Þjóðviljinn - 18.10.1973, Síða 2

Þjóðviljinn - 18.10.1973, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. október 1973. Eru hraðbát- ar nothæfir hér við land- helgisgæslu? fiskímál eftir Jóhann J. E. Kúld Að undanförnu hefur það verið til umræðu hvort hraðbátar sem notaðir eru i sjóhernaði væru not- hæfir, eða máski heppilegir til landhelgisgæslu. t þessu sam- bandi hefur verið talað um að máski væri hægt að fá slika báta frá Möltu eða Póllandi. Ég þori ekki að fullyröa neitt um hvort hraðbátar frá þessum löndum væru heppilegir, þvi það fer að sjálfsögðu mikið eftir þvi, fyrir hvers konar sjólag þeir eru smið- aðir. Sjólag á Miðjarðarhafi eða Eystrasalti er talsvert frábrugðið þvi sem er á norðanverðu Atlantshafi, sérstaklega að vetri til,en við þaö sjólag þyrfti að miða þá hraðbáta sem við tækj- um til gæslustarfa. Ég tel sjálf- sagt aö þetta mál veröi athugað og rannsakað niður i kjölinn, þvi okkur veitir ekki af að búa land- helgisgæslu okkar betur tækjum heldur en nú er. bað er varla nokkur vafi á þvi, að hægt er aö leigja hraðbáta sem hentað geta til þessara starfa, og fregnir frá Kanada benda til þess að þannig liti Kanadamenn á þetta mál þegar þeir nú á þessu ári ákváðu að vinna að útfærslu landhelgi sinnar i 200 milur; þá ákváðu þeir strax að láta smiða nokkur ný varðskip vegna miðanna við Ný- fundnaland. 1 þessari sömu frétt var þess getið, að ákveðið heföi verið að láta smiða nokkra minni báta hraðskreiöa til gæslustarfa undan austurströnd Kanada. Þá þykir mér rétt að segja frá þvi hér, að norskar skipasmiða- stöðvar hafa smiðað talsvert marga hraðbáta fyrir bandariska sjóherinn siðan heimstyrjöldinni lauk. Þetta hafa allt verið hrað- bátar smiðaðir úr herskipastáli. Ég tel þvi ekki útilokað að hægt væri að fá teikningar af slikum bátum i Noregi. Og þá er spurn- ingin þessi: Ef hægt væri að fá þar teikningar af hraðbátum sem sniðnir væru fyrir sjólag og veður á norður Atlantshafi, væri þá ekki hægt að smiða báta hér á islensk- um skipasmiðastöðvum? bað er þegar fyrir hendi reynsla á þvi, að vinna járn- iðnaðarmanna okkar er vönduð og stendur ekki að baki vinnu fag- manna annara þjóða. Ég tel rétt að þetta sé athugað, ef komist verður að þeirri niðurstöðu, að heppilegt sé að fá nokkra hrað- báta til landhelgisgæslu á næstu árum. óneitanlega væri það mikil reynsla fyrir skipasmiðastöðvar okkar að fá slikt verkefni. Longva III Norskar fréttir M.s. Longva III mjög fullkominn verksmiðjutogari t s.l. septembermánuði afhenti skipasmiöastöðin A.M. Liaaen i Alasundi verksmiðjutogarann Longva III sem mun vera eitt allra fullkomnasta verksmiðju- skip af minni gerðinni sem smið- að hefur verið til þessa. Eigandi skipsins er John Longva út- gerðarmaður i Alasundi,sá sem fyrstur hóf útgerð verksmiðjutog- ara frá Noregi fyrir tiltölulega fáum árum. Togarinn er aðeins 900 tonn að stærö með 2400 hest- afla aðalvél B.H. K., sem er sögð gefa 14.5 milna ganghraða á vöku miðað við 600 snúninga á mínútu. Auk aðalvélar hefur skipið nokkr- ar hjálparvélar til margskonar þarfa. Skipiö er skráð i flokki DNV IAI Iee b, sem skuttogari til veiðaáöllum heimshöfum. Mesta Alyktun sveitarstjórnarmanna um samgöngur og orkumál Bæta þarf samgöngur við Norðausturland Þann 18. sept. s.I. var haldinn sameiginlegur fundur svcitar- stjórnarmanna I Suður-Þing- eyjarsýslu, Kelduhverfi og Húsa- vik. A fundinum var fjallaö um ýmis sameiginleg hagsmunamál ofangreindra byggðarlaga. Hér á eftir fara ályktanir fundarins: Ályktun um vegamál Sameiginiegur fundur sveitar^ stjórnarmanna i Suöur-Þing- eyjarsýslu, Kelduhverfi og Húsa- vik, haidinn á Húsavik 18. september 1973, skorar á yfir- stjórn samgöngumála, að sjá til þe ss aö Vegagerö rfkisins fram- kvæmi snjóinokstur I Þingeyjar- sýslum á komandi vetri sem hér segir: 1. Leiöin Húsavik - Akureyri verði opnuð tvisvar i viku, þ.e. á mánudögum og föstudögum. 