Þjóðviljinn - 31.10.1973, Page 5
Miðvikudagur 31. októbcr 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Alþýðubandalagið í Reykjavik
Fulltrúar á
flokksráðsfund
Guðlaugur Þorvaldsson
prófessor
Verður
Guðlaugur
Háskóla-
rektor?
í þriþættu prófkjöri i lláskólan-
um i gær reyndist Guðlaugur Þor-
valdsson prófessor hafa mestu
fylgi að fagna i öllum atkvæða-
greiðslum.
1 háskólaráði fékk Guðlaugur 22
atkv. í fyrsta sæti, 17 i 2. sæti og 7 i
þriðja sæti. Þór Vifhjálmsson
hlaut i sömu röð 19, 6 og 5 atkv.
Jónatan Þórmundsson fékk 4, 2 og
1 og Sigurður Lindal 3, 1 og 8. A
hvern atkvæðaseðil voru skrifuð
þrjú nöfn i háskólaráði.
I prófkjöri stúdenta hlaut Guð-
laugur einnig langflest stig eða
830, Ólafur Ragnar Grimsson
hlaut 345 og Þór Vilhjálmsson 231.
í Félagi háskólakennara voru
greidd atkvæði á sama hátt og i
háskólaráði. Þar fékk Guðlaugur
9atkv. i fyrsta sæti, 4 i 2. sæti og 4
i 3. sæti. Jónatan Þórmundsson
hlaut 4, 2 og 1 og Sigurður Lindal
3, 1 og 8.
Háskólaráð skal endanlega
kjósa rektor hinn 10. nóvember.
Atkvæðisrétt hafa þá væntanlega
Framhald á bls. 14
A aðalfundi Alþýðubandalags-
ins i Reykjavik hinn 25. okt. sl.
voru kosnir eftirtaidir fulltrúar á
flokksráðsfund Alþýðubanda-
lagsins sem haldinn verður um
næstu helgi:
Aðalfulltrúar:
Alfheiður Ingadóttir
Arnmundur Backmann
Brynjólfur Bjarnason
Einar Olgeirsson
Erla E. Ársælsdóttir
Gestur Guðmundsson
Gils Guðmundsson
Guðjón Jónsson
Guðmundur Hjartarson
Guðmundur Magnússon
Guðmundur Vigfússon
Gunnar Guttormsson
Haukur Helgason
Jón Timótheusson
Kjartan Ólafsson
Magnús Kjartansson
Margrét Guðnadóttir
Mörður Arnason
Óttar Proppé
Páll Bergþórsson
Sigurður Magnússon
Sigurjón Pétursson
Snorri Jónsson
Stefán Sigfússon
Svava Jakobsdóttir
Svavar Gestsson
Tryggvi Þór Aðalsteinsson
Þór Vigfússon
Sjómaður
drukknar
Ungur sjómaður frá Stykkis-
hólmi drukknaði i höfninni i
Ólafsvik um helgina. Hann hét
Svanur Kristinsson og var aðeins
24 ára gamall. Svanur heitinn var
skipverji á vélbátnum Ólafi
Bjarnasyni. Vitað var, að hann
kom um borð á sunnudagskvöld,
en hans var saknað er báturinn
hélt I róður á mánudagsmorgun.
Svanur var ókvæntur, en lætur
eftir sig eitt barn. Kafari fann lik-
ið i höfninni, og hefur það verið
sent til Reykjavikur til krufning-
ar.
Þorsteinn Vilhjálmsson
Þröstur ólafsson
Framhald á bls. 14
Áhugahóp*
ar hjá
BSRB
Sú nýbreytni verður tekin upp i
haustáætlun um fræðslustarf
BSRB, að stofnað verður til
þriggja áhugamannahópa, sem
kynna sér og gera greinargerð
um tiltekin málefni. Hóparnir
halda fundi vikulega og hefja
starf i næstu viku (6.-9. nóvem-
ber) og er verkefnaskipting
þessi:
Vísitölumál verða á dagskrá á
þriðjudögum.
Fjallað verður um skattamálá
miðvikudögum.
I.ifeyrissjóðsinál eru verkefnin
á föstudögum.
