Þjóðviljinn - 25.10.1973, Side 7
Fimmtudagur 25. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — StDA 7
Hatur og fúlmennska á mis-
munandi sjúklegu stigi fyrirfinna
sig auðvitað i öllum þjóðfélögum
og alveg ákveðið ekki siður i
smáum en stórum. En þetta kem-
ur mismunandi skýrt i ljós eftir
kringumstæðum.
Valdaránið i Chile virðist þannig
hafa i orðanna bókstaflegustu
merkingu rótað upp á yfirborðið
öllum versta soranum úr botnfalli
þjóðfélagsins, gefið geðveikis-
kenndu hatri og siðvillu lausan
taum. Af einni ástæðu er þó hægt
að vera þakklátur fyrir þessa at-
burði, og það er hve skýrt þeir
hafa leitt i ljós hinar himinhróp-
andi andstæður jákvæðra og upp-
byggjandi þjóðfélagsafla annars-
vegar og hinsvegar hinna nei-
kvæðu og niðurrifandi, afla ihalds
og afturhalds, kapitalisma,
heimsvaldastefnu eða fasisma,
hvað sem við viljum kalla það.
Nafnið skiptir ekki máli, allt
þetta dót er sami grautur i sömu
skál.
Þessi viðbjóður lýsir sér auð-
vitað á ýmsan hátt. Sjúklegt út-
lendingahatur er þannig eitt ein-
kenni fasistageðveikinnar sem nú
gengur yfir Chile. Meðal óteljandi
handtekinna útlendinga er frétta-
maður Dagens Nyheter i Stokk-
hólmi og Dagbladet i Osló, sem
hafa birt greinargóðar og hlut-
lægar fréttir frá atburðum i land-
inu. Fjöldi róttæks fólks frá ýms-
um löndum kom lika til Chile
meðan alþýðustjórnin var þar við
völd, bæði til að fylgjast með
þeirri merku þjóðfélagsþróun, er
þar átti sér stað, og til að leita þar
hælis vegna þess að þvi var ekki
vært fyrir afturhaldshyski
heimafyrir. Þetta átti sérstak-
lega við um fólk frá öðrum róm-
ansk-ameriskum löndum, og hef-
ur þetta aðstreymi efalaust orðið
til að kynda upp þjóðernishatrið,
sem annars er yfirleitt grunnt á i
heimsku og illu fólki. Þessu þjóð-
ernishatri chilisku fasistanna
fylgir svo smáskammtur af Gyð-
ingahatri aukreitis, svo sem af
gömlum fasiskum vana.
Þeir niðurniddu
Annað er það einkenni van-
þroskaðra smámenna að eitt
grundvallarskilyrði fyrir timan-
Um górillur í Chile
— og annarsstaðar
i
legri velliðan þeirra er að eitt-
hvert fólk sé fyrir neðan þau þjóð-
félagslega séð, sé i annarri og afl-
minni stétt eða þjóðfélagshópi.
Þessi lágkúrukennd hefur átt
mikinn þátt i kynþáttahatri
hvitra Bandarikjamanna gegn
þarlendum blökkumönnum, og
svipuð hneigð hefur komið mjög
áberandi fram i Chile undanfarið.
Eitt af helstu og bestu verkum
stjórnar Allendes var að bæta að
miklum mun kjör verkamanna i
borg og sveit, að visu ekki meira
en svo að kjör þeirra voru enn
langtfyrir neðan það sem norður-
evrópskir verkamenn myndu láta
bjóða sér, en þetta var engu að
siður mikil kjarabót fyrir stétt,
sem til þessa hafði lifað á sultar-
mörkunum og oftast þó undir
þeim.
Þessi kjarabót, ekki meiri en
hún var, virðist hafa hleypt sér-
staklega illu blóði i borgarastétt
landsins. Broddborgararnir
fengu þá hugmynd, auðvitað með
réttu, að verið væri með þessu að
draga úr bilinu milli stéttanna, og
það myndi þýða að rotos (þeir
niburniddu, hrakyrði borgara-
stéttarinnar um verkalýðinn)
fengju með tið og tima sömu tæki-
færin i lifinu og borgarastéttin.
Vitaskuld getur engin borgara-
stétt hugsað sér neitt voðalegra.
Og eftir þvi hafa aðfarirnar orðið
eftir valdaránið. Morðsveitir
valdaránsklikunnar hafa siðan
gengið ljósum logum um verka-
mannahverfin nóttsem dag, myrt
fólk, pyndað það eða handtekið,
eybilagt heimili verkamannanna
og yfirleitt einskis látið ófreistað
til þess að telja þeim trú um ,,að
þrælar væru þeir og þrælar
skyldu þeir alltaf verða”, eins og
Rikharður annar sagði við ensku
bændurna, þegar þeir gerðu sina
tilraun til byltingar.
