Þjóðviljinn - 26.10.1973, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Cr ávarpi séra Jakobs Jónssonar
Vegna Hallgrímsmessu
Ilallgrimsmessan, sem veröur
á laugardaginn kemur, hefir farið
fram árlega i nærfellt þrjá ára-
tugi. Nú er 299. ártiðardagur séra
Hallgrims. Og væri nú tilvalið að
gera eitthvað til að stuðla að þvi,
að 300. ártiðin beri þann svip, sem
til er ætlast. Látum þvi Hall-
grimsmessuna á laugardaginn
minna oss á, að Hallgrimskirkja
þarf aö vera sem lengst komin
næsta haust — og án hennar er
enginn svipur yfir islenzkri þjóð-
hátið, með fullri virðingu fyrir
öllu öðru.
Vakin skal sérstök athygli á
þvi, að Hallgrimsmessan á
laugardaginn hefst kl. 5 e.h.Sira
Ragnar Fjalar Lárusson predik-
ar, en dr. Jakob Jónsson þjónar
fyrir altari. Kristinn Hallsson
óperusöngvari syngur hinn forna
,,Te Deum ’-sálm ásamt söng-
flokk kirkjunnar. Að lokinni guðs-
þjónustunni mun borgarstjórinn i
Reykjavik, Birgir Isleifur
Gunnarsson flytja ávarp Við út-
göngudyr verður samskotum til
kirkjunnar veill viðtaka.
Jakob Jónsson.
Teikningin af blóðgjöfinni
er úr bresku blaði, en sú af
þeim vinunum N og B i sjó-
manni er úr frönsku blaði.
Blóð-
læknar
fara í
sjómann
Hildarleikurinn i Austur-
löndum nær verður blaða-
teiknurum um allan heim til-
efni til þess að sýna getu
sina. Og ótrúlega margir sjá
þá Nixon og Brésnéf í for-
grunni átakanna. Þeir láta
israelsmenn og Araba
berjast til siðasta manns ef
þeim býður svo við að horfa.
Þeir fara i sjómann og
krcista þá i sinum stóru
krumlum án þess að taka
eftir hinum litlu peðum.
Staðreynd er að i striði
ísraelsmanna og Araba er
notuð nýjasta hertækni frá
báðum þessum kumpánum,
og það jafnvægi sem menn
þykjast greina milli hinna
striðandi aðila er ekkert
annað en valdajafnvægi milli
Washington og Moskvu.
Hver er Halder Camera
— og hversvegna er gengið framhjá honum
við veitingu friðarverðlauna Nóbels?
Norska Nóbel-nefndin hefur
enn þá einu sinni valdið deilum
með kjöri sinu á friðarverð-
launahafa ársins.
„Aftenposten” i Osló, hið stóra
borgaralega blað, lét svo um
mælt, að það velja Henry
Kissinger untanrikisráðherra
Bandarikjanna og Le Duc Tho
aðalsamningamenn Norður-
Vietnams hefði skapað ,,ofsa-
lega gagnrýni um allan heim”.
„Daily Telegraph”, stórblað
breskra ihaldsmanna, var svo
kaldhæðnislegt að lýsa þvi yfir,
að það hefði verið á valdi bæði
Bandarikjanna og Norður-
Vietnams að ljúka striðinu á
miðjum siðas liðnum áratug.
Þvi væri úthlutun friðarverð-
launanna nú til þessara tveggja
stjórnarerindreka álíka við-
eigandi, og það hefði verið að
sæma þá Adolf Hitler og Ne-
ville Chaberlain verðlaununum
að gerðu Miinchen-samkomu-
laginu árið 1938. Um úthlutun
verðlaunanna til Kissingers reit
stærsta ihaldsblað Danmerkur,
„Berlingske Tidende ,,Það
vekur bæði undrun og gremju að
heiðraður skuli fulltrúi þess
rikis sem er höfuðábyrgt fyrir
hinu langa og enn ekki fulllokna
Vietnam-striði”.
Nóbel-nefndin hefur enn einu
sinni sýnt það, að hún gerir val
verðlaunahafa miklu erfiðara
en það þyrfti að réttu lagi að
vera. Á siðari árum hefur verið
unnt að benda á einn áberandi
persónuleika meðal þeirra sem
gerðar hafa verið tillögur um til
nefndarinnar, en nefndin hefur
greinilega látið á sér skilja að
hún teldi þann mann ekki
sæmdarinnar verðan. 1 fyrra
bárust mjög böndin að þessum
manni, en þá lét nefndin það
undirhöfuðleggjast að ' úthluta
nokkrum verðlaunum. Enginn
taldist þeirra verður.L Það
að láta verðlaununum óúthlutað
vakti mikla gagnrýni i norskum
blöðum, og bentu þau á þann
mann sem bar höfuð og herðar
yfir alla hina sem gerð var
uppástunga um: Erkibiskupinn
Domllelder Canarafrá Brasiliu.
Það hefur verið gengið fram
hjá Helder Camara fjórða árið i
röö. Árið 1970 var bent á hann —
kaþólskan biskup — af 5. heims-
móti lútherstrúarmanna og Al-
þjóðasamtökum verkalýðsins i
Briissel. En þá fékkk hinn
norsk-ættaði bandariski búfræð-
ingur Norman E. Borlaug verð-
launin. Það var i tilefni af hinni
svokölluðu „grænu byltingu” i
vanþróuðum löndum, sem hann
hafði beitt sér mjög fyrir, en
hún er umdeild og hefur skapað
mörg vandamál. Sá næsti sem
hlaut friðarverðlaunin var Willy
Brandt kanslari Vestur-Þýska-
lands.
