Þjóðviljinn - 25.10.1973, Blaðsíða 4
4 Sft)A — ÞJÓDVILJINNjFimmtudagur 25. október 1973.
Rikisstjórnin hefur lagt fram
frumvarp á alþingi um
breytingar á lögum um tilkynn-
ingar aðsetursskipta. Samkvæmt
frumvarpinu skulu allir þeir sem
áttu lögheimili i Vestmanna-
eyjum við upphaf jarðeidanna
vera skráöir með lögheimili þar,
r---------;-----------1
þingsjá þjóðviljans
L_____________________U
Alþýðuflokkurinn leggur til:
Lögheimili
V estmannaeyinga
þann 1. des. n.k., nema annað hafi
verið tilkynnt Hagstofu tslands á
ótviræöan hátt eigi siðar en 28.
nóvember 1973.
1 greinargerð frumvarpsins
segir m.a.:
„Heimildir um aösetursskipti
Vestmannaeyinga siöan 23.
janúar 1973 liggja fyrir og halda
áfram að berast þjóðskrá I ýmsu
formi, svo sem á sérstöku, þar til
gerðu eyðublaði til tilkynningar á
dvalarstað, á almennu eyöublaði
þjóðskrár til aöseturstilkynninga,
og i formi tilkynninga til póst-
stöðva. En i þessum gögnum
kemur yfirleitt ekki fram skýr
viljayfirlýsing varðandi lög-
heimili hvort menn telja sig
áfram heimilisfasta I Vest-
mannaeyjum eða hafa ákveöið að
flytjast þaðan. Þar við bætist, að
sennilega standa margir Vest-
mannaeyingar i eirri trú, að þeir
hafi látið i té ákveðna viljayfir-
lýsingu I þessu efni, án þess að
svo sé i raun. Þessi heimildar-
gögn eru þvi ófullnægjandi
grundvöllur til skráningar á lög-
heimili Vestmannaeyinga i þjóð-
skrá 1. desember 1973, sem Hag-
stofan er nú að undirbúa.
Eina örugga leiðin til lausnar
þessum vanda er að lögfesta, að
tilkynningar um lögheimilis-
flutning frá Vestmanna-
eyjum skuli látnar i té á sérstöku
þar til geröu eyðublaði eða á
annan ótviræðan hátt. 3. gr. frv.
Ný
þingmál
Stjórnarfrumvarp um upplýs-
ingaskyldu stjórnvalda. Endur-
flutt.
Stjórnarfrumvarp um gjald-
þrotaskipti. Samið af Þór Vil-
hjálmssyni prófessor.
Frumvarp til laga um happ-
drættislán rikissjóðs fyrir hönd
vegasjóðs vegna framkvæmda
við uppbyggingu Norðurlands-
vegar. Flutningsmenn Eyjólfur
K. Jónsson og fleiri þingmenn
Sjálfstæðisflokksins.
Fyrirspurn til samgönguráð-
herra um rannsókn á brúarstæð-
um yfir Dýrafjörð og Onundar-
fjörð. Frá Þorvaldi Garðari
Kristjánssyni (S).
Fyrirspurn til menntamálaráð-
herra um bætta aðstöðu nemenda
landsbyggðarinnar, sem sækja
sérskóla á höfuðborgarsvæðinu.
Frá Lárusi Jónssyni (S).
hefur að geyma ákvæði hér að
lútandi. Þá er og þessum tilkynn-
ingum settur ákveðinn tima-
frestur, til þess að svigrúm verði
til að taka þær til greina við gerð
ibúaskráa 1. desember 1973.”
Söluskatt
Allir 5 þingmenn Alþýöuflokks-
ins hafa lagt til á alþingi, að
rikisstjórninni verði faliö aö skipa
nefnd til að semja frumvarp á
grundvelli þeirrar meginstefnu,
aö tekjuskattur af almennum
launatekjum falli niöur en i
staöinn komi hækkun söluskatts,
„til þess aö bæta rikissjóöi þann
Rikisstjórnin leggur fram:
Frumvarp
til ábúðalaga
Lagt hefur verið fram á alþingi
stjórnarfrumvarp til ábúðaríaga.
