Þjóðviljinn - 30.09.1973, Síða 13

Þjóðviljinn - 30.09.1973, Síða 13
Sunnudagur 30. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 JENNY BERTHELIUS: BIT- BEIN var næstum táknrænt að hin stutta og tætingslega ástarsaga Odile og Lorentzar skyldi fara fram innan flagnaðra veggja lystihússins. I stað þess að ganga beint að bil slnum, rölti Sanger inn i bilskúr Herberts. Og þegar hann kom þaðan út hélt hann á dálitlu, mjóum hvitum staf. Hjólhesta- pumpu. Frú Aronson hjálpaði Odile að hátta sig, hún færði hana varlega úr stigvélunum og reimaði frá henni kögraðan jakkann. — Frú Tengwall ætti að drekka ögn af flóaðri mjólk, sagði hún með mildri og móðurlegri röddu. — Og taka svefntöflur eins.og full- trúinn sagði. Ég skal fara niður og hita mjólk. Og sækja svefn- töflur og glas af vatni. — Já, sagði Odile. -—Þakk fyrir. Hún settist á rúmstokkinn og frú Aronson hjálpaði henni i nátt- fötin. — Ég ætti að fara i bað, en ég treysti mér ekki til þess. Ég hef ekki farið úr fötum allan timann. — Hugsið ekki um það núna. Það verður timi til þess seinna. Þegar frú Aronson kom upp i svefnherbergið nokkru siðar með flóuðu mjólkina lá Odile með lokuð augu og ábreiðuna dregna upp að höku. Frú Aronson snart öxl hennar létt og sagði: — Hér kemur mjólkin. Drekkið hana meðan hún er heit. Odile hlýddi og settist upp og tók við bollanum. Hún drakk i smásopum, hún var næstum sofnuð. Frú Aronson sótti vatns- glas og hylkið með svefntöflum. Það átti að leysa þær upp i vatni, frú Aronson renndi tveim töflum niður i glasið. Hún setti glasið á borðið og lagði hylkið hjá. Odile lauk við mjólkina og rétti frú Aronson tóman bollann. Hún lagðist út af og lokaði augunum, Brúðkaup Þann 25/8 voru gefin saman i hjónaband i Selfosskirkju af séra Sigurði Sigurðarsyni Guðrún Jónasdóttir og Guðmundur Gunnarsson loftskeytamaður Heimili þeirra er að Holtsgötu 7 Hafnarfirði. (Ljósmyndastofa Kristjáns) hreyfði sig litið eitt og sagði með mjóróma, barnslegri rödd: — Ég gleymdi að bursta tennurnar. — Þá skuluð þér gera það, þá liður yður betur, sagði frú Aron- son i þessum nýja, móðurlega tón, og Odile steig hlýðin fram úr rúminu og út i baðherbergið. Og frú Aronson heyrði hvernig hún burstaði tennurnar lengi og vand- lega eins og barn sem fengið hefur áminningu. Netið varbýsna smá riðið netið hans Sangers sem hann ætlaði að veiða i morðingja. Að visu voru tvær manneskjur búnar að játa á sig morðið, bersýnilega til að vernda hvor aðra, en hvorug þeirra kom til greina. Þær nátiu einfaldlega ekki máli i eiginleg- um skilningi: hvorki John-Henry né Odile (sist á lághæluðum skóm) voru nógu hávaxin til að hafa veitt Lorentz Malm banasárið með þeim hætti sem þaðhafði gerst. Sá sem það hafði gert, hlaut að vera að minnsta kosti fimmtán sentimetrum hærri. Það var eittmikilvægt atr- iði. Svo var það reiðhjólið. Kven- hjólið sem staðið hafði ónotað ár- um saman i bilskúr Herberts Tengwalls. Sem daginn eftir morðið hafði staðið þar með dekkin full af lofti. Nokkrum dögum seinna voru dekkin loft- laus á ný, en loftið hafði ekki lekið út, þvi hafði verið hleypt út. Og einhver hafði gert það sem hafði fullseint munað eftir þessu með hjólið, en gætt þess um leið að þurrka öll fingraför af pumpunni. Einhver sem var nógu hávaxinn til að geta framið morðið á þann hátt sem það hafði verið framið. Einhver sem strokið hafði gluggatjöld allt kvöldið. Meðan