Þjóðviljinn - 05.09.1973, Page 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. september 1973
Miövikudagur 5. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
• Meðan Sviar loka opinberum
ferðaskrifstofum sinum erlendis
taka Spánverjar við 34 miljónum
ferðamanna i ár, jafnmörgu fólki
og i landinu býr.
• Þótt þjóðartekjur hafi aukizt, hefur
straumur þessi fyrst og fremst þau
áhrif að dýpka bilið milli rikra og
fátækra, milli þróaðra og vanþró-
aðra héraða.
Ferðmannaframkvæmdir eru oft-
ar en ekki greiddar á kostnað
framkvæmda i almannaþágu, og
gróðinn er að verulegu leyti fluttur
úr landi.
Risavaxnar ferðamannanýlendur
gera Spánverja að óvelkomnum,
blönkum ættingjum i eigin landi.
• Og gestagangur þessi hefur engin
áhrif á hina afturhaldssömu
stjórnskipan i landinu.
Allt er vanrækt, sem
kvæmda heyrir, nema
gefur skjótan gróða.
til fram-
það sem
Ferðamannaiðnaður
gerir Spánverja
að útlendingum
í þeirra eigin landi
Þaö ætti aö vera óþarfi aö fara
mörgum oröum um alla þá lof-
dýrð um ferðamannalandiö Spán,
sem sungið er á hinu eina bjart-
sýnismáli samtiðarinnar, tungu
auglýsinganna. Og það vita llka
flestir að þessi áróður fyrir sól og
sjó Spánar ber árangur. Á tiu
árum hafa 200 miljónir
útlendinga varið sumarleyfum
sinum á Spáni. I fyrra voru þeir
32 miljónir. í ár veröa þeir að
likindum 34 miljónir, eða jafn-
margir og ibúar Spánar. I
þorpinu Lloret de Mar á Costa
Brava búa utan ferðamanna-
timans 5000 manns — samt eru
þar 213 hótel og pensjónöt, og það
er miklu meira en i helmingi rikja
heims hvers um sig.
Þessi verzlun með sól, sjó,
nautaöt og flamenco er helzti
atvinnuvegur þessa lands, sem
ekki er auðugt að öðrum náttUru-
auðlindum og illa farið eftir
margra alda rányrkju. Spánn
fékk i fyrra 2,5 miljarði dala i
gjaldeyristekjur af ferða-
mönnum, og nægir það til að
jafna að niu tiund'u hlutum við-
skiptajöfnuð landsins. Svo-
kallaðar vergar þjóðartekjur
hafa tvöfaldazt á tiu árum.
Vaknað við
vondan draum
En til eru þeir Spánverjar, sem
vara við trU manna á
ferðamannastrauminn sem það
Gullland, E1 Dorado, sem frægt
er i sögum. Einhverju sinni vakna
menn af þeim draumi. Ekki
barasta ferðamennirnir, sem
vakna við skruðninga steypuvél-
anna i stað fuglasöngs, og sjá ekki
annað af hótelsvölum sinum en
sementseyðimörk, og stiga ofan i
sjó sem er ekki lengur blár,
heldur skitgrár af skólpi Ur
háhýsum þeim sem hafa sprottið
upp á ströndinni eins og gorkúlur
Æ fleiri Spánverjar spyrja sjálfa
sig að þvi, hver hagnist i raun og
veru á þessu gullæði?
Kannski Spánverjar sjálfir?
Einhver hluti þeirra, já. En fyrst
og fremst þó þeir erlendu fjár-
festingaraðilar, sem beina með
framkvæmdum sinum gjald-
eyrisstraumi inn i landið, án þess
að landinu miði áfram svo um
muni. Þvi i skugga ferðamanna-
straumsins eykst munurinn á
þeim fátæku, sem eru að sjálf-
sögðu margir.og þeim riku, sem
eru að sjálfsögðu fáir. Mismunur
á þróuðum og vanþróuðum
héruðum eykst. Allt er vanrækt
sem ekki færir skjótan gróða.
Pólitiskt sprengiefni hleðst upp.