Frumvarp þetta er i 7 köflum og
er fjallað um eftirtalin atriöi:
Byggingu jaröa, ábdðartima og
eftirgjald, réttindi og skyldur
leiguliða og ábúðarlok, erfða-
ábúð, úttektir á leigujöröum,
stöðu landsdrottins og leiguliða
vegna framkvæmda, og loks eru
niðurlagsorð.
I kaflanum um mannvirki,
ræktun, stöðu landsdrottins og
leiguliða vegna framkvæmda
segir I 16. grein:
„Nú á fráfarandi leiguliði hús,
hlut i hlusum eða umbætur á jörð,
og er það til frambúðar hagan-
lega fyrirkomið og nauðsynlegt til
búrekstrar á jörðinni, að dómi
úttektarmanna, og skal þá lands-
drottni skylt að kaupa þær eignir
fráfaranda þvi verði, er úttektar-
menn meta, enda séu þá hús
jarðarinnar og önnur mannvirki
ekki meiri og dýrari en svo, að
jörðina megi leigja fyrir hæfilegt
afgjald, að mati úttektarmanna.
Séu hús ekki nauðsynleg vegna
almenns búrekstrar, skal taka
tillit til þess við mat þeirra og þau
metin lægra veröi en hin nauð-
synlegu jarðarhús.. Landsdrottni
er einnig skylt að kaupa ræktun,
sem fráfarandi hefur látið gera.
Við mat á eignum fráfaranda
ber að draga frá fyrningu og
styrki. Fjárhæð þá, er lands-
drottni er gert að greiða sam-
kvæmt mati, ber honum að greiða
með jöfnum árlegum afborg-
unum á næstu átta árum frá
úttektardegi, nema um annað
semjist. Landsdrottni ber að
greiða sömu vexti af skuldum
vegna kaupa á mannvirkjum
leiguliða og Stofnlánadeild
Búnaðarbanka tslands reiknar af
lánum.
Þau hús, sem ekki teljast nauð-
synleg til búrekstrar, og unnt er
Spurt um vegagerð
og leiklist
Helgi Seljan alþingismaöur
hefur lagt fram á alþingi 2 fyrir-
spurnir. Er önnur til samgöngu-
ráöherra á þessa leiö:
1. Hve mikill hluti af heildar-
framkvæmdum Vegageröar
rikisins er unninn a) af Vegagerö-
inni meö eigin vélakosti, b) af
Vegageröinni meö leigöum véla-
kosti, c) af verktökum?
2. Er stefnt aö aukinni vél-
væöingu Vegageröarinnar
sjálfrar til aö annast meiriháttar
verkefni?
Hin fyrirspurn Helga Seljan er
til menntamálaráöherra á þessa
leiö:
Hvenær má vænta þess, aö
fram veröi lagt frumvarp til
nýrra laga um fjárhagslegan
stuöning viö áhugaleikfélög?
Helgi Seljan
að flytja, er jaröareigandi ekki
skyldugur að kaupa af frá-
faranda. Verði ekki samkomulag
um kaup á þeim, hefur fráfarandi
rétt til að flytja þau af jörðinni
eða selja þau öðrum til brott-
flutnings og er skylt að sjá um, að
þau verði rifin, ef viðtakandi
krefst, og þá svo, að viðtakanda
sé sem minnst mein af. Séu
mannvirki minna virði, aö mati
úttektarmanna, en þau voru, er
leiguliöi tók við jörð, skal hann
greiða landsdrottni mismuninn.
Sá mismunur, er greiðast skal, er
lögtakskræfur. Við matsgerðir
þessar ber úttektarmönnum að
taka tillit til almennra verð-
breytinga, sem orðið hafa á
kostnaði við mannvirkjagerð.”
Frumvarp þetta var einnig lagt
fyrir siðasta alþingi, en hlaut þá
ekki afgreiðslu.
1 athugasemdum við lagafrum-
varpið segir m.a.
„Nú eru i gildi ábúðarlög nr. 1
12. jan. 1884, nr. 87 19. júni 1933,
nr. 8 5. febr. 1951 og lög nr. 36 29.
marz 1961.