Sanger valdi númerið heyrði hann fyrir sér rödd Odile: — Frú Aronson sér um mig. Og sina eigin rödd: — Sjáið um að hún komist i ró. Hann velti fyrir sér hvort það væri um seinan. Frú Aronson svaraði róleg og stillt að vanda og Sanger sagði i skyndi: — Ég þarf að tala við frú Teng- wall. — Hún sefur, lögreglufulltrúi. — Gerið svo vel að vekja hana undir eins. — Það er ekki auðvelt, hún tók tvær svefntöflur og sefur vært. Má það ekki biða til morguns? A morgun er hún dáin. hugs- aði Sanger. Fórninni er fullnægt. Það væri kannski best. Upphátt sagði hann: — Er læknirinn heima? — Nei, hann er ekki kominn ennþá. Er nokkuð á seyði, full- trúi? — Hringið i lækninn og segið honum að koma heim undir eins, sagði hann og skellti á. Hann pantaði sjúkrabíl og fór niður og settist upp i bil sinn. Mér skjátlast kannski, hugsaði hann á leiðinni. Ef til vill hefur hún ekki gert það. Kannski eru það aðeins tvær töfl- ur. En með sjálfum sér vissi hann að ótti hans hafði við rök að styðj- ast. Hann hafði vitað það allan timann, haft það á tilfinningunni að henni ætti að fórna endanlega og óafturkallanlega. Herbert var heima og hann stóð með áhyggjusvip hjá meðvitund- Þann 14/7 voru gefin saman i hjónaband i Kálfatjarnarkirkju Vatnsleyðsluströnd af séra Braga Friðrikssyni Júlia H. Gunnars- dóttir og Helgi H. Guðmundsson. Heimili þeirra er að Vogagerði 17 Vogum. (Ljósmyndastofa Kristjáns) arlausri eiginkonu sinni, þegar Sanger kom inn i svefnherbergið. A náttborðinu stóð tómt glas og hylki, sem i höfðu verið svefntöfl- ur. Tómt. — Hve margar töflur voru i þessu? spurði Sanger, en hvorki Herbert né frú Aronson gátu svarað þvi. — Ég gaf henni tvær töflur, sagði frú Aronson. — Ég hefði auðvitað átt að fara burt með af- ganginn. ef ég hefði hugsað mál- ið. En ég hafði enga hugmynd um að hún ætlaði að reyna að fremja sjálfsmorð. Herbert greip um máttlausa höndina á Odile. — Er hægt að bjarga henni? — Það er ef til vill hægt að bjarga lifi hennar, læknir: Ef þér eigið við það. Það fer eftir þvi hve margar töflur hún tók. Þegar sjúkrabillinn var farinn, fór Sanger niður i stofuna og frú Aronson á eftir honum. — Ég þarf að fá eitt af þessum gluggatjöldum, sagði Sanger. — Mér nægir ein lengja. Þér fáið hana eftir nokkra daga. — Þetta skil ég ekki, fulltrúi. Hvað hafa gluggatjöldin....? — Ojú, þér skiljið það trúlega. Sennilega hafa þessi gluggatjöld alls ekki verið þvegin alveg ný- lega. Það er auðvelt að komast að þvi, þér getið eins viðurkennt strax að þér tókuð niður glugga- tjöldin og hengduð þau upp aftur, óþvegin, og þvi þurfti ekki að strjúka þau heldur. Enginn sá muninn, þau eru ekki sérlega ó- hrein. Og þannig fenguð þið full- komna fjarvistarsönnun fyrir allt morðkvöldið. Leiðangurinn yðar til Sibbarb tók að minnsta kosti klukkutima. Þér voruð klókar, frú Aronson. Hefði rafmagnið ekki farið af og þér hefðuð ekki gleymt að hleypa loftinu úr dekkjunum áður en það var um seinan.... Hve margar töflurvoru i hylkinu? Hún svaraði ekki spurningunni. Hún steig fram og sléttaði úr broti i gluggatjaldinu, sneri andlitinu frá honum og sagði: — Þetta er satt með glugga- tjöldin. Ég var of löt til að þvo þau og strjúka. Það er mikið að gera á þessu heimili og hún hefur aldrei lyft fingri til að hjálpa til, þetta litla snikjudýr.... — ....sem þér vilduð koma i staðinn fyrir. Þér hafið verið hjá Tengwall lækni i næstum