Hver hópur ákveður nánar
fundatimann, sem verður eftir
vinnutima eða á kvöldin á skrif-
stofu BSRB, Laugavegi 172. Starf
hópanna er ætlað sem undirbún-
ingur fyrir sérstaka ráðstefnu um
mál þessi siðar i vetur, sennilega
að Munaðarnesi.
Fræðslunefnd bandalagsins
væntir þess, að ýmsir þeir, sem
gegna trúnaðarstörfum á vegum
samtakanna og áhugamenn i
þessum efnum sjái sér þess kost
að taka þátt i einhverjum þessara
starfshópa. 1 hverjum þeirra
verða meðal þátttakenda menn
úr forustu BSRB.
Þá er i þessari viku að hefjast
félagsmálanámskeið.sem verður
fyrst 5 kvöld (mánudaga eða
fimmtudaga) i Reykjavik og sið-
an um helgi uppi i Munaðarnesi.
Þetta er þriðja námskeiðið þess-
arar tegundar, sem BSRB gengst
fyrir, og hafa þegar tilkynnt þátt-
töku um 40 manns.
AF BÁKNINU
Eru nefndakóngarnir vinnu■
svikahrappar eða ofurmenni?
Það er vonum seinna að i
blaðinu birtast skrif upp úr
hinni gagnmerku bók Stjórn-
um, nefndum og ráðum rikis-
ins 1972, þvi um hálfur mánuð-
ur mun vera liðinn siðan hún
kom út. Til þess að bæta hér
um munum við fara nokkuð
ýtarlega ofan i kverið og birta
úr þvi nokkra dálka með upp-
lýsingum.
Heildarfjöldi nefnda starf-
andi árið 1972 var 440, en kom-
inn niður i 335 um áramót. 1
þessum nefndum störfuðu 2097
menn, og ritarar nefndanna
voru 42 talsins. Um áramótin
hafði nefndarmönnum fækkað
um rúmlega 400 og voru þá
orðnir 1650 og nefndarritarar
33.
Laun til allra þessara
nefnda urðu 49,9 miljónir og
annar kostnaður af þeim 10,7
miljónir, en heildarkostnaður
af öllu farganinu 60,6 miljónir.
Flestar nefndir voru á veg-
um menntamálaráðuneytisins
eða 126 og kostnaður við þær
11,3 miljónir. Fæstar voru
nefndirnar hins vegar i utan-
rikisráðuneytinu 8 talsins, og
kostuðu 1,3 miljónir.
Af þeim tæplega 50 miljón-
um, sem fóru i launagreiðslur
fyrir nefndastörf fóru 3 mil-
jónir 241,8 þúsund krónur til 6
tekjuhæstu nefndakónganna.
Athyglisvert er, að af þess-
um 6 hæstu nefndarmönnum
eru fimm opinberir starfs-
menn i hæstu launaflokkum.
Þessir menn eru og fengu svo
mikið fyrir nefndarstörf:
Jóhannes Nordal seðla-
bankastjóri 621,9 þúsund kr.
Jón Sigurðsson ráðuneytis-
stjóri 590,8 þúsund kr.
Jón Sigurðsson hagrann-
sóknarstjóri 568,8 þúsund kr.
Ólafur Björnsson prófessor
498,3 þúsund krónur.
Guðlaugur Þorvaldsson
prófessor 454,6 þúsund kr.
Við þetta yfirlit hljóta að
vakna ýmsar spurningar, eins
og til dæmis: Er tviborgað
fyrir sum verk,sem unnin eru,
þannig að sumt af greiddum
nefndarstörfum f y 1 g i
embættisverkum fastráðinna
embættismanna? Kemur ekki
þessi gegndarlausa nefndar-
vinna opinberra hálauna-
manna niður á aðalstarfinu?
Eða er aðalstarfið, i þessu til-
viki bankastjórastarf, pró-
fessorsstarf, eða ráðuneytis-
starf, svo litið starf að hægt sé
að vinna sér inn tvöföld verka-
mannalaun jafnframt þeim án
þess að það komi niður á aðal-
starfinu?
Eða eigum við tslendingar
máske svona mikið af ofur-
mennum?
Af þeim 36 mönnum, sem
háía meir en 200 þúsund krón-
ur i nefndartekjur á árinu 1972
eru 24 skipaðir og ráðnir opin-
berir starfsmenn auk þeirra
sem teljast opinberir starfs-
menn en eru til þess kjörnir,
svo sem þingmenn.
