Þjóðviljinn - 15.09.1973, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. september 1973
UOWIUINN
MÁLGAGN SÓSiALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓOFRELSIS.
Útgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans
Framk'væmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi
Lausasöluverö kr. 22.00
Prentun: Blaöaprent h.f.
VALDARÁNIÐ í CHILE OG SENDIFÖR JÓSEPS
Salvador Allene hefur verið myrtur.
Hann var myrtur af þeim öfgasinnuðu
hægriöflum sem . ekki þola að sjá
fátæklinga fá mat og klæði og atvinnu.
Allende kom til valda haustið 1970. Siðan
eru liðin nærri þrjú róstursöm ár i landinu
langa, Chile i Suður-Ameriku.Til þessa
langa lands hafa sósialistar um allan heim
horft vonar- og hvatningaraugum. Skyldi
þetta takast? Skyldi Allende heppnast að
breyta eignahlutföllunum blásnauðri al-
þýðunni i vil án þess að borgarstéttin i
samráði við bandariskt auðvald gripi til
hefndar- og ofbeldisaðgerða? Þeirri
spurningu hafa atburðir þessarar viku
svarað neitandi. Auðmannastéttin i Chile
og aðrir hægri menn skirrast ekki við að
breyta borgaralegu lýðræði i andhverfu
sina og andstæðu þegar eignir auðvaldsins
eru i hættu. Dæmin frá Chile á þessum
siðustu misserum hafa verið lærdómsrik.
Salvador Allende lét gefa fátæku fólki
mat og útvegaði þvi vinnu. Hann drýgði
þann glæp að gefa öreigalýð borganna
mjólk. Hann framdi þá ósvinnu að skipta
stórjörðum herragarðanna milli fólksins.
Hann þjóðnýtti koparnámurnar i þágu al-
þýðu lands sins. Þessar aðgerðir voru
allar innan marka hins borgaralega lýð-
ræðis—en auðstéttin hafði enn mikil völd,
og enn var gott samband hennar við
heimslögregluna i Bandarikjunum. Auð-
stéttin hefur nú steypt Allende forseta og
að sjálfsögðu þegar i stað sýnt sitt réttasta
fasistaeðli: Hún þakkaði Bandarikja-
mönnum kærlega fyrir hjálpina með þvi
að slita stjórnmálasambandi við Kúbu.
Hún afnam prentfrelsi, bannaði fundar-
höld og handtók ráðherra. Hún lét mála-
liða sina skjóta á sendiráð Kúbu i Santiagó
— og fyrstu þakkarávörpin berast henni
frá fasistarikinu Spáni. Þar talar málgagn
þeirrar stjórnar, sem þar komst til valda
með undralikum hætti og herforingja-
stjórnin i Chile, um valdaránið sem
nauðsynlega skurðaðgerð. Þarf frekari
vitna við? Hitt skulu valdránsmenn i Chile
vita að tilraun þeirra til þess að slökkva
glóð sósialismans i Suður-Ameriku mun
ekki takast. Samherjar hins snauða
öreigalýðs Santiagoborgar um allan heim
munu berjast enn harðar fyrir sigri en
fyrr.
Hér á Islandi getum við rétt berhentum
öreigum Chile og öreigum allra landa
hjálparhönd með þvi að beita okkur af
sem fyllstri og mestri hörku að þvi að þvo
smán bandariska hersins af islenska lýð-
veldinu. íslendingar verða að gera sér
grein fy.rir þvi, að herinn i Chile sem vann
„handverkið” þar i landi er undir stjórn
sama heilans og herinn bandariski sem
situr hér á íslandi. Við skulum láta valda-
rán ofbeldisaflanna i Chile kenna okkur þá
lexiu, að hér á landi ráðum við ekki
ferðinni fyrr en herinn er farinn; her-
námið bandariska þýðir skert sjálfstæði
islensku þjóðarinnar.
Annað kvöld stigur hér á land Jósep
nokkur Luns, aðalframkvæmdastjóri
hernaðarbandalagsins, sem ber ábyrgð á
herskipunum, sem eyðileggja varðskipin
okkar um þessar mundir. Jósep þessi er
ekki kominn til þess að biðjast afsökunar á
þvi hvernig herskip hans hafa hagað
starfsemi sinni á íslandsmiðum. Nei, —
hann er kominn til þess að reyna að sann-
færa islensku rikisstjórnina um að banda-
riski herinn þurfi að vera á íslandi áfram.
Til sliks þarf talsvert blygðunarleysi, að
ekki sé meira sagt, þegar húsbændur
þessa sama hers eru nýbúnir að svipta
lýðræðislega kjörna stjórn völdum i Chile.
