Þjóðviljinn - 25.10.1973, Page 11

Þjóðviljinn - 25.10.1973, Page 11
Fimmtudagur 25. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 EM unglinga í knattspyrnu: ÍSLAND ÍRLAND síðari leikurinn er í kvöld íslendingum dugar að sigra 1:0 til að komast áfram i kvöld kl. 19.30 hefst á Melavellinum siðari leikur Islendinga og íra i undan- keppni E.M.-móts unglinga i knattspyrnu. Fyrri leikn- um, sem fram fór á irlandi 16. október sl. lauk með sigri íra 4:3 og þar sem mörk á útivelli telja tvö- falt, verði jafntefli í mörk- um, þarf íslenska liðið ekki að sigra nema 1:0, 2:1 eða 3:2 til þess að komast á- fram. Irska liðinu hefur nú bæst góður liðsstyrkur sem er Arsenal-leikmaðurinn Brady, mjög leikinn og hættulegur sóknarleikmað- ur. Hann var ekki meö lið- inu i fyrri leiknum en mun koma með því til tslands. Þótt heldur lítil von sé til þess að íslenska liðið vinni- leikinn í kvöld, er það þó smá von og ef það tekst, tekur íslenska liðið þátt i lokakeppninni sem fram fer i Svíþjóð næsta vor. 1. ) Ólafur Magnússon, Val 2. ) Guðmundur Hallsteinss. Fram 3. ) Janus Guölaugsson, F.H. 4. ) Guðjón Hilmarsson, K.It. 5. ) Arni Valgeirsson, Þrótti 6. ) Guðjón Þórðarson, t.A. 7. ) Gunnlaugur Þ Kristfinnss., Vík. 8. ) Guðmundur Arason, Viking 9. ) Hannes Lárusson, Val 10. ) Óskar Tómasson, Viking 11. ) Kristinn Björnss, Val 12. ) Arni Sveinsson, t.A. 13. ) ltagnar Gislason, Viking 14. ) Jóhannes V. Bjarnas, Þrótt 15. ) Hálfdán Örlygsson, K.H. 1(>.) Theodór Sigurðsson, F.II 17.) Viðar Kliasson, IBV. <s., ■ m Umsjón Sigurdór Siguraórsson u u o D Irska landsliðið er talið sterk- ara lið, en hið enska, sem vann ,,litlu heimsmeistarakeppnina” á ttaliu i vor (og Island 2:0), enda hefur irska liðið unnið hiö enska i æfingaleik. íslenska liðið, sem mætir Irun- um hér á Melavellinum verður valiö úr eftirfarandi hóp: Unglingalandslið tslands sem mætir trum I kvöld. Leiknum aftur frestað ítalir kærðir Annar dómarinn meiddist í bílslysi íslenska liðið kemur heim í dag Ekkert varð af lands- leik itala og íslendinga í handknattleik suður í Rómarborg í gærkveldi eins og fyrirhugað hafði verið. Ástæðan er sú að annar júgósla vneski dómarinn, sem dæma átti leikinn, meiddist í bílslysi og gat því ekki dæmt og íslendingar samþykktu ekki að hafa aðeins einn dómara. Eins og menn eflaust vita gleymdu italairnir að fá dómara í fyrra- kvöld og hefur þvi ís- lenska liðið þurft að bíða aðgerðarlaust í Róm í 3 sólarhringa og nú fannst iselndingunum nóg komið og hafa ákveðið að halda heim i dag og munu þeir kæra fram- komu ítalska handknatt- leikssambandsins til Al- þjóðasambandsins. Eru allar líkur á að iitalirnir verði þar með dæmdir úr keppninni og þvi falli leikir íslandsog Italíu og ítaliu og Frakklands úr keppninni. Ef svo fer batnar staða is- lenska liðsins til muna, þar eð þá þarf ekki að sigra Frakka nema með 4ra marka mun hér heima 4. nóvember nk. og vissulega eru möguleikar á þvi að það megi takast ef sterkasta liði okkar verður Framhald á bls. 14 Vaxandi vinsældir júdó-íþróttarinnar Eysteinn Þorvaldsson endurkjörinn formaður júdósambandsins 2. þing Júdósambands tslands var haldið 13. okt. s.l. JSt er yngsta sérsambandið innan tSt, stofnað 28. janúar s.l., en lögum samkvæmt skal halda ársþing sambandsins i október. Stjórn JSI hefur haft mikið að starfa þetta fyrsta timabil, enda júdóiþróttin ung hér á landi og ýmsir byrjunarörðugleikar. Mikill og vaxandi áhugi er hins vegar fyrir hendi og æ fleiri leggja stund á júdó. Júdómenn þurfa sérstakar dýnur til að glima á, en þær eru dýrar og toll- ur á þeim hár. Nú hafa hins vegar náðst samningar um framleiðslu á þeim innanlands hjá Lystadún fyrir hagstæðara verð. Þjálfara og dómaraskortur er hér enn af skiljanlegum ástæðum og vinnur JSI að þvi að koma á námskeiðum til að bæta úr þvi. Júdómenn stefna að auknum al- þjóðlegum samskiptum m.a. með þátttöku i Norðurlandameistara- mótinu i vetur. Svavar Carlsen var eini islenski keppandinn á NM i Helsinki i april og varð annar i þungavigtsem kunnugt er Eysteinn Þorvaldsson var endurkjörinn formaður JSt og aðrir i stjórn: Sigurður H. Jó- Framhald á bls. 14 £7 £7 U £7 o o D D r yo' A 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.