Þjóðviljinn - 25.10.1973, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. október 1973.
UOOVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
ítitstjórn, afgreiösia, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Áskriftarverö kr. 360.00 á mánuöi
Lausasöluverö kr. 22.00
Prentun: Blaöaprent h.f.
ÍSLENSK YFIRVÖLD EIN HAFI AKV ÖRÐUNARVALDIÐ
Lúðvik Jósepsson sjávarútvegsráðherra
fjallar um siðustu samþykkt rikis-
stjórnarinnar i landhelgismálinu i viðtali
við Þjóðviljann i gær. Ástæða er til að
leggja áherslu á þau atriði sem fram
koma i viðtalinu við Lúðvik hér i forustu-
grein. Lúðvik sagði:
„Rikisstjórnin samþykkti á fundi sinum
að láta vinna að þvi að gert verði uppkast,
fullbúið að formi og efni, að bráðabirgða-
samkomulagi við Breta um lausn land-
helgisdeilunnar. Uppkastið verði byggt á
skýrslu forsætisráðherra, er hann lagði
fram i rikisstjórninni við heimkomuna frá
London.
Við afgreiðslu þessa máls i rikisstjórn-
inni tókum við ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins fram, að við værum samþykkir
þessari málsmeðferð, enda verði lögð á-
hersla á, að fá fram eftirtaldar breytingar
á samkomulagsgrundvellinum.
1. Að skýrt komi fram af hálfu ís-
lendinga að ákvæðin um framkvæmd
samkomulagsins beri að skilja á þann
veg, sem forsætisráðherra, ólafur Jó-
hannesson, hefur túlkað þau, þ.e.a.s., að
GOÐIÐ ER FALLIÐ AF
Þegar Nixon Bandarikjaforseti var á
ferð hér á landi i vor voru skrifaðar i
borgarblöðin vegsemdargreinar um
þennan forseta Bandarikjanna. Þá stóð
hann i axlir i Watergate-hneykslinu, að nú
ekki sé minnst á blóðugan feril hans i Víet-
nam. Siðan hefur eitt hneykslið hlaðist
ofan á annað: Varaforseti Nixons hefur
sagt af sér þar sem hann varð uppvis að
islensk yfirvöld ein hafi ákvörðunarvaldið
um það að svipta skip veiðileyfi, hafi það
gerst brotlegt við ákvæði samkomulagsins
að dómi islenskra löggæslumanna.
2. Að ákvæði um friðunarsvæði verði
þannig, að ekki sé aðeins gert ráð fyrir
þeim friðunarsvæðum, sem þegar hafa
verið ákveðin,og friðunartimi heldur ekki
fastbundinn — heldur standi opið fyrir is-
lensk stjórnvöld að ákveða friðunarsvæðið
og friðunartima, enda sé þá gert ráð fyrir
að slikar friðunarreglur gildi jafnt fyrir
íslending og útlendinga.
3. Að unnið verði að þvi að 2 svæði af 6
verði lokuð hverju sinni i stað eins svæðis
af sex og þess gætt að lokunartimi veiði-
svæðis verði útgerð íslendinga að sem
mestu gagni.
4. Að unnið verði að þvi að gildistimi
samkomulagsins verði ekki lengri en til 1.
mai 1975.”
Að lokum sagði Lúðvik i viðtalinu,að
full samstaða hefði verið um það i rikis-
stjórninni að stefnt skuli að þvi að fá fram
þessar breytingar.
STALLI
mútuþægni og skattsvindli. Sérlegur sak-
sóknari Nixons i Watergate-málinu hefur
verið rekinn frá starfi, dómsmálaráð-
herrann og aðstoðardómsmálaráðherrann
hafa sagt af sér! Og nú er svo komið að
brot kjósenda styður gerðir Nixons og
munu vart dæmi þess að forseti Banda-
rikjanna hafi áður þolað aðra eins niður-
lægingu. Menn gera þvi nú skóna að for-
í framhaldi samþykktar rikis-
stjórnarinnar munu nú hefjast viðræður
við Breta um samningsuppkast sem
byggist á skýrslu forsætisráðherra af
fundunum i London og þeim breytingum
sem hér voru nefndar i viðtalinu við Lúð-
vik Jósepsson.
Það sem leggja ber áherslu á i þessu
sambandi er i fyrsta lagi það að rikis-
stjórnin hafnar með samþykkt sinni að
lita á tillögur Breta sem úrslitakosti.
