Þjóðviljinn - 26.10.1973, Side 2

Þjóðviljinn - 26.10.1973, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. október 1973. Atvinna Bókavörður Bókavörður, menntaður I bókasafnsfræðum og með starfsreynslu, verður ráðinn að Norræna húsinu frá 1. janúar 1974. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1973. Starfssvið og starfskjör samkvæmt starfssamningi. Umsóknir skulu stílaðar til stjórnar Norræna hússins og sendar Birgi Þórhallssyni, forstjóra, Hofteigi 21, Reykja- vik. Norræna húsið. NORRÆNA HÚSIO _______i_ Nemar óskast i járniðnað. Góð kjör. Ódýrt mötuneyti á staðnum. = HÉÐINN = Ríkisútvarpið Hljóðvarp óskar eftir að ráða dagskrárfulRrúa til þess að hafa um- sjón með dagskrárþáttum fyrir börn og unglinga. Ráöningartiminn er tvö ár. Launakjör skv. samningum opinberra starfsmanna. Umsóknareyðublöð liggja frammi i aðalskrifstofu Rikis- útvarpsins, Skúlagötu 4, 5. hæð. Unjsóknunt.sé skilað fyrir 6. nóvember n.k. VERKFRÆÐINGAR Á Hafnamálastofnun rikisins eru lausar stöður deildarverkfræðinga, verkfræðings og tæknifræðings. Verkefnin eru: Hönnun, stjórn verka, á- ætlanagerð og grundunarútreikningar. Upplýsingar um stöðurnar fást hjá Hafna- málastofnun rikisins, Seljavegi 32, R. HAFNARMÁLASTOFNUN RÍKISINS Starf við kvikmyndir Laus er staða aðstoðarmanns eða konu við fræðslumyndasafnið. Starfið felst i út- lánum kvikmynda, sýningum, viðhaldi kvikmynda, skráningu ofl. Starfsþjálfun á staðnum. Fræðslumyndasafn rikisins, Borgartúni 7, simi 21572. Auglýsingasíminn er 17500 DIOÐVIUINN NÖLDUR Ekki er gaman að guð- spjöllunum, er haft eftir kerlingunni. Stundum sannast það lika áþreifanlega, td. ef maður hlustar á sunnudags- messu i þeirri góðu stofnun Rikisútvarpinu. Einu sinni gerði ég það i næstum heilt ár, að fara á fætur á sunnudags- morgnum og hlusta á útvarps- messuna meðan ég kom lagi á óþrifnaðinn og glundroðann frá kvöldinu áöur, laugar- dagskvöldinu. A þessu ári kynntist ég aðskiijanlegum kenningum og boösköpum, ekki vantaði það. Stundum varð ég ósköp meyr innan um mig, og barnatrúin fór að seytla um æðar mér á ný, fyrir kom það lika, að ég missti ger- samlega stjórn á sjálfum mér og misþyrmdi útvarps- garminum minum hroðalega. En svo liðu mörg ár, og það var ekki fyrr en á sunnu- daginn var, að ég opnaði útvarpstækið á ný fyrir hreinni og óbrenglaðri guðs boðan,- þaö var siðasti sunnu- dagurinn i sumri og ég bjóst viö að heyra sálmana mina gömlu, sem sungnir voru i uppkirkjum Borgarfjarðar fyrir mörgum árum: Nú bráðum vetrar byrja él, nú byrgir grund og hlið. Með fegurð þina far þú vel þú fagra sumartiö og svo framvegis. En þaö var nú öðru nær, hér var á ferðinni nýstárleg tónlist og skrautleg, engin hjáróma rödd skar i eyrun eins og gjarnan tilheyrir i kirkjukór, og gömlu dansk- þýzku lögin heyrðust ekki heldur. I staðinn sungu italskir gráttenórar og sópranraddir óperuhúsanna guði dýrð og pris með dúndr- andi undirleik kontrabassa og slaghörpu. Mikið hlýtur það að vera merkileg predikum, sem fylgir svona tónaflóði, hugsaði ég með mér og setti mig i and- legar stellingar. Og