Þjóðviljinn - 05.09.1973, Blaðsíða 3
Miövikudagur 5. september 1973 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3
Skólahald að hefjast í Eyjum:
182 nemendur á
barna- og
gagnfræðaskólastigi
4. bekkur iðnskóla sennilega starfræktur í vetur
Mjög bráölega hefst kennsla i
barnaskólanum i Vestmanna-
eyjum, og samkvæmt könnun,
scm gerö var um væntanlegan
fjölda nemenda er vilja stunda
nám á barna og gagnfræöaskóla-
stigi, veröa 182 börn viö nám i
Vestmannaeyjum i vetur, og sú
tala miðuð viö þá vitneskju sem
fyrir lá 31. ágúst sl.
Dr Bragi Jósepsson hjá
menntamálaráðuneytinu gaf
blaðinu þessar upplýsingar.
Hann sagði ennfremur, að skóla-
stjórarnir Reynir Guðsteinsson
og Eyjólfur Pálsson væru komn-
ir til Eyja til að undirbúa skóia-
haldið i vetur, en bæjarstjórnin
hefur þegar látið hreinsa skóla-
húsnæðið.
13. ágúst sl. var vitað um 170
börn og unglinga sem ætluðu að
Ungir Alþýðu—
bandalagsmenn
Ræða
starf
sósíalísks
flokks
Ungir Alþýðubandalags-
menn boða til ráöstefnu helg-
ina 6.—7. október, Ekki er enn
fullvist, hvar ráðstefnan verð-
ur, en frá þvi veröur sagt siö-
ar. Ungir Alþýöubandalags-
menn og stuðningsm enn
þeirra eru hvattir til aö hefja
undirbúning fyrir ráöstefn-
una. Mikilvægir málaflokkar
verða teknir þar til umræöu og
cr nauðsynlegt, aö þátttak-
endur hafi gaumgæft málin, er
þeir koma til ráöstefnunnar.
Mun fara vel á þvi, að ungt
fólk i sérhverju Alþýöubanda-
lagsfélagi komi saman til
skrafs og ráðagerða.
Hugmyndin er, að ráð-
stefnán starfi i að minnsta
kosti þremur starfshópum.
Einn starfshópur mun fjalla
um starfshætti sósialisks
flokks. Mun þar m.a. koma til
umræðu hvernig lýðræðisleg-
ur flokkur eigi að vera upp-
byggður og hvernig sé háttað
lýðræði innan Alþýðubanda-
lagsins. Einnig mun verða
fjallað um stööu ungs fólks
innan Alþýðubandalagsins.
Annar starfshópur mun
fjalla um þátttöku sósialisks
flokks i rikisstjórn, þátttöku
Alþýðubandalagsins i núver-
andi rikisstjórn og almennt
um þátttöku i borgaralegu
rikisvaldi.
Þriðji hópurinn fjallar svo
um flokkinn og verkalýðs-
hreyfinguna.
Hóparnir munu væntanlega
sitja að störfum allan laugar-
daginn, en á sunnudag bera
menn saman bækur sinar á
allsherjarfundi.
Ungir Alþýðubandalags-
menn hvarvetna á landinu eru
hvattir til að gaumgæfa þessi
mál áður en þeir fjölmenna á-
samt stuðningsmönnum sin-
um til ráðstefnunnar.
Þátttaka tilkynnist á skrif-
stofu Alþýðubandalagsins i
Reykjavik, Grettisgötu 3. Simi
18081.
Innan tiðar mun verða skýrt
nánar frá þessari fyrirhuguðu
ráðstefnu i Þjóðviljanum.
stunda nám i Eyjum og var skipt-
ingin þá milli skólanna á þann
veg, að 127 börn voru á barna-
skóla- og forskólastigi og 43 nem
endur á gagnfræðaskólastigi.
Þar sem aðeins 2 nemendur inn-
rituðust i 5. bekk gagnfræðaskóla
var gripið til þess ráðs að koma
þeim fyrir i heimavistarskóla
uppi á landi.
Þegar hafa verið ráðnir kenn-
arar til Eyja og verða 10 kenn-
arar I fullu starfi og einn i hálfu
starfi fyrir báða skólana.
1 vetur sem leið var gagnfræða-
skólinn i Vestmannaeyjum rekinn
Yiðbúnaður
i Grímsby
Samtökin „Islandsvinir” i
Bretlandi hafa ákveðið að halda
almennan fund i Grimsby á laug-
ardaginn. Er mikill viöbúnaður af
hálfu lögreglunnar vegna fundar-
ins. Samtökunum hefur gengið
illa að fá talsmann brezku stjórn-
arinnar eða togaraeigenda til að
mæta á fundinum, og er enn ekki
ljóst hver sá verður.
