Þjóðviljinn - 05.09.1973, Blaðsíða 7
Miövikudagur 5. september 1973 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7
Nauðsyn
að efla
listiðnað
Gisli B. Björnsson
Rætt við Gísla B. Björnsson,
nýskipaðan skólastjóra
Myndlista-
og handíöaskóla íslands
Fyrir stuttu var Gísli
B. Björnsson, auglýs-
ingateiknari, skipaður
skólastjóri AAyndlista -
og handíðaskóla Islands,
en Hörður Ágústsson
sem gegnt hefur þeirri
stöðu hverfur nú til ann-
arra starfa. Af þessu til-
efni rabbaði blaðamaður
Þjóðviljans stuttlega við
Gísla.
Gisli Hstundaöi |nám við
MHÍ i 3 ár, en á þeim tima
var Lúðvik Guðmunds-
son skólastjóri. Helztu læri-
feður Gisla þá voru þeir
Sverrir Haraldsson, Bragi
Asgeirsson og Sigurður
Sigurðsson. Siðan fór hann til
Suttgart og nam þar auglýs-
ingateiknun i önnur þrjú ár.
Þegar Gisli sneri heim að
loknu námi fyrir 12 árum hóf
hann kennslu við MHl, og fól
Kurt Zier, þáverandi skóla-
stjóri, honum að koma upp
deild i auglysingateiknun við
skólann. Hefur hann kennt
þar siðan, fyrst sem stunda-
kennari, en siðastliðin 4 ár
sem fastráðinn kennari i hálfu
starfi.
Fjárskortur háir
starfsemi
Blaðamaður spurði Gisla
hvernig honum litist á að taka
við stjórn og mannaforráðum i
skólanum. Hann sagði að
skólinn ætti dálitið bágt þar
sem fjárveitingavaldið væri
naumtá fé til hans. Skólinn er
i hraðri uppbyggingu, en getur
ekki sinnt hlutverki sinu sem
skyldi þar sem skortur er á
kennslutækjum, kennurum og
fé. Sem dæmi nefndi Gisli að i
upphafi siðasta skólaárs hafi
80 manns sótt um inngöngu i
skólann, 65 hafi mætt til
inntökuprófs, en ekki var unnt
að taka inn nema 27 nemend-
ur þó fleiri hefðu átt skilið að
komast að.
Gisli kvaðst vera á þvi að
það sem helzt þyrfti að efla i
starfsemi skólans væru list-
iðnaðardeildirnar. Sagði hann
að rætt hefði verið um að
koma á kennslu i iðnhönnun,
tizkuteiknun, silfursmiði og
leiktjaldamálun, en allt fer
þetta að sjálfsögðu eftir þvi
hvað aðstæður leyfa.
Hann kvað mikla nauðsyn á
þvi að efla listiðnað i landinu,
einkanlega ef höfð væri i huga
sú mikla uppbygging innlends
iðnaðar sem fyrirhuguð er.
Myndi hann reyna eftir megni
að efla þessar deildir og koma
skólanum i nánari tengsl við
atvinnulifið.
Að efla sjálfræði deilda
Gisli hefur um langt skeið
rekið Auglýsingastofuna hf. og
hefur hann nú 12 manns i
vinnu þar. Hann kvaðst hafa
reynt að veita starfsmönnum
sinum sjálfstæði i störfum sin-
um og væri nú þannig komið
að hann væri svo til laus við
annir af daglegum rekstri
stofunnar og þvi auðveldara
fyrir sig að taka við þessu nýja
starfi.
Hann kvaöst myndu reyna
að hafa sömu stefnu i málefn-
um skólans, þe. að auka sjálf-
ræði deilda og fá nemendur til
að taka aukinn þátt i stjórnun
skólans.
Hann kvaðst hyggja gott til
þess að fá að starfa með unga
fólkinu i skólanum, en þegar
hann kenndi i auglýsinga-
deildinni kvaðst hann hafa
verið tiltölulega einangraður
frá þvi, þar sem hann kenndi
yfirleitt mjög litlum hópum.
Hann kvaðst einnig myndu
reyna ef verða mætti að efla
félagslif nemenda, en það
kvað hann hafa verið með
daufasta móti að undanförnu.
Ný námskeiö
t skólanum voru siðastliðinn
vetur um 100 nemendur i dag-
deildum. Auk þess gengst
skólinn fyrir kvöldnámskeið-
um, og sóttu þau um 300
manns i fyrra.
Hvað námskeiðin snertir
kvað Gisli að rætt hefði verið
um að fjölga þeim. Væri þar
einkum rætt um námskeið i
tizkuteiknun, keramik, um-
broti og útlitsteiknun fyrir
prentara og svo eins konar
upprifjunarnámskeið fyrir
eldri nemendur.
