Þjóðviljinn - 05.09.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Miftvikudagur 5. september 1973
Við höfum ákveðið að stofna rit-
stjórn 5 krakka. Þið sem áhuga
hafið fyrir að vera með skrifið til
LITLA GLUGGANS
C/O ÞJÓÐVILJINN
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 19,
REYKJAVÍK
og skrifið greinilega fullt nafn,
heimilisfang og aldur, og ef þið
hafið sima, þá simanúmer.
Við biðjum ykkur svo að senda
bréfin fyrir 10. september.
Við minnum ykkur svo á að vera
dugleg að skrifa okkur og senda
myndir og sögur og visur og frá-
sagnir og skritlur og spurningar og
hvað ykkur nú kann að detta i hug.
Hundurinn
og hrafninn
Hundur hafði stolið
kjötstykki úr eldhúsi, og
með því að hann var
ekki svangur í þann
svipinn, þá gróf hann
það niður í mykju, svo
hann gæri étið það
seinna. En hrafn nokkur,
sem sat í tré þar nálægt
og sá til hans, flaug óð-
ara til, er hundurinn var
farinn, gróf með nefi
sínu eftir stykkinu, tók
það upp úr mykjunni og
hafði á burt með sér.
Rétt í því kemur hundur-
inn og sér hrafninn
fljúga með ránsfeng sinn
og setjast í tréð.
„Bölvaður bófinn og
fanturinn!" kallaði hann
til hrafnsins, ,,hvað átt
þú með að fara burt með
kjötið mitt?"
„Vertu ekki svona
bráður, seppatetur!"
svaraði hrafninn og kom
feng sínum örugglega
fyrir, „veiztu ekki að ég
er við lögregluna? Ég er
settur til höfuðs þjófun-
um og skila þýfinu í rétt-
ar hendur."
Þetta er mynd af löggu, segir Helgi 6 ára.
Þessar 3 stelpur eru áreiðanlega að fara i skólann.
Það er Jósef sem teiknaði þær.
Ekkjan
og hœnan
Ekkja nokkur átti
hænu, sem verpti einu
eggi á hverjum morgni.
Nú hugsaði ekkjan með
sér:
„Ef ég gef hænunni
helmingi meira í mál, þá
mun hún eflaust verpa
tvisvar á dag."
Hun gerði svo, en það
varð til þess að hænan
hljóp í hold og varð svo
feit að hún hætti með
öllu að verpa.
Skyldi hann vera á leið i skólann þessi? Það er
Ari Gisli 6 ára sem teiknaði.
Þessa mynd teiknaði Arna Björk Birgisdóttir. Þetta
er Lina langsokkur á hestinum sinum, en hver er á
hinum hestinum?
/ ^ v . s ,
Þessa myna teiknaöi hún Eilen. Hún er 8 ára.
Óskum eftirfimm
krökkum í ritstjórn
Litla gluggans