Fokker við, og það
hefði komið til tals við Landhelg-
isgæzluna að það væri ekki óhugs-
andi, að hún mundi selja sinn
Fokker. Þetta er nokkuð fjarlægt
held ég, sagði Hafsteinn Haf-
steinsson blaðafulltrúi Landhelg-
isgæzlunnar, er við spurðum hann
eftir þvi hvort fyrirhugað væri aö
selja Fokkervél Gæzlunnar.
Hafsteinn sagði að komið hefði
til tals, vegna þess að þyrlurnar
um borð i skipunum þættu óþarf-
var spurrt fyrir um gang-
braut yfir Kringlumýrar-
braut neðan Suðurlands-
brautar, en Kringlumýrar-
brautin liggur i gegnum
Framhald á bls. 15.
lega litlar, að til þyrfti að vera
a.m.k. ein þyrla, sem væri hand-
hægari skipunum og auk þess
hægt að leggja mann i sjúkra-
körfu i henni. Þetta er þó ekki
komið á neitt framkvæmdastig,
sagði Hafsteinn.
Hins vegar hefur Þjóöviljinn
það eftir áreiðanlegum heimild-
um, að ákveðið hafi verið að selja
Fokker Gæzlunnar og einnig, að
fjárveitingar séu fyrirhugaðar til
þyrlukaupa fyrir Gæzluna.
Ekki tókst blaðinu að fá sam-
band við Pétur Sigurðsson.
— úþ.
Enn fyrirhuguð
flugvélakaup?
Iðja Akureyri:
NATO-sendiherra heim
Fundur haldinn i dag (2/9) i
stjórn og trúnaðarráði Iöju,
félags verksmiðjufólks á
Akureyri, ásamt trúnaðarfólki
frá öllum vinnustöðum iðnað-
arins samþykkir að lýsa yfir
fyllsta stuðningi við rikis-
stjórnina i landhelgismálinu,
en skorar jafnframt á stjórn-
ina að herða nú aðgerðir gegn
Bretum á öllum sviðum: kalla
sendiherra sinn heim frá
NATÓ og visa sendiherra
Breta úr landi.
Þá vill fundurinn taka undir
þau sjónarmið, sem komið
hafa fram um það, að ekki
komi til mála að semja við
Breta um fiskveiðiréttindi
innan lögsögunnar, hvorki nú
né siðar.
Ennfremur þakkar fund-
urinn Landhelgisgæzlunni vel
unnin störf, en harmar nýver-
iö manntjón i starfi hennar.
RAFLAGNIR
SAMVIRKI
annast allar almennar raflagnir. Ný-
lagnir, viðgerðir, dyrasima og kall-
kerfauppsetningar.
Teikniþjónusta.
Skiptið við samtök sveinanna.
Verkstæði Barmahlið 4
SÍMI 15460 milli 5 og 7.
Ný vélritunarnámskeið
í nýju húsnæði
Ný námskeið að hefjast i nýju húsnæði að
Suðurlandsbraut 20.
Eingöngu kennt á rafmagnsritvélar.
Engin heimavinna.
Upplýsingar i simum 41311 og 21719
og eftir kl. 13.
Vélritunarskólinn
Þórunn H. Felixdóttir.
Frá Fimleikasambandi
Islands
Námskeið i áhaldafimleikum fyrir
iþróttakennara og þjálfara verður i
íþróttahúsi Seltjarnarness 14.—16.
september n.k.
Kennt verður fimleikakerfið ,,Turn-
stigen”, fyrir stúlkur og pilta.
Kennarar: Harald Brynildsen og Tore
Jóhansen.
Innritun og upplýsingar i sima 83402 og
83377.
Fimleikasambandið.
,i. .;....||.m||.|1.|t ... „..ntiiMii.inm.iiii.i. lllJ^
íí ry ‘ 9 • iT~*r < ■* ■ t in»\M rrri 17 ir ■ i»p »:»’nr’ry'rrtrj T’T'l'T'.'f ‘PFHTM
TRIAAM
DÆGURLAGASAMKEPPNI
SEX
í SÚLNASALNUM!
í kvöld heldur áfram hin geipispennandi trimm dægurlagakeppni ÍSÍ 0g FÍH.
Dansað og sungið til kl. 1 e.m.
SEX SONGVARAR
Guðmundur Haukur Pálmi Gunnarsson
Gunnar Páll
Linda Walker
Ragnar Bjarnason
Þuríður Sigurðardóttir
ATJAN MANNA STORHLJOMSVEIT FIH HLJÓMSVEIT RAGNARS BJARNASONAR
/ kvöld verður fjörið í Súlnasal Hótel Sögu
Gestir greiða atkvæði um beztu íslenzku dægurlögin.
Félag íslenzkra hljómlistarmanna
mr
4
TnnumTTnnn mmn m i nri iti i n iiutnnTi'rnn n m nmniTT'rrr»TT*HktrTrT^
Trnn<N
LLliIUJj IJJILILLIUllLLiLjJIJJaaIIIÍ Jilliillluimti.ilHiill