Hann kvað það valda sér
nokkrum örðugleikum að fjár-
hagsáætlunskólanser samin i
maimánuði og að ekki væri
tryggt hversu mikið fé væri
veitt fyrr en undir áramót við
afgreiðslu fjárlaga. Kvaðst
hann þvi ekki geta farið að
vinna að eigin stefnumiðun af
fullum krafti fyrren skólaarið
1974 -'75.
Eins og áður segir hverfur
Ilörður Agústsson til annarra
starfa, en Gisli kvað hann
myndu halda röð af fyrirlestr-
um um húsagerðarlist og
myndlist i vetur. Ráð er fyrir
gert að þeir fyrirlestrar verði
opnir jafnt nemendum skólans
sem öðrum áhugamönnum.
—Þli
Vaxandi óvinsældir
atvinnurekenda
í Vestur-Þýzkalandi
Rauðir fánar sjást betur (Rote Fahnen sieht man besser) heitir ein
sjónvarpskvikmyndin, sem atvinnurekendur ærðust út af, en hún fjall-
ar um mótmæli verkamanna gegn þvi, að fyrirtækið, sem þeir unnu
hjá, var lagt niður. Hraðvaxandi óvinsældir atvinnurekenda í
Vestur-Þýzkalandi valda þvi, að þeir óttast nú alvarlega um aðstöðu
sina.
Þeir eru „ólýðræðislegir,
ómannúðlegir yfirstéttargikkir”,
talsmáti þeirra er „mærðarmikill
og tilgerðarlegur”, persónuleikar
þeirra einkennast af „gróðagirnd
og tillitsleysi”, og séu þeir ekki
sýndir sem algerir glæpamenn,
eru þeir að minnsta kosti gerðir
að fiflum.
Þannig lýsir vestur-þýzjca sjón-
varpið atvinnurekendum lands
sins. að söen beirra siálfra. Sam-
tök atvinnurekenda hafa gefið út
um þetta bækling, og eru höfund-
ar hans menn að nafni Wilhelm
Weisser, Arnold Weingartner og
Klaus Brepohl. Þykir þessi út-
gáfustarfsemi sýna, að „athafna-
menn” landsins séu slegnir
hræðslu um að þetta meinta við-
horf áhrifamesta fjölmiðilsins
geti orðið þeim afdrifarikt.
Vestur-þýzkir velvakendur
Bæklingshöfundarnir þrir eru
ekki hvað sizt hneykslaðir á
„misnotkun” sjónvarpsins á regl-
unni um skoðanafrelsi. Sendingar
sjónvarpsins eru, segja þessir
skjaldsveinar „ frjálsa” fram-
taksins, af djöfullegri lævisi
blandaðar þjóðfélagsgagnrýni,
' Uífr:
Vcstur-þýzk grinmynd viðvikjandi hræðslu atvinnurekenda við sjón-
varpið. Frúin segir við mann sinn.sem er að hringja i sjónvarpið til
að mótmæla: „Þú ættir nú ekkí að óttast árás á atvinnurekenda-
persónuleika þinn I hverjum einasta sjónvarpsþætti, Felíx”. A
skerminum stendur aó Jacques Costeau (heímsfrægur djúpkafari)
sýni nú þátt um hákarla.
sem oft beinist gegn rikjandi kerfi
i markaðs- og efnahagsmálum.
Jafnvel hasarmyndirnar verða
rauðliðunum við sjónvarpið að
vopni, segja þessir vestur-þýzku
velvakendur. I þessum myndum
er að þeirra sögn engu tækifæri
sleppt til að reyta æruna af táp-
mönnum i fjármálum og atvinnu-
rekstri. Vitna þeir i þvi sambandi
i félagsfræðing sem Erwin K.
Scheuch heitir og kunnur er að
ihaldssemi. Hann hefur látið svo
um mælt, að i þremur af hverjum
fjórum glæpamyndum i sjón-
varpinu, þar sem atvinnurekend-
ur kæmu við sögu, væru þeir ann-
aðhvort sýndir sem algerir
glæpamenn eðá að minnsta kosti
fast að þvi, og er engu likara en
bæklingshöfundarnir séu hissa á
þessu. Með þessu er auðvitað,
halda þeir áfram, á lúmskan hátt
verið að koma þvi inn hjá hrekk-
lausum sjónvarpsglápendum að
enginn meginmunur sé á atvinnu-
rekanda og venjulegum glæpa-
dólg og gangster.
//Rekist þú á
ríkan mann . . ."
Enn iskyggilegra þykir þó
málsvörum atvinnurekenda að i
glæpamyndum og hasarleikritum
eru húsbændur þeirra ekki
undantekningalaust þeir, sem ill-
virkin fremja eða standa fyrir
þeim, heldur hrapa þeir stundum
niður i hlutverk fórnarlambanna.
Eru þeir ekki grunlausir um, að
með þessu móti sé verið að læða
þvi inn i hugskot hrekklauss al-
Framhald á bls. 15.
Aðeins 18 af hundraði telja þá menn með
mönnum. Talsmenn þeirra kenna sjónvarpinu um.