Þjóðviljinn - 16.10.1973, Page 15

Þjóðviljinn - 16.10.1973, Page 15
Þriðjudagur 16. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 1 ár af hverjum 3 slæmt til kartöf luræktar Enska knattspyrnan Framhald af bls. 11. forystu. Frábær markvarsla Leicester kom i veg fyrir sigur Lees, en i markinu stóð Peter Shilton. Úrslit um helgina urðu þessi: 1. deild Birmingham—Wolves 2-1 Burnley—QPR 2-1 Chelsea—Ipswich 2-3 Everton—West Ham 1-0 Leicester—Leeds 2-2 Man.Utd,—Derby 0-1 Newcastle—Man.City 1-0 Norwich—Coventry 0-0 Southampton—Liverpool 1-0 Stoke—Sheff. Utd. 1-2 Tottenham— Arsenal 2-0 2 deild Bolton—Aston Villa 1-0 Cardiff—Blackpool 1-0 Luton—Swindon 2-1 Middlesbro—Hull 1-0 Millvall—Bristol C. 0-2 Notts Co,—Fulham 2-1 Orient—Nottm. For. 2-1 Oxford—C. Palace 1-1 Preston—Sunderland 1-0 Sheff. Wed.—Portsmouth 1-2 WBA—Carlisle 1-1 Staöan I 1. deild Leeds 11 8 3 0 23-7 19 Burnley 11 7 3 1 21-11 17 Derby 12 6 3 3 16-10 15 Coventry 12 6 3 3 14-9 15 Everton 11 5 4 2 13-9 14 Newcastle 11 5 3 3 18-13 13 Liverpool 11 5 3 3 12-10 13 Leicester 11 3 7 1 13-11 13 Sheff. Utd. 11 5 2 4 14-13 12 Ipswich 11 4 4 3 18-19 12 Arsenal 11 5 1 5 13-14 11 Man. City 11 4 3 4 13-14 11 Southampton 11 4 3 4 14-17 11 QPR 11 2 6 3 15-16 10 Tottenham 11 4 2 5 14-15 10 Chelsea 11 3 2 6 16-17 8 Stoke 11 1 6 4 11-13 8 Man. Utd. 11 3 2 6 9-13 8 Wolves 11 3 2 6 13-19 8 Norwich 11 1 5 5 9-16 7 Birmingham 11 1 3 7 10-23 5 WestHam 11 0 4 7 10-20 4 Efstu og neöstu lið I 2. deild Middlesbro 11 7 3 1 12-6 17 Preston 11 5 4 2 13-8 14 Luton 9 6 2 1 18-12 14 Bristol C. 11 6 2 3 14-10 14 NottsC. 11 6 2 3 16-13 14 Aston Villa 11 4 5 2 15-8 13 Fulham 11 4 5 2 8-6 13 Oxford 11 2 4 ! 5 6-14 8 Millvall 11 3 1 7 11-17 7 Swindon 11 2 3 : 6 7-13 7 C.Palace 11 0 3 1 8 9-23 3 Kratastjórn Framhald af bls. 1 ákveðinn EBE-andstæðingur og fylgismaður vikkaðrar fiskveiði lögsögu. Hann hefur nýlega látið svo um mælt að ef einhver veru- legur dráttur verði á hafréttar- ráðstefnunni margumtöluöu, sem einu sinni átti að halda i Chile, verði Norðmenn að færa út fisk- veiðilögsögu sína með einhliða ákvörðun. Bolle hefur ekki átt sæti i stjórn áður. Heldur fátt um fina drætti Dagbladet, sem er óháð.er tal- ið helst hallast að Vinstriflokkn- um svokallaöa, segir að þessi nýja stjórn Brattelis sé i fáu frá- brugðin þeirri fyrri. Flestir ráð- herranna séu miðjumenn i flokknum, pólitiskt séð, og þeir einu sem hafi einhver tengsli við vinstri arm verkalýðshreyfingar- innar og róttækara fólk i landinu yfirleitt, séu þeir Bolle og Even sen. Tveir af forustumönnum Sósialiska kosningabandalagsins, Finn Gustavsen og Berit As, hafa tekið i sama streng. Þau hafa lát- ið i ljós heldur litla hrifningu á nýju stjórninni, en Berit As fang- aði þó þátttöku Evensens i henni. Yfirleitt gætir þeirrar skoðunar að i mannvali Brattelis á stjórn- arskútuna gæti heldur litils vilja til samvinnu við Sósialiska kosn- ingabandalagið. Gustavsen kvaðst fyrir sitt leyti ekki sjá ástæöu til að dæma stjórnina af ráðherralistanum, heldur af verkunum þegar að þeim kæmi. Slæmur vitnisburður fyrir hina nýju stjórn er, að fhaldspressan tekur henni heldur vinsamlega, og lýsir hún sérstakri ánægju með Frydenlund sem utanrikisráð- herra, en hann mun mjög sama sinnis og Bratteli i afstöðunni til EBE og Nató. Aftenposten i Osló, sem er eins konar moggi þeirra Norðmannanna, hefur að visu áhyggjur af EBE-andstæðingnum