Þjóðviljinn - 05.09.1973, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 05.09.1973, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. september 1973 Hverjir ætla sér aö vera í topp- baráttunni? Frá tækni- nefnd HSÍ Tækninefnd HSl boðar til um- ræðufundar með dómurum og þjálfurum i handknattleik laugardaginn 8. september nk. Nú er að duga eða drepast Fundurinn hefst klukkan 16.00 að Hótel Esju (uppi). Allir starfandi dómarar og þjálfarar eru velkomnir. Tækninefnd HSÍ. Francis Lee —óheppnin elti hann síöasta ár. Hann skoraöi þá aöeins 14 mörk og var hundóánægöur meö þaö, en segist staðráöinn i aö gera mun bctur i vetur. Félag hans, Manch. City, er einnig ákveöiö i aö gera betur en siöast, en þá varö það i 11. sæti. Að loknum þremur umferðum f ensku deild- inni eru línurnar þegar farnarað skýrast nokkuð og um helgina ræðst að nokkru hvaða lið verða i toppbaráttunni á næstu vikum. En ætlar íþróttasíðan að reyna getspekina, síðast vorum við aðeins með 2 rétta, en það er a.m.k. huggun, að hinum blöðunum gekk lítið betur, svo að við fáum ekki alla skömm- ina í okkar hatt. Nú verður tekin upp sú nýbreytni að birta ævin- lega úrslit leikja við- komandi liða síðustu 6 árin, þi e. frá árintf 1967. Verður þá talið i réttri röð, frá 1967 og ti| 1973. Aðeins verða birt úrslit úr deildakeppninni, og þá eingöngu á sömu völlumog leikirnirá get- raunaseðlinum eru á. Það vill segja að eigi t.d. Arsenal að leika gegn Leicester verða ein- göngu birt úrslit úr siðustu 6 leikjum liðanna á heimavelli Arsenal. Er það von okkar; að fólk geti notfært sér þetta við getraunaspá sina og að það verði því frekar happadrjúgt, heldur en óheillaráð- stöfun. Arsenal — Leicester 1 Bæði liðin hafa hlotið 3 stig úr siðustu þremur leikjum og virðast nú nokkuð svipuð að styrkleika. Ég hef trú á að heimavöllur Arsenal færi þeim sigur; liðinu hefur gengið vel á heimavelli gegn Leicest- er, eins og sjá má af úrslitum siðustu ára. Úrslit: 2-1, 3-0, - , - , 3-0, 1-0 Coventry — Southampton 1 Þótt Southampton sé mikiö jafnteflislið, trúi ég á sigur Coventry sem hefur hlotið 5 stig úr sinum þremur leikjum. Southampton hefur einnig 5 stig og virðist ætla að standa sig vel i vetur. Heimavöllurinn ætti að færa Coventry sigur. Úrslit: 2-1, 1-1, 4-0, 1-0, 1-1, 1- 0. Derby — Everton 1 Derby hefur gengið vel undanfarið, er með 5 stig en Everton 3. Derby varð i 7. sæti i fyrra, Everton i 17. Ég spái Derby sigri, það hlýtur að vera sterkari aðilinn i þessum leik. Úrslit: -, -, 2-1, 3-1, 2-0, 3-0. Ipswich — Manchester Utd x Ipswich er ört vaxandi lið, sem varð i 4. sæti i fyrra, en hefur gengið illa I haust og er aðeins með 2 stig. Manchester Utd., sem lenti i 18. sæti I fyrra, er hins vegar með 4 stig og virðist vera að ná sér upp. Ég spái jafntefli til að gera eitthvað. Úrslit: -, 1-0, 0-1, 4-0, 0-0, 4-1. Leeds— Birmingham 1 Hér ætti ekki að vera nokkur vafi á úrslitum. Þótt Birm- ingham hafi tekið sig gifur- lega á undir lokin á siðasta keppnistimabili, eru Leeds- menn sterkari og ættu að vinna örugglega. Birmingham hefur aðeins 1 stig, á meðan Leeds er efst, með 6 stig að loknum þremur leikjum. Úrslit: -, -, -, -, -, 4-0. Liverpool — Chelsea 1 Einnig ættu úrslitin hér að vera örugg, Liverpool hefur að visu gengið illa, meistararnir frá i fyrra hafa aðeins fengið 3 stig, en Chelsea er hins vegar á botninum með 0 stig og hefur sýnt hroöalega lélega leiki. Úrslit: 3-1, 2-1, 4-1, 1-0, 0-0, 3- 1. Manch. City — Norwich 1 Liðin standa svipað að vigi, City er með 3 stig, Norwich 2. Norwich sat á botninum i fyrra og endaði i 20. sæti, en City lenti i 12. sæti. Heimavöll- urinn ætti að tryggja sigurinn, en erfitt er að spá með vissu. Úrslit: -, -, -, -, -, 3-0. Q.P.R. — Stoke City x Q.P.R. kom i 1. deild i haust, eftir sigur i 2. deild. Liðið er nú með 2 stig, Stoke aðeins með 1 og spái ég jafntefli eins og venjulega þegar ég er i vand- ræðum. Úrslit: -, 2-1, -, -, -,• -, Sheff. Utd. — Newcastle 2 Það er erfitt að spá úrslitum 1 leik, sem þessum. Sheffield náði aðeins 14. sæti i fyrra og virðistekki ætla að ná miklum árangri i ár, hefur hlotið 2 stig. Newcastle hefur hlotið 3 stig, og virðist ætla að standa sig vel I ár. Ég hef trú á jafntefli i leiknum, en er á liður ætti Newcastle að vinna lið eins og Utd. Úrslit: 2-1, -, -, -, 1-0, 1-2 West Ham — Tottenham 1 Erfiðasti leikur seðilsins og gifurlega erfitt að spá um úr- slit hans. Tottenham varð i 8. sæti i fyrra og er nú með 2 stig. West Ham endaði i 6. sæti og er einnig með 2 stig. Ein- hverra hluta vegna er ég hlynntari heimasigri West Ham, en leikarnir undanfarin ár hafa skipzt á báða bóga. Úrslit: 2-1, 2-2, 0-1, 2-2, 2-0, 2- 2 Wolfes — Burnley 1 Burnley kemur úr 2. deild og er um þessar mundir i miklum ham — hann hefur hlotið 5 stig og er það frábær árangur. Úlf- arnir eru með 4 stig og hafa skorað 6 mörk i þremur leikjum sinum. Liðið varð'i 5. sæti i fyrra,og var sagt að það hefði verið óheppnasta liðið i 1. deildinni þá. Þrátt fyrir að Burnley séu i framför spái ég Úlfunum sigri; heimavöll- urinn og leikreynslan ætti að tryggja það. Úrslit: 3-2,1-1, 1-1, 1-0, -, Notth. For. — Sheff. Wed. 2 Nottingham hefur verið sterkari aðilinn i leik liöanna siðustu árin, en Sheff. Wed. ætti að taka bæði stigin úr þessum leik; liðiö hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfarið og sýnt góða leiki. Úrslit: 0-0, 0-0, 2-1, -, -, 3-0 Lokaátakiðí Hauks- söfnuninni Fjársöfnun iþróttafréttaritara vegna fráfalls Hauks Birgis Haukssonar, lýkur núna 9. sept- ember og er lokaátakið þvi fram- undan. FH-ingar, Völsungur og IBK hafa safnað fé til gjafar i sjóðinn og ættu önnur iþróttafélög að taka sér framtak þetta til fyrirmynd- ar. Mikið riður á að Iþróttamenn allir taki höndum saman, er at- burður sem þessi á sér stað, og væri gaman að fá framiög frá fleiri hópum en ofantöldum. Þá hefur verið ákveðið að FH og Valur leiki nú á næstunni til styrktar söfnuninni, og yrði það þá einnig nokkuð góður æfingar- leikur fyrir Valsmenn, sem eru að fara i Evrópubikarinn i lok mán- aðarins. Iþróttafréttamenn hafa ákveðið að hlaupa af sér mesta vetrar- spikið og leika iistir sinar á undan leik Vals og FH. Komið hefur til tals að fá leikara, rikisstjórnina eða rauðsokkur til keppni, og er þá jafnvel möguleiki á að annað liðið leiki handbolta en hitt fót- Valur-FHIeika styrktarleik á næstunni bolta. Það væri a.m.k. athyglis- vert að sjá hvernig færi ef þessar tvær vinsælu iþróttagreinar yrðu þannig sameinaöar i eina. En nú gildir sem sagt að skella saman skruddum og láta fé af hendi rakna. Einstaklingar, iþróttafélög og aðrir hópar eru hvattir til að láta ekki á sér standa. Þorbjörn Kjærbo sigraði öruggtí Ron Rico Þorbjörn Kjærbo sigraði glæsi- lega i hinni árlegu Ron Rico keppni, sem fór fram á vegum golfkiúbbsins Keilis um helgina. 92 keppendur tóku þátt, og hafði Þorbjörn forystu frá upphafi. Hann lék 18 holur á 73 höggum, eða þremur yfir pari, en á eftir honum kom Einar Guðnason GR með 76 högg. Björgvin sigraði í Flugfél.- keppni Björgvin Þorsteinsson sigraði i afrekskeppni Flufélags íslands, sem fram fór á velli Golfklúbbs Ness nú um siðustu helgi. Leiknar voru 18 holur og urðu úrslit þessi: 1. B jörgvin Þorsteinsson, GA 80 2. Jóhann Ö.Guðmundsson, GR 82 3. Gunnar Þórðarson, GA 82 4. Pétur Antonsson, GS 86 5. Pétur Björnsson, GN 90

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.