Þjóðviljinn - 31.10.1973, Page 13

Þjóðviljinn - 31.10.1973, Page 13
Miðvikudagur 31. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 POULÖRUM: BOÐORÐIÐ 25 strákar. Einhvern veginn var eins og hann væri ekki aðeins eftir á mannauðu býlinu, heldur væri hann og hefði alltaf verið aleinn i heiminum, óháður nokkurri manneskju og honum væri hjart- anlega sama. En samt sem áður voru eins konar tengsl á milli okkar og það var ómögulegt að bera kala til hans þegar hann brosti og sagði: — Þetta var svo sem ágætt meðan á þvi stóð, eða hvað Johs? En nú ertu sem sé að fara. — Já, ég er að leggja af stað. — Allt i lagi, rúllaðu þá, sagði hann og fór aftur að lesa i heftinu áður en ég var búinn að loka á eft- ir mér. 16 — Nú hefurðu heyrt sameigin- lega ævisögu okkar Alex — allt fram að kaflanum sem nú er að liða,sagði ég. —Mér þætti gaman að vita hvernig.... En það kemur i ljós þegar hann skriður saman. Ég dauðsá samstundis eftir að hafa sagt þetta. En ég hafði svo lengi setið og létt á hjart minu við Marianne, að það var næstum að komast upp i vana. Hún sagði: — Hverju getur hann tekið upp á gagnvart okkur? Johs, ég er hrædd við þennan mann. bað er aldrei að vita með hann, eða hvað? Ég hlaut að hafa sagt þetta oft- ar en einu sinni. Nú var hún farin aö segja það lika. Ég reyndi að slá þvi upp i gaman með þvi að vitna i orð hennar sjálfrar: — Það er óþarfi að vera hrædd við hann. Hann virðist ósköp notalegur og aðlaðandi... — Hættu þessu, Johs! — Við getum haldið i hemilinn á honum. Hann er ekki sami mað- urinn eftir öll þessi ár og það er ég ekki heldur. Ég hef haldið mig innan ramma laganna, en hann hefur áreiðanlega rambað á barmi þeirra. Það gerir maður ekki án þess að það skilji eftir sig merki. Hann er sennilega orðinn háður alls kyns plötuslætti, eins og þegar hefur komið i ljós. En það stoðar ekki við mig i annað sinn... Trúði ég á þetta sjálfur? Ég sagði það til að róa Marianne og lika til að róa sjálfan mig. Alex yrði aldrei háður einu eða neinu. bað var mér öldungis ljóst. Og ég vissi lika að enginn myndi komast upp með að snúa á hann. Það var sá maður sem Marianne var hrædd við. Og það var ég lika innst inni. — Það er eitt sem ég get ekki hætt að hugsa um, sagði hún. — Þennan dag sem hún var myrt... Það var ekki aðeins Alex sem valdaði þig, eins og þú segir. Þú valdaðir hann lika. — Já, það var gagnkvæm fjar- vistarsönnun. — En hann var þarna, aleinn á býlinu áður en þú komst. Hann hefði haft tækifæri til... að gera það. — Af hverju hefði hann átt að gera það? Hann var ekkert spenntur fyrir Virginiu og hún ekki af honum. — En þú hefur hugsað um þetta, Johs? — Já, ég bægði þessari hugsun æðioft frá mér á sinum tima. Hún var of fráleit og auk þess — hvað hefði ég átt að gera i málinu, þótt það hefði verið rétt? — Hvað áttu við? — Ef ég hefði haldið að hann hefði gert það, hefði ég þá átt að fara til lögreglunnar og ljósta upp um hann? Þegar hann var búinn að bjarga mér frá ákæru og allt var orðið rólegt. — Ljósta upp! sagði hún. — Þetta skil ég ekki. — Nei, það er vist ekki hægt að skilja það, sagði ég og enn vottaði fyrir raddhreimnum frá þvi i gamla daga — talsmáta náung- ans sem ég hafði verið og var aldrei langt undan. — En við vor- um þrátt fyrir allt eins konar félagar. Og maður verður ekki sögusmetta i þeim göfuga til- gangi að hinn aðilinn fái ævilangt fangelsi. Og hvað myndi það svo sem stoða. Ekki hefði