Þjóðviljinn - 25.10.1973, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. október 197:$.
Júdó
Framhald af bls. 11.
hannsson, Ottarr Halldórsson,
össur Torfason og Jóhannes
Haraldsson. 1 tækniráöi JSt eru
Sigurður H. Jóhannsson, Ragnar
Jónsson össur Torfason. Tækni-
ráðiögegnir mikilvægu hlutverki.
Það setur reglur um gráðanir, og
hefur skipulagt þrjú sérstök
gráðunarkeppnismót á vetrinum.
Það fyrsta var háð s.l. laugardag
og tókst mjög vel, en það næsta
verður i febrúar.
Fimm iþrótta- og ungmenna-
félög hafa nú tekið júdó á stefnu-
skrá sina: Júdófélag Reykja-
vikur, Glimufélagið Armann,
Ungmennafélag Grindavikur,
Gerpla i Kópavogi og Ungmenna-
félag Keflavikur.
Chile
Framhald af bls. 7.
ofsafenginn i fjandskap sinum við
vinstrisinna og kumpánar hans
og skýra sumir sem til þekkja það
þannig, að hann hafi ekki trú á að
þeir og þeirra pakk verði langlift i
landinu. — Allir eru þeir félagar á
sextugsaldri.
Nú segir kannski einhver að á-
stæðulaust sé aö vera að kynna
þessar górillur i islensku blaði,
þær séu svo langt i burtu. Það er
hættulegur misskilningur. Þær
eru i hverju einasta kapitalisku
þjóðfélagi, einnig þvi islenska.
Ýmist þegar við völd opinberlega
eða reiðubúnar til þess að kasta
grimunni á sama hátt og nýskeð
var gert i Chile, hvenær sem
„lýöræðið” dugar. borgarastétt-
inni ekki lengur til að hanga viö
völd.
dþ.
„Vinnan”
Framhald af bls. 2.
lýðsfélaga og landssambandanna
innan ASl um kaup á ákveönum
eintakafjölda.
Gengi Vinnunnar og möguleik-
ar á áframhaldandi útkomu hlýt-
ur að mestu ieyti að byggjast á
þvi hvaða móttökur hún fær hjá
félagsmönnum i verkalýðsfélög-
unum og öðrum velunnurum
verkalýðshreyfingarinnar.
Ritnefnd Vinnunnar er skipuö
einum manni frá miðstjórn ASt
og öðrum frá stjórn MFA og sjá
þessir aðilar um útgáfu blaðsins.
Forseti Alþýðusambandsins er
ábyrgðarmaður þess.
Ritstjórn Vinnunnar er það
ljóst, að til þess að blaðið verði að
góðu málgagni verkalýðssamtak-
anna og góður tengiliöur á milli
Alþýðusambandsins og félags-
mannanna, þarf það ekki hvað
sist aö fjalla um þau málefni, sem
mestu varða i daglegu lifi fólks.
En til þess að það sé mögulegt,
verða forystumennirnir og fólkið i
verkalýðsfélögunum að leggja
blaðinu lið að þvi er efni, hug-
myndir og útbreiðslu varðar”.
Tekjur
Framhald af bls. 10.
staðar eða rétt undir eða
yfir 400.000 kr. og eru
stærstu útgjaldaliðirnir
vallarleiga og aug-
lýsingar leikjanna. En
litum þá aðeins á útkomu
hvers liðs fyrir sig.
KBÉESSStattl
M.s. Esja
ferfrá Reykjavík mánu-
daginn 29. þ.m. vestur
um land i hringferð.
Vörumóttaka fimmtu-
dag og föstudag til Vest-
fjarðahafna, Norður-
fjarðar, Sigluf jarðar,
Ólafsfjarðar, Akureyrar,
Húsavíkur, Raufar-
hafnar, Þórshafnar,
Bakkaf jarðar, Vopna-
fjarðar, Borgarf jarðar,
Mjóaf jarðar, Seyðis-
fjarðar, Neskaupstaðar,
Eskifjarðar, Reyðar-
fjarðar og Fáskrúðs-
f jarðar.