Sjálfsagt reynir Jósep að sanna islenskum
ráðamönnum að herinn sé hér á landi til
þess að vernda lýðræðið — slikt verður
auðvitað blátt áfram fáránlegt i ljósi
nýjustu atburða i Chile.
Afturhaldsöflin i Chile hafa aðeins unnið
timabundinn sigur. Besta framlag íslend-
inga gegn þessum sömu öflum er að svipta
þau aðstöðu þeirri sem bandariski herinn
hefur á tslandi. Jósep tekst áreiðanlega
ekki að sannfæra íslendinga um eitt eða
neitt — þeir hafa sannfærst um hið rétta
eðli bandalags hans á fiskimiðunum við
ísland siðustu vikurnar.
Dönskunámskeið
í málveri
Norrœna
1 gær lauk þriggja daga nám-
skeiði fyrir dönskukennara sem
haldið var I hinu nýja málveri
Norræna hússins. Það var Félag
dönskukennara sem gekkst fyrir
þessu námskeiði.
Þátttakendur i námskeiðinu
voru 14, en takmarka varð tölu
þeirra þar sem málverið tekur
aðeins sjö manns i einu og nám-
skeiðið starfaði i tveimur hópum.
Kennarar voru tveir Danir, þau
Peter Rassmussen lektor og
sendikennari hérlendis i dönsku
og Gunna Hofdal sem er stunda-
kennari við háskólann og MT.
Markmiöið meö þessu nám-
skeiði var að auka hæfni kennara
I framburði og tali á dönsku, en
eins og Guðrún Halldórsdóttir,
hússins
formaður félags dönskukennara,
sagði blaðamönnum hefur sú hlið
kennslunnar alltaf verið veikasta
hlið kennara. Þátttakendur voru
kennarar af öllum skólastigum.
Námsefnið er til helminga
fengið frá Danmörku Peter
Rasmussen samdi hinn helming-
inn sem er sérstaklega sniðinn við
vandamál tslendinga i dönsku-
námi.
Námskeið þetta naut fjár-
styrkja frá íslenska og danska
rikinu, og sagði Guðrún að styrk-
irnir hefðu verið svo rausnarlegir
að unnt væri að halda annað nám-
skeið fyrir þá, og verður það gert
i vetur.
—ÞH
Dönskukennarar meðtaka fróðleik Peter Rasmussens I málveri Norræna hússins.
Kleifarvatnsundrin:
Njósnatæki frá Bretum?
Nýleg för eftir bandariskan herbil
Kieifarvatnsmálið veröur æ
dularfyllra. Menn spyrja hver
annan hverjir hafi tekið upp á þvi
að fleygja rokdýrum tækjum út i
vatn, i ofboði að þvi er helst
virðist. Þess hefur veriö getið til
aö eitthvert stórveidissendiráðið
standi hér að baki, og mikið rétt
er það aö hugsast getur að einn
ambassadora stórveldanna hér á
landi veröi aö hypja sig útfyrir
pollinn á næstunni með stuttum
fyrirvara. Hver þeirra? Auðvitað
sá breski!
Hægri pressan reyndi að sjálf-
sögðu af eðlishvöt að snúa málinu
á hendur Rússum, undireins og
kunnugt varð um fund tækjanna,
en nú er meira aö segja Morgun-
blaðið farið að draga i land með
þá James Bond-historiu.
Tækin eru samkvæmt nýjustu
heimildum af ýmsum þjóðernum,
bresk,sovésk, vestur-þýsk, svo að
það út af fyrir sig sannar ekkert
um hver eigandi þeirra hafi verið.
En varla fer milli mála að þeim
hinum sama hefur legiö meira en
litið á að losa sig við tækin.
Hversvegna að henda þeim i heilu
liki út i vatn? Hversvegna ekki
heldur að gefa sér tima til að
skrúfa þau sundur og tina draslið
svo smátt og smátt út i ösku-
tunnu, eöa fjarlægja það með
öðru móti á tryggilegan hátt, ef
ástæða var til að fleygja tækj-
unum á annað borð? Sovéska
sendiráðið hérna á engan brott-
rekstur yfir höfði sér. Það er þvi
erfitt að hugsa sér svo klaufalegt
ofboð af þess hálfu.
Ennfremur sakar ekki að geta
þess, að maður, sem kunnugur er
umhverfis Kleifarvatn, kom þeim
upplýsingum til okkar i gær, að
nýleg för eftir bandariskan herbil
hefðu fundist við vatnið, skammt
þar frá sem tækin fundust. dþ.
Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan vill ráða nokkra vél-
stjóra nú þegar.
Upplýsingar hjá ráðningarstjóra, i sima
17650.
FÉLAG ÍSLE^ZKRA HLJÖMLISTARAIAIA
#útvegar ybur hljódfæraleikara
og hljómsveitir við hverskonar tækifœri
Vinsamlegast hringið í 202SS milli kl. 14-17