Þjóðviljinn - 25.10.1973, Page 3

Þjóðviljinn - 25.10.1973, Page 3
Fimmtudagur 25. október 1973. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 5 þingmenn leggja til: Ekkert yín í opin berum veislum Fimm alþingismenn, einn frá hverjum þingfiokki, hafa lagt fram á alþingi þingsályktunartil- lögu um aö alþingi álykti ,,að skora á rikisstjórnina að hætta vinveitingum i veislum sinum”. Alþingismennirnir, sem þessa tillögu flytja, eru: Vilhjálmur Hjálmarsson, Karvel Pálmason, Jón Ármann Héðinsson, Helgi Seljan og Oddur Ólafsson. Þiiig Y erka- nianna- sambands r Islands 6. þing Verkamannasam- bands Islands verður haldið i Reykjavík um næstu helgi. Verður þingið haldið i Lindar- bæ, Lindargötu 9, og hefst á laugardag kl. 14. Rétt til þingsetu hafa um 90 fulltrúar. I sambandinu eru nú 40 verkalýðsfélög með sam- tals milli 16 og 17 þúsund félagsmenn. Kanarí- ferðir Flugfélag Islands mun i vetur gangast fyrir ferðum til Kanarieyja eins og undanfarin ár. Verður fyrsta ferðin farin þann 1. nóvember nk. Alls verða ferðirnar 12 talsins, mislangar eða frá 12 dögum upp i 22 daga og verður lagt upp i þá siðustu 2. mai. 1 fyrra fóru tæplega eitt •þúsund manns i þessar ferðir en i ár búast flugfélagsmenn við að allt að 1250 manns taki þátt i þeim. Verður flogið með þotum Flugfélagsins og einnig Loftleiðaþotum. Félagið hefur látið gera aug- lýsingakvikmynd um ferðir þessar og er Asgeir Long höf- undur hennar. Færri tjón en stærri Samkvæmt frétt frá StS voru tilkynnt tjón hjá Sam- vinnutryggingum um 60 færri á fyrstu niu mánuðum þessa árs cn á sama tima i fyrra. Þetta er haft eftir Brúnó Hjaltested dcildarstjóra. En þótt tjónum hafi fækkað að tölu, þá eru greidd og áætluö tjón á þessu timabili 11,6 miljónum króna hærri en á sama tima sl. ár. Gjalddagi bílatrygginga Með reglugerðarbreytingu i mai sl. var gjalddaga ábyrgðartrygginga bifreiða breytt. Verður hann fram- vegis 1. mars i stað 1. mai sem verið hefur undanfarið. Gjalddagi kaskótry gginga verður hins vegar óbreyttur, þ.e. 1. mai. t greinargerð með tillögunni segir m.a.: „Stöðugt sigur á ógæfuhlið i á- fengismálum Islendinga. And- spyrnu félaga og einstaklinga fær ekki rönd við reist. Opinberar skýrslur sanna almannaróm i þessu efni. Að dómi flutningsamnna þessarar tillögu er fyllsta ástæða til þess, að rikisvaldið gefi hér fott fordæmi i stað þess að kynna I dag klukkan tvö hefst í húsnæði Vinnuveitenda- sambandsins við Garða- stræti fyrsti samninga- fundur launafólks og at- vinnurekenda í þeirri samningalotu sem nú er að hef jast. Meginkrofur verka lýðsfélaganna hafa þegar verjð mótaðar og fram settar við atvinnurekendur, og sérkröfur einstakra félaga berasttil þeirra sem óðast þessa dagana. Var t.d. haldinn fundur um þau mál í Dagsbrún í gærkvöldi i Lindarbæ. Undirnefndir innan 30-manna-nefndar verkalýðsfélaganna fjalla um húsnæðis- og skatta- mál. Búist er við að Vinnu- veitendasambandið leggi fram gagntillögur sínar í dag. A siðari kjaramálaráðstefnu Alþýðusambands Islands var mynduð 30 manna samninga- nefnd til að samhæfa aðgerðir i kjaramálum og ræða við atvinnu- rekendur. Það er þessi stóra nefnd sem gengur til fundar við fulltrúa Vinnuveitendasambands Islands i dag, og er það fyrsti eiginlegi samningafundurinn um kjaramálin milli samningsaðila. Undanfarnar vikur hafa veriö þær fjörugustu i myndlistar- lifinu hcr i bæ um langt skeið. Fjórir áberandi karakterar hafa sýnt verk sin og eru það þeir Sverrir Haraldsson, Tryggvi ólafsson. Hringur Jóhannesson og Alfreð Flóki. Tveir þeir siðastnefndu hafa nú lokað hjá sér og farið er að siga á seinni hlutann hjá hinum. Þvi þótti okkur við hæfi að grennslast fyrir um það hvernig sýningarnar hafa gengið hjá þeim. Hringur Sýningu Hrings Jóhannes- sonar lauk á þriðjudag. Hringur tjáði fréttamanni aö um 1600 manns hefðu séð sýninguna og yfir 20 myndir selst. Verðgildi myndanna er misjafnt enda bæði málverk og teikningar á sýningunni. Verð á stærri mál- drykk jusiði við margvisleg tækifæri. Þessari