nú gat á að hlýða. Þegar lofsöngvunum linnti, kom rödd i viðtækið, sem hóf að flytja guðsorð. Helviti þó, hugsaði ég með mér, þetta er þá ekki messa, heldur einhver ópera,- og þaö hélt ég vegna þess, að ég gat ekki heyrt betur en það væri hann Gisli Halldórsson sem var að tala a.m.k. var röddin i tækinu alveg eins og röddin hans i Þjófum likum og fölum konum forðum tið. En smátt og smátt rann þó sannleikurinn upp fyrir mér. Þetta var alls ekki Gisli Halldórsson, og þvi siður ópera, þetta var messa hjá söfnuði, sem kennir sig við borgina Filadelfiu,- og presturinn var að segja mér aö fara til helvitis. Út af þessu er mér nöldur i hug. Þrennt var það ööru fremur i boðskap þessarar messu, sem vakti mér angur,- hið fyrsta hef ég þegar minnst á, þe. fordæmingin og útskúfunaráráttan. Um þann andlega styrk, sem þvilikt veitir, þeim sem eru ekki sterkir á svellinu, ætla ég ekki að fjölnöldra, þvi miður eru Filadelfiumenn ekki einir um að gauka sliku sælgæti aö litil- mögnum, það gera margir i svokölluðum „ekki sértrúar- söfnuðum.” Enda var það svo, aö ég fór ekki að sperra eyrun að marki, fyrr en guðs- maðurinn tók að hnýta i þau þau aumu djöfulsins börn, sem kenna náttúrufræði i skólum landsins og halda þvi fram, að maðurinn sé kominn af öpum. Þar skildist mér, að guðsmaðurinn væri fyrst og fremst að reyna að uppræta Darwinsvillu, en vissi þó ekki gerla, hver hún var, þvi eftir þvi sem ég bezt veit, þá hélt Darwin gamli þvi hvergi fram, að við værum af- komendur apa, hann lét sér nægja, að segja, að apar i sinni núverandi mynd, — já og mannskepnan lika ættu sam- eiginlegan forföður, — hinn týnda hlekk. Þaö sem guðs- maðurinn vildi að kennt yrði, var sú gamla bibliuhégilja, að guð hafi skapað heiminn á sex dögum og að maðurinn sé sjálfsmynd hans. Og hvilik sjálfsmynd! Með hárviska hér og þar um annars snoðinn skrokkinn, höktandi áfram á tveimur fótum með úrkynjaö- ar framfótarleifar lafandi nið- ur með siðunum, — og auk þesseitt eðlisgrimmasta kvik- indi, sem á jörðinni tórir, á- vallt tilbúið til að slátra ná- unga sinum og ef ekki það, þá að fordæma hann i helvitis- kvalir og eilifan eld. Merkur er hann sá guð, sem gerir slika sjálfsmynd!!! Og svo beit guðsmaðurinn höfuðiö hraustlega af skömm- inni i lok messunnar, þar sem aliir voru beðnir að biðja fyrir Israelsmönnum i striði þeirra við Araba. Biðja fyrir guðs út- valinni þjóð i baráttunni við heiöingjadjöfla og villutrúar- hunda. Og þar með opnaði messugerðin fyrir sinu rétta eðli. Israelsmenn, sem eru studdir af guðseiginlendingum eru góðir og réttlátir, sama hvað þeir drepa og pina marga Arabahunda, fyrir þeim skal beðið, ekki hinum, enda styðja Rússar þá, og allir vita hvert leið þeirra liggur að enduðu jarðlífi. Ææææ fögur ertu friðarhugsjón, — og óóóó mikil er blessun hins trúaða, og æææ og óóó hvað það er nú gott aö hafa fundið þann guð, sem hallast á sveif með ísra- elsmönnum en ekki Aröbum, — og að vita sjálfan sig i eigin persónu frelsaðan i HONUM. Einu sinni var til kall, sem hét Matthias Jochumsson. Hann orti sálm, þar sem