Rikisstjórnin litur þvert á móti þannig á
að hér sé um að ræða tillögur sem telja
megi eðlilegar sem viðræðugrundvöll um
samningsuppkast. 1 öðru lagi ber að
leggja á það áherslu að rikisstjórnin er
sammála um að nauðsynlegt sé að stefna
að þeim breytingum sem hér voru nefndar
að ofaneneinmitt i þeim atriðum hafa Al-
þýðubandalagsmenn og Þjóðviljinn talið,
að breyta yrði, samanber viðtal við for-
mann Alþýðubandalagsins i Þjóðviljanum
á laugardaginn. Ber þar að leggja sér-
staka áherslu á að lögsöguákvæðið verði
alveg skýrt og ótvirætt okkar megin.
setinn neyðist til afsagnar.
Nú eru ekki framar skrifaðar veg-
semdargreinar um Bandarikjafor-
seta — ekki einu sinni i Morgunblaðið.
Nú er hið mikla goð Morgunblaðsmanna
fallið af stallinum, og vonandi verður af-
leiðingin sú að islenskir hernámssinnar
læri sina lexiu.
Landhelgismál tslendinga
komu til sérstakrar umræöu i
finnska þinginu 11. sept. sl. Þó
nokkuö sé umliöiö siöan, birtir
Þjóöviljinn hér orörétta frásögn
af umræöunum í finnska þinginu,
þvi þær sýna ákaflega vel ein-
dregna samstööu Finna meö
okkur i landhelgismálinu allt frá
upphafi deilunnar.
Borgþór S. Kjænested þýddi
úr finnsku.
Fyrirspurn þingmanns sænska
þjóðflokksins Par Stenback til
finnsku rikisstjórnarinnar um
aögerðir til stuðnings Islend-
ingum i fiskveiðideilunni: „Herra
forseti. Ég legg fram eftirfarandi
fyrirspurn til þess ráðherra rikis-
stjórnarinnar sem hefur með
veiðar. F'orseti lýðveldisins hélt
þvi t.d. fram vorið 1972, þá er
forseti tslands var hér i opinberri
heimsókn, ,,að tsiendingar, ef
einhverjir, ættu þess fullan rétt
að lifa af gæðum hafsins. Það er
réttur sem nýtiskuleg tækni og
þróun alþjóðamála mega ekki
minnka. Af þessum ástæöum
hefur finnska rikisstjórnin af
miklum skilningi fylgst með
baráttu tslands til þess að tryggja
aðallifsviðurværi sitt, fiskveiðar,
til þess að tryggja framtið sina,
og mun þvi á alþjóðavettvangi
styðja þessa viðleitni innan
ramma hins mögulega.”
t hinni svonefndu hafsbotns-
nefnd SÞ á fundi hennar i New
York i mars-april sl. lagði Finn-
Premfer Karjalainen
Þannig hafa Finnar
stutt Islendinga
Frásögn af umræðum í finnska þinginu
þessi mál að gera. Hvaða
stuðning er hægt að hugsa sér að
veita af Finnlands hálfu tslend-
ingum i baráttu þeirra fyrir
tryggingu lifshagsmuna sinna,
fiskveiðum?”
Utanrikisráðherra,, Karjalain-
en: Herra forseti. Eg vil leyfa
mér að svara hæstvirtum Sten-
báck eftirfarandi:
Rikisstjórn Finnlands hefur um
lengri tima við ýmis tækifæri á
alþjóðavettvangi stutt tilraunir
tslendinga aö tryggja hið mikil-
væga lifshagsmunamál sitt, fisk-
land fram þá skoðun, að slik iðn-
aðarlönd, sem byggja iðnað sinn
aðallega á fiskveiðum , svo og
þróunarlönd, ættu að fá fullan
einkarétt á fiskveiðum i hafinu
við strendur landa sinna.
Efnahags- og félagsmálaráð SÞ
samþykkti á 54. þíngi sinu i
byrjun mai sl. ályktun um
náttúruauðæfi, sem Island hafði
m.a. samið, þar sem réttur
aðildarlandanna var viður-
kenndur varðandi notkun auð-
linda sinna, hvort sem þessar
auðlindir væru i hafsbotninum
eða i vatninu fyrir ofan hann.
Finnland studdi þessa tillögu. 1
ræðu sinni um þessa tillögu sagði
fulltrúi Finnlands, að rikisstjórn
Finnlands skildi til fulls sérstöðu
tslands i þessu máli, þar sem
efnahagur landsins væri bundinn
fiskveiðum á mjög afgerandi
hátt.