2. Leiöin Húsavik - Kópasker verði opnuð einu sinni i viku og auk þess Auðbjargarstaðabrekka eftir þörfum, þar sem hún ein lokar oft leiðinni. 3. Snjómokstur á öðrum vegum á svæðinu, sem kostaður er að hálfu af heimaaöilum, verði framkvæmdur eftir samkomulagi á hverjum tima eins og veriö hefur. Greinargerð Með tilliti til þess aö læknis- þjónusta er aö langmestu leyti rekin frá Húsavik.svo og frá Akureyri, og aö uppbygging skóla I héraðinu hefur af hálfu hins opinbcra markvisst veriö miöuð við sem greiðastar samgöngur má ljóst vera, að umferðarþörfin vex stöðugt og útheimtir sifellt aukinn snjómokstur, á meöan vegakerfiö er ekki betra en raun ber vitni. Þá bendir fundurinn á nauðsyn þess að hraða sem mest upp- byggingu vega i héraðinu, en bætt vegakerfi mun meöal annars létta mjög á snjómokstri i fram- tiðinni. Að lokum bendir fundurinn á, að með þvi að snjómokstur er að verulegu leyti kostaður af heima- aðilum sé eðlilegt og sanngjarnt að allur snjómokstur sé undan- þeginn söluskatti. Ályktun um f lugsamgöngur Fundurinn skorar á Flugfélag tslands að fjölga nú þegar flug- ferðum á Aðaldalsflugvöll og að flogiö verði beint á milli Reykja- víkur og Aðaldals. t þvi sambandi bendir fundurinn á, að samkvæmt upp- lýsingum umboðsmanns Flug- félags tslands á Húsavlk varö mest aukning á farþegafjölda á þessari flugleið, þar sem af er þessu ári. Ályktun um flugvallarmál Fundurinn fagnar þeim fjár- veitingum, sem þegar eru á- kveðnar til lýsingar og lendingar á flugbraut á Aöaldalsfiugvelli. Jafnframt bendir fundurinn á knýjandi þörf fyrir byggingu flugstöðvar á vellinum, þar sem núverandi hús þar er meö öllu ó- viðunandi. Þá bendir fundurinn á brýna nauösyn þess að girða völlinn vegna slysahættu af um- ferð skepna. Framangreindum fram- kvæmdum verði hraöað eftir þvi sem mögulegt er. Ályktun um orkumál Fundurinn skorar á Iðnaðar- ráðuneytið að láta framkvæma hið allra fyrsta fullnaðarkönnun á virkjunarmöguleikum I Skjáifandafljót' við tshólsvatn, svo að raunhæfur samanburöur fáist við aöra virkjunarstað á Norðurlandi, sem betur hafa veriö kannaðir að undanförnu. Einnig bendir fundurinn á, að fljótvirkasta leiöin til að bæta úr orkuskorti á Noröurlandi muni vera að skipta um hverfia I gufu- afisvirkjuninni við Námaskarð, þar sem núverandi hverflar nýta ekki nema ca. 1/3 hluta þeirrar orku, sem nýir hverflar geta gert. lengd skipsins er 60 m., breidd 11 m., dýpt upp að aðalþilfari 5.10 m. og mesta dýpt að efsta þilfari 7.35 m. Aðal-togvindur eru tvær sem stjórnað er frá stýrishúsi, og eru þær búnar sjálfvirkum vökva- hemlum og sjálfvirkri stýringu á virum. Þá eru 4 hjálparspil á tog- þilfari og auk þess tvö minni spil aftast við skutrennu. Skutrennu er lokað að aftan með vökvadrifn- um hurðum þegar skipið er ekki við veiðar. Allar vindur um borð eru vökvadrifnar, frá norska fyrirtækinu „Brattvag”, og hægt að stjórna þeim frá stýrishúsi. Það má segja að vélvæðing um borð i Lungva III sé alveg i há- marki, aðalvél er hægt að stjórna algjörlega frá stýrishúsi, og má vélarrúm vera mannlaust um lengri tima. Fólk i vélarrúmi er þvi