Þjóðviljinn - 30.09.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.09.1973, Blaðsíða 3
Sunnudagur 30. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Börn og unglingar í nýstárlegum vinnuskóla UMFI og UMSK í sumar _ •’ 4-i V Þessi unga stúlka er aö snyrta tjaldstæði og gangstiga, en börnin voru skógarverðir þann tima sem þau dvöldu I Þrastaskógi. (Allar myndirnar tók Sigurður Geirdai) Alltaf má auka og bæta gróðurinn og til þess þarf að dreifa áburði, einkum á iþróttavöllinn sem þarf að vera í góðri rækt. Annars er mikil gróska i Þrastaskógi, enda er svæðið búið að vera friðað fyrir ágangi búfjár i inarga áratugi. Nýstárleg starfsemi fyrir börn og unglinga fór fram í Þrastaskógi í sumar. Þar var rekinn vinnuskóli á vegum Ungmennafélag fslands og Ungmenna- sambands Kjalarnesþings í júlí og ágúst. Hér var um að ræða bæði ýmis konar störf og leiki i um- hverfinu sem alltof fáir hér á landi fá að kynnast af eigin raun. Þrastaskógur er einhver fegursti staður sunnanlands, og til- gangurinn var ekki sist sá að veita börnunum hlutdeild i þessari sumarparadis, sagði Sigurður Geirdal i viðtali við Þjóðviljann, en Sigurður veitti skólanum forstöðu fyrir hönd UMFl og UMSK. Þátttökugjöld fyrir börnin voru mjög lág, aðeins 900 krónur, og það stafaði m.a. af þvi, að þau lögðu fram talsverða vinnu. Vinna þeirra var fólgin i hreinsun skógarins og lagfæringu iþróttavaliarins og vegarins að honum. Þá unnu börnin lika við heyskap á hinum stóra gras-iþróttavelli i skóginum og við gæslu tjaldstæða og skógarins i heild. En annar meginþáttur i starfinu voru leikir, iþróttir, náttúruskoðanir og útilif af ýmsu tagi. Börnunum var sagt til i iþróttum enda aðstaða góð til Iþrótta og leikja. Þá var farið i veiöiferðir i Álftavatn, og sumir brugðu sér á sund i vatninu.. Þátttakendur bjuggu i tjöldum og i skógarbústaðnum. Að sjálf- sögðu kynntust börnin bæöi góðu veðri og slæmu og lærðu að búa I sátt við landið og veðráttuna. Á- hugi fyrir störfunum var mjög góður og margir tóku stórstigum framförum i hinum ýmsu iþrótta- greinum. Margir létu sér ekki Oft var sprett úr sporiáiþróttavellinum, og svipur hinna ungu hlaupara sýnirað hér varkeppt i fyllstu alvöru. Mikill kraftur var I heyskapnum á vellinum, enda heyfengur góöur. nægja eitt námskeið og nokkrir dvöldu á öllum námskeiðunum fjórum. Flestir þátttakendanna voru á aldrinum 12-14 ára. Sigurður Geirdal sagði að sjálf- sagt yrði þessari starfsemi haldið áfram að sumri i einhverri mynd, enda hafði fengist mjög jákvæð reynsla i sumar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.