Þjóðviljinn - 26.10.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.10.1973, Blaðsíða 11
Föstudagur 26. október ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Takmarkalaus sigurvilji Athyglisverð tilraun Þessi glæsilega mynd er frá knattspyrnukappleik i Sovét- rikjunum og auk þess aö vera sérstaklega glæsileg ljós- mynd, þá minnti hún okkur á þaö alvarlega ástand hér á landi og raunar viöar, þegar maöur sér mannfjöldann i hakgrunni myndarinnar. Og vegna þess aö myndin er sovésk, þá má einnig minna á aö þaö cru einmitt Sovétmenn sem hafa tekiö forystu i aö reyna aö auka aösókn aftur aö knattspyrnunni. Þeir hafa borið fram nokkrar tillögur á alþjóðaþingum knattspyrnu- manna um aö breyta knatt- spyrnulögunum á þann veg aö fleiri mörk verði skoruð I leikjum og reyna með þvi aö auka áhuga manna aftur á knattspyrnunni. Þessar tillögur þeirra hafa ekki enn fengiö nægilegan hljómgrunn meðal manna og þvi tóku þeir sjálfir að reyna nokkrar af þessum breyting- um. Má þar fyrst nefna aö þegar knattspyrnutimabiliö hófst i april si. i Sovétrikjunum var ákveðið að engum leik i deilda rkeppninni gæti lokiö meö jafntefli. Ef jafnt var að venjulegum leiktima loknum varö að framlengja og siöan ef enn var jafnt, þá vitaspyrnu- keppni. Þetta er þekkt úr bikarkeppni en hefur ekki áð- ur verið reynt i deildarkeppni. Þá var og ákveöiö aö gefa stig fyrir skoruö mörk, auk stiganna tveggja sem fengust fyrir að vinna leikinn eins og alls staöar er. Keppnistimabilinu i Sovét- rikjunum er mú að ljúka, en þeir hvila yfir hásumariö og leika heldur ekki yfir hávetur- inn. Þaö gæti verið fröðlegt aö fá aö vita hvernig þessar til- raunir þeirra til auka aösókn- ina að leikjunum hafa tekist og hvort þetta er ef til vill þaö sem koma skal. —S.dór færði íslenska unglingaliðinu sigurinn — Þaö tókst. Islenska ung- lingalandsliðið er komið áfram i lokakeppni EM unglinga i knatt- spyrnu með þvi að sigra Ira 3:2 i siðari leik liðanna i gærkveldi og sá sigur var svo sannarlega verö- skuldaður. Hafi nokkurt lið unnið fyrir sætum sigri þá er það þetta lið i gærkveldi. Irska liðið, skipað eintómum atvinnumönnum, var vissulega betur leikandi lið og leikmenn þess kunnu meira fyrir sér á flestum sviðum knattspyrn- unnar, en takmarkalaus sigur- vilji islenska liðsins var þeim ofurefli, enda næsta fágætt að sjá slikan sigurvilja hjá’ islenskum liðum. Við stæðum áreiðanlega framar á iþróttasviðinu ef allir islenskir iþróttamenn berðust af slikum fidonskrafti sem islenska liðið gerði i gærkveldi. Þessi mikli baráttuvilji islenska liðsins kom Irunum greinilega mjög á óvart og þeir áttu ekkert svar við þessum ósköpum. Jafnvel reyndir at- vinnumenn eins og Arsenal-leik- maðurinn Brady, sem lék með Arsenal i ensku deildarkeppninni sl. laugardag.fékk ekkert að gert. Það gat ekki liðið á löngu þar til þessi kraftur bar árangur. A 21. minútu var