Spurningin um rétt strandrikja
til að mynda fiskveiðisvæði á
opnu hafi mun koma til
ákvörðunar við hafréttarráð-
stefnu SÞ i Santiago i mars 1974.
Þá mun Finnland styðja tslend-
inga á sama hátt og hingað til og
mun leitast við að fá viðleitni
tslands til að tryggja fiskiðnað
sinn almennt viðurkennda .
Umræðum er þar með lokið.
Hallgrimur Hróðmarsson kennari:
Að eignast mátu-
a sterkan óvin
„Maður sem ætlar að kyrkja
litið dýr i greip sinni mun að
lokum þreytast. Hann heldur þvi
armslengd frá sér, herðir takið
um kverkar þess sem má, en það
deyr ekki, það horfir á hann; klær
þess eru úti. Þetta dýr mun ekki
vænta sér hjálpar þó tröll komi
með bliðskaparyfirbragði og
segist skuli frelsa það. Hitt er lifs-
von þess að timinn sé þvi hall-
kvæmur og lini afl óvinar þess.
Ef varnarlaus smáþjóð hefur
mitt i sinni ógæfu borið gæfu til að
eignast mátulega sterkan óvin
mun timinn ganga i lið með henni
eins og þvi dýri sem ég tók dæmi
af. Ef hún i neyð sinni játast undir
tröllsvernd mun hún verða gleypt
ieinum munnbita. -jjFeitur þjónn
er ekki mikill maður. Barður
þræll er mikill.maður þvi i hans
brjósti á frelsið heima.”
(Arnas Arnæus i tslandsklukk-
unni eftir H.K.L.)
Þessi orð voru töluð þegar
Hamborgarinn úffalen bauðst til
að kaupa tsland undan áþján
Danakonungs og gera Arnas að
landsstjóra þess.
Skyldu ekki vera margir á
tslandi i dag sem skynja nálægð
þessara orða?
Þremur atriðum tel ég mikil-
vægast að breytt verði áður en
hægt er að ganga að tilboði þvi
sem Bretar hafa lagt fram.
1. atriði: Gengið verði að
tillögum tslendinga um 6 veiði-
svæði þar af 4 opin en 2 lokuð i
senn. A fundi með fréttamönum
skýrði Ólafur Jóhannesson frá þvi
að hann hefði látið reikna út hver
aflaminnkun yrði hjá Bretum ef
aðeins eitt svæði yrði lokað af 6,
eins og Bretar vildu. Kom þá i ljós
að þetta myndi ekki hafa i för
með sér nema 3% aflaminnkun.
Er það þvi alls ófullnægjandi.
2. atriði: Skýrar verði orðuð
greinin um framkvæmd
samkomulagsins, þannig að ei
verði véfengdur réttur tslendinga
til að hafa með höndum lögsögu
hér við land. Að fenginni reynslu
hvað varðar áreiðanleik yfir-
manna á dráttarbátunum ensku
og herskipunum, verður að telja
að við getum ekki treyst þeim
góðu herrum.
3. atriði: Gildistimi samkomu-
lagsins verði i hæsta lagi I ár.
tslendingar hafa mest boðið
varðandi gildistima samkomu-
lags til 1. mai 1975. Hafa Bretar
alltaf fett fingur úti þetta og ekki
talið það nægilega langan tima.
Er þetta á margan hátt skiljan-
legt, þar sem sumir hverjir úr
þeirra röðum eru farnir að sjá
fyrir almenna viðurkenningu á
rétti strandrikja til allt að 200
milna auðlindasögu, yfir og undir
landgrunni. En koma verður
þessum mönnum i skilning um að
ekki er hægt að knýja fram lengri
samningstima fyrst með her-
skipum og siðan við samninga-
borðið. Þvi ég tel, að Bretar hefðu
getað samþykkt þær tillögur sem
nú liggja fyrir strax þegar
samningaviðræður hófust. Þeir
eru núna aðeins að nýta sem best
aðstöðu sina. Reyna af veikum
mætti að láta i það skina að
tslendingar liti ekki við þvi þó
þeir gefi svo og svo mikið eftir.
En svo ég viki aftur að tilvitn-
uninni hér i byrjun. Hverjar eru
þær tröllahendur, sem tslend-
ingum ber að varast? Það eru
Framhald á 14. siðu.