færra heldur en á venjulegum skipum af þessari stærð. Gert er ráð fyrir 36 mann áhöfn sem al- gjöru hámarki, og búa mennýmist i eins eða tveggja manna her- bergjum. Þá er lika um borð full- komið sjúkraherbergi. Vinnslusalurinn er undir efra þilfari og búinn flökunarvélum frá Baader 99, af eftirtöldum gerðum: 1 stk Baader 419, 1 stk Baader 99, 2 stk. Baader 46,1 stk. Baader 338, 2 stk. Baader 47, 1 stk. Baader 181. Plötufrystitæki sem afkasta 12 tonnum af flökum á sólarhring eru i skipinu, en auk þess hefur skipið voldugan frysti- klefa til heilfrystingar á fiski ef mikið berst að. JSorðmenn salta sild um borð á Hjaltlandsmiðum Mikið sildarhungur er nú á öllum mörkuðum og verðið svim- andi hátt. Ýmsir leggja þvi i mik- inn kostnað við að afla sildarinn- ar og verka hana. t september- mánuði gerðu Norðmenn þannig út 5 stór verksmiðjuskip, fyrir söltun og sérverkun, og eitt stórt frystiskip á Hjaltlandsmið. Salt- sildinni hefur aðallega verið skipað á land i Haugasundi, en hún dokar þar litið, þvi neytendur i mörgum löndum biða eftir henni. Þang-og þara- mj ölsútf lutningur Norðmanna er orðinn risavaxinn A undanförnum árum hefur þang- og þaramjölsútflutningur verið kringum 10 þúsund tonn og stundum minni frá Noregi. Hins- vegarhafa Norðmenn unnið sjálf- ir margskonar alginat-efni úr þangi og þara, sem þeir svo hafa selt á markað um allan heim. Protein & Fagertun verksmiðj urnar nálægt Haugasundi hafa á undanförnum árum verið mjög afkastamiklar i vinnslu alginat- efna af ýmsu tagi og hafa veriö taldar fimmtu stærstu verksmiðj- urnar i heimi i þessum greinum. Þegar þessi mikla þang- og þara- efnavinnsla er tekin með hefur nýting á þangi og þara verið geysimikil i Noregi á siðustu ár- um. Vitaö er að eftirspurn eftir þang- og þaramjöli til fóöurbætis og áburðar hefur farið hraðvax- andi við um heim, og þá ekki hvað sist i Bandarikjum Norður-Amer- íku, en þar hefur mjölið m.a. verið notað i fóðurblöndur handa alifuglum. I ár hófu sildarverksmiðjur á Norðmæri framleiðslu á þang- og þaramjöli i mjög stórum stil, og árangur þeirrar vinnslu birtist i útflutningsskýrslum i timaritinu Fiskets Gang, en þar sést að þang- og þaramjölsútflutningur Norðmanna er 25. ágúst s.l. orð- inn hvorki meira né minna en 106.527 tonn. Af þang- og þara- mjölinu sem út hefur verið flutt er 104.004 tonnum skipað út frá Kristianssundi, sem er höfuðborg þeirra Norðmæringa. Frá ráðstefnu ungra sósialista r Alyktun um Palestinu Meðan ungir sósíalistar þinguðu á Akureyri á dög- unum bárust þau tiðindi að stríð hefði brotist út fyrir botni Miðjarðarhafs. Því þótti við hæfi að gera lýð- um Ijósa afstöðu ráðstefn- unnartil þeirra deilna sem staðið hafa um réttmæti israelsks ríkis þar sem það hefur verið sett niður. Var því samþykkt eftirfarandi ályktun: „Vegna þeirra atburða sem nú eru að gerast fyrir botni Mið- jarðarhafs lýsir ráðstefna ungra sosialista, haldin á Akureyri dag- ana 6.-7. október, yfir stuðningi sinum við þjóð Palestinu, sem hrakin hefur verið úr landi sinu vegna útþenslustefnu israelskrar yfirstéttar, sem studd er af vesturevrópsku og bandarisku auðvaldi. Ráðstefnan styður heilshugar þá stefnu Þjóðfrelsis- hreyfingar Palestinu (A1 Fatah) að koma á sósialisku riki i Palestinu, þar sem Arabar og Gyðingar búi saraan við jafnrétti. Þar af leiðandi styður ráöstefnan baráttu Palestinuaraba gegn þvi þjóðfélagi misréttis og auðvalds- drottnunar, sem nú er við lýði i tsrael”.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.