Örfáum kilómetrum frá sund-
laugum, börum og tennisvöllum
Costa del Sol hima vesældarleg
miðaldaþorp. I þrem húsum af
hverjum fjórum i sveitahéruðum
Malaga er ekkert rennandi vatn
og i mörgum ekkert rafmagn.
Tekjur manna eru þar aðeins
þriðjungur af tekjum strandbúa.
Mörg þorp breytast i draugabæi;
karlmennirnir eru farnir að
heiman til að byggja hótel. 1 nánd
við ferðamannastaðina liggur
uppskeran undir skemmdum
vegna manneklu. Og yfirvöld
kæra sig kollótt um hnignun þess
landbúnaðar sem er, þratt fyrir
allt, næstmesti atvinnuvegur
Spánar. Þetta kemur fram einnig
i efnahagslegum furðum. Gestir á
hótelum á Tenerife fá i eftirmat
ferskjur frá Kaliforniu meðan
ávextir rotna á trjánum i
nokkurra kilómetra fjarlægð.
Hvað kosta
ferðamenn?
Ibúar Kanarieyja — svo dæmi
sé tekið — verða þess æ betur
varir, að ferðamenn koma ekki
aðeins með peninga, þeir kosta
lika fé. Til dæmis hefur ofneyzla
ferðamannamiðstöðvanna á vatni
skapað ærinn vanda. Steypiböð og
sundlaugar fyrir túrista á eld-
fjallaeynni Lanzarote hafa leitt til
þess að i júli kostaði rúmmetri af
vatni þar 400 peseta (600 kr).
Innfæddir geta ekki keppt við
þann pris. Spænski flotinn flytur
þeim drykkjarvatn á tankskipum
til að þeir farizt ekki úr þorsta.
Og allar framkvæmdir sem
almenningi mega til heilla verða
eru látnar sitja á hakanum.
Kanarieyjarhafa mikla þörf fyrir
skóla; þar fæðast allmiklu fleiri
börn en á Spáni, og þar eru 8-12%
manna ólæsir. En i stað þess að
reisa skóla ver sýslustjórn
eyjanna 200 miljónum peseta til
að búa til nýja sandströnd, La
Teresita. I þvi skyni voru fluttar
inn frá Saharaeyðimörkinni 200
þúsund rúmmetrar af gulum
sandi, sem ferðamönnum likar
betur en hinn dökkgrái sandur
heimamanna. Og i Puerto de la
Cruz var ströndin fyrst eyðilögð
með röð háreistra hótela, siðan
var öðrum 200 miljónum varið til
að stækka landiö út i sjóinn.
Yfirleitt sleppa eigendur hótela
og sumarhýsa við að greiða
kostnað af slikum fram-
kvæmdum, sem eru þó allar i
þágu viðskiptavina. Aðeins i
neyðartilfellum eru þeir neyddir
til að opna peningakassa sina.
Eins og þegar þvi var lýst yfir að
ef 2,3 miljörðum peseta yrði ekki
variðtilað hreinsa strendurnar á
Costa del Sol, þá yrði tjónið af þvi
skólpi, sem hingað til hefur
streymt hindrunarlaust út i sjóinn
frá mannvirkjum túrismans orðið
innan þriggja ára óbætanlegt.
Mörg fleiri dæmi mætti nefna
um framkvæmdir sem verða
einungis til fyrir ferðamanna-
iðnaðinn, en allur almenningur
verður að borga. Miljarði peseta
hefur nú siðast verið varið i það
eitt að bæta flugstjórn á
spænskum flugvöllum. Þar eð
ferðamenn koma flestir á eigin
bflum (8 1/2 miljón bila i fyrra),
þá er áformað að lengja hrað-
brautarnetið ur 450 km i 3000 km á
næstu árum — enda þótt 14ndi
hver Spánverji eigi sér bil.
Hvert fer
gróðinn?
Mjög er um það deilt, hve mikið
af þvi fé sem inn kemur á
ferðamannasvæðunum, komi
þeim i raun og veru til góða.
