Þjóðviljinn - 25.10.1973, Síða 9

Þjóðviljinn - 25.10.1973, Síða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. október 1973. Fimmtudagur 25. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Séó yfir Rennelong-odda, hluta af höfninni og miöborginni I Sydney. livelfingarnar hans Jörns Utzons eru freinst. Til vinstri óperusal- urinn. til hægri hljómleikasalur- inn. A bak vift ris þriðja og lægsta hvelfingasamstæöan yfir veit- ingasölunum. Alman til vinstri er 39 sinnum 107 metrar að stærð, 5fi mctra há, en sú til hægri er 54 sinnum 122 metrar að flatarmáli og þakið teygir sig fi7 metra upp I loftið. Um síðustu helgi var ein glæsilegasta bygging þess- arar aldar tekín í notkun með mikilli viðhöfn. Sjálf Elisabet Englandsdrottn- ing var fengin til að fljúga suður um hálfan hnöttinn svo að vígslan mætti vera sem hátíðlegust. Óperan i Sydney í Ástralíu vekur mikla aðdá- un og furðu: Þvílíkt hús hefur aldrei áður verið byggt — hvernig getur nokkrum manni dottið í hug að teikna svona hús? Og að til skuli vera stjórn- völd/ sem láta smiða svona furðuverk. Sinfónía úr stáli og gleri, hefur húsið verið kallað. Aldrei verður Sydney söm og hún var, áður en danski arkitektinn Jörn Utzon setti hin hvítu segl hugmynda sinna niður á Bennelong- odda. # Astralíumenn hafa hingað til verið þekktari fyrir flest annað en heimsviðburði i menningarmál- um. En nú verða heldur betur umskipti, þegar þeir i sama mánuðinum eignast bæði nóbels- skáld og óperuhús. „óperan er annað og meira en byggingarfræðilegt afreksverk, hún er upphafið að nýju tima- skeiði i menningarlifi landsins”, segir Gough Whitlam forsætis- ráðherra. Whitlam er Verkamanna- flokksmaður, og svo var einnig Cahill sá sem var forsætisráð- herra fylkisins Nýja Suður-Wales árið 1954, en þá fæddist hugmynd- in um að koma upp veglegu húsi undir menningarlifið i Sydney. Verkamannaflokksmönnum hafði nefnilega lengi runnið það til rifja, hvað þeirra stóra land, heil heimsálfa, var afskipt i menning- arlegum efnum. Þeir vildu menn- ingarlega reisn, sem skirskotaði til alþýðu manna. Og hvað var þá betra en myndarlegt söngleikja- og hljómlistarhús? Eugene Goosens var á sinum tima stjórnandi Sinfóniuhljóm- sveitarinnar i Sydney og skóla- stjóri tónlistarskólans þar og hann benti Cahill á það, hvað það væri óviðunandi að ekki skyldi vera almennileg menningarmið- stöð i borginni fyrir leiklist og tónlist. Engin borg i Evrópu af sambærilegri stærð væri svo alls vesöl. Cahill tók hann á orðinu, og 1955 var ákveðiö að reisa slikt hús. Þá var efnt til alþjóðlegrar sam- keppni meðal arkitekta um útlit og gerð hússins. Þáttur af Jörn Utzon Snemma á árinu 1957 var til- kynnt um úrslitin i hugmynda- samkeppninni. Alþjóðleg dóm- nefnd undir forustu hins fræga ameriska finnsk ættaða arkitekts, Eero Saarinen, veitti fyrstu verð- launin þá óþekktum Dana, Jörn Utzon, Saarinen á að hafa sagt, að hann vissi ekkert um það, hvort mannlegur máttur gæti komið upp þessari byggingu, sem Hörn hafði rissað á blöðin, en það væri freistandi að byggja þetta hús, á sama hátt og það hefði veriö freistandi á sinum tima að byggja þau mannvirki sem frægust hafa