Þjóðviljinn - 31.10.1973, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 31. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Stœkkun lands-
hafnar
i Þorlákshöfn
Fram-
kvœmdir
í undir-
búningi
Útlit er fyrir að stækkún
landshafnarinnar i Þorláks-
höfn hefjist i mars eða april á
næsta ári en undirbúnings-
rannsóknir og framkvæmdir
eru þegar hafnar. Er nú verið
að rannsaka grjótnámu i ná-
grenni Þorlákshafnar með
væntanlega uppfyllingu i
huga. Talið er að stækkun
hafnarinnar taki 3 ár.
Hér hefur verið sæmilegur
afli undanfarið, en gæftir
stopular. Mjög mikil atvinna
er i Þorlákshöfn nú og hefur
svo verið i allt sumar. Mun
vart fyrr hafa verið jafn mikil
atvinna i þorpinu og það sem
af er þessu ári.
—Þ.S.
Nýr hafnar-
stjóri í
Þorlákshöfn
Nýr hafnarstjóri hefur verið
skipaður við landshöfnina i
Þorlákshöfn og tók hann til
starfa 1. okt. sl. Heitir hann
Sigurður Jónsson, áður starfs-
maður landhelgisgæslunnar.
Nýja hafnarstjórans biðu
mörg verkefni úrlausnar og
hófst hann þegar handa um
byggingu húss yfir bilvog
hafnarinnar, loftskeytastöð-
ina, húsnæði fyrir bryggju-
verðina og skrifstofu hafnar-
stjórans, en öll starfsemi
þessara aðila hefur verið rek-
in i mjög ófullkomnu húsnæði
og það svo, að jaðraði við
neyðarástand á siðustu ver-
tiö.
—Þ.S.
Hamranesmálið:
Senn er að
vœnta
úrskurðar
saksóknara
Hamranesmáliö svokallaða
hefur legið hjá saksóknara
siðan i sumar að bæjarfógeta-
cmbættið i Hafnarfirði sendi
það þangað eftir árs legu hjá
embættinu i Hafnarfirði.
i gær fengum við þær fréttir
hjá saksóknaraembættinu að
innan tiðar yrði tekin ákvörð-
un um hvað gcrt skuli i mál-
inu, og er úrskurðarins að
vænta innan skamms.
Þá spurðum við einnig um
hvað liði úrskurði i oliu-ó-
happsmálinu við Klöpp sem
átti sér stað i sumar, og var
þvisvarað til að það lægi hjá
siglingamálastofnuninni og
væri beðið eftir umsögn henn-
ar.
—S.dór
Talið frá vinstri: Böðvar, Kristinn, Kristin og Kjartan.
Fyrsta „siðdegisstund” vetrar-
ins hjá Leikfélagi Reykjavíkur
verður á morgun, fimmtudag, og
hefst kl. 17.15. Þar munu þau
Kristin ólafsdóttir, Böðvar
Guðmundsson, Kristinn
Sigmundsson og Kjartan
Ragnarsson syngja um Hug-
sjónahetjur og Hversdagshetjur
við ljóð eftir örn Arnarson, Davið
Stefánsson, Jóhannes úr Kötlum,
Stein Steinarr, Grim Thomsen og
Böðvar Guðmundsson. Lögin eru
ymist frumsamin af flytjendum
eða þjóðlög. Þá er einkar
skcmmtilegur flutningur hópsins
á Sfðasta blóminu eftir Magnús
Asgeirsson, en inn á milli verður
brugðið upp myndum James
Thurber úr bókinni.
Þessi siðdegisstund verður ekki
endurtekin nema fólk, sem er að
vinna á þessum tíma, hafi áhuga
á að hlýða á dagskrána á öðrum
tima, og mun LR kanna það sér-
staklega.
Siðdegisstund verður fyrsta
fimmtudag i hverjum mánuði, og
verður næst leikrænn flutningur á
smásögum eftir Alfred Daudet og
þarnæst flutningur á Heljar-
slóðarorrustu.
Inngangseyrir er aðeins 200
krónur.
John Miles
Band Set
r
til Islands
i dag, miðvikudag, kemur hing-
að hljómsveitin Jolin Miles Band
Set og mun leika á hljómleikum i
Austurbæjarbiói aunað kvöld.
Auk Jolin Miles Band Set koma
fram á hljónileikunum hljóm-
sveitirnar Capricórn og Júdas.
John Miles er viðurkenndur
listamaður i heimalandi sinu,
Englandi, og leikur jöfnum hönd-
um á pianó og gitar. Hljómsveitin
flytur frumsamið efni. Út hafa
komið talsvert margar litlar plöt-
ur með John Miles, og fer vegur
hans stöðugt vaxandi. Er óhætt að
fullyrða, að hér er á ferðinni at-
hyglisverð hljómsveit.