Sænski uppfinningamaðurinn
Alfred Nobel, höfundur dýna-
mitsins, gerði á sinum tima
heldur stuttaralega grein fyrir
þvi, hvers konar fólk hann taldi
að ætti að fá þessi verðlaun:
„Friðarverðlaunin skulu ganga
til þess, sem hefur starfað mest
eða best að eflingu bróðurþels
Pistill eftir
Halldór
Sigurðsson
milli þjóðanna og til að afnema
fastaheri eða draga úr þeim, svo
og við að koma á friðarþingum
eða gera þau almenn”. Þetta
gætum við tekið saman svona:
Nóbel óskaði eftir þvi að þeir
menn skyldu njóta sómans sem
af hugsjónaástæðum hafa unnið
að þvi að efla skilning milli
þjóða, frið og afvopnun.
P'áir nútimamenn hafa sýnt
meiri þolinmæði, gáfur og vilja-
þrek til að fara eftir kröfum
Nóbels heldur en erkibiskupinn i
Recife-Olinda i Norðaustur-
Brasiliu. Það hefur m.a. komið
fram á árlegum ferðalögum
hans til allra heimshiuta þar
sem hann hefur fylgt boðorði
Sófóklesar: „Hver er dráps-
maðurinn? hvert fórnarlambið?
Talið'.”. Helder Camara, 64ra
ára að aldri, talar máli fátækra
manna og kúgaðra, og hann hef-
ur gert það með þeim kjarki og
mælsku sem hefur gert hann að
einum fremsta fulltrúa fyrir tvo
þriðju hluta mannkyns, eða þess
sem nefnist þriðji heimurinn.
„Hlutverk mitt”, sagði hann
mér i samtali fyrir tveim mán-
uðum, „er að vinna að friði. Án
réttlætis vinnst enginn friður.
Þess vegna verðum við að vinna
að þvi að skapa réttlæti i hverri
sveit, i hverju héraöi, á hverju
meginlandi og um allan heim.
Oréttlætið i arðráni auðugra
manna á þeim látæku i Brasiliu,
er ekki nema hluti stærri heild-
ar, þar sem auöugri heimurinn
arðrænir þann fátæka, vanþró-
uðu löndin”.
Helder Camara er ofsóttur af
herforingjastjórninni i Brasiliu
(2 af nánustu samverkamönn-
um hans sitja um þessar mundir
i fangelsi, og stjórnin hefur til-
kynnt páfagarði, að hún „geti
ekki tryggt öryggi hans”), og
hann lætur að þvi liggja i einka-
viðræðum, að friðarverðlaun
Nóbels væri ein mesta hugsan-
lega uppörvun i garð þeirra sem
vinna að meira öryggi og rétt-
læti i heiminum, og jafnframt
kæmi þá alvarleg viðvörun til
þeirra sem vinna;gegn slikum
markmiðum. En hann bætti við:
,,Hin mikla fyrirmynd min,
Gandhi, dó án þess að hafa
nokkru sinni fengið þessi verð-
laun”.
Sé farið yfir lista um þá sem
hlotið hafa friðarverðlaun Nób-
els, kemur i ljós að Nóbel-nefnd-
in hefur aðeins tvisvar sinnum
farið út fyrir Vestur-lönd. 1
fyrra skiptið var það 1936, þegar
Argentinumaðurinn Saavedra-
Lamas hlaut þau fyrir að miðla
málum i hinu blóðuga striði
milli Bóliviu og Paraguay. t sið-
ara skiptið hlaut suður-afriski
ættarhöfðinginn Albert Luthuli
þau árið 1960.
Þeir limm nefndarmenn sem
veita friðarverðlaun Nóbels eru
sjálfir valdir af vissri stjórn-
málanefnd Stórþingsins. Þingið
gerir siðan ekkert annað en
staðfesta skipan nefndarinnar.
Skipan nefndarinnar einkennist
hvorki aí æsku né hugmynda- i
flugi. I henni sitja helst nokkrir
gamalgrónir þingmenn og til
viðbótareinn til tveir embættis-
menn (helst lögfræðingur og
sagnfræðingur).
Þess vegna má ekki búast við
öðru en niðurstöðum af hefð-
bundnum hyggindum. Gandhi
var ekki þóknanlegur af þvi að
hann vann á móti nýlenduveldi
Breta. Helder Camara er ekki
þóknanlegur — það er sagt að
Brasiliustjórn hafi þegar árið
1970 haft sendimann i Osló til að
tilkynna nefndinni.að tilnefning
erkibiskupsins yrði litin giska
alvarlegum augum.
Nóbels-verðlaun eru sæmdar-
auki á alþjóðlegan mælikvarða.
Úthlutun þeirra á ekki að leggja
á herðar fólki sem er eins fjarri
almenningsálitinu i heiminum
og Nóbel-nefndin i Osló er.
„Arbeiderbladet” málgagn
jafnaðarmanna i Osló, skrifaði i
fyrra þegar þá var gengið fram
hjá Helder Camara: „Ætli sé
ekki kominn timi til þess að
ræða alvarlega um stöðu Nóbel-
nefndarinnar og vinnubrögð
hennar”.
Halldór Sigurðsson.
mmmmmmmmmmm