Þjóðviljinn - 15.09.1973, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 15.09.1973, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. september 1973 Ekki er útilokaö aft Páll Heiftar Jónsson bregði sér í réttir i þætti sinum „1 vikulokin”. Ilann mun einnig flytja viðtöl, sem tekin voru á mót- mælafundi á Arnarhóli fyrir skömmu. r ÍMÉl 1 DAG Páll Heiðar vill fleiri gullkorn I dag klukkan 15.15 veröur Páll Heiðar Jónsson með þátt sinn, Vikán sem var. Að þessu sinni mun hann leyfa hlustendum aö heyra skoðanir fólks á Arnarhólsbyggingunni umtöluöu, en hann tók mörg við- töl meðan á mótmælafundinum vegna byggingarinnar stóð. Mik- ill móður var i fundarmönnum, og eðlilega voru allir viðmælend- ur Páls andvigir „monthúsinu”. „Ekki er óliklegt aö farið verði I réttir i þessum þætti,” sagði Páll. „Þá verður væntanlega rabbað litillega við fjáreigendur um hey- skap og framtiðarhorfur, auk þess sem einhver vettvangslýsing verður látin fylgja með”. Að venju veröa siðan fastir þættir, s.s. Dagbókin, erlendar fréttir og gullkornin, sem eru oft nokkuð mörg. Bað Páll Þjóðvilj- ann um aö koma þeirri beiöni sinni á framfæri við hlustendur, aö þeir láti meira frá sér heyra i sambandi við gullkornaþáttinn; hvers kyns ábendingar væru vel þegnar. Sjötugur: Flutt saltsíld til Rússakeisara Jóhannes Skagfjörð heitir gam- all Siglfirðingur og sægarpur, nú kominn á niræöisaldur. Vart verður annað sagt en að margt hafi á daga hans drifið, og mun Stefán Jónsson, fréttamaður, ræða við hann f kvöld klukkan 19.20 I þætti er hann kallar „Úr Norðurhöfum”. Jóhannes fór kornungur til Noregs til sildveiða og veiddi þá oft hér við land á norskum sild- veiðibátum. Hann var við selveið- ar á veturna, sigldi siðan á ýms- um kaupskipum, uns hann keypti sér sjálfur fragtskip, sem hann sigldi siðan viða um heim. Meðal annars flutti hann Rússakeisara saltsild á fragtskipi sinu, og þau eru ófá ævintýrin, sem Jóhannes lenti i á feröum sinum um heimsins höf. Arið 1934 kom hann aftur til ts- lands, eftir að hafa búið i Noregi i fjölmörg ár og eignast þar konu og börn, sem eru norskir rikis- borgarar. Jóhannes Skagfjörð er geysi- lega vel lesinn maður, hann hefur dregið margar ályktanir og feng- ið mikinn fróðleik vegna bók- menntaáhuga sins, og i þættinum hjá Stefáni segir hann frá þvi hver áhrif bókmenntirnar hafa haft á ltf hans og lifsskoöanir. Jóhannes segir frá þvi er hann hitti Jakob með stuttfótinn, þegar hann las Alþýöubókina og fleygði siðan út um ljórann hjá sér, og sitthvað fleira skemmtilegt má heyra frá þessum aldna afreks- manni. Stefán Jónsson ræðir í dag við Jó- hann Skagfjörð, skipstjóra frá Siglufirði, en hann hefur lent I mörgum ævintýrum um dagana og flutti m.a. saltsild til Rússa- keisara á cigin kaupskipi. Bjarni Þóroddsson póstafgreiðslumaður 17.septverðurBjarnibóroddareins og hann er daglega nefndur með- al stéttarfélaga sinna á Pósthús- inu i Reykjavik sjötiu ára. Bjarni er fæddur i Suöurgötu 10 i Reykjavik, 