tuttugu ár, alveg siðan þér voruð ung, frú Aronson. Það er skiljanlegt að þér urðuð fyrir vonbrigðum þegar hann kom heim með unga eigin- konu frá Frakklandi, þegar þér hélduð að markinu væri náð. Það er auðskilið og ég hef fyllstu sam- úð með yður. En það réttlætir ekki f járkúgun og morð og morð- tilraun. Hugmyndina aö fjárkúg- uninni fenguð þér þegar þér lásuð nafnlausu bréfin krakkanna. Hún var ekki buguð enn. Hún gerði lokatilraun: — Og hvaða tilefni ætti ég að hafa til að myrða þennan þarna....? — Að hann komst að þvi að þér voruð fjárkúgarinn. Að hann hót- aði að ljósta öllu upp við lögregl- una og Tengwall lækni. Og þá hefði öll von verið úti. Loks gafst hún upp. — Hann var kvikindi! hrópaði hún. Hendur hennar gripu um ör- lagariku gluggatjöldin, rifu og slitu i þau uns tauið gaf eftir; en hún tók ekki eftir þvi, hún sneri tætlunum milli fingranna i eins konar ofsa. Á kinnum hennar glóðu eldrauðir dilar. Sanger lét hana afskiptalausa. Hann stóð grafkyrr og horfði á fálmandi hendur hennar, hlustaði á rödd hennar sem hækkaði og varð að öskri: — Hann tældi frúna til að fá peninga fyrir bil, hann neyddi hana til að vera nakin fyrirsæta aö þessu málverki. Svo yfirgaf hann hana. Hann átti ekki skilið að fá að lifa, hann varð að deyja, deyja.... Rödd hennar brast og Sanger hugsaði: nú er komið nóg. Hann gekk til hennar og losaði varlega tautætlurnar af fingrum hennar. Og hann heyrði sjálfan sig segja með mildum rómi hið sama og Messias hafði sagt: — Hefndin er Herrans. Hún róaðist og hallaði sér þyngslalega að honum. — Eigum við að fara? sagði hún. BRIDGE Alyktun Browns Breski bridgemeistarinn J. Brown varð einn til þess að vinna alslemmu i þessari gjöf sem við fyrstu sýn gæti reyndar virst vera óvinnanleg. En Brown tókst að komast að þvi hvar laufadrottn- ingin myndi vera með þvi að draga rétta ályktun af útspili og afköstum andstæðinganna. S.AKD74 ILA K 5 T.DG 6 L.A5 S.G 106 2 S. 3 H.D 10743 H.G 9 T. 10 8 5 4 3 2 L.D962 L.10973'- S.98 5 H.8 6 2 T.A K 97 L. K G 4 Vestur hafði látið út fjarkann i hjarta sem sagnhafi tók með kóngnum og tók siðan á spaða- drottningu og kónginn i spaða ( en Austur kastar tigli i kónginn). Þá var tekið á tiguldrottninguna og Vestur kastaði af sér hjartaþristi i hana. Hvernig fór nú Brown, sagnhafi i Suðri, að þvi að vinna alslemmu i grandi á þessi spil, hvernig svo sem andstæðingarnir hefðu reynt að verjast? Svar: Sagnhafi á örugga ellefu slagi og hann getur farið tvær leiðir til þess að reyna að krækja sér i tvo slagi til viðbótar: Sé laufadrottn- ingin hjá Austri, svina þá gegnum hana, en koma siðan Vestri i kast- þröng á milli spaða og hjarta og þá i þeirri von að Vestur hafi i upphafi átt fimm hjörtu. Hinn kosturinn sem sagnhafi á um að velja er að gera ráð fyrir aö laufadrottningin sé hjá Vestri, og koma Vestri tvivegis i kast- þröng milli spaða, hjarta og laufs. En hér er ekki um að ræða að sagnhafi verði aðeins að treysta á ,,guð og lukkuna”. Bæði útspilið og afköst andstæðinganna ættu að geta gefið honum visbendingar um hvar honum bæri að álykta hvar laufadrottninguna væri að finna. Ef sagnhafi ályktar t.d. sem svo að Vestur hafi látið út frá drottningu fimmtu i hjarta, þá getur hann fastlega gert ráð fyrir að Vestur hafi ekki haft fjögur láglauf á hendi. Útkoma i laufi hefði þá veriö miklu áhættuminni þegar spiluð var alslemma i grandi. Vestur