hann biður fyrir striðandi lýði. Hann biður guð sinn um likn fyrir striðandi lýð, — að þvi er virðist án tillits til þess, hvort það eru heiðingjar eða guðsút- valdir. Ósköp held ég að hann hefði orðiö hissa, ef hann hefði fengið að vita, að hann átti að biðja fyrir öðrum aðilanum i þvi striði, sem nú er verið að semja vopnahlé i. Og nú spyr ég i minni fáfræði, af hverju finnst mér endilega, að ég hafi séð þetta sjónarmið i Mogga allt frá þvi að ég barði það blað fyrst augum, það merka málgagn frelsis og friðar? Af hverju datt mér Moggi i hug, þegar guðsútvalinn Filadelfi- ingurinn sagði mér hvað ég væri vondur og hvar ég ætti heima? Og af hverju fannst mérendilega, að það væri ver- ið að boða mér það, að náðar- skaut guðs og Sjálfstæðis- flokkurinn væri eitt og það sama og a.m.k. tveir aðilar Framhald á bls. 14 Fyrirspurn VQF Jón Asgeir Sigurðsson sendir eftirfarandi frá Berlin og biður bjóðviljann birta: Fyrirspurn til Einars Agústssonar utanrikisráðherra: 1. Hver er opinber afstaða rikis- stjórnar lslands til átakanna i löndunum fyrir botni Miöjaröarhafs (Austurlöndum nær)? 2. Nixon Bandarikjaforseti hefur opinberlega tilkynnt að vænta megi hernaðarlegrar ihlutunar Bandarikjanna i nefndum átökum. Hefur rikis- stjórn Islands verið tilkynnt um þetta, með tilliti til þess að Bandarikin og tsland eru NATO-aðildarriki? Telur utan- rikisráðherra þessa væntanlegu hernaðarihlutun Bandarikjanna koma NATO við? Ef ekki, hversvegna? 3. Hver er opinber afstaöa rikis- stjórnar Islands til valdaránsins i Chile? Hefur rikisstjórnin stjórnmálasamband við núver- andi „stjórnvöld” i Chile? Verður pólitiskum flótta- mönnum frá Chile veitt hæli á tslandi, ef þeir óska? Jón Asgeir Sigurðsson, Vestur-Berlin Poppið Nýlega las ég i lesendadálki blaðsins stutta grein (sennilega simaviðtal!) um rikisútvarpið, þ.e.a.s. þátt Jóns B. Gunn- laugssonar og svar hans vegna vissrar hljómplötu sem tón- listardeild stofnunarinnar virðist hafa sett i „bann” —. Ekki veit ég hvaða reglur gilda um þessa hluti, en þykist þó vita að stofnunin (rikisút- varpið) er ekki skyldug til að leika hvað sem er, þótt gefið hafi verið út á hljómplötu og um beðið af einhverjum hlustanda. — Hitt er svo annað mál, að starfsmenn tónlistardeildar hafa enga heimild til að eyði- leggja visvitandi þær hljóm- plötur sem keyptar eru fyrir „opinbert” fé og seldar eru i verslunum án nokkurra vand- ræða. Slika iðju ber mönnum að stunda i heimahúsum, — helst heima hjá sér. — Annars verð ég að segja aö út- varpið hefur i seinni tið, aðal- lega sl. 1-2 ár, komið mjög til móts við unga fólkið hvað efni við kemur. Fjöldinn allur er af popp-þáttum, svo eitthvað sé nefnt, og klukkutimaþáttur m- ánaöarlega fyrir ungt fólk (og aðra) þar sem ungu listafólki gefst kostur á að koma fram. A ég hér við þáttinn „A listabraut- inni” sem oftast er fluttur á sunnudögum. Má með sanni segja að ungu fólki hafi aldrei áður verið gert jafn hátt undir höfði og nú, — og ber að fagna. Með kveðju, Arni Sigurðsson kennari

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.