Jónas Arnason, alþingismaður,
mun mæta á fundinum i boði
samtakanna.
Fimm
eftir
fénu
Hvorki meira né minna en
fimm tslendingar munu fara úttil
Washington til þess að ganga
endanlega frá láni þvi sem
Alþjóðabankinn hefur lofaö aö
lána til hafnagerðar vegna
Vestmannaeyjagossins. Segja
gárungar að svo fjölmennt lið sé
nauðsynlegt vegna þess að borga
eigi lánið út i gengisfelldum eins-
dollara seðlum.
Þeir sem fara utan eru
Brynjólfur Ingólfsson, ráðu-
neytisstjóri i samgönguráðuneyt-
inu, Aðalsteinn Júliusson, hafna-
málastjóri, og frá Seðlabank-
anum þeir Davið Ólafsson,
Sigurgeir Jónsson og Sveinbjörn
Hafliðason. —úþ
Hækkun
daggjalda
Daggjöld heilsuhælis Náttúru-
lækningafélagsins i Hveragerði,
sem verið hafa 950krónur, hækka
i 1200 krónur, en sjúkratrygg-
ingar endurgreiða 950 krónur fyr-
ir daginn.
sem sjálfstæður skóli hér i
Reykjavik, en nú ganga
Vestmannaeyingar inn i skóla-
kerfið á venjulegan hátt, utan
hvað reynt verður að hafa
sérstaka Vestmannaeyingabekki,
þar sem Vestmannaeyingar eru
fjölmennastir.
Komið hefur fram ósk um það
að 4. bekkur iðnskólans verði rek-
inn i Eyjum i vetur og taldar eru
allar likur á að svo verði. Aftur á
móti verða nemendur i Vélskól-
anum og Stýrimannaskólanum
áfram við nám i Reykjavik. sj
Auglýsing um afnám Z
I. Eftirfarandi reglur skulu gilda um staf-
setningarkennslu í skólum, um kennslubækur
útgefnar eða styrktar af rikisfé, svo og um
embættisgögn, sem út eru gefin.
II. Ekki skal rita zfyrir upprunalegt tannhljóð
(d, ð, t)+s, þar sem tannhljóðið er fallið brott í
eðlilegum framburði.
Til leiðbeiningar skal bent á eftirfarandi
atriði:
a) i stofnum fallorða skal tannhljóð haldast
á undan s, hvort sem svo er framborið eður
ei, t.d. lofts (af loft), lats (af latur), lands
(af land), skorts (af skortur) o.s.frv.
b) i orðstofnum skal tannhljóð haldast á
undan s, ef svo er fram borið, t.d. reiðstu (af
reiðast), gleðstu (af gleðjast): (hefur) mæðst
(af mæða(st)), græðst (af græða(st)), dáðst
(af dá(st)): greiðsla breiðsla o.s.frv.
c) Ef stof n lýsingarháttar þátíðar sagnar eða
lýsingarorðs endar á -tt samkvæmt upp-
runa, skal þeim stöfum sleppt, ef endingin -
st fer á eftir, t.d. (hefur) sest (af setja(st-),
(hefur) flust (af flytja(st)), (hefur) breyst
(af breyta(st)), (hefur) hist (af hitta(st)),
stystur (af stuttur) o.s.frv.
d) Ef lýsingarháttur þátíðar í germynd end-
ar á -st eða -sst, skal miðmyndarendingu
sleppt, t.d. (hefur) leyst (af leysast), (hefur)
breyst (af breytast), (hafa) kysst (af kyss-
ast) o.s.frv.
III. Reglur þessar öðlast þegar gildi, og jafn-
framt eru numdar úr gildi reglur um z í III. lið
„Auglýsingar um íslenzka stafsetningu", sem
út var gefin af dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
inu 25. febr. 1929, sbr. Lögbirtingablað 22. ár,
nr. 9 (28. febrúar 1929).
Men nta má la ráðuney tið,
4. september 1973.
Ert þú búin að tala við barnið þitt
um umferðarhættuna?
Hefur þú lesið bæklinginn frá
Umferðarráði um ”Leiðina í skóiann”
fyrir barnið þitt oftar en einu sinni?
Ætlar þú að fylgja barninu þínu í
skólann fyrstu dagana?
Það ert þú, sem verður að velja
barninu þínu hættuminnstu
leiðina í skólann.
Barnið treystir þér bezt.
UMFÉRÐARRÁÐ
<3
Barnið
treystir
þér