orðið i sögu byggingarlistarinnar. Jörn Utzon hafði aldrei til Astraliu komið þegar hann gerði frumteikningar sinar að óperunni sem nú er risin við höfnina i stærstu borg þessarar fjarlægu heimsálfu. Hann átti heima rétt hjá þorpinu Hellebæk á Norður- Sjálandi, nokkra kilómetra frá Helsingjaeyri. Þegar hann hlaut verðlaunin — raunar aðeins litla 10 þúsund ástralska doilara — var hann 38 ára að aldri og var að byrja að á- vinna sér nokkurt nafn meðal danskra arkitekta fyrir frumleg- ar hugmyndir. A þeim grundvelli hafði hann þegar unnið i nokkrum samkeppnum. En hann hafði litla reynslu i að gera hugmyndir sin- ar jarðfastar. Jörn þessi hlýtur að vera skelja- eða kuðungafræðingur, segja sumir, þvi að hvolfþökin sem nú eru risin við höfnina i Sydney minna á ekkert fremur en ákveðna skeljategund. Nefnilega Lopha Critagalli, en hún á einmitt heima við strendur Astraliu. En Jörn þekkti vissulega ekki þessa skel. Nær væri að benda á hin hvitu segl sem stundum sjást á sundunum kringum dönsku eyj- arnar. Hver veit nema þær hafi gefið honum innblásturinn? En aðrir benda á það, að hann hafi ungur maður gert viðreist um heiminn og orðið fyrir miklum á- hrifum frá byggingarstil löngu horfinna þjóða. Til að mynda haldi hann mikið upp á Maya-hof- in i Mexikó. Megi sjá þeirra merki i verkum hans. Tillögur þær sem hann sendi dómnefndinni i Sydney i upphafi þóttu heldur en ekki ónákvæmar, verkfræðilega séð, og skissu- kenndar. Samt voru einmitt þær valdar úr 233 tillögum frá 62 lönd- um. Djarfir menn Það þurfti mikla dirfsku til þess að verðlauna einmitt þessar til lögur hins óþekkta Dana. Manns sem kannski var ekki nema skýjaborgasmiður. En það þurfti miklu meiri dirfsku til þess að taka einmitt þessa fyrstu- verðlauna-hugmynd og hefja byggingu eftir henni. Fyrir það á innar varð örlitið öðruvisi en áður hafði veriö gert ráð fyrir. Afram var unnið næstu árin, en mest i teiknistofum og tölvumið stöðvum. Sýnilegum byggingar- framkvæmdum seinkaði stöðugt, en kostnaður hlóðst upp. Þetta átti höfuðþáttinn i þvi að steypa vinum Utzons i Verkamanna- flokknum af stóli i fylkinu, og vor- ið 1965 tók Frjálslyndi flokkurinn við stjórnartaumum þar. yfirvöld höfðu allt á hornum sér varðandi bygginguna og lenti Jörn Utzon i deilum við þau, svo og við verk- fræðinga um uppgerð hússins, um byggingarefni og þátt undirverk- taka. Afleiðingin af öllu þessu var að Jörn sagði af sér sem arkitekt óperunnar snemma árs 1966. Hann flutti aftur heim til Dan- merkur með konu sina og börn og sást ekki i Astralfu næstu árin. Hvort honum var boðið núna að vera viðstaddur vigsluna, er oss ókunnugt. Stafar fögrum bjarma Skipuð var nefnd arkitekta i stað Utzons til að halda áfram hönnun byggingarinnar og hafa eftirlit með framkvæmdum. Upp komst húsið að lokum, en það er sagt að mörgum hafi þótt það æði skritið að sjá hvergi nafn höfundarins, Jörns Utzons, á skiltunum sem greindu bygginga- meistara, verktaka o.