John Miles Band Set er á samn-
ingi hjá hinu góðkunna hljóm-
plötu- og útgáfufyrirtæki Orange,
en það fyrirtæki liefur m.a. á
stefnuskrá sinni að gera islenska
listamenn heimsfræga. Þeir
Magnús og Jóhann,eða hljóm-
sveitin Change, er á samningi hjá
Orange. Auk þess hefur áðurnefnt
fyrirtæki tekið að sér að gefa út
tvær litlar plötur með Magnúsi
Kjartanssyni, með lögum sem
tekin verða af væntanlegri LP-
plötu hans.
Capricorn hefur skemmt lands-
miinnum um tveggja vikna skeið
og ætti ekki að þurfa að fjölyrða
um hljómsveitina, sem þegar hel'-
ur hlotið talsverða kynningu i
fjölmiðlum.
Forsala aðgöngumiða að
hljómleikunum i dag og á morgun
'er'i Facó Laugavegi 89 og i Hljóð-
færaverslun Sigriðar Helgadóttur
Skólamáltiðir
og samfelld
skóladvöl
Borgarráð hefur sam-
þykkt að taka upp við-
ræður við rikið um
kostnaðarskiptingu
vegna ráðstafana varð-
andi samfeldni i skóla-
dvöl barna, ef ákvaðnar
yrðu.
Einsog áður hefur verið sagt
frá i Þjóðviljanum var gerð sl.
vetur ýtarleg könnun á möguleik-
um á samfeldni i skóladvöl og þá
m.a. á skólamáltiðum af ein-
hverju tagi. Var jafnframt gerð
kostnaðaráætlun með þrem mis-
munandi möguleikum. Benedikt
Gunnarsson tæknifræðingur geröi
þessa athugun á vegum fræðslu-
ráðs borgarinnar.
Þegar þáverandi formaður
fræðsluráðs, Kristján J.
Gunnarsson, kynnti þessa könnun
i borgarstjórn, voru einu við-
brögðin af meirihlutans hálfu
upphrópanir Alberts Guðmunds-
sonar um sósialisma og foreldra,
sem ekki nenntu að hugsa um
börnin sin. Samþykkt borgarráðs
nú bendir þvi vonandi til að
a.m.k. einhver vilji sé fyrir hendi
um athugun á málinu.
—vh
Loftur Baldvinsson er nú búinn
aö selja Norðursjávarsild fyrir
rúmar 60 miljónir króna, og nú er
heildaraflaverðmætið komið yfir
1 miljarð, en siðasta vika var á-
gæt hjá flotanum: aflinn var 3.174
lestir og aflaverðmætið rúmar 90
miljónir. Faxaborg GK var með
bestu söluna, seldi 186,9 lestir fyr-
ir 5.2 miljónir króna. Sjá nánar
skýrslu i blaðinu á morgun.
Lán til hafna
á Suðurlandi
Hinn 26. þ.m. var
undirritaður i Washing-
ton samningur um lán
að upphæð 7 milj.
Bandarikjadollara, milli
fjármálaráðherra f.h.
rikissjóðs og Alþjóða-
bankans.
Lán þetta er veitt i þvi skyni að
greiða erlendan hluta kostnaðar
við endurbætur og stækkanir á
þremur höfnum á Suðurlandi,
Grindavik, Þorlákshöfn og Höfn I
Hornafirði, til þess að draga úr
efnahagslegum afleiðingum af
jarðeldunum i Heimaey og auð-
velda móttöku á afla af flota
Vestmannaeyinga á meðan á
uppbyggingu Vestmannaeyja
stendur. Heildarkostnaður er'
áætlaður sem svarar 11,3 milj.
Bandarikjadollurum.
Jóhannes Nordal, seðlabanka-
stjóri, undirritaði lánssamning-
inn i umboði Halldórs E. Sigurðs-
sonar, fjármálaráðherra.
Lánsupphæðin er 7 milj.
Bandarikjadollarar og er lánið til
15 ára með 7 1/4% vöxtum.
Fyrstu fjögur ár lánstimans er
lánið afborgunarlaust.
Lánssamningurinn tekur ekki
gildi fyrr en Alþingi hefir sam-
þykkt lög, er heimili lántökuna.
(Fréttatilkynning
frá fjármálaráðuneytinu)
TIMARIT
MALS
OG
MENNINGAB
Efni:
Sigfús Daðason og
Jakob Benediktsson:
Kristinn E. Andrésson
Herbert Marcuse:
Siðfræði og bylting
Vésteinn Lúðvíksson:
Siðlausar sálir þinga
Þórbergur Þórðarson:
Bréf til Kristinar Guðmundardóttur
Þórður Sigtryggsson:
Mennt er máttur
Thomas Mann:
Örðug stund
Sira Jakob Jónsson:
Ásatrú og kristindómur
Sigurveig Guðmundsdóttir:
Sigriður Einars frá Munaðarnesi
Roger Bernos:
Gjaldeyriskreppan og forræði
Bandarikjanna
Haraldur Jóhannsson:
Alþjóðlegi bankinn
Ljóð
eftir Rilke, Vilborgu Dagbjartsdóttur,
Dag, Pjetur Hafstein
Umsagnir um bækur
eftir Geirlaug Magnússon, Jón
Sigurðsson, Siglaug Brynleifsson
Mál og menning, Laugavegi 18