Menntahatur
Auk þessarar sjúklegu og
hefndaróðu herferðar gegn
verkamannahverfum chilisku
borganna er herferðin gegn
menntun og menningu eitt það,
sem mest einkennir valdaræn-
ingjana i Chile. Allir vita að
heimskir ruddar hræðast ekkert
meira en menntun og bækur, þeir
hafa af þessu beinlinis hjátrúar-
kenndan ótta, líkt og steinaldar-
menn af galdri. Fyrir utan verka-
mannahverfin hafa það þvi verið
háskólar og menntaskólar Chile,
sem einkum hafa orðið fyrir
barðinu á morð- og pyndinga-
sveitum borgarastéttarinnar.
Einstaklega ógeðslegt og um leið
spaugilegt einkenni þessa
menntahaturs eru bókabrennurn-
ar, sem eru orðnar vörumerki
chiliskra fasista, likt og nasist-
anna fyrrum. Ritum Maós, Marx,
Marcuses og að sjálfsögðu ljóða-
bókum Nóbelsskálds landsins,
Neruda, hefur verið varpað á bál-
kesti á torgi hverrar borgar
landsins.
Þetta menntamannahatur er
auðvitað siður en svo séreinkenni
chiliska afturhaldsins. Það þekk-
ist um allan heim. Hér uppi á Is-
landi hafa málgögn borgarastétt-
arinnar á undanförnum árum oft-
lega reynt að æsa til haturs á
menntaæskunni, og hefur sá
hatursáróður gjarnan verið birt-
ur i formi lesendabréfa til að firra
hlutaðeigandi blöð siðferðilegri á-
byrgð. Þó minnist ég þess að einn
af taglhnýtingum borgarastéttar-
innar i verkalýðsforustunni sýndi
fyrir fáeinum árum þann mann-
dóm ab birta undir fullu nafni (og
með mynd) grein i þessa átt i
annaðhvort Mogga eða Visi. Gott
ef hann hafði ekki áður flutt rit-
smiöina i útvarpið i þættinum um
daginn og veginn.
Forsprakkarnir
Að endingu væri kannski ekki
úr vegi að kynna með fáeinum
orbum forsprakka valdaránsklik-
unnar i Chile, svo mjög sem hún
er i fréttunum þessa dagana. Og
óvini sina er nauösyn að þekkja
öðrum betur.
Helsti valdamaður herforingja-
klikunnar, er haföi iorustu um
valdaránið á yfirborðinu að
minnsta kosti, er Augusto Pino-
chet, yfirmaður landhersins.
Landherinn er sterkasti liður her-
afla Chile og mun þar að finna á-
stæðuna fyrir þvi að Pinochet er
hafður fremstur. Hann er sagður
hafa nokkrar skipulagsgáfur;
hafði þannig í fyrri daga staðið
sig nokkuð vel sem landt'ræðingur
og kortagerðarmaður, en var að
öðru leyti að mestu óþekktur fyrir
valdaránið.Hann er samkvæmt
lýsingum mannúðarlaus ruddi og
morðhundur, eins og raunar ljós-
lega hefur komið fram i aðförum
dáta hans.
Gustavo Leigh, yfirmaður flug-
hersins, er sagður greindastur
toppmanna grúppunnar og ,,hug-
myndafræðingur” hennar. Hann
er andvigur þvi að koma aflur á
þingræði i landinu, eins og klikan
hefur þó lofað, en vill i staðinn
skipuleggja atvinnulifið i sam-
heldi (corporationir) að fyrir-
mynd nasista og fasista i Evrópu.
Samheldin eru þannig byggð upp
að hvorki atvinnurekendur né
verkamenn eiga að hafa eigin
stéttarfélög, heldur er þeim
steypt saman i heildir, en úrslita-
valdið i stjórn þeirra á rikið að
hafa. Ef Leigh kemur viija sinum
fratn mega stjórnmálasnápar
Kristilega demókrataflokksins
fara að biðja fyrir sér, og er það
ekki nema mátulegt á það liyski,
sem með framsóknartvistiganda
sinum átti drjúgan þátt i að grafa
undan alþýðustjórninni og hegð-
aði sér þannig i von um að þess
yrði leikurinn að Allende liðnum.
José Merino heitir yíiraðmir-
állinn, en einmitt meðal sjóliðs-
foringjanna var hatrið á alþýðu-
stjórninni mest. Merino þessi vill
sýnast siðlágaður og reynir jafn-
vel að gefa sig út fyrir að vera
húmoristi.
