Þjóðviljinn - 15.09.1973, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 15.09.1973, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. september 1973 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson heldur áfram iestri „Sög- unnar af Tóta” eftir Berit Brænne (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Tónleikar kl. 10.25. Morgun- kaffið kl. 10.50: borsteinn Hannesson og gestir hans ræða um útvarpsdag- skrána. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.15 Vikan sem var Umsjónarmaður: Páll Heiðar Jónsson. 15.00 tslandsmótið, fyrsta deild IBV-Valur á Njarö- vikurvelli. Jón Asgeirsson lýsir. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 1 umferðinni báttur i umsjá Jóns B. Gunnlaugs- sonar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Úr Norðurhöfum Stefán Jónsson spjallar við Jóhann Skagfjörð skipstjóra á Siglufirði. 20.00 Frá sumartónleikum breska útvarpsins I Mal- tings. Útvarpshljómsveitin breska leikur Matinees Musicales, hljómsveitar- svitu eftir Rossini / Britten og ,,A la claire Fontaine” eftir Robert Farnin, Ashley Lawrence stjórnar. 20.25 Gaman af gömlum blöð- um Umsjón: Loftur Guð- mundsson. 21.05 Hljómplöturabb Guð- mundur Jónsson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Eyjapistill 22.35 Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. JENNY BERTHELIUS: BIT- BEIN um mátt til, bætti hann við kæru- leysislega. Hann gaut augunum til Odile til að athuga áhrif orða sinna. Og Odile fann að þetta gatverið satt, þessi drengur gæti reyndar stytt henni aldur. Hann fór eftir sfnum eigin lögum, og bersýnilega var telpan honum meira virði en allt annað. Hann hafði loks hitt mannveru sem var aumari en hann sjálfur, og með þvi að vernda hana hafði hann fengið sjálfsvirðingu og mannréttindi sem hann hafði ekki átt fyrr. Telpan var honum nauð- syn sem mælistika á hans eigin niðurlægingu. Odile var ekki gáfuð, hún rótaöi ekki i djúpum sálarinnar, spurði ekki hvernig og hvers vegna. En af eðlisávisun skildi hún athafnir drengsins. Nú var hún róleg, allur ótti var liðin hjá.Engin ógnandi hætta var yfirvofandi, það var ekkert aö óttast. Aðeins börnin höfðu ógnað henni og börnin voru ekki lengur hættuleg. — Ef við hjálpumst að, sagði hún, — þá getum við kannski greitt úr þessu öllu. 7. Odile vaknaði og henni var létt um hjartað. bað var langt siðan hún hafði verið svo róleg og ham- ingjusöm. Hún gat meira að segja hugsað til Elisabetar án beiskju. Málverkið var næstum tilbúið. Ógnin sem á einhvern hátt virtist stafa frá því, var úr sögunni. Hin- ir einu raunverulegu óvinir Odile höfðu verið börnin tvö. bau ætl- uðu vissulega að notfærasér hana af álika tillitsleysi og Lorentz og Elisabet höfðu gert, og Herbert gerði reyndar ifka á sinn hátt. En lengra myndu þau ekki ganga. Hún gæti séð þeim fyrir mat og peningum um tima — siðan myndi allt komast i lag með ein- hverju móti. Odile teygði feginsamlega úr sér f rúminu og fór að hugsa um þægilegri hluti — um Lorentz. bennan mánuð sem þau höfðu þekkst, höfðu þau hist fjórum sinnum i lystihúsinu og fyrir Odile var það jafn nýtt og undur- samlegt hverju sinni. En hið sama átti ekki við um Lorentz, það vissu hún. Og hún velti fyrir sérhve oft hann gisti f húshrörinu við Kasinógötu og hvort hann svæfi hjá indiánastelpunum — annarri eða báðum. Hún elskaði hann, en það var ómögulegt að hugsa sér framtið ásamt honum — hún hafði ekki einu sinni hugsað um þann mögu- I-íika fyrr.Núhugsaði hún i fvrsta sinn: Hvaö verður um irlg — um okkur'. Aiti hún áð halda áfram að vera eiginkona Herberts, keypt og borguð, hlýðið húsdýr, hlutur sem útheimti gott atlæti og klapp á kollinn stöku sinnum? Lifa