17. september áriö 1903. Hann er sonur hinna mætu hjóna Þóroddar Bjarnasonar og Guðjóninu Bjarnadóttur. Þau hjónin voru þekktir borgarar á sinum tima. Þóroddur vann meö- al annars við póststörf um skeið, og hjá honum mun Bjarni hafa komist fyrst i snertingu við póst- störf þá aðeins 10 ára gamall. Ár- ið 1925 var Bjarni fastráðinn hjá Póstþjónustinni i Reykjavik þá 22 ára. Má þvi segja, að það sé likast þvi að Bjarni hafi tekið póststörf i arf. Enda er Bjarni enn i dag póstmaður af fyrstu gráðu. Einn af þeim fáu póstmönnum sem geta allt, þó að sjö áratugi hafi aö baki. Og Bjarni getur sýnt á sér fleiri hliðar en að póststörfum lýt- ur. Hann er meöal annars einn af forystumönnum Hjálpræöishers- ins hér i borg og er einn af fórn- fúsustu hermönnum þar. Hann hefur verið ritstjóri málgagns þeirra Herópsins árum saman. Hann hefur einnig verið stjórn- andi lúðrasveitar Hersins sem og mörgum borgurum er kunnugt þegar þeir koma fram á Lækjar- torgi. En Bjarni hefur komiö við- ar við á sviði tónlistarinnar, hann var i Lúðrasveit Reykjavikur til margra ára. Það virðist þvi vera að hljómvisi hafi verið Bjarna i blóð borin, og nú á efri árum tók hann að semja tónverk. Og tón- listarmaður einn, sem við Bjarni þekkjum báðir og vann á deild- inni með okkur um skeið, hélt þvi fram að Bjarni hefði átt að helga sig tónlistinni þegar á unga aldri. Þetta sýnir meðal annars það, hversu fjölbreytilegan persónu- leika Bjarni hefur til að bera. En Bjarni hefur sinnt fleiru en póststörfum og tónlist, hann á eitt skemmtilegasta ljóðasafn sem til er i einstaklingseigu. Hann á þaö lika til að yrkja sjálf- ur ljóð, og þó mun frægast kvæði hans sem birtist i Herópinu fyrir tiu árum, ljóðið um hana Sinu, en hún var þekkt hjálpræðishers- kona hér i borg. A hálfrar aldar afmæli Póstmannafélagsins, 26. mars 1969, flutti Bjarni svohljóö- andi afmæliskveðju, og tek ég þó aðeins upphafið hér: Póstmenn, er höldum vér hátiö Idag, horfinna stunda þá gott er að minnast, llta til framtiðar, hugsa um vorn hag, hamingja og velgengni saman þá tvinnast. Fimmtiu ár hefur félag vort lifað, farið með rétt vorn á örlagastund. Mörgu var óréttar bjarginu bifað, baráttan magnnði sókndjarfa lund. Af þessu og raunar ýmsu öðru má sjá hve Bjarni hefur alla tið fylgst vel með kjaramálum stétt- ar sinnar, enda ætiö staðið með þeim félögum sinum sem lægst hafa veriö settir hvað snertir kaup og kjör. Og þvi ber ekki aö neita að Bjarni er sókndkjarfur maður á ýmsum öðrum sviðum, eins og t.d. i trúmálum. Ef ein- hver ræðst á hann vegna trúar- skoöana, kemur berlega i ljós mælska hans og eldhugi, að verja þaö, sem er honum hjartans mál. Þaö eru lika fáir sem hafa riðið feitum hesti úr slíkri viðureign sem eðlilegt er, þvi guðdóminn þekkir Bjarni Þóroddsson manna best. Svo nefni ég eina hliðina enn á Bjarna vini minum, og það er þegar hann gripur pennann og lýsir liðinni tið á starfsferli sinum og tek ég þó aðeins stuttan kafla úr grein sem birtist i Póstmanna- blaðinu 