Ýmsir spænskir hagfræðingar
telja það vera aðeins 30-40%. Hitt
fer i aö greiða innflutning og i
ágóða. Agóðinn fer ,,til sins
upphafsstaðar”. Og hvar er sá
staður? Hópur spænskra hag-
fræðinga sem vildi rannsaka f jár-
magnsstrauminn til og frá Costa
del Sol, komst að þvi, að spænskir
opinberir aðilar vilja ekkert vita
um hlut erlendra aðila i ferða-
mannaiðnaðinum. En haft er eftir
starfsmanni spænska ferðamála-
ráðuneytisins, sem „biður um að
nafns hans sé ekki getið”telur að
hlutur erlends auðmagns sé 60%.
Samkvæmt spænskum lögum
mega útlendingar aðeins eiga
innan við 50% i spænskum fyrir-
tækjum, en það er enginn vandi
að fara i kringum það meö
leppum. Og það eru engar hömlur
á erlent eignarhald lagðar á eina
grein atvinnurekstrar; hótel-
rekstur.
Erlendum aðilum er leyft að
flytja aftur heim fjármagn sitt og
ágóða, eignar- og tekjuskattar
eru litlir og rikið veitir af stóru
örlæti lán til að byggja
ferðamannamiðstöðvar. Það er
þvi ekki að undra þótt útlendingar
kaupi upp stærðar landspildur —
ekki sizt af spænskum aðals-
mönnum. Við Malaga hefur hol-
lenzkt-belgiskt fyrirtæki keypt
1,25 miljónir fermetra af veiði-
lendum greifans af Larios. A
Kanarieyjum hafa þýzkir aðilar
Lúxushverfi; Læröu ensku áður en þú ferð til Ibiza.
Þýzkt eldhús á Spáni: Fleiri útlendar áletranir en spænskar.
Hótelbyggingar viö ströndina: Steinsteypueyöimerkur og skólpfljót.
Hverjir hagnast á miklum feröamannastraumi?
keypt átján kilómetra af strönd
Gran Canaria af greifanum de la
Vega. A 450 hektörum við Costa
Blanca er bandariskur marg-
miljónungur að reisa forstjóra-
paradis með fjórtán gervivötnum
og tveim golfvöllum. A hverju
horni á götum ferðamannabæj-
anna eru lóðir auglýstar til sölu —
og verðið tútnar út eins og púki á
fjóshaugi.
Lóðabrask
Eins og að likum lætur taka
spænskir auðkýfingar virkan þátt
i þvi sjálfir að selja landið undan
þjóð sinni efnuðum útlendingum,
ekki sizt þeir sem fara einnig með
pólitisk völd i riki Francos.
Antonio Toré y Roré er maður
nefndur, sem hefur á sl. tiu árum
reist 63 háhýsi á Torre del Mar
með um 4000 ibúðum — þar af
hefur hann selt Þjóðverjum .
einum um 2500. Toré þessi er lika
i þeirri þægilegu aðstöðu að vera
um leið borgarstjóri i Torre del
Mar og geta þar með ráðið, hvort
húsateikningar verða sam-
þykktar eða ekki. Borgarstjórinn
i Lloret del Mar reisti lúxus-
hótelið Clúa Marsol beint á móti
ráðhúsi bæjarins. Svipað gerði
borgarstjórinn á Puerto de la
Cruz á Tenerife — hann reisti
mikið hótel á svæði sem ætlað var
fyrir skemmtigarð, en friðaði það
að öðru leyti. Þar með var hótel
hans komið i friðsælla og gróður-
sælla umhverfi en önnur slik
mannvirki.
Áhrif á spænskt
samfélag
Þetta er mikill slagur — og sá
sem bitur harðast frá sér hefur
rétt fyrir sér. Og niðurstaðan er
sú, að spænskar fjölskyldur sem
láta sér detta i hug að njóta sólar
og stranda i eigin landi, eru með-
höndlaðar eins og annars flokks
fólk , blankir ættingjar á herra-
garði. Madridblaðið, blaðið ABC.
segir að til að fara til Ibiza verði
menn að tala ensku og bóka hjá
ferðaskrifstofu i London.