áhyggjulausu lifi húsdýrsins — en var það lif? Odile hafði aldrei fyrr ihugað tilveru sina, aldrei spurt sjálfa sig hvernig eða hvers vegna, aidrei gagnrýnt þá meðferð sem hún varð fyrir. Nú spurði hún sjálfa sig i fyrsta skipti: lifi ég mannsæmandi lifi? Að vera húsfreyja i stóra hús- inu hans Herberts, þar sem hún gerði ekki nokkurn skapaðan hlut. Fara á hárgreiðslustofuna, kaupa hatta, lakka neglurnar, vera klædd samkvæmt nýjustu tisku, vera ástmey manns sem hún hafði aldrei elskað. Allt i lagi, það var eins konar atvinna. En var hún lika mannsæmandi? Ekki núna, þegar hún elskaði annan mann. Frá þeirri stundu að hún hitti Lorentz hafði hlutverk hennar sem eiginkona Herberts ekki lengur verið mannsæmandi. Af hverju var hún þá svo hrædd við að glata þvi hlutverki? Svo hrædd að hún hafði faliist á að sitja fyrir nakin, fallist á að þegja um börnin — i þeim eina tilgangi að fá að halda áfram aö leika hiö faiska hlutverk eiginkonu karl- manns sem hún haföi aldrei elsk- að. berginu og fann skýringuna. Her- bert hafði skapað fagurt um- hverfi fyrir fallegu stúlkuna sem hann hafði fundið á vændishúsi i Paris. Hann hafði ekki horft á skildinginn viö að gera rammann um hana glæsilegan, þægilegan, fagraadýrmætan og skrautlegan. Odile hafði ekki gert neinar kröf- ur, hún hafði ekki vitað neitt um stil og gæði, um gömul húsgögn, ekta teppi, silfur og kristall, hún hefði getaö búiö i kofa með þeim sem hún elskaöi. En Herbert hafði ólmur viljaö gefa henni hið allra besta, hiö besta sem fáan- legt var fyrir peninga. Aðeins eitt hafði hann ekki get- að keypt. bað sem hún hafði fund- ið i lystihúsinu, á gólfinu, á ó- hreina rúskinnspelsinum hans Lorentzar. Hið undursamlega sem ekki er til sölu og ekki er hægt að kaupa — ástina og unað- inn, hið algera traust og undir- gefnina sem er sumum konum allt. Odile hugsaði: ég elska hann. Og enn og aftur: ég elska hann. Ég geri hvað sem er til aö fá að vera með honum. Og hún mundi eftir húsinu við Kasinógötu, ó- hreinu dýnunum, óþefnum, von- leysinu. Heimi Lorentzar. Hluta af veröld Lorentzar. Af eins konar eðlisávisun teygði hún sig eftirsimanum á náttborð- inuoghringdi i númer Elisabetar. Og undrið geröist: Lorentz svar- aði. Hann var þvoglumæltur eins og siminn hefði vakið hann. — Ég er einn heima, sagði hann. — Herskapið er farið til Kaupmannahafnar. Blessunin hún ungfrú Berg er i frii. Kannski situr hún á Ieyndum stað og sem- ur nafniaus bréf. Af hverju kem- urðu ekki hingað? — Ég kem, sagði Odile og hló glaölega. — Settu kampavinið i is. Hún fór i steypibað, klæddi sig og burstaði hárið, allt á nokkrum minútum. Og hún hljóp berfætt niður virðulegan bogastigann og i anddyrinu rakst hún á frú Aron- son sem horfði á hana, undrandi og með vandlætingu. — Te frúarinnar, sagöi frú Aronson. — Og pósturinn. — Nei takk, ég drekk kampa- vin i mogunverð i dag, sagði Odile i hálfkæringi. — Og mér stendur á sama um póstinn. Ég fæ aldrei nein skemmtileg bréf hvort sem er. Hún hljóp framhjá frú Aronson, og þegar hún var komin út sneri hún sér við, brosti og veifaði. Frú Aronson veifaði ekki á móti. Grasið var döggvott og ferskt undir fótum Odile, þetta var dýr- legur morgunn, upphafið á dýr- legum degi. Elisabet var að heiman. Lorentz beið hennar. Hann stóð i opnum dyrunum og beið. Nývaknaður, ógreiddur, ber að ofan og berfættur eins og hún. Hálsmenið með djöflagrimunni glotti á bringu hans. t faðmlögum gengu þau inn i stóra húsiö, sem virtist nú vin- samlegra þegar Elisabet var ekki heima. Lorentz opnaði dyrnar aö vinnustofunni og þau gengu inn. Málverkið var þvi nær tilbúið. bað var yfirþyrmandi og þaö var þrungið einhverjum óhugnaöi, sem stafaði ekki