það vakið hana til lifsins aftur. Marianne sat þögul og gat ekki fylgt mér eftir og mér var ekki unnt að útskýra þetta nánar. Það var ekki nóg með að Virginia væri dáin. Hún var dáin mér, rétt eins og hún hefði aldrei verið til... þótt það lýsti þessu ekki til fulls held- ur. Ég gat ekki komið henni i skilning um það og reyndar ekki sjálfum mér heldur. En þannig var það. — Það er annað mál, sagði ég. — En það var alls ekki til um- ræðu. Alex bjargaði mér úr klipu... — Og hann fékk það vel borgað, sagði hún. — Vinnur þú á pósthúsinu fyrir ekki neitt? Tekurðu ekki við þvi sem þú getur fengið? — Nei, heyrðu iLig nú, sagði hún. — Þú ætlar þó ekki að bera saman... — Ekki það? Það er litill munur á skit og kúk i... heiminum. Ég hafði ætlað að segja: i ykkar heimi. en ég áttaði mig i tima og hélt áfram þrjóskulega: — Hver og einn hirðir þau laun sem hann getur fengið, og. ef starfið er áhættusamt, reynir hann að fá alla þá uppbót sem hann á kost á. Er það ekki nokk- urn veginn hið sama? — Auðvitað má lita þannig á það! Það var að heyra að henni fynd- ist allt annað. Ég brosti til henn- ar. — Er það nú vist? — Johs, við megum ekki fara að rifast. —• Nei, það megum við ekki. Það er lika of áliðið til þess að við getum gert eitthvað að gagni i málinu. Sérðu hvað klukkan er orðin. Hún var orðin fjórðung yfir tvö. — Við skulum koma i rúmið, sagði ég. — Og reyndar skal ég viðurkenna að hann féfletti mig ferlega þarna i gamla daga. En það var nú þá. Hann kæmist ekki upp með moðreyk ef hann reyndi eitthvað viðlika núna. Við fórum i rúmið. — Ég er samt hrædd, sagði hún þegar við lágum i myrkrinu. — Taktu utan- um mig, Johs. Ég tók utanum hana og við höfðum aldrei verið svo nátengd hvort öðru og elskast svo heitt og innilega. Aður en við sofnuðum flaug mér i hug, að þetta ætti ég eiginlega Alex aö þakka. 17 Það var ekki sérlega alvarlegur heilahristingur serú Alex hafði fengið. Það var ekki liðinn nema hálfur mánuður þegar hann var aftur kominn á stjá. Ég hefði vel getað hugsað mér, að Mark hefði verið þunghentari við hann þegar hann sótti átta þúsundin — eða öllu heldur sjö þúsund og fimm hundruð — á hótelherbergið, þvi að þetta var besti hálfi mánuður- inn i lifi minu — lifi okkar. Við höfðum aldrei verið eins nátengd hvort öðru og eftir að ég létti á hjarta minu — að svo miklu leyti sem hægt er að gera það — við Marianne um þá fortið sem hafði staðið á milli okkar eins og skuggi. Að visu var nú annar skuggi framundan. Þaö voru áhyggjurnar yfir þvi á hverju við ættum von af Alexar hálfu, þegar hann kæmi af sjúkrahúsinu. En það vorum við saman um og það tengdi okkur enn nánar i stað þess að skál ja okkur að. — Hvað ætlarðu að gera þegar hann kemur aftur, Johs? — Ég ætla ekki að gera neitt. lialda mér við samninginn sem við gerðum illu heilli. — En ef hann heldur þvi fram, að þú eða Mark hafi tekið pening- ana af honum... að þú hafir fengið Mark til að gera þetta? — Þá neita ég þvi einfaldlega. — En ef hann heldur það samt? — bað er ekki nóg aö halda það, eða hvað? Ég vissi betur. Alex hafði alltaf látið sér nægja það sem hann hélt sjálfur. Það skipti meira máli en það sem aðrir vissu. En það var ástæðulaust að baka Marianne frekari áhyggjur. En annars töluðum við ekki mikið um hann þesssar tvær vik- ur. Við höfðum meiri áhuga hvort á öðru og vorum saman allar okk- ar fristundir. A hverju kvöldi ók hún með mér út á suðurströndina, þar