Af þessum ástæðum finnst
mörgum Spánverjum aö þeir séu
útlendingar i eigin landi, oft eins
og erlendir verkamenn i Þýzka-
landi. „Þýzka hornið”, „Vinar-
svalir”, „Þýzka kaffihúsið” eru á
hverju horni, eða þá „Café
Berlin”. Maturinn á veitinga-
húsunum er þýzkur eða brezkur.
Ýmsir flottheitastaðir eru bein-
Egill Jónsson, Asgarði 49,
hringdi:
Ég sé ekki nokkra á^tæðu til
þess að breyta fyrirkomulaginu,
sem var við björgun mannslifa á
brezka togaraflotanum fyrir
landhelgisdeiluna. Þá var það
regla að ef koma þurfti manni á
sjúkrahús i landi var hann fluttur
til hafnar á þvi skipi, sem hann
var starfandi á. Islenzka rikis-
stjórnin ætti sem fyrst að tilkynna
brezku stjórninni og brezkum
togaraeigendum, að venjan um
þetta, sem i gildi hefur verið und-
anfarna áratugi, verði tekin upp á
ný. Þá ráðabreytni væri hægt að
verja án þess að málstaður okkar
biði nokkurn skaða. Svo tek ég
undir kröfur ótal annarra Islend-
inga um að brezka sendiráðinu
verði lokáð tafarlaust og brezki
sendiherrann sendur heim. Eins
og málum er komiö höfum við
ekkert með að gera neitt stjórn-
málasamband við brezku stjórn-
ina, i hæsta lagi mætti vera hér
fulltrúi frá brezkum togaraeig-
endum til að leysa út þá veiði-
þjófa, sem dæmdir hefðu verið
eftir islenzkum lögum.
Er ekki timabært að athuga
hvort rétt sé að opna sjúkrahús
landsins upp á gátt fyrir brezkum
sjómönnum hvenær sem þeir
þykjast þurfa á þvi að halda. Allir
linis lokaðir Spánverjum, sem og
vissar' strendur. Trúaðir geta
ekki einu sinni rætt við guð sinn i
friði i kirkjunum fyrir glymj-
andanum i leiðsögumönnum,
teymandi ferðamannahópa á eftir
sér.
Að sjálfsögðu hefur ferða-
mannastraumur þessi haft mikil
áhrif á hefðbundið spænskt sam-
félag, komið með nýja drykkju-
siðu, losað um viðhorf i kynferðis-
málum og þar fram eftir götum.
En mestu skiptir, að hér hefur
aðeins verið um „ytri stæiingu á
erlendum hegðunarreglum” að
ræða eins og félagsfræðingur einn
i Madrid kemst að orði. Skyndi-
áhlaup tugmiljóna útlendinga
valda engum breytingum á
hinum lokaða pýramida spænsks
þjóðfélags. Enn sem fyrr eru
ekki leyfðir neinir pólitiskir
flokkar i landinu og aðeins
fimmtungur hins svokallaða
þings eru kosnir. Vinnudeilur eru
bannaðar og verkamenn þving-
aðir til að sitja i samtökum meö
atvinnurekendum. Fjórðungur
allra Spánverja lifir enn á barmi
neyðar með um 7500 króna
mánaðartekjur á fjölskyldu. En
litill hópur óðalsfjölskyldna á enn
heil þorp og héruð.
öryggisleysi
Samfélag túristanna lifir út af
fyrir sig eftir eigin lögmálum,
raunveruleg samskipti við lands-
menn eru afar litil. Ferðamenn-
irnir veröa i reynd einskonar
risavaxin yfirstétt og skapa nýja
öreigastétt. Skarar af dyra-
vörðum, burðarmönnum, hrein-
gerningastúlkum og þjónum
puða einatt tólf tima á dag fyrir
útelndingana, aðskilin frá fjöl-
skyldu og vinum úr þorpunum i
Islendingar vita hversu erfitt er
fyrir landsmenn sjálfa að fá
sjúkrahússvist, og margir þurfa
að biða lengi þó að mikið liggi við.