1969, og gef ég honum þá orðið: , ,Ég er einn þeirra, sem hafa verið teknir inn á Pósthúsið sem póstafgreiðslumenn, en það var árið 1944. Svo nú sé ég horfna daga sem bréfberi eins og i nokk- urs konar móöu. Aö visu var starfið erfitt, en þó voru oft sólskinsblettir á ævihimnum. Smám saman hefur þetta þokast i rétta átt, þó ennþá skorti talsvert á að vel sé, t.d. finnst mér að bréfberarnir ættu að vera i hærri launaflokki en þeir eru nú, einnig er nausynlegt aö stytta vinnudag þeirra, og ef þeir væru betur launaðir en nú er, væri eflaust hægara að fá menn til starfa”. Og siðar i greininni stendur þetta: „Þó að Pósthúsiö i Pósthússtræti væri nógu stórt og jafnvel óþarf- lega stórt á slnum tima, þá er það orðið alltof litið nú og ófullkomið. Núverandi póstmeistari, Matthi- as Guðmundsson, hefur gert það sem i hans valdi stendur til að bæta úr mestu ágöllunum, en það er eins og þar stendur, það er ekki til frambúðar aö leggja nýja bót á gamalt fat”. Þannig orðar Bjarni þetta fyrir fjórum árum, og þau orð virðast standast enn i dag. Ég verö vist að fara að nema staðar i þessari afmæliskveöju minni til þin, Bjarni minn, þó margt sé hægt að segja meira um mann eins og þig, það væri meðal annars hægt aö minnast sérstaklega þeirra ára sem viö vorum nánir samstarfs- menn i bréfasorteringunni á neðstu hæð I Pósthúsinu, þegar við unnum með þeim Gunnari Jó- hannessyni, Halldóri Runólfs- syni, Dýrmundi ólafssyni og Inga Gunnlaugssyni, sem nú nýverið fór fyrstur okkar yfir móöuna miklu. En i þessum hópi gætum við óneitanlega rifjað margt upp þvi þá flugu margir brandarar þó að til þess sé ekki rúm, að þessu sinni. En ég vil að lokum þakka þér, Bjarni, fyrir frábærlega gott samstarf og góðar ábendingar þinar mér til handa. Og ég vil óska konu þinni Kristinu og börn- um ykkariil hamingja með þig á þessum degi, og óska þér góðs gengis og heillariks ævikvölds. Meö kærri kveðju frá mér og hinum I bréfadeildinni. Gisli T.Guömundsson. Litla gula Iwenan sagði: Af Torfalögum Tiðindamaður blaðsins hitti nokkra menn á götu og spurði þá álits á Torfalögunum um brottfall setu, og sýndist sitt hverjum. Einum varð að orði: — Svona menn eiga nú bara heima á Kleffsbýdala. Sjúkrastöðvun „Stöðvun sjúkra og særðra var hins vegar aðeins dagskrármál i þvi formi að það væri tillaga”. Haft eftir Birni Jónssyni ráð- herra I Morgunblaðinu 12.9. 1973. Minningarspjöld Liknarsjóðs Dómkirkjunnar eru afgreidd hjá Bókabúð Æskunnar, Kirkjuhvoli, Verzl. Emma, Skólavörðustig 5, verzl. öldugötu 29 og hjá prestskonunum. EVRÓPUKEPPNI BIKARMEISTARA í KNATTSPYRNU ÍBV-Borussia Mönchengladbach leika á Laugardalsvelli fimmtudaginn 20. þ.m. kl. 17,30. Dómari: P. Patridge (England). Linuverðir: A.W. Grey og J. Jury (England). ammmmœ mm mmmm ew v "/%.,-?r ^ <■ y ■ Vtr-r * -' * ■ < » VERÐ: Stúka 300.00 kr. Stæði 250.00 kr. Börn 100.00 kr. — Forsala að- göngumiða hafin i tjaldi i Austurstræti. ÍBV

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.