Þjóðviljinn - 31.10.1973, Page 10

Þjóðviljinn - 31.10.1973, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. október 1973. Reykjavíkurmótið í handknattleik: Valur og Fram leika til úrslita í kvöld Víkingur — Þróttur leika þáeinnigum 5.og ö.sætið i kvöld fara fram tveir síðustu leikirnir í Reykja- víkurmótinu í handknatt- leik, en þá leika Víkingur og Þróttur um 5. og 6. sætið i mótinu og strax á eftir leika svo sigurvegararnir úr riðlunum, Fram og Valur, til úrslita i mótinu. Fyrri leikurinn hefst kl. 20 en sá siðari um kl. 21. Þvi miður hefur Reykjavíkur- mótið orðið svipminna nú en flest undanfarin ár og má eflaust kenna riðla- skiptingunni þar mest um en eins hinu, að mótið hefur verið slitið svo leiðinlegai sundur að liðið hefur á þriðju viku milli leikja. En nú er sem sé komið að úrslitum og ætti leikkvöldið i kvöld að geta orðið hið skemmtilegasta. Fyrri leikurinn verður eins og áður segir á milii Vikings og Þróttar, sem leika um 5. og 6. sæti mótsins. Eftir öllum sólar- merkjum að dæma ætti að vera nokkurn veginn vist að Vikingur með eina 7 landsliðsmenn beri sigur úr býtum. En á hitt verður einnig að lita, að það sem af er mótinu hefur Vikings-liðiö heldur litið sýnt af þvi sem búist var viö af þvi. Hinsvegar hefur Þróttur sýnt mjög góða leiki og bitið fast frá sór, einkanlega þó i vörninni og sjálfsagt veitir ekki af i kvöld gegn stórskyttuliði Vikings. Siðari leikurinn, milli Fram og Vals um Reykjavíkurmeistaratit- ilinn, ætti að geta oröiö skemmti- legur. Fram hefur verið i mun sterkari riðli en Valur og oft sýnt stórgóða ieiki. Vals-liðið verður alls ekki dæmt af leikjum sinum i mótinu, en landsliðsmenn Vals hala sýnt i landsleikium okkar i haust að þeir hafa sjaldan verið betri og frammistaða þeirra gegn Gummersbach hér heima sannaði okkur að liðið verður mjög sterkt i vetur. En um úrslit leiksins er engin leið að spá. Hitt er hinsvegar öruggt aö þessi tvö lið munu taka þátt i toppbaráttunni i 1. deildar- keppni tslandsmótsins i vetur, það hafa þau sýnt i leikjum sinum i haust. Þess má svo aö lokum geta að 1. deildarkeppnin hefst eftir viku eöa miðvikudaginn 7. nóvember og þá mætast Valur og Vikingur i fyrsta leik mótsins. Hér fer á eftir lokastaðan i riölum Reykjavikurmótsins: A. 1. Fram 3 0 0 53-41 6 stig 2. t.R. 2 0 1 51-50 4 stig 3. Vikingur 1 0 2 46-47 2 stig 4. Ármann 0 0 3 34-46 0 Stig B 1. Valur 3 0 0 61-34 6 stig 2. K.R. 1 1 1 53-51 3 stig 3. Þróttur 0 -2 1 48-53 2 Stig 4. Fylkir 0 1 2 40-64 1 stig Siglingasamband innan ÍSÍ stofnað Þau gleðilegu tiðindi hafa gerst, að siglingaiþróttinni hefur loks veriö sýndur sá sómi sem henni ber. Stofnað hefur verið Siglingasamband tslands og er það eitt af sér iþróttasamböndum innan tSÍ. Sambandið var stofnað fimmtudaginn 25. október sl. i húsakynnum tSl. Þar voru lögð fram drög að lögum Siglinga- sambands tslands og þau sam- þykkt með nokkrum breytingum. Siglingasambandið er 15. sér- sambandið innan tSl og stofn- aðilar þess eru: tBR UMSK tBA HSÞ IBH Kjörin var stjórn fyrir Siglinga- sambandið en hana skipa Jón Ármann Héðinsson,formaður, og meðstjórnendur:Ari Bergmann Einarsson , Gunnar Hilmarsson, Stefán Sigtr.vggsson , Rúnar Steinsen. Varamenn: Daniel Friðriksson , Gunnar Hallsson , Pétur Th. Pétursson. Endurskoð- endur: Stefán Stephensen , Árni Friðriksson. Gisli Klöndal er nú sem óðast að komast isitt gamla góöa form eftir þrálát meiðsli ihné. Hann verður án efa hættulegur Fram-vörninni i kvöld. Hví fá hinir yngri ekki tækifæri á NM? I.andslið okkar i badminton, scm mæta á Finnum i