Þjóðviljinn - 26.10.1973, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 26.10.1973, Qupperneq 5
Föstudagur 26. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Á vinnustaöa- fundi MFA Menningar- og fræðslusamband al- þýðu og Listasafn ASÍ gegusst i dyrradag fyrir þriðja vinnu- staðafundinum, sem þessir aðilar hafa haldið i haust. Var fundurinn að þessu sinni haldinn i vist- legum vinnuskúr Byggingarsamvinnu- félags atvinnubifreiða- stjóra (BSAB) við Asparfell i Breiðholti III. Fundurinn hófst við lok há- degismatartimans. Hafði verið komið fyrir málverkum frá Listasafni ASl i vinnuskúrnum, og voru þarna mættir, auk þeirra sem vinna hjá BSAB, fulltrúar frá MFA, Listasafni ASI og frá Trésmiðafélagi Reykjavikur og Verkamanna- félaginu Dagsbrún. Hannes Helgason trésmiður kynnti atriði fundarins. Þeir Jón Snorri Þorleifsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavikur, og Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, kynntu starfsemi þeirra verkalýðsfélaga sem þeir eru i fyrirsvari fyrir. Þar næst sungu tveir leikarar i gerfi trúða, þeir Kjartan Ragnarsson og Sigmundur örn Arngrimsson, óð tileinkaðan hinum fullkomnu samskiptum verkamannsins og forstjórans, og fluttu siðan leikþátt eftir Vé- stein Lúðviksson um þá sömu menn og óðurinn fjallaði um. Þá var dreift á fundinum fyrsta eintaki af Vinnunni sem hefur komið út siðan 1966. Þessu næst talaði Stefán Ögmundsson um Menningar-og fræðslusamband alþýðu, en að ávarpi hans loknu lögðu fundar- menn fram fyrirspurnir og hófust þá nokkrar umræður. t þeim umræðum upplýsti Stefán að á vegum MFA væru starfandi 4 fræðsluhópa og störfuðu þeir 6 kvöld hver. Þá sagði Stefán að þessi fundur og aðrir honum likir væru eitt af þvi sem MFA hefði kjörið sér að vinna að bæði með það fyrir augum að færa listina til fólksins og svo að gefa verka- fólki kost á að hitta forystumenn sinna stéttarfélaga á vinnustað og ræða við þá. „Verkalýðsfélögin þurfa sjálf að leggja sitt til menningar- askana, en ekki að eftirláta eignastéttinni það einni”, sagði Stefán. Þeir Jón Snorri Þorleifsson og Guðmundur J. Guðmundsson svöruðu fyrirspurnum um verkalýðsmál og kjara- samningana á komandi vetri og einnig harðri ádeilu á forystu verkalýðshreyfingarinnar fyrir Guðmundur J. útskýrir fyrir fundarmönnum starfssvið Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. (Ljósm. A.K.) Séöi andlit atvinnurekandans Sigga, og bak vinar hans, verkamannsins Sigga. (Ljósm. A.K.) SAMSIGLING MENNINGAR- OG YERKALÝÐSMÁLA að vera einangruð frá verka- fólkinu. Um einangrun forystu verka- lýsðhreyfingarinna sagði Guð mundur J. meðal annars: „Hvaðan koma mennirnir i stjórnir og ráð verkalýðsfélag- anna, sem i flestum tilvikum er kosið til árlega? Ég veit ekki betur en þeir komi beint af vinnustöðunum. Einn félagi i stjórn Dagsbrúnar er til að mynda starfandi á þessum vinnustað.”