César Mendoza er yfirmaður
lögregluherliðsins (Carabineros).
Hann er sagður sá af þeim fjór-
menningum sem næst kemst þvi
ab minna á manneskju, og bendir
jafnvel ýmislegt til þess að hann
hafi tekið þátt i valdaráninu með
þeim af þeirri ástæðu helstri, að
hann hafi ekki þorað öðru. Hann
er iþróttamaður góður, einkum
hestamaður, og keppti sem slikur
fyrir land sitt á olympiuleikunum
i Helsinski 1952. fann er ekki eins
Framhald á bls. 14
Stúdentaráð Háskóla íslands:
Samstaða með Chile
Hinn 11. september s.l. var
framið valdarán i lýðveldinu
Chile af fámennri fasistiskri
herforingjakliku. Löglegri
stjórn landsins var steypt af
stóli og forseti landsins,
Salvador Allende, myrtur.
Valdaræningjarnir hafa lýst
þvi yfir að þeir hafi viljað koma
i veg fyrir einræði Alþýðufylk-
ingarinnar. Höfuðpaur herfor-
ingjaklikunnar, Pinochet, hefur
og látið i Ijós þá skoðun, að lýð-
ræðið verði að gangast undir
blóðbað öðru hverju til þess að
það fái haldist.
Valdaræningjarnir hafa ekki
látið sitja við orðin tóm:
Við skotárás á Tækniháskól-
ann i Santiago biðu 200 náms-
menn bana.
í v erk a m a nn ah v erf i nu
Poblavion La Legua voru
a.m.k. 300 manns drepnir.
„Hreinsunarflokkar” taka til
starfa á nóttunni. Blóðpollar og
lik mæta sjónum vegfarenda að
morgni.
Starfsmaður Sameinuðu þjóð-
anna, sem leitaði að liki náms-
manns frá Boliviu, taldi i
sjúkrahúsi i Santiago 180 lik ný-
dáinna, þ.á.m. 5 börn.
tþróttavellinum i Santiago
hefur verið breytt i fangelsi. 700
fangar eru i herbergjunum
undir áhorfendapöllunum,aðal-
lega verkamenn, meðlimir MÍR
(samtök byltingarsinnaðra
vinstrimanna), blaðamenn,
menntamenn og listamenn
þ.á.m. allmargir útlendingar.
Valdaræningjar láta i það
skina við bandariska kopar-
hringa að bætur muni greiddar
vegna þjóðnýtingar fyrrverandi
stjórnar. Einnig eiga banda-
riskir sérfræðingar að koma
aftur til starfa I koparnámun-
um. Virðast valdaræningjarnir
njóta sérstaks stuðnings banda-
riskra auðhringa og velvildar
stjórnvalda i Bandarikjunum.
Ýmislegt bendir einnig til þess,
að Bandarikjastjórn hafi verið
kunnugt um valdaránið fyrir-
fram, samanber skjóta för
sendiherra Bandarikjanna i
Chile til Washington 2 dögum
fyrir valdaránið.
Álika snarlega taka hinir
sjálfkjörnu verndarar lýðræðis-
ins til við að útrýma stofnunum
þessa sama lýðræðis:
Herforingjaklikan leysti upp
þingið, bannaði fyrst marxist-
íska og siðan alla borgaralega
flokka, vék öllum borgar- og
sveitarstjórnum frá, lýsti
stærsta verkalýðssambandið,
CUT, ólöglegt og fyrirskipaði
ritskoðun á þeim blöðum, sem
hún hafði ekki þegar bannað.
Stjórn SiNE skorar á
islensku ríkisstjórnina
— Að lýsa yfir andstyggð
sinni á valdaráninu i Chile.
— Að lýsa yfir stuðningi við
samtök byltingarsinnaðra
vinstrimanna,MÍR, sem skipu-
leggja andstöðu gegn fasista-
klikunni.
— Að lýsa þvi yfir, að hún sé
fús að veita flóttamönnum frá
Chile hjálp.
— Að beita sér fyrir þvi á
vettvangi Sameinuöu þjóðanna
að stofnuð verði alþjóðleg nefnd
til að kanna hvert verið hafi
hlutur bandarisku rikisstjórn-
arinnar og bandarisks peninga-
valds i valdaráninu.
Stjórn StNE skorar á is-
lenska verkaiyosnreynngu ao
sýna samstöðu með stéttar-
bræðrum sinum i Chile og veita
þeim allan þann stuðning er i
hennar valdi stendur.
Stjórn SINE skorar á islenskt
námsfólk og æskulýð að sýna
samstöðu með chileanskri æsku
og sýna hug sinn til valdaráns-
ins.
Stjórn SINE
Rcykjavik l9.október 1973.