lands- keppni 11». nóv. nk. og taka þátt i Norðuriandamótinu daginn eftir i Finnlandi, hefur verið valið fyrir nokkru. Nú er það svo aö hadminton hefur ekki veriö hávær iþróttagrein i frcttum fjölmiðla um iþróttir hér á landi undanfarin ár. og þess vegna finnst eflaust einhverjum skrýtið að nú skuli alit i einu farið að deila á val landsiiös i þessari grein. Þar kemur þó fleira en eitt til. t fyrsta lagi er vaknaður mikill áhugi á badminton, þannig að fleiri og fleiri eru nú einmitt farnir að ræða um badminton, æfingar, keppni og val liða. Og það er ekki bara meðal almenn- ings, heldur einnig á iþrótta- siðum dagblaðanna. þar sem badminton hefur, sem betur fer. fengið æ meira rúm að undan- förnu. En hvað er þá að vali lands- liðsins sem mæta á Finnum? Kannski er ekkert að valinu, breiddin er ekki það mikil i islenskum badminton að um marga sé að velja. Og þó. Að minu áliti hefur verið gerð ein mjög stór skyssa við val liðsins. Hún er sú að þegar um álika sterka menn er að ræða eru þeir eldri teknir fram yfir þá yngri. Mennirnir sem eru um það bil að kveðja og stóðu fyrir nokkrum árum á hátindi getu sinnar eru teknir fram yfir þá yngri sem eru að taka við en vantar reynslu, en þó umfram allt að fá tækifæri til að sjá bestu badminton-menn leika sem völ erá (Danina) og læra af þeim. t þessu sambandi hef ég einkum tvo unga menn i huga og þá i allra fyrsta lagi Reyni Þorsteinsson KR, sem lagði tvo landsliðsmenn að velli með miklum glæsibrag i opna mótinu á sunnudaginn og er hik- laust i fremstu röð badminton- leikara okkar. Það jaðrar við hneyksli að Reynir skuli ekki vera i liðinu, hvort sem við tökum tillit til þess sjónarmiðs að láta þann yngri keppa ef velja þarf um tvo jafna eða ekki. Hinn maðurinn sem ég hef i huga er Helgi Benediktsson. Helgi er mjög ungur og stórefni- legur badmintonleikari og ætti hiklaust að vera i liðinu. þótt ekki væri til annars en að fá að læra af þeim stóru á NM. Munurinn á honum og flestum eldri mönnunum i liðinu er ekki EF GRANNT ER SKOÐAÐ það mikill að slikt myndi ekki borga sig, ef litið er til fram- tiðarinnar, og myndi alls ekki hafa neina úrslitaþýðingu varðandi landskeppnina, sem við eigum þó möguleika á að vinna. Þótt margir vilji yngja upp i iþróttum aðeins yngingarinnar vegna.og ef til vill hef ég i eina tið verið þeirrar skoðunar, en hef sem betur fer lært af reynsl- unni i þvi efni, þá horfir hér öðru visi við. t landsliðinu nú eru menn rétt við eða um fertugt. Og við getum eflaust öll verið sammála um, að það sé ekki besti aldur badmintonleikara. Eigi að siður gæti val þeirra verið afsakanlegt ef langt bil væri milli þeirra og yngri mannanna og þá ættu þeir eldri skilyrðislaust að vera i liðinu. En þegar biiið er ekki fyrir hendi (eins og með Reyni Þor- steinsson) og það er jafn litið og raun ber vitni með Helga Benediktsson, þá hefði, að minu áliti, hiklaust átt að velja þá frekar og án umhugsunar. Hér hefur orðið leiðinlegt slys sem ef til vill verður aldrei bætt. —Sdór Islandsmótið í körfuknattleik hefst um næstu helgi Keppni 1. og 2. deildar i islandsmótinu i körfuknattleik liefst um næstu lielgi. Það verða ÍMA og UBK sem leika norður á Akureyrii 2. deild á laugardaginn en á Seltjarnarnesi leika i 1. deild Valur-HSK og ÍS-UMFS. Siðan heldur keppnin áfram á sunnudag og þá leika i 1. deild UMFS-iR i Njarðvikum og UMFN-Armann á sama stað. Einnig veröur leikið i 2. og 3. deild á sunnudag en ekki liel'ur áður verið keppt i 3. deild i körfu- knattleik hér á landi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.