Þjóðviljinn - 25.10.1973, Síða 1
Lú&vlk Jósepsson
Svartolía
notuð
í Rauða
núp
Togarinn Rauóinúpur var i
slipp i Heykjavik sl.viku.
Var sett svartolíukerfi i
skipiö og er þaö i fyrsta sinn,
sem slikt er rcynt i nýjum
tof'ara hcrlendis. Hauöinúpur
er nýr toffari smiöaöur i Japan
og er hann ciffn útgeröafclags
á Hauöarhöfn.
Aöur haföi vcriö rcynt aö
hrcnna svartoliu i togaranum
Narfa og reyndist þaö ágæt-
lcga eins og kunnugt er af
fréttum. t»aö eru þeir Gunnar
Hjarnason, fyrrum skólastjóri
Vélskólans, og ólafur Kiríks-
son, tæknifræðingur, kennari
viö Vélskólann scm einkum
hafa haft forustu um þessa
nýjung sem gæti sparað út-
gerö okkar miljónafúlgur aö
talið er.
Japanir fylgdust ai miklu á-
liuga meö þegar svartoliu-
kerfiö var sett i togarann.
12 miljóna
reglurnar
komnar um úthlutun sérstakrar
ritlaunafjárveitingar 1973
Menntamálaráðherra hefur
gefið út reglur um það, hversu
útdeila skal fjárveitingu á
fjárlögum 1972 að upphæö 12
miljónir króna til rithöfunda
og fræðimanna. Ráðherra-
skipuð nefnd hefur unniö aö
tillögugerð um þessi efni, og
eru reglurnar ávöxtur af starfi
hennar.
Þjóðvilanum barst i gær
fréttatilkynning frá mennta-
málaráðuneytinu um þetta, en
vegna rúmleysis verður hún
að biða birtingar. Blaðinu
hefur um skeið verið kunnugt
um, að bráðabirgðareglur um
„viðbótarritlaun” væru á
döfinni, en hefur ekki séð
ástæðu til að fjalla um málið
fyrr en að loknum þeim
áfanga i störfum nefndarinnar
er að fyrrgreindum reglum
lýtur. Hins vegar var eitt dag-
blaðanna með kynlega frétt
um þetta fyrir tveim dögum,
og virtist hún skrifuð i þeim
tilgangi einum að magna úlfúð
um málið meðal þeirra er sist
skyldi.
Nefnd menntamálaráðu-
neytisins starfar áfram og
einbeitir sér að gerð varan-
legra úthlutunarreglna og
samnings lagafrumvarps um
frekari lögfestu á
fjárveitingum til rithöfunda.
Er þessa i framhaldi af þings-
ályktun um að fjárhæð er
nemi sem æst andvirði sölu-
skatts af bókum skuli renna til
rithöfunda og höfunda fræði-
rita.
Skuttogarinn Kauöinúpur var smiöaöur fyrir Haufarhafnarbúa I
Japan og kom til heimahafnar i sumar. llér sést hann vera aö koma úr
Slippnuin á mánudaginn. (Ljósm. A.K.)
Kjaramál opinberra starfsmanna
Frestur til kjara-
dóms líklega lengdur
fcg tel aö tilboð ríkisins hafi
sýnt samningsvilja og hiö sama
held ég aö segja megi um gagntil-
boö okkar, sagöi Kristján
Thorlacíus er Þjóöviljinn ræddi
viö hann i gærdag.
Barist í dag á
Súes-vígstöðvum
Sýrlendingar samþykkja vopnahlé
24/10 — Samkvæmt upp-
lýsingum, sem Bandaríkjastjórn
segist hafa aflað sér, eru likur á
þvi að vopnahlé fyrir Miðjarðar-
hafsbotni sé aö verða aö veru-
leika, þrátt fyrir bardagana á
Súes-vigstöðvunum i dag. Hins-
vcgar er þess að gæta aö i viö
ræöum iMoskvu um helgina tókst
Kissinger og sovésku leið-
togunum ekki aö ná samkomulagi
um hvaða stefna skuli tekin i
komandi samningaumleitunum
um varanlega og réttláta lausn á
deilum ísraels og Araba.
Barist var af hörku báðumegin
Sues-skurðar i dag, en þegar leið
að kvöldi lognuðust átökin út af.