Af þessum 24 ráðnu opin-
beru starfsmönnum eru 4
bankastjórar og 10 stjórar úr
ráðuneytum.
Og áður en við sláum botn-
inn i þetta i dag, er sjálfsagt
og eðlilegt að skýra frá þvi, að
eini bankastjórinn sem sæti á
á alþingi, Magnús Jónsson
fyrrum ráðherra, vann sér inn
auk þingstarfa og banka-
stjórastarfa, 237 þúsund krón-
ur fyrir nefndastörf sl. ár, og
ekki finnst honum enn nóg að
gert, blessuðum, þvi nú situr
hann allsherjarþing Samein-
uðu þjóðanna, mitt i öllum
önnum, og verður frá i nokkr-
ar vikur.
—úþ
Sýning
Þórdfs Tryggvadóttir opnaði á
laugardag niálverkasýningu i
Iiogasal Þjóðminjasafnsins og
sýnir þar oliumálverk, blý-
ants- og krítarteikningar —
samtals 39 verk. Sýningin ber
þaðin.a. mcð sér að Þórdis
befur dálæti á þjóðsagna-
mótffum. Um leið og við birt-
um liér mynd af Þórdisi og
tvcim verkum liennar á sýu-
inguiini, liiðjum við hana af-
sökunar á þvi, að texti með
inynd af lienni l’éll niður i blað-
inu i gær.
(hjósm. A.K.)
Trampler með
Sinfóníunni
Okku Kamu frá Finnlandi stjórnar
Sinfóníuhljómsveitinni
3. reglulegu tónleikar
hljómsveitarinnar á
þessu starfsári verða á
morgun, og kemur þar
fram sem einleikari á
lágfiðlu WALTER
TRAMPLER, og leikur
viólukonsert Béla Bar-
tóks. Walter Trampler
er þýskur að uppruna og
var þegar orðinn þekkt-
ur i heimalandi sinu, er
hann fluttist til Banda-
rikjanna i byrjun siðari
heimsstyrjaldar. Hann
er i dag einn virtasti lág-
firðluleikari i heimi
fyrir frábæra leikni og
næma túlkun.
Stjórnandi verður hinn ungi
finnski hljómsveitarsljóri OKKO
KAMU, sem heimsækir okkur nú i
annað sinn, en hann stjórnaði tón-
leikum hljómsveitarinnar 24. mai
siðastl. Má teljast mikill fengur
að fá Okku Kamu hingað öðru
sinni, þar sem hann er meðal
eftirsóttustu hljómsveitarstjóra
eftir að hann vann Karajan-verð-
laun fyrir hljómsveitarstjórn, þá
aðeins rúmlega tvitugur.
A efnisskránni á tónleikunum
verða bessi verk, auk viólukon-
serls Bartóks: Forleikur að óper-
unni Don Giovanni eftir Mozart
og Sinfónia nr. 1 eftir Brahms.
Eftirprentanir á
tveim myndum
Eggerts Guðmundss.
i tilefni af 1100 ára afmæli is-
landsbvggðar á næsta ári hefur
Eggert Guðmundsson iistmálari
málað tvær þjóðlifsmyndir fyrir
llörpuútgáfuna á Akranesi. Fyrri
myndin nefnisl „Vörin” og sýnir
sjómenn viö störf og báta i vör.
11 in myndin heitir „Heyannir” og
þar er fólk við heyvinnu eins og
hún tiðkaðist á fyrstu tugum
þessarar aldar.
Útgefandi hefur látið gera eftir-
prentanir til sölu af myndum
þessum. Báðar myndirnar eru lit-
greindar og unnar i Kassagerð
Reykjavikur. óhætt er að full-
yrða, að verk þetta hefur tekist
frábærlega vel, og er mikill feng-
ur að fá listaverk Eggerts Guð-
mundssonar unnin svo vel sem
hér hefur til tekist. Þarf ekki að
efa að margir munu senda vinum
og ættingjum heima og erlendis
þessar þjóðlegu myndir að gjöf i
tilefni þjóðhátiðarársins.
GERIR EITT STlICJll ^ SAMVINNUBANKINN RT