þ.h. á bygg- ingarstaðnum. Þegar byggingunni var lokið i júli i sumar, hafði hún verið þrisvar sinnum lengur i takinu en upphaflega hafði verið ráðgert, og kostnaðurinn var kominn upp i 100 miljónir ástralskra dollara. Fyrsta áætlun Cahills hafði verið 14 sinnum lægri. Húsið er byggt á sendnu nesi við höfnina i Sydney, og er þvi svæðið umflotið sjó á þrjá vegu. Má heita að nesið sé allt þakið af byggingunni, en flatarmal hennar eru tæpir tveir hektarar. Þurfti að reka um 700 steypta staura i sandinn og leðjuna allt að 13 metra niður til að treysta undir- stöðuna. Eiginlega er rangt að kalla þetta óperuhús, þvi að það hlut- verk hefur þokast til hliðar i með- förunum, ef svo má segja. Alltaf var ætlunin að hafa marga sali i byggingunni, en þann stærsta fyrir óperusal. Hins vegar kom i ljós meðan á byggingarfram- kvæmdum stóð, að hljómburður i stærsta salnum mundi ekki henta óperuflutningi. Sá salur er þvi nú ætlaður til hljómleikahalds, en minni salurinn (af þeim tveim stóru) er fyrir óperuna. Helstu vistarverurnar eru þá þessar: Hljómleikasalurinn með 2.700 sætum, 25 þúsund rúmmetrar að stærð. Þar er stærsta pipuorgel veraldar með 9.600 pipum. 1 þess- um sal er einnig hægt aö halda fundi og ráðstefnur og túlka sam- timis á 5 tungumál. Salurinn er allur klæddur ljósu birki. Óperusalurinn, einnig ætlaður listdansi og fyrir söngflokka, rúmar 1.530 manns i sæti. Þarna er loft og veggir nær alveg svört i samræmi við nýjustu tisku i slik- um sölum vestanhafs. Sjónleikjasalurinn tekur 550 áhorfendur. Þá er kvikmyndasalur fyrir 420 manns, en hann má einnig nota fyrir kammermúsik. Veitingasalir eru i bygging- unni, og er talið að i henni allri rúmist samtimis um 7 þúsund manns. Sérstaklega er rómað hvað það stafar fögrum bjarma af húsinu að utanverðu. Það er allt klætl með sænskum steinflögum, og eru þær um 1 miljón talsins, hver um sig 12x12 sentimelrar, Þar skiptast á gljáandi, næstum hvit flaga og mött flaga, brún-gul. Glerið var alveg sérstakt vandamál, þvi að það þurfti að hafa mikla berandi eiginleika, þenjast litið fyrir sólarhitanum og vera vel hljóðeinangrandi vegna þyssins frá höfninni. Og hvernig átti aö búa svo um hnúta að brotin rúða dytti ekki niður á hausinn á einhverjum háltvirtum gesti? Það þurfti margra ára vinnu arkitekta og verkfræðinga, áður en þessu var borgið. Allt glerið mundi þekja rúm- lega hálfan hektara, Það eru um 2 þúsund rúður i 700 mismunandi formum. Hljómburðurinn i stóru sölun- um tveimur er sagður afar full- kominn, kannski það besta sem menn hafa hingað til getað skap- að á þvi sviði. Bergmálstiminn i hljómleikasalnum er um 2 sekúndur, en 1,3 i óperusalnum. Er þá miðað við hljóð af miðlungs tiðni. Þegar Sir Bernard Heinze stjórnaði i fyrsta skipti hljóm- sveit sinni, Sinfóniuhljómsveit- inni i Sydney, i hljómleikasalnum var hann mjög ánægður með út- komuna: „Mér hefur aldrei þótt eins þægilegt að stjórna og þarna. Það var fullkomið jafnvægi milli hljóðfæranna og hvert þeirra um sig naut sin til fulls”. En það er minni gleði yfir óerpusalnum. Sviðið reynist nefnilega allt of litið, enda er það aðeins 12 metrar á breidd. Að réttu lagi ætti það að vera helm- ingi stærra. Þaö er til dæmis ekki hægt að færa upp hinar fyrirferð- armiklu óperur Wagners. Þess vegna segja menn i Sydney þegar illa liggur á þeim: Sydney vantar bara eitt og það er óperuhús. Þetta