Evensen sem viðskiptamálaráð- herra, en gerir ráð fyrir að skipun hans i það embætti hafi einkum verið ákveðin af klókindum til að friða vinstri sinnað fólk í flokkn- um og til vinstri við hann. Fjórir ráðherranna setjast nú aftur i sömu stólana og þeir höfðu i fyrri stjórn Brattelis, þaö er að segja Bratteli sjálfur, Treholt, Gjerde, og Fostervoll. Meðalald- ur ráðherranna er aðeins yfir fimmtugt. Bratteli sjálfur er sex tiu og þriggja ára og elstur, en Fostervoll yngstur, fjörutiu og eins. Landsleikurinn Framhald af bls. 10. inn bendir réttilega á i viðtali hér annarsstaðar á siðunni. Það sem enn vantar uppá að liðið nái fullum tökum á þessum leikkerfum er hraðinn. Sóknin er enn of hæg. Þó brá fyrir smá köfl- um þar sem hraðinn var skrúfað- ur upp og leikkerfið gekk eins og vera bar. Einkum bar á þessu i fyrri hálfleik meðan þreyta var ekki farin að gera vart við sig hjá liðinu. Það ætti þvi aðeins að vera timaspursmál hvenær liðiö nær fullum tökum á þessari hlið leiks- ins. Hinsvegar varegekki eins hrif- inn af varnarleiknum, en liðið lék svokallaða 6:0 vörn til að byrja með, en sökum þess hve ttaiirnir reyndu að tefja leikinn, langtim- um saman ógnuðu þeir alls ekki neitt, fóru islensku leikmennirnir út i þaðað leika framar og reyndu þannig að „fiska” boltann eins og það er kallað. Þetta heppnaðist nokkuð vel gegn svo veiku liði sem þvi italska. En hvernig kem- ur þá 6:0 vörnin út gegn sterkum liðum? Kannski á ekki að leika 6:0 gegn sterkari liðum, heldur hina vanalegu 5:1 vörn. En hver tekur þá stöðu „sentersins”? Enginn i þvi liði sem lék á sunnudaginn leikur þá stöðu, og aðeins einn maður á miðjunni aftur, Gunn- steinn Skúlason, sem að visu er þrekskrokkur sem litið þarf að hvila, en eigi að siður, hann leikur tæplega allan leikinn móti hörð- um liðum án hvildar og hvað þá? Nei, það ber allt að sama brunni, með þetta lið verður tæplega farið óbreytt i lokakeppni HM. En litum nú á gang leiksins á sunnudaginn. Það kom auðvitað strax i ljós, að italska liöið stóð langt að baki þvi islenska aö getu. Þvi gekk ekkert að skora, hugsaði enda mest um að halda boltanum, ógna ekki en tef ja timann og með þvi að fá á sig sem fæst mörk. Og hörmulega lélegir norskir dómar- ar leyfðu þeim þetta átölulaust. Þessir tveir norsku dómarar eru með þeim lökustu sem hingað hafa komið ef marka má þennan leik. Islendingar komust i 2:0, en þá var dæmt vitakast á islenska liðið og lalirnir skoruðu sitt fyrsta mark, 2:1. En siðan breyttist staðan i 7:1, 9:3 og 12:4 og þannig stóð i leikhléi. Staðan varö fljótlega 13:5, 15:5 og 16:6, en þá hætti islenska liðið að skora og þrátt fyrir að nvorKi gengi né ræki hjá þvi i sókninni var ekki skipt um menn. Þó sátu ekki minni karlar á bekknum en Jón Hjaltalin, Axel Axelsson og Auðunn Óskarsson. Skyssa sem hefði getað orðið dýr gegn alvöru handknattleiksmönnum. En hvað um það, liðið komst aftur i gang seint um siðir og skoraði þá 10 mörk á einum 10 minútum og lokastaðan varð eins og áður segir 26:9, sist of stór sig- ur. Einn maður bar af i islenska liðinu og einkum þó i sókninni en það var hinn frábæri Ólafur H. Jónsson. Hann var lang-marka- hæstur islensku leikmannanna með 7 mörk og átti fjölmargar linusendingar sem annað hvort gáfu mörk eða vitaköst. Auk þess sem hann stóð auðvitað fyrir sinu i vörninni og „fiskaði” marga bolta þar. Þá át'ti Gunnsteinn fyrirliði frá- bæran leik að vanda og