tillögu var i fyrra visað til allsherjarnefndar. Nefndin skilaði ekki áliti. Siðan hafa Al- þingi borist ályktanir frá félags- samtökum og sveitarfélögum, sem mæla eindregið með sam- þykkt tillögunnar. Er þetta eftir- tektarvert og þá einnig hitt, að engir hafa andmælt tillögunni opinberlega, svo að flutnings- mönnum sé kunnugs, hvorki á Al- þinginé annars staðar.” Aður hafa þær meginkröfur sem kjaramálaráðstefnan ákvað að bera fram verið kynntar at- vinnurekendum. Eðvarð Sigurðsson er formaður 30-manna-nefndarinnar og einnig þeirrar framkvæmdanefndar sem starfar innan hennar. Aðrir i þeirri nefnd eru Benedikt Daviðs- son, Björn Bjarnason, Guð- mundur H. Garðarsson, Jón As- geirsson, Magnús Geirsson og Snorri Jónsson. Eru þetta sem sjá má formenn þeirra iandssam- banda innan ASt sem nú standa i kjarabaráttunni, en auk þess for- maður stærsta verkalýðs- félagsins norðanlands. Innan 30-manna-nefndarinnar starfa tvær undirnefndir að sér- stökum verkefnum. önnur starfarað skattamálum og sitja i henni þeir Guðmundur J. Guð- mundsson, Björn Þórhallsson og Þórólfur Danielsson. Hin fjallar um húsnæðismál: Óskar Hall- grimsson, Jón Snorri Þorleifsson og Magnús L. Sveinsson. Um siðustu helgi var haldinn á Akureyri fundur i svokallaðri 12- manna-nefnd, en hún hefur fengið umboð verkalýs sfélaga innan Alþýðusambands Norðurlands til að gera samninga. Fulltrúar frá Norður- landi eiga fulltrúa i 30-manna- nefndinni, en 12-manna-nefndin áskilursér rétt til að fylgjast með störfum hennar vegna þess Framhald á bls. 14 verkum væri 60-80 þúsund krónur. Listamaðurinn kvaðst vera ánægður með árangur sýningarinnar. Nær helmingi fleiri sóttu þessa sýningu en siðustu sýningu hans i Boga- salnum fyrir tveimur árum. Hringur vinnur að myndum sinum á vetrum að hálfu leyti á móti kennslu i Myndlistaskól- anum i Reykjavik og á sumrin sinnir hann ekki öðru en list- sköpun, svo að ekki getur talist nema sanngjarnt þótt slikir listamenn hafi einhverjar tekjur af sýningum. Flóki Alfreð Flóki lauk aftur sinum dyrum á sunnudaginn var. Hann lét vel yfir aðsókninni hjá sér en sýningu hans sóttu rúm- lega 2 þúsund manns. Hvað varðar sölu á myndum sagði Verkalýðsfélög og atvinnurekendur: Fyrsti samninga fundurinn í dag Gangur sýninga: Allir ánægðir 12 þúsund manns á 4 sýningar — Keypt fyrir 2 miljónir Flóki Hringur hann að 33 myndir hefðu verið falar. Af þeim seldust riflega helmingurinn eða 18 myndir. Ekki hafði Flóki handbærar tölur um heildarsölu en kvað meðalverð myndanna hafa verið 20-25 þúsund krónur. Má þvi gera ráð fyrir að salan hafi numið á fjórða hundrað þúsunda. Tryggvi Tryggvi Ólafsson sýnir enn i Galleri' - Súm við Vatnsstig og er óráðið hvenær sýningu hans lýkur. Hann sagði að nálega 900 manns hefðu sótt sýningu sina og var hann ánægður með sinn hlut. Rúmlega þriðjungur mynda hans hafa selst en ekki vildi hann segja til um sölu- verðið. Sverrir Yfirlitssýning Sverris Haraldssonar að Klömbrum er langstærst þessara sýninga og eru þar á þriðja hundrað myndir á veggjum. Knútur Bruun sem ásamt Garðari Gislasyni annast sýninguna tjáði blaðamanni i fyrradag að á 8. þúsund manns heföu séð sýninguna, þar af um 2 þúsund boösgestir. Ekki vissi Knútur nákvæm- lega um fjölda seldra mynda en taldi aö þær væru 4 eða 5. Hann sagði að fáar myndir hefðu verið falar á sýningunni þar sem hér væri um yfirlitssýningu að ræða. Ekki kvaðst hann þora að segja neitt til um verð myndanna sem seldar hafa verið. Hins vegar mun meðal- verð mynda þeirra sem falar eru hafa verið 200 þúsund. Þessi vika er siðasta sýningarvikan. Veröur sýning- unni lokað á sunnudagskvöldið næsta. 12 þúsund Alls hafa þvi um tólf þúsund manns sótt þessar fjórar sýningar og má af þvi draga þá ályktun að myndlistaráhugi sé siður en svo i rénun meðal almennings. Ekki virðast listaverkasalar heldur dauðir úr öllum æðum þvi samanlögð sala á sýning- unum fer að öllum likindum yfir tvær miljónir króna. -ÞH

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.