sem ég óð út i og leit eftir laxanetinu. Það kom i það horn- fiskur og lúra, en aðeins einn ein- asti lax og ekki sérlega stór held- ur. En það var gott að eiga þetta net til að vitja um og það var notalegt að vita af henni uppi á ströndinni á meöan, þar sem hún rölti um og leitaði að rafi. Eitt kvöldið fann hún stórt stykki með fljúgandi skordýri innani — þann- ig leit það út að minnsta kosti: eins og það hefði festst i gullnum klumpunum meðan það sveif um á gegnsæjum vængjum.' Orsmi’ð- urinn fullyrti að það væri vor- fulga. Ég hafði notfært mér fingrafimi æsku minnar til að stela því af henni án þess að hún SATT BEST AÐ SEGJA stjórnarinnar á sinum tima. Vegna pólitiskrar stöðu sinnar, buðust honum og fjölmörg tæki- færi framan af til að gera veru- legt gagn. En hann var ekki i stakkinn búinn og lágkúran og skrumið náði yfirhöndinni, smátt og smátt. 1 eldhúsdagsumræðunum um daginn sveiflaði hann sér út úr- tómarúmi stefnuleysisins og gerði lýðum ljóst, að nú hefði hann fundið sér hæfilegt og verð- ugt hlutverk i islenskri pólitik, að hann og hans spaka lið hefði tileinkað sér hugmyndafræði skattleysingjans. Glistrup íslands Pólitik undanfarinna ára hefur haft uppá marga skemmtilega tilburði að bjóða. Margir hafa t.d. fylgst með þvi af töluverðum áhuga hversu prófessor Bjarna Guðnasyni hefur á tveim árum tekist á yfirskilvitlegan hátt aö tapa hverri vigstöðunni af annarri á alþingi og glutra bókstaflega niður allri pólitiskri stöðu sinni. Ég er ekki i minnsta vafa um að i upphafi ól prófessor Bjarni með sér vissar pólitfskar hugsjónir. sem m .a. iýsa sér i þvi að hann átti þátt i myndun vinstri Það er alltaf gleðiefni, þegar menn ná landi eftir hrakningar, en ég vil minna „vinstri” mann- inn prófessor Bjarna Guðna og allt hans harðsnúna lið á það, að vinstri stjórnin hefur einsett sér að auka verulega félagsleg umsvif hins opinbera, og slikt verður ekki gert nema meö auknum tekjum rikissjóðs. En Bjarna Guðna til huggunar nær hann vafalaust hljómgrunni á hægra kanti stjórnmálanna i þetta sinn, eins og Glistrup af Danmörku. Miðvikudagur 31. október 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Asdis Skúladóttir endar lestur sögunnar um „Astu litlu lipurtá” eftir Stefán Júliusson( 4). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. (Jr játningum Agústinusar kirkjuföður kl. 10.25. Séra Bolli Gústafsson i Laufási les þýðingu Sigur- björns Einarssonar biskups (1). Kirkjutónlist kl. 10.40. Fréttir kl. 11.00. Morgunt. leikar: I Solisti Vaneti leika Concerto grosso eftir Corelli / Elfriedo Kunschak, Vinzenz Hladky og Maria Hinterleitner leika Divertimento i D-dúr fyrir mandólin og sembal eftir Schlick. / Emmanuel Koch, Paul Lambert og Einleikarasveitin i Liege leika Konsertsinfóniu eftir Stamitz. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.000 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Saga Éldeyjar-lljalta" eftir Guðmund G. Ilagalin. Höfundur les (2) 15.00 Miðdegistónleikar: is- lenz.k tónlist. a. Kvintett fyrir blásara eftir Jón G. Asgeirsson. Blásarakvintett Tónlistarskólans leikur. b. „Alþýðuvisur um ástina” eftir Gunnar Keyni Sveins- son. Söngflokkur undir stjórn höfundar syngur. c. ,, Esja”, sinfónia i f-moll eftir Karl O. ltunólfsson. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur, Bohdan Wodiczko stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurlregnir. 16.25 Popphornið. 