sama má segja um Auðunn óskarsson sem komst mjög vel frá leiknum. Þá áttu þeir Hörður Sigmarsson, sem er að verða stór karl i hand- knattleiknum, og Jón Karlsson á- gætan leik báðir. Litið kvað að stórskyttunum Axel, Einari Magnússyni og Jóni Hjaltalin, en sá siðastnefndi var mjög litið inn- á, þannig að hann fékk aldrei meira en rétt að hita sig upp. Enginn i italska liðinu vakti sérstaka athygli nema markvörð- urinn Manzoni Antonio, sem varði m.a. 4 vitaköst. Já, vel á minnst. Vitaköstin eru að að verða alvar- legur höfuðverkur fyrir islenska handknattleiksmenn, ekki bara einstök félagslið heldur landsliðið lika. Mörk Islands: Ólafur 7, Hörður 4, Axel 3, Viðar 3, Jón K., Einar, Auðunn og Gunnsteinn 2 mörk hver og Jón Hj. eitt mark. — S.dór Ráðstefna ASl Framhald af bls. 1 Verkafólk sem vinnur að stað- aldri hluta úr degi njóti hlutfalls- lega sömu réttinda til kauptrygg- ingar og uppsagnarfrests. Vertið- arfólk njóti þessara sömu rétt- inda eftir að það mætir til vinnu. 4. Verkalýðsfélögin fái full um- ráð yfir lifeyrissjóðunum. 5. 40 klukkust. vinnuvika á 5 dögum. 6. Tryggingafjárhæð við dauða og örorku hækki. 7. Launagreiðslum til starfs- manna i veikindaforföllum verði breytt. 8. Atvinnurekendur greiði 0,25% af launum í fræðslusjóði verkalýðsfélaganna. 9. Athuguð verði verðtrygging lifeyrissjóðanna. Skattamál Aðalkröfur i skattamálunum eru þessar: 1. Persónufrádráttur til skatts verði ekki lægri en 300 þús. kr. miðað við núverandi kaupgjald og visitölu en breytist i samræmi við það. Sama hlutfail haldist milli persónufrádráttar einstak- lings og hjóna og nú er. Verkafólk I fiskvinnslu fái sérstakan skatta- frádrátt. 2. Skattahlutfall af fyrstu skatt- gjaldstekjum verði stórlækkað. 3. Aldrei verði tekið meira en 2/5 af launum yfirstandandi árs i skatta. 4. Heimildarákvæði um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts nái einnig til ekkla, ekkna, ein- stæðra foreldra og þeirra sem búa við langvarandi veikindi. 5. Húsaleiga af ibúðarhúsnæði verði að hluta frádráttarbær til skatts. 6. Tannlækningakostnaður verði frádráttarbær. 7. Sett verði ákvæði um hámark vaxtafrádráttar. 8. Hraðað verði undirbúningi aö staðgreiðslukerfi skatta. 9. Breytt verði 52. gr. skattalag- anna. Húsnæðismál 1 húsnæðismálum var bent á eftirfarandi ráðstafanir: 1. Bætt verði úr fjármagnsvönt- un Byggingasjóðs rikisins. 2. Sjóðinum verði fengnir nýjir tekjustofnar. 3. Gerð verði framkvæmda- áætlun um íbúðabyggingar um land allt. 4. Gildandi löggjöf um húsnæð- ismál verði endurskoðuð i sam- ráði við verkalýðssamtökin, Vegna mistaka varð eft- irfarandi grein útundan i sunnudagsblaði/ þar sem sagt var frá uppskeru kart- öfluræktarbænda. Greinin er svohljóðandi: Það er reynsla okkar hér i Þykkvabæ að eitt ár af hverjum þremur sé slæmt til kartöflu- ræktar, sagði Sigurbjartur hreppstjóri i Þykkvabæ er við ræddum við hann um kartöflu- ræktina i ár. t fyrra og hitteðfyrra voru góð ár til kartöfluræktar en svo kom áfallið i ár og svona hefur þetta verið um margra ára skeið. Upp- skeran i ár er langt fyrir neðan meðallag. 