Segja ísraelsmenn að þriðji
herinn egypski, sem sé
umkringdur vestan skurðar, hafi
gert örvæntingarfullar tilraunir
til að brjótast út úr herkvinni, en
mistekist. Hafi fimmtán
eygypskar flugvélar verið
skotnar niður yfir skurðsvæðinu á
aöeins hálftima, meðan mest var
harkan i bardögunum. Talsmeður
tsraelshers sagði ennfremur að
þriðji herinn væri nú i upplausn,
og hefði fjöldi hermanna úr
honum gefist upp.
Utanrikisráðherra tsraels,
Abba Eban, sagði á blaðamanna-
fundi i kvöld að frumskilyrði af
hálfu tsraelsmanna fyrir vopna-
hlésviðræðum viö Egypta og Sýr
lendinga væri að tafarlaust væri
skipst á striðsföngum. Hann
sakaði Araba jafnframt um að
hafa brotið alþjóðareglur um
meðferð á striðsföngum.
Sýrlendingar hafa nú lýst þvi
yfir að þeir muni virða tilmæli
öryggisráösins um vopnahlé. t
Kairó eru nú staddir niutiu eftir-
litsmenn frá Sameinuðu
þjóðunum, sem eiga að draga upp
vopnahléslinuna milli hinna
striðandi aðila á Súes-vig-
stöðvunum.
Af afstöðu annarra Arabarikja
er það að frétta, að Hassan
Marokkókonungur visaði i dag
vopnahléssamþykkt Öryggis-
ráðsins á bug og hvatti önnur
Arabariki til að gera slikt hið
sama og halda baráttunni áfram,
uns öll hernumdu svæðin frá þvi i
sexdagastriðinu hefðu verið tekin
af tsrael. trak, Kúvæt og samtök
frelsishreyfinga Palestinumanna
hafa áður hafnað vopnahléssam-
þykktinni.
Kristján, formaður BSRB,
sagði,að i samninganefnd banda-
lagsins væru alls um 50 manns,
þar af 20 frá starfsmönnum
sveitarfélaga, en þeir taka nú
þátt í viðræðunum sem
áheyrnarfulltrúar.
1 BSRB eru nú um 7000 rikis-
starfsmenn og 2000 starfsmenn
sveitarfélaga.
Þjóðviljinn hefur fregnað að
rikið og BSRB hafi náð sam-
komulagi um að lagt skuli lyrir
alþingi lagafrumvarp um lengri
frest fyrir samningsaðila áður en
málið fer fyrir kjaradóm. Sam-
kvæmt lögum ætti málið að fara
til úrskurðar kjaradóms 1. nóv.
en gert er ráð fyrir að i frum varp-
inu verði miðað við 20. desember.
Bendir þelta til þess að báðir
aðilar stefni að þvi að freista þess
til hins itrasta að ná samkomu-
lagi fremur en að kjaradómur
fjalli strax um málið.
1 gærkvöld var haldinn
samningafundur deiluaðila undir
forustu sáttasemjara rikisins.
Lúðvík talar um
landhelgismálið
á aðalfundi 41þýðubandalagsins
Aðalfundur Alþýðubanaaic0_
ins i Reykjavik verður haldinn i
Lindarbæ i kvöld, fimmtudaginn
25. okt.,og hefst kl. 20.30. A fund-
inum mun Lúðvik Jósepsson
sjávarútvegsráðherra ræða land-
helgismálið og stjórnmálavið-
horfin almennt.
Að öðru leyti verða á fundinum
venjuleg aðalfundarstörf. Kjörnir
verða fulltrúar á flokksráösfund
Alþýðubandalagsins. Félags-
menn athugi að tillögur upp-
stillingarnefndar um stjórn
Alþýðubandalagsins i Reykjavik
og fulltrúa á flokksráðsfundina
liggja frammi á skrifstofu AB i
Reykjavik, Grettisgötu 3, kl.
10—19 daglega, simi 18081.
Toguðu yfir
veiðarfæri
Sigurvonar
í gær toguöu tveir breskir
togarar fjórum sinnum yfir
linuna hjá Sigurvon ÍS.
Einar Guðmundsson, skip-
stjóri, sagði i viðtaii við blaðiö i
gærkvöldi, að þetta hefði gerst
upp úr hádeginu i gær. Hefðu
bresku togararnir tveir einnig
togað yfir linuna hjá Ólafi Frið-
bertssyni ÍS, sem var að veiðum á
sömu slóðum. Þetta var i 12 milna
kantinum og kvaðst Einar ekki
vita hvort Brctarnir hefður verið
utan við 12 milur.
Einar kvaðst hafa haft sam-
Framhald á bls. 14