Lögin eiga við eftir þvi hvenær
ábúð hefst. Þannig fer eftir lögum
nr. 1 frá 1884 um ábúö þeirra, sem
hófu búskap fyrir 1. jan. 1934.
Samkvæmt þeim lögum er réttar-
staða leiguliða mun verri heldur
en eftir yngri ábúðarlögum,
þannig er landsdrottinn t.d. ekki
skyldur skyldur að kaupa hús,
sem leiguliði hefur látið gera, þó
að haganleg séu, og er leiguliða
þá heimilt að rifa hús og hafa með
sér efni og og önnur verðmæti úr
þeim.
Ábúðarlögin frá 1933, 1951 og
1961 eru i höfuðatriðum efnislega
lik. Þessi mörgu lög um nær sama
efni hafa hins vegar oft orðið til
að valda misskilningi.
1 lögunum eru ákvæði, sem eru
óþörf vegna almennra reglna
laga eða breyttra búhátta og
þjóðfélagsaðstæðna.
Leitast hefur verið við að haga
efnisskipan þessa frumvarps
þannig, að saman væri þaö, sem
saman á, stytta lögin eftir
föngum, án þess af þeim sökum
að rýra þau að efnisgildi frá fyrri
lögum.
Var ákveðið, eftir að hafa ráð-
gast við próf. Gauk Jörundsson,
að gera tillögu um að fella úr gildi
með þessum lögum eldri
ábúðarlög, þó svo, að samningar
skv. þeim lögum haldi gildi sinu
að svo miklu leyti, sem annað
leiðir ekki af ákvæðum frum-
varps þessa, ef að lögum veröur.”
KVIKMYNDIR
SMIÐjAN ^„A
GKKD
TEKL'R AD SER SMÆRRI
OG STÆRRI VKRKEFNI A
SVIDI KVIKM YNDAGERÐ-
AR
SMIÐJAN
Einholti 9.
Sími: 15361.
KVIK
MY.NDA
GKRD
í stað tekjuskatts
tekjumissi, sem hann verður fyrir
vegna niðurfellingar tekjuskatts
samkvæmt framansögðu ”, Á
næsta ári verði svo söluskatti
breytt i virðisaukaskatt.
Fyrsti flutningsmaður þessarar
tillögu til þingsályktunar er Gylfi
Þ Gislason.
Kennd verði
haffræði við
Háskólann
Sex þingmenn úr öllum
flokkum hafa lagt til á alþingi að
rikisstjórnin láti kanna, hvort
ekki sé tlmabært, að hefja
kennslu I haffræði og skyldum
greinum við Háskóla tsiands.
Þingmennirnir, sem flutt hafa
þingsályktunartillögu um þetta
efni eru: Ingvar Gislason, Jón
Arnason, Geir Gunnarsson Jón
Armann Héöinsson, Karvel
Pálmason og Vilhjálmur
Hjálmarsson.
I Greinargerð með tillögunni
segir:
„Tillaga þessi var lögð fram
seint á siðasta þingi, en varð ekki
útrædd.
Með þingsályktunartillögu
þessari er hreyft máli, sem flm.
telja mikla nauðsyn á að verði
kannað til hlitar. Islendingar eru
umfram allt fiskveiðiþjóð, og
þjóðarbúskapurinn stendur og
fellur með sjávaraflanum. Sem
eyþjóð eru Islendingar einnig i
slikri nálægð og snertingu við
hafið, að ekki fer milli mála, að
það er hluti af nánasta umhverfi
islensku þjóðarinnar. Á
tslendingum hvilir þvi sérstök
skylda um rannsóknir á hafinu,
auk þess sem vist er, að þessing á
eðli sjávar hefur hagnýtt gildi
fyrir þjóðarbúskapinn.
2 íslendingar hafa vissulega
lagt mikið af mörkum á sviði
fræðilegra og hagnýtra fiskirann-
sókna, sem fram fara á vegum
Hafrannsóknastofnunarinnar.
Einnig hefur sú stofnun með
höndum haffræðirannsóknir, eftir
þvi sem fjármagn og mannafli
hrekkur til, en með haffræði er i
stuttu máli átt við þá fræðigrein,
sem fjallar alhliða um hafið og
náttúru þess i viðri merkingu.