1 ár hafa komið upp svona i 23 þúsund tunnur en ég hygg að meðalárið sé svona 35 þúsund tunnur, kannski eitthvað rúmlega það. Besta uppskera sem ég m; n eftir á kartöflum hér i ÞykkvaLæ var 1953. Þá komu upp ekki undir 500 sekkir á hektara, en uppsker- an i ár er svona 180 til 200 sekkir á hektara og geta allir séö að það munar um minna. Svo er annað; þegar uppskeran er svona litil, er alltaf stærri part- ur uppskerunnar undir sölumögu- leikum, svo uppskerumagnið segir ekki alla söguna. — Nú hlýtur svona áfall að skapa erfiðleika hjá ykkur Þykk- bæingum sem lifið svo til ein- göngu á kartöflurækt? — Jú, það er rétt, það eru erfiðleikar hjá okkur þegar svona árar. Þó er þetta nú æði misjafnt. Hjá sumum bændum er upp- skeran ekki minni en i fyrra en hjá öðrum aftur mjög mikið treg- ari og þeir eru fleiri. En hér er ekki um voða að ræða. Uppskera tveggja siðustu ára hefur verið góð og peningavelta manna þvi nokkuð mikil, þó að eitt ár sé slæmt er ástæðulaust að barma sér. Þetta er ekki annað en það sem við kartöflubændur þekkjum svo vel, þvi eins og ég sagði áðan, þá má reikna með einu af iverjum 3 árum slæmu. Og það er jngin vá fyrir dyrum hjá okkur þótt illa ári að þessu sinni. Það er lfkt á komið með okkur ig sjómönnum hvað þetta snertir, ?itt árið gott, hitt árið slæmt. — Nú eru margir sem spyrja hvort ekki væri hægt að bjarga uppskerunni frá frostskemmdum með þessum nýju úðunartækjum. Hvað segir þú um þetta atriði? — Já, það hefur nokkuð verið talað um þessi svo kölluðu uöunartæki. Einn bóndi hér fékk sér slikt tæki fyrir nokkrum árum og setti á hluta af sínum garði. Hann hefur ekki að fenginni reynslu sett tæki á allan garðinn og hann hefur ekki gefið okkur byr undir vængi i þessu máli. Áuk þess eru þessi úðunartæki njög dýr, kosta nærri 270 þúsund klónur á hvern hektara og það tæki nokkuð mörg ár að borga þau upp. Eg hygg að þessi tæki séu frekar ætluð fyrir þær jurtir sem eru dýrari i útsölu en kartöflur. Við verðum þvi sjalfsagt enn um sinn að lifa við það öryggis- Ieysi sem fylgir kartöfluræktinni sem ekki er ólikt þvi að vera sjó- maður, sagði Sigurbjartur að lok- i irr\ _ Kvenréttindafélag islands heldur fyrsta fund vetrarins miðvikud. 17. okt. kl. 20.30 að Hallveigarstöðum. A fundin- um flytur Anna Sigurðardóttir erindi sem nefnist Verkakonur á Islandi i 1100 ár. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. — Stjórnin. Hjartkær eiginkona inin, móöir, tengdamóöir og amma GUÐRÚN BÓASDÓTTIR BRUNBORG andaðist 14. október. Salomon Brunborg Egil og Else Brúnborg Keidunn og Rolf Staver Ellen, Elin og Eva Brunborg. Erling og Anne Brunborg Fræöslu- hópar MFA Fræðsluhópar Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu hefja starf sitt á þessu hausti mánudaginn 22. október n.k. Hóparnir fjalla um það sem hér greinir: I. Ræðuflutningur og fundarstörf: Leiðbeinandi: Baldur óskarsson, fræðslustjóri MFA. Hópurinn kemursaman á mánudagskvöldum, fyrst mánudaginn 22. okt. II. Kjarabarátta og samningagerð: Leiðbeinendur: Stefán ögmundsson, form. MFA, og Baldur Óskarsson. III. Launamisrétti kynjanna: Leiðbeinandi: Vilborg Harðardóttir, blaðamaður. Hópurinn kemur saman á miðvikudagskvöldum, fyrst miðviku- daginn 24. október. IV. Þjóðfélagsbókmenntir: Leiðbeinandi Sigurður A. Magnússon, ritstjóri. Hópurinn kemur saman á þriðjudagskvöldum, daginn 6. nóvember. fyrst þriðju- Hóparnir koma saman einu sinni i viku, sex sinnum alls, að Laugavegi 18, VI. hæð kl. 20.30. Fræðslan fer fram meðfyrirlestrum og umræð- um, og koma margir fyrirlesarar fram. Þátttaka er öllum heimil, en hún tilkynnist skrifstofu MFA, Laugavegi 18, simar: 26425 og 26562. Þátttökugjald er 300 kr.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.