17.10 (Jtvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt” eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les (2) 17.30 Frainbuðarkennsla bréfaskóla SÍS og ASÍ. Spænska. Kennari: Magnus G. Jónsson. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 verður- fregnir. 18.55 Tilkynningar Veðurspá. Orð af orði. Nýr umræðuþáttur undir stjórn Ölafs Hanniblassonar. 19.45 llúsnæðis- og byggingar- mál. Ólafur Jensson verk- fræðingur sér um þáttinn. 20.00 Kvöldvaka. a. Éinsöngur. Arni Jónsson syngur lög eftir islenzka höfunda. b. Ilaustið 1918. Gunnar Stefánsson les siðasta hluta frásögu Jóns Björnssonar rith. c. Um drauina. Gunnar Bene- diktsson rithöfundur flytur stutt erindi. d. Ljóðmál. Hallgrimur Jónsson frá Ljárskógum fer með frum- ort kvæði. e. Svipasl um á Suðurlandi. Jón K. Hjálmarsson skólastjóri talar við Þórð Tómasson safnvörð i Skógum. f. Kór- söngur. Karlakór Akur- eyrar syngur undir stjórn Askels Jónssonar. Guð- mundur Jóhannsson leikur á pianó. 21.30 Otvarpssagan: „Dverg- urinn” eftir Par Lagcrkvist, i þýöingu Málfriðár Einars- dóttur. Hjörtur Pálsson les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Um ber- afla Bandarikjanna i Kvrópu. Arni Gunnarsson segir frá. 22.35 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir tón- verk frá alþjóðlegri tón- listarhátiö nútimatónskálda i Keykjavik i vor;framhald. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. á\ á\ Miðvikudagur 31. október 18.00 Kötturinn Felix. Stutt teiknimynd. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdótir. 18.10 Skippi. Ástralskur myndflokkur fyrir börn og unglinga. Kappaksturinn. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.35 Gluggar. Breskur fræðsluþátlur með blönduðu efni fyrir börn og unglinga. Þýðandi og þulur Gylfi Gröndal. 18.50 Ungir vcgfarendur. Fræðsluþáttur um umferða- mál fyrir börn á forskóia- aldri. 19.00 lilé. 20.00 Frcttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Lif og fjör i læknadeild. Breskur gamanmynda- flokkur. Éngin ósiðlegheit. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.55 Nýjasta tækni og vísindi. Könnun auðlinda með gervi- tunglum. liöfrungar. Tilbúnir Skýstrokkar. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.25 Mannaveiðar. Bresk framhaldsmynd. 14. þáttur. Loforðið. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. Elni 13. þáltar: Vincent og Jimmy vinna i nælurklúbbi i Bordeaux ásamt Adelaide. l^eir komast á snoðir um, að Gestapo hyggist gera árás á fundarstað andspyrnu- manna, sem er vöru- geymsla i eigu andspyrnu- foringjans, AUards. Þeim mistekst að ná sambandi við Allard, en stúlka, sem með þeim vinnur i klúbbn- um,býðst tilaðfylgja þeim til vöruskálans. Þegar þangað kemur, reynist hún hafaleitt þá i gildruGestapo hefur umkringt staðinn. Vincent segir Jimmy, að hann sé orðinn uppgefinn á stöðugum flótta og biður hann að sjá um að hann komist ekki lifandi i hendur Þjóðverja. Þættinum lauk svo með þvi, að Gestapo- menn handtóku Vincent, en Jimmy tókst ekki að skjóta hann til ólifis. 22.15 Jóga til heilsubótar. Myndaflokkur með kennslu i jógaæfingum. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.30 Ilagskrárlok. Flug Fljúgum til Blönduóss og Siglufjarðar þriðjudaga — fimmtudaga — laugardaga. kl. 1 1 00 f.h Aukaflug til Blönduóss blla mánudaga VÆIMGIR h.f. Simar 26066 — 26060.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.