dæmd hornspyrna á irska iiðið. Gunnlaugur Kristfinnsson, einn besti maður islenska liðsins, gaf vel fyrir markið og fyrirliðinn Janus Guð- laugsson kom aðvifandi úr mið- varðarstöðunni og skoraði glæsi- lega með föstu skoti. Aðeins 11 minútum siðar bætti svo besti maður islenska liösins, sá eini sem var i sama gæðaflokki knattspyrnulega og irsku at- vinnumennirnir, Kristinn Björnss., öðru markinu við. Hann fylgdi vel á eftir og komst i sendingu til markvarðar frá hinum fræga Brady. Þannig var svo staðan i leik- hléi. Á 15. min. siðari hálfleiks bætti Kristinn 3ja markinu við. •Hann fékk góðan stungubolta inn- fyrir irsku vörnina og skoraði glæsilega 3:0. Undir lok leiksins var islenska liðið búið með úthaldið og trarnir tóku að sækja stift. A 22. min. s.h. skoraði miðvörðurinn Kilkelly fyrra mark þeirra eftir varnar- mistök i islensku vörninni og á 30. Framhald á bls. 14 irski markmaöurimi hjargaði oft snilldarlega. Úrslit úr síðasta Miklatúnshlaupi Árm. 2. Miklatúnshlaup Ármanns á þessum vetri fór fram laugardag- inn 20. október ki. 16.00 I ágætis veðri. U, 40 börn og unglingar kepptu og luku hlaupinu með sóma. tJrslit I einstökum flokkum urðu þessi: Keppendur f. 1960 og fyrr. 1. fl. Drengir: (hlupu lengri leiðina) 1. Asgeir Þór Eiríksson 2:48,0 min. 2. Óskar Thorarensen 2:54,0 min. 3. Hafsteinn óskarsson 3:08,0 min. 4. Jón B. Gunnarsson 3:15,0 min. 5. Hlynur Vigfússon 3:25,0 min. 6. Grétar Melsted 3:29,0 min. 7. Helgi Indriðason 3:47,0 min. 8. Jóhann Jónasson 4:11,0 min. Stúlkur (styttri leiðin) 1. Guörún Stefánsdóttir 2:20,0 min. Keppendur f. 1961 og 1962. 2. fl. Drengir: 1. Birgir Jóakimsson 2:14,0 min. 2. Georg Magnússon 2:20,0 min. 3. Þorsteinn Ingimarsson 2:23,0 mín. 4. Eyjólfur Þórðarson 2:24,0 min. 5—6. Albert Sigurðsson 2:28,0 min. 5—6. Ólafur Indriðason 2:28,0 min. 7. Viðar Egilsson 2:41,0 min. 8—9. Aðalsteinn Loftsson 2:49,0 min. 8—9. Kristinn Hrafnsson 2:49.0 min. Stúlkur: 1. Ingibjörg Guðbrandsdóttir 2:15,0 m!n. 2. Sólveig Pálsdóttir 2:21,0 min. 3. Katrin Sveinsdóttir 2:22,0 min. 4—5. Marta Valgeirsdóttir 2:26,0 min. 4—5. Sólveig Sveinsdóttir 2:26,0 min. Sigrún Harðardóttir 2:28,0 min. 7. Birna Björnsdóttir 3:08,0 min. Keppendur f. 1963 og 1964. 3. fl. Drengir: 1. Guðjón Ragnarsson 2:19,0 min. 2. Einar Már Gunnarsson 2:25,0 min. 3. Bergsveinn Ólafsson 2:31,0 min. 4. Brjánn Ingason 2:36,0 min. 5. Bernhard Petersen 2:41,0 min. 6. Lárus Lárusson 2:43,0 min. 7. Jón Sk. Indriöason 2:48,0 min. 8. Benedikt Jónasson 2:00.0 min. Stúlkur: 1. Eyrún Ragnarsdóttir 2:33,0 min. 2. Rannveig Rúnarsdóttir 2:40,0 min. 3. Maria Lárusdóttir 2:45,0 min. Keppendur f. 1965 og siðar. 4. fl. 1. Stefán Harðarson 2:51,0 min. 2. Sigurður Frederiksson 3:05,0 min. Ef veður leyfir verður hlaupið i þriðja sinn i vetur laugardaginn 17. nóvember á sama tima, kl. 16. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.