. Að lokum þakkaði Sigurður Flosason, formaður BSAB, gestunum fyrir komuna. Var ekki annað að heyra á fundar mönnum en þeim hafi þótl vel til takast með þennan fund. Blaðið hafði stutt viðtal við Baldur óskarsson, starfsmann MFA, og spurði hann nánar út i þennan þátt starfsemi Mh"A. Sagði Baldur að þetta væri þriðji vinnustaðafundurinn, sem haldinn væri. Hinir hefðu verið í Héðni og Stálsmiðjunni. Bjóst Baldur við að einhverjir fundir yrðu haldnir i næstu viku, og komið hefði til tals að koma upp slikum fundum úti á landi, td. i Vestmannaeyjum, en óskir frá vinnustöðum um slika fundi væru að berast, og hefði þessi fundur hjá BSAB verið haldinn að ósk þeirra sem þar vinna. Fengju starfsmenn BSAB laun greidd meðan fundur stæði. „Markmiðið með þessum fundum okkar er að ná til fólksins á vinnustöðunum sagði Baldur, ,,og kynna þvi starf verkalýðshreyfingarinnar og MFA. Þetta hefur tekist vel, þvi á þessum fundum höfum við fegið margar góðar ábendingar og góð ráð, og á hverjum fundi hafa orðið talsveröar umræður um verkalýðs- og menningar- mál.” UÞ Er bankinn viðriðinn Votmúlahneykslið? Kosningar um Votmúlagreifadœmi á sunnudag A sunnudag ganga Sélfossbúar til atkvæða um það hvort þeir vilja samþykkja eða hafna þvi að hreppsfélagið kaupi cyðijörðina Votmúla i Sandvikurhreppi fyrir :t0 milljónir króna. Kaup- samningurinn sem meirihluti hreppsnefndar gerði við lög- fræðing nokkurn f.h. jarðar- eiganda er frægur orðinn. Hann táknar, ef hann næði fram að ganga, rrieiri uppsprengingu jarðarverðs sem dæmi eru til um hér áður. Menn hafa árangurslaust beðið eftir einhverri haldbærri skýringu sem kynni að réttlæta þessi viðskipti hjá samnings- aðilum.. Andstæðingar þessa kaupsamnings hafa bent á að sá meirihluti sem knúði fram samþykkt samningsins með bola- brögðum á hreppsnefndarfundi 22. ágúst s.l., er hlutkestismeiri- hluti, og hæpnari eða veikari meirihluti er ekki til i neinni sveitarstjórn. Þeim mun óskiljanlegra er það ofurkapp sem þessi meirihluti' leggur á þessi óhagkvæmu kaup. Bent hefur verið á að jörðin Austurkot sem er næsta jörð við Votmúla en með allgóðum byggingum, var i fyrra seld á 2 1/2 milljón króna. Landstærð jarðanna er svipuð, þannig að samkvæmt þessu hefur jarðarverð i Miðflóanum 11- faldast á einu ári. Einnig hefur skilmerkilega verið sýnt fram á að iandbúnaður á Islandi verður gjörsamlega óraunhæfur, ef hækkun jarðaverðs verður slik sem i Votúlasamningnum felst. Þáttur Búnaðarbankans i þessu máli er dularfullur og óupplýstur, en engum dylst að hann er drjúgur. Blaðið Þjóðólfur sem gefið er út á Selfossi segir svo s.l. laugardag: „Sögusagnir ganga um allt land er sýna fram á óeðlileg afskipti Búnaðarbanka fslands i málinu, ef sannar eru. Selfoss og raunar þjóðin öll á heimtingu á að vita um sannleiksgildi þeirra. Það er krafa Selfossbúa að þingmenn Suðurlandskjördæmis fari fram á, að Alþingi láti fara fram rannsókn á hlutdeild banka- stjóra Búnaðarbankans i kaupum þessum”. Minningarspjöld barnaspítalasjóðs Hringsins fást á eftirtöldum stöðum: Blómabúðinni Blómið Hafnar- stræti 16, Skartgripaverslun- um Jóhannesar Norðfjörð Laugavegi 5 og Hverfisgötu 49, Þorsteinsbúð Snorrabraut 60, Vesturbæjarapóteki, Garðsapóteki, Háaleitisapó- teki, Kópavogsapóteki, Lyfja- búð Breiðholts Arnarbakka 4-6 og i Bókabúð Olivers i Hafnar- firði

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.