þarna er bara 100 miljón dollara misskilningur. hj— Aldrei fyrr hafði homo faber - maðurinn smiður — staðif frammi fyrir stærri vandamál um. Það þurfti að finna upp tækni til að leysa þau, og húr kemur siðan öðrum til góða ann ars staðar. Ove Arup og félagai heitir breskt byggingafyrirtæk sem var fengið til að sjá um bygg ingarstig númer 2, veggi og þök Aftur var það Dani sem kom ti sögunnar, þvi Ove Arup forstöðu maður fyrirtækisins er danskui að ætt. Arup og félagar hófu út reikninga sina við þakhvelfing arnar árið 1957 og héldu sér við þí og likanasmiði allt til 1961. Náin samvinna var milli Arups og Utzons og gerðu þeir upphaf lega ráð fyrir þvi að steypa upf sporbaugslaga bogana á staðnun með þvi að hella þunnri stein- steypu i mót. Samkvæmt þessu var unnið lengi, en Jörn Utzon var allz ekki sem ánægðastur yfir þvi að þurfa að hafa tvöfalt þaklag, innra og ytra, og taldi það ekki nógu fallegt. Verkfræðingarnir voru ekki heldur ánægðir með sinn hlut. Jörn þykir frábærlega vel að sér i flatarmyndarfræði, og einn góðan veðurdag hringdi hann i Arup frá heimili sinu i Hellebæ og sagði honum að rifa allar fyrri teikningar. Þeir skyldu hafa hvelfingarnar kúlulaga og gera þær upp úr forsteyptum hlutum sem væru hífðir upp og látnir smella á sinn stað. Þetta að gera hvelfingarnar kúlulaga i staðinn fyrir að nota boga með flóknari formúlu mundi einfalda verkið mjög verulega, enda mundu þá nægja örfáar gerðir bogahluta. Ella hefðu þeir orðið svo margir, að varla var unnt að hugsa sér að forsteypa þá i einstökum hlutum. Þetta var gert og féllst fylkis- stjórnin á breytinguna 1962, þótt þetta ylli þvi að útlit byggingar- Viðlendustu tröppur I heiini liggja upp að þessu húsi. Hljómleikasalurinn er undir fjór- um stærstu skeljaþökunum. t loftinu er hringlaga smið, 12 metrar i þvermál, 24 metra frá gótfi. fylkisstjórnin i Nýja Suður-Wales ótvirætt mikið hrós skilið. Mönnum kom að visu saman um það, að það hús sem byggt yrði samkvæmt þessum drögum yrði að visu mjög mikilfenglegt og einstætt. En jafnframt var bent á það, að þakhvelfingarnar væru svo stórar og glannalegar, að ástæða væri til þess að efast um það, hvort nútima tækni væri þess megnug að byggja þær og láta þær standa. Undirbúningsvinna að bygging- unni hófst vorið 1958, og tæpu ári siðar var hafist handa um jarð- vinnuna, raunar áður en allar teikningar lægju fyrir. Cahill var mjög áfram um að byrjað yrði á verkinu, en honum entist ekki aldur til að fylgjast neitt verulega með þvi. Hann lést haustið 1959. En það reyndist hægara ort en gjört að koma hugmyndunum af pappirnum og á jörðina, einkum að lyfta þeim upp i hvelfingarnar. Fegursta nýbyggi ng í heimi eða hundrað miljón dollara misskilningur Óperuhúsiö í Sydney á aö auka Ástralíumönnum sjálfstraust á menningarsviðinu Langur byggingartími og kostnaður? Hver spyr að því um dómkirkjuna í Chartres? Hún var meira en öld í byggingu. Danski arkitektinn Jörn Utzon er stoltur af verki sínu og hann vísar gagnrýni á bug: Engin bílastæði við húsið í miljónaborginni? Vissulega ekki — það voru heldur engin bílastæði við Parþenon!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.