Söngfólk
Samkór Kópavogs óskar eftir söngfólki i
allar raddir. Uppl. i simum 41355,41375, og
40818.
Dömur athugið
Hef opnað hárgreiðslustofu að Heykja-
víkurvegi 68. Opið alla daga vikunnar.
Reynið viðskiptin. Simi 51938.
Að eignast
Framhald af bls. 6.
„verndararnir”, sem meö bliðu-
látum senda einn volaðan pótin-
táta hingað til þess að sannfæra
islenska ráðamenn um að allt
verði gert til þess að þessar tvær
bræðralagsþjóðir megi draga inn
klærnar. Og sá sami fyrirmaður
„fær” Breta til þess að gefa eins
mikið eftir eins og þeir voru alltaf
fúsir til. Mörlandanum er siðan
ætlað að draga af þessu réttar
ályktanair.
En við Islendingar megum ekki
hvika, þvi timinn hefur gengið i
lið með okkur. Ber okkur þvi að
forðast ólukkusamninga, sem
tryggja Bretum áframhaldandi
rányrkju hér við land lengur en
þeir geta búist við. Réttur strand-
rikja til 200 milna lögsögu er i
augsýn. Bindum ekki hendur
okkar lengur en þörf krefur.
Gerumst ekki feitir þjónar.
ítalir
Framhald af bls. 11.
stillt upp og maður neitar að
trúa þvi fyrr en maður tekur á
að landsliðsnefnd reyni enn
einu sinni aö sniðganga
nokkra of okkar bestu hand-
knattleiksmönnum eftir það á
fall sem tapið fyrir Frökkum
var á dögunum.
t gær höfðu forráðamenn is-
lenska landsiðsins samband
við Knut Wadmark, formann
skipulagsnefndar Alþjóða
handknattleikssambandsins ,
og sögðu honum hvernig
málum var komið og ráðlagði
hann tslendingunum að sam-
þykkja ekki að einn dómari
dæmdi leikinn. Mun málið þvi
fara til Alþjóða handknatt-
leikssambandsins og er
auðvitað ekki hægt að fullyrða
neitt um það hvernig málinu
lýkur.
Möguleikarnir eru nokkrir.
Nýr leikur, Italairnir dæmdir
úr keppninni og leikir þeirra
þurrkaðir út, eöa að leikurinn
verður dæmdur tapaður fyrir
ítalíu, en hvað verður þá með
markatöluna?
Það er sem sé mörgum
spurningum ósvarað á þessu
stigi málsins en úr þvi hlýtur
að greiðast á næstu dögum,
þar sem leikur Frakka og ts-
lendinga fer fram 4. nóv. nk.
og fyrir þann leik verður úr-
skurður Alþjóðasambandsins
að liggja fyrir.
Þess má að lokum geta að
tslendingar og og ttaiir léku
vináttuleik i gærkveldi, þar
sem júgóslavneski dómarinn,
sem mætti,og Jón Erlendsson,
formaður landsliðsnefndar,
dæmdu leikinn.
-S.dór
ÍB-málið
Framhald at öls. 16.
sem einnig hefur starfað hjá
umræddu timariti. Auk þeirra
hafa verið fangelsaðir ljósmynd-
arinn Ove Holmquist og tvitugur
maður, sem ekki hefur verið upp-
gefið hvað heitir.
Albert segir,að gert hefði verið
upptækt utan Stokkhólms talsvert
af dóti málinu viðkomandi, og lét
skilja það á sér, að þeir hlutir
væru tæknilegs eðlis.
Sigurvonin
Framhald af bls. 1
band við varðskip. Hefðu varð-
skipsmenn kallað Bretann uppi
og farið fram á að togararnir
hefðu sig á brott. Bretinn var þó
ekki farinn i burtu er blaðamaður
ræddi við Einar.