kastaði af sér tveim hjörtum og tveim laufum i tiglana fjóra og þá ályktaði Brown sem svo: Eftir sagnir Suðurs og Norðurs. sem höfðu verið algerlega eöli- legar, hafði Vestur slik spil að hann gat ekki hætt á að koma út i spaða. Þegar Austur neyðist til að kasta af sér hjartagosanum ann- að sinnið sem hjarta er spilað, þá má telja vist að Vestur eigi laufa- drottninguna, fyrst hann hafði ekki látiðút i laufi,og þegar hér er komið spilinu, hlýtur laufadrottn- ing Vesturs að vera annað spil hans I litnum. Sagnhafi spilar þvi laufaás, tekur á laufakóng (og drottningin fellur i hann, eins og sagnhafi hafði réttilega gert ráð fyrir) og þá kemur laufagosinn til þess að setja Vestur i kastþröng milli spaða og hjarta, i þessari stöðu (spilum Austurs sleppt): S. A 7 4 S.G 10H. D S.9 II.8 L.G Vestur á enga vörn. Kasti hann spaða er allur spaði Norðurs frir, kasti hann hjartadrottningu verð- ur hjartaátta Suðurs frispil. Djarflega sagt og vel spilað Italir hafa lengi verið kunnir fyrir að vera i allra fremsta flokki bridgemeistara. „Bláa sveitin” italska var lengi ósigranleg að heita mátti, og Italir voru nær visir um sigur þegar hún keppti fyrir þá. En hún er nú hætt að taka þátt i meistarakeppnum fyrir allnokkru, en sumir spila- mannanna úr sveitinni keppa enn á alþjóðavettvangi fyrir þjóð sina. A Evrópumeistaramótinu i Osló fyrir fjórum árum báru ttalir sigur úr býtum og þessi slemma sem einn þeirra, Mess- ina.spilaði til sigurs átti sinn þátt I sigri þeirra á þvi meistaramóti. S. A 8 3 II. 10 9 6 5 T. 9 7 I.. A 10 9 8 S. D 6 2 S. G 9 5 4 11. G 7 II. D 8 4 3 2 T. K D G 10 3 2 T. 6 5 1„ 6 2 L. 5 4 S. K 10 7 H. A K T. A 8 4 L. K D G 7 3 Sagnir: Norður gefur. Hvorug- ur á hættunni. Spilað i opna saln- um. Vcstur Norður Austur Suður Tarlo Bianchi Rodrigue Messina pass pass 1 T. pass 2 II, pass 3 I,. pass 4 T. pass 6 L. ... Vestur lét út tigulkóng. Suður tók á ásinn heima og lét aftur út tigul, sem Vestur tók á tiuna og lét siðan enn út tigul. Hvernig fór Messina að þvi að vinna hálf- slemmu i laufi þegar hér var komiðog hvaða vörnum sem and- stæðingarnir reyna að beita? Hvernig hafði hann i fyrstu ætlað að haga spilinu? Athugasemd um saguirnar Þeir sem fylgst hafa með spila- mennsku itölsku bridgemeistar- anna vita sem er að nær engir italskir tvimenningar nota sama sagnkerfið. Bianchi og Messina hallast helst að þvi að segja eftir kerfi þvi sem kallað hefur verið „Livorno-tigulsögnin”. Opnunin á einum tigli er gervisögn og tveggja hjarta svarið segir frá tveimur fyrirstöðum, þ.e. annað hvort tveim ásum, eða ás og tveim kóngum (en það sá Suður i hendi sér að gat ekki verið raun- in). Þriggja laufa sögnin er spurnarsögn og svarið fjórir tigl- ar er visbending um að Norður eigi a.m.k. fjögur lauf og hátt hónorspil i litnum. En Messina gat nú ekki komist á snoðir um hvort Norður ætti i rauninni nokk- ur önnur sterk spil en ásana sina tvo og hann leggur þvi aðeins i hálfslemmu i laufi. „Eðlilegar” sagnir hefðu getað veriö á þessa leið: Suður: 2 grönd, Norður: 3 grönd, ásarnir tveir án annars styrkleika gefa ekki fyrirheit um að slemma sé i spilinu. RAFLAGNIR SAMYIRKI annast allar almennar raflagnir. Ný- lagnir, viögerðir, dyrasima og kall- kerfauppsetningar. Teikniþjónusta. Skiptið við samtök sveinanna. Verkstæði Barmahlið 4 SÍMI 15460 milli 5 og 7.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.