einungis af mótifinu: Elisabet haföi skemmt sér viö að auka á óhugnaðinn. baö sem myndin sýndi var ekki aðeins fórn, ekki aðeins aftaka ungrar stúlku á gullnum, griskum morgni. Húnsýndi einnig losta- fulla nautn bööulsins þegar hann lyfti hnifnum og sjúklega gleði hinna imynduðu áhorfenda. Ö- þarfan og ruddalegan óhugnað. Odile sá þessa grimmd og hún varð hrædd. Hún þrýsti sér fastar að Lorentz. — Hún er falleg, sagði hún. — Hún er skelfileg. Ég vil ekki horfa lengur á hana. Komum héðan. Og ennþá i armlögum gengu þau upp i herbergi hans og læstu á eftir sér. bað var betra en i lysti- húsinu: i fyrsta skipti lágu þau saman i rúmi. En gleði Odile var á bak og burt og allan timann sem hún lá i rúmi Lorentzar sá hún myndina fyrir sér. Fann hana innan i sér eins og ógnun. Eins og rýting sem beind- ist að hjarta hennar. briöja bréfið lá á borðinu i and- dyrinu fyrir innan dyrnar og Odile tók það brosandi fyrir augunum á frú Aronson og tróð þvi i siðbuxnavasann. bað 18.00 Enska knattspyrnan. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Brellin blaðakona Breskur gamanmynda- flokkur. býðandi Heba Júiiusdóttir. 20.50 Dorita, Pepe og Argent- Ina. I þessum þætti flytja tveir breskir söngvarar, Dorita og Pepe, söngva frá Argentinu. Einnig er rætt við þau um suður-ameriska tónlist og fylgst með æf- ingum og hljómleikahaldi þeirra i Bretlandi og Arg- entinu. 21.40 Sér grefur gröf (People Will Talk) Bandarisk biómynd frá árinu 1951, byggð á sögu eftir Curt Goetz. Leikstjóri Joseph L. Mankiewicz. Aðalhlutverk Cary Grant, Jeanne Crain og Finley Currie. býðandi Jóhanna Jóhannsdóttir Aðalpersóna myndarinnar er kennari við læknaskóla, Noah Praetorius að nafni. Starfsbróðir hans ákærir hann fyrir ólögmæta starf- semi og fær til einkaspæjara að grafa upp heimildir um fortfð hans. Honum tekst að lokum að finna vitni, sem hann telur að muni sanna staðhæfingar sinar. 23.25 Dagskrárlok. Hún leit i kringum sig i her- Frá gagnfræða- ^ skólunum í Kópavogi Skólarnir verða settir þriðjudaginn 18. september. Nemendur mæti sem hér segir: 5. bekkur, 4. bekkur, Landsprófsdeildir og 2. bekkur kl. 2. Almennur 3. bekkur og 1. bekkur kl. 4. Kennarafundir verða i skólunum kl. 2 mánudaginn 17. september. Fræðslustjórinn i Kópavogi. Vanur bifreiðastjóri óskast til að annast útkeyrslu á blaðinu að hálfu ásamt ýmsum öðrum verkefnum. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri blaðsins i sima 17500. Þjóðviljinn. íRlftpMWMM ‘ ^ NÝKOMIÐ MIKIÐ ÚRVAL AF LIm Jl INDVERSKUM BÓMULLARMUSSUM Einnig reykelsi og reykelsisker i miklu úrvali. llandunnir austurlenskir skrautmunir i mjög fjölbreyttu úrvali, hentugir til tækifærisgjafa. Gjöfina sem ætið gleður fáið þér i JASMÍN Laugavegi 133 (viö Hlemmtorg) Frá gagnfræðaskólum Reykjavíkur SKÓLARNIR VERÐA SETTIR MANUDAGINN 17. SEPTEMBER SEM HÉR SEGIR: GAGNFRÆÐASKÓLI AUSTURBÆJAR: Allar deildir kl. 13,15. HAGASKÓLI: 1. bekkur kl. 9, 2. bekkur kl. 10, 3. og 4. bekkur kl. 11. LINDARGÖTUSKÓLI: 6. bekkur kl. 9, 5. bekkur kl. 10. ARMULASKÓLI: 4. bekkur kl. 10, 3. bekkur, LANDS- PRÓFSDEILDIR kl. 10,30. VERKNAMSDEILDIR kl. 11, BÓKNAMS- og VERSLUNARDEILDIR kl. 11,30. VOGASKÓLI: 1., 2., 3. og 4. bekkur kl. 14. LAUGALÆKJARSKÓLI: 1. bekkur kl. 10, 2. bekkur kl. 11, 3. og 4. bckkur kl. 14. GAGNFRÆÐ ADEILDIR AUSTURBÆ JARSKÓLA, LANGHOLTSSKÓLA, HLIÐASKÓLA, ALFTAMÝRAR- SKÓLA, ARBÆJARSKÓLA OG HVASSALEITISSKÓLA: 1. bckkur kl. 9, 2. bekkur kl. 10. GAGNFRÆDADEILD BREIÐHOLTSSKÓLA: 1. og 2. bekkur kl. 10. RÉTTARIIOLTSSKÓLI: 1. bckkur kl. 14, 2., 3. og 4. bekkur kl. 15. GAGNFRÆÐADEILD FELLASKÓLA tekur til starfa um næstu mánaðamót. SKÓLASTJÓRAR.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.