Margir sjómenn eru tor-
tryggnir vegna samkomulags
forsætisráðherra við Edward
Heath, og ýmsar spurningar
vakna i þvi sambandi. Einar
skipstjóri kvaðst vilja koma
tveimur fyrirspurnum á framfæri
við forsætisráðherra. I fyrsta
lagi: Hvernig á að fyrirbyggja
það að skip sem gerst hefur brot-
legt og hefur verið svipt veiði-
leyfi, komi aftur til veiða undir
nafni annars skips? t öðru lagi:
Hvernig verður farið með mál
þeirra landhelgisbrjóta sem
staðnir verða að veiðum innan
gömlu 12 milna markanna?
Nixon
Framhald af bls. 16.
menn sina alvarlegar áhyggjur af
andlegri heilbrigði Nixons.
Dómsmálaráðherrann var
mjög ákyggjuflllur út af for-
setanum, stóð i blaðinu. — Það
voru möguleikar á að forsetinn
yrði settur af, eða myrtur, og þar
á ofan var andleg heilsa hans ekki
upp á það besta. Dómsmálaráð-
herrann var hræ'ddur um að það
endaði með þvi að glæpa-
rnaðurinn Agnew héldi innreið
sins i Hvita húsið, segir New York
Times.
Samningafundur
Framhald af bls. 3.
samningaumboðs sem hún hefur
sérstaklega. 30-manna-nefndin
mun ekki hafa formlegt umboð
neins félags til að gera samninga.
Þjóðviljinn hafði i gær sam-
band við Ólaf Jónsson fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitenda-
sambandsins og innti hann eftir
þvi, hve mörg verkalýðsfélög
væru búin að setja fram sér-
kröfur.
— Það eru Iðjufélögin hér og
fyrir norðan, svo og félög járn-
iðnaðarmanna.
— Hvenær er von á gagntil-
lögum ykkar?
— Við búumst við þvi að leggja
fram á morgun (þ.e. i
dag — Þjóðv.) okkar tillögur um
breytingar á kjarasamningum. A
fundinum með 30-manna-
nefndinni.
Þess má geta, að i gærkvöldi
átti að halda félagsfund i Verka-
mannafélaginu Dagsbrún og
ganga þar frá tillögum félagsins
um sérkröfur.
Kvenfélag sósíalista
heldur fund i kvöld I félags-
heitnili prentara, Hverfisgötu
21. Meðal fundarefnis er
kosning fulltrúa á aðalfund
Bandalags kvenfélaga i
Iteykjavik. Ennfremur verður
rætt um kjaramálin.
Stjórnin
s
KÆLISKAPAR
3> ★ IGNIS býður úrval
& nýjungar. ★ 12 stærðir, stærðir við allra
hæfi, auk þess flestár fáanlegar i viðarlit. ★
Sjálfvirk afhriming. ★ Ytra byrði úr harð-
plasti, er gulnar ekki með aldrinum. ★ Full
komin nýting alls rúms vegna afar þunnrar
einangrunar.-ý-Kæliskáparnir með stílhreinum
og fallegum línum. ★ IGNIS er stærsti
framleiðandi á kæli- og frystitækjum í Evr.
ópu. ★ Varahluta- og viðgerðaþjónusta.
‘RAFIÐJAN SIMI: 19294 RAFT0RG SÍMI: 26660
3ZT~1
Ni 1
Sr^
Sólun
HJÖLBARÐAVIÐGERÐIR
{i snjómunstur veitir góða spyrnu
V í snjó og hólku.
önnumst allar viðgerðir hjólbarða
með fullkomnum tækjum.
(jjí)
Snjóneglum hjólbarða.
GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN.
BARÐINN HF.
Ármúla 7. — Sími 30501.--Reykjavík.