Það er skoðun flm., að auka
beri haffræðirannsóknir og haf-
fræðilega þekkingu. Viö teljum
flest rök mæla með þvi, að tekin
verði upp kennsla i þessari vis-
indagrein við Háskóla tslands.
Sem fylgiskjal með tillögunni
birta flutningsmenn itarlegar til-
lögur dr. Unnsteins Stefánssonar
um málið, en dr. Unnsteinn hefur
um nokkurra ára skeið starfað
hjá Menningar- og visindastofnun
Sameinuðu þjóðanna, m.a. að þvi
að skipuleggja kennslu i haffræði
i ýmsum löndum.
Vestmaimaeyjaskip
fyrir
viðlagas j óðsfé?
þingmenn Suðurlands flytja
þingsályktunartillögu
Allir þingmenn Suðurlands-
kjördæmis, þeir Garðar Sigurðs-
son, Guðlaugur Gislason, Björn
Fr. Björnsson, Agúst Þorvalds-
son, Steinþór Gestsson og
Ingólfur Jónsson hafa lagt fram á
alþingi tillögu til þingsályktunar
um byggingu skips til Vest-
mannaeyjaferöa.
Tillagan er á þessa leið:
„Alþingi ályktar að skora á
rikisstjórnina að ákveða nú þegar
að láta byggja nýtt skip til Vest-
mannaeyjaferða og leita tilboða
smiði þess á grundvelli tillögu
stjórnskipaðrar nefndar um sam-
göngumál Vestmanneyinga, sem
fram kemur i álitsgjörð
nefndarinnar til samgönguráðu-
neytisins.” t greinargerð til
lögunnar er minnst á þann mögu-
leika að nota hluta hinna frjálsu
framlaga, sem Viölagasjóöi hafa
borist til uppbyggingar Vest-
mannaeyja, til greiðslu
byggingakostnaðar skipsins.
Um þetta atriði segir i greinar-
geröinni:
„Uppplýsingar liggja fyrir um,
að til greiöslu kostnaðar vegna
náttúruhamfaranna i Eyjum og
til fullra bóta til Vestmanneyinga
samkvæmt reglugerðinni um Við-
lagasjóö og lögunum um neyöar-
ráðstafanir vegna jarðeldanna á
Heimaey þurfi ekki að fullu að
nota það fé, sem borist hefur til
Vestmannaeyjasöfnunarinnar frá
rikisstjórnum Norðurlandanna og
fleiri aðilum og Viðlagasjóður
hefur veitt móttöku. Er hér á
nokkur mismunur, og væri það
vissulega i fullu samræmi við
óskir gefenda, að framlög þeirra
yrðu notuð til uppbyggingar i
Eyjum, þannig að byggð mætti
sem fyrst risa þar á ný og
blómgast i framtiðinni. En telja
verður frumskilyröi fyrir, að svo
megi verða, að samgöngumálum
Vestmanneyinga veröi komið i
svo gott horf sem frekast er
kostur á. Fé þetta er að visu i bili
fast i fjárfestingum, sem Við-
lagasjóður hefur ráðist i hér á
þéttbýlissvæðinu og viðar til að
bæta aðstöðu Vestmanneyinga,
meðan þeir neyddust eöa neyðast
til að dveljast utan heimabyggðar
sinnar, og er þar einkum um að
ræða fjárfestingu sjóðsins I sam-
bandi við hin innfluttu hús frá
Norðurlöndum og stutt lán til
sveitarfélaga vegna niður-
setningar húsa og til annarra
opinberra aðila. Mun fé þetta
fljótlega skila sér aftur, þega
Vestmannanneyjingar þurfa ekki
lengur að nota húsin og þau verða
seld og aðilar þeir sem fengið
hafa lán hjá Viðlagasjóði, endur
greiða þau.
Er hér um möguleika að ræða
sem flm. telja að skoöa beri ti.
hlitar, ef það mætti verða til aí
leysa þetta mjög svo aðkallandi
mál Vestmannaeyinga á sem
fljótvirkastan og besta hátt.”