Það hefur nú áþreifanlega
sannazt hversu litils Bretar virða
islenzk mannslif, en um leið og
þeir halda áfram að brjóta is-
lenzk lög og alþjóða siglingaregl-
ur, er þeim viðstöðulaust látin i té
hvers konar sjúkrahússaðstaða
hér. Væri ekki sanngjarnt til að
byrja með að bjóða hinum svo-
kölluðu eftirlitsskipum að koma
með sjúklingana inn á hafnir og
liggja þar sem sjúkraskip og
þeim gefinn kostur á læknishjálp
en fengju ekki innhlaup i islenzk
sjúkrahús?
örvar
Óþolandi
Hvernig hyggst forsætis-
ráöherra sýna i verki samúð sina
með hinum fallna varðskips-
manni? Það er óþolandi, ef
maður á að heita Isendingur, að
þurfa að horfa upp á, að ekkert sé
gert. Það minnsta væri að rikis-
stjórnin sendi brezka sendi-
herrann heim og segði Island úr
NATO. H.M.
grennd. Og þótt tekjur þessa fólks
séu vissulega miklu betri en áður,
þá er öryggi þeirra næsta litið.
Ferðamannastraumurinn er ekki
allt árið nema á einstaka stað,
annatiminn er kannski svosem
þrir mánuðir á Costa Brava til
dæmis. Og þegar ferðamanna-
timinn er búinn eru þúsundir
manna atvinnulausar. Hvergi er
atvinnuleysi meira á Spáni en i
Malagahéraði, enda þótt þangað
komi árlega 1,5 miljónir ferða-
manna.
Svo er nefnilega mál með vexti,
að i ferðamannahéruðunum er
bókstaflega ekkert gert fyrir
aðrar atvinnugreinar, græðgin i
skjótan gróða ræður öllu. Það er
lika hagkvæmt fyrir ferðamanna-
iðnaðinn að hafa alltaf nóg af fólki
til að gripa til á annatimanum.
Eitt dæmið er að fiskiskipaflótinn
á Kanarieyjum er svo úreltur, að
fiskiskip frá Japan og Kóreu ráða
lögum og lofum á fiskimiðunum
kringum eyjarnar. Byggingar-
iðnaðurinn er að sjálfsögðu i
örum vexti — en hann sér aðeins
um túrismann, opinberar hús-
næðisbyggingar hafa td. dregizt
saman.
Einmitt byggingariðnaðurinn
sýnir vel hættueinkenni. Senn
kemur að þvi að hótelbygginga-
þörfin verður „mettuð”. A
Kanarieyjum var byggt helmingi
meira af hótelherbergjum i fyrra
en hitteðfyrra — en ferðamönnum
fjölgaði aðeins um fimm prósent.
Og þegar þörfinni er fullnægt þá
munu t.d. 70% ibúa Torre del Mar
(en svo margir hafa unniö við
byggingar) verða atvinnulausir.
Ofurseldir þeirri eymd sem
ferðamannastraumurinn átti að
leysa þá undan. (Byggt á der
Spiegel)
bréf til
blaðsins
Alla hval-
bátana til
gæzlustarfa
Ég vil eindregið hvetja til þess
að öll hvalveiðiskipin verði tekin
leigunámi i haust um leið og hval-
vertið lýkur og notuð til að skera
á vörpur landhelgisbrjóta. Til
þess eru þau ágætlega fallin. Auk
þess fengju varðskipin þá rýmri
tlma til að vinna að raunverlegi
landhelgisgæzlu og taka togara.
Hér á árum áður var manni
vikið frá störfumvið Landhelgis-
gæzluna. Hann var þá skipstjóri
og þótti framtakssamur og
duglegur.
Nú starfar einn maður hjá
Gæzlunni sem er algjör andstæða
þess manns; það er forstjórinn
sjálfur. Honum á að vikja úr
starfi fyrir ódugnað og lélega
stjórnsemi.
Þessar hugmyndir eru settar
fram og miðaðar við, að ætlunin
sé að við náum einhverntima
yfirráðum yfir okkar eigin fisk
veiðilögsögu. Það gerist ekki
nema með hörku og stjórnsemi.
Gamall varðskipsmaður.
Togararnir komi
sjálfir meö
sjúklingana í land