Þjóðviljinn - 02.11.1973, Side 3
Föstudagur 2. nóvember 1973 ÞJÓÐVILJINN — StDA 3
Trimm-
fundurinn
haldinn
í kvöld
í kvöld kl. 21 hefst i Norræna
húsinu fundur sá um trimm sem
íþróttakennarafélag tslands
gengst fyrir. Fundur þessi er öll-
um opinn, og aö loknum ræiium
frummælenda, sem verða Sigurð-
ur Magnússon úthreiðslustjóri
ÍSÍ og Sigurdór Sigurdórsson
iþróttaf réttamaður, er öilum
frjálst að taka til máls.
Ekki er að efa að fundur þessi
verður hinn fróölegasti, enda
hafa menn ekki verið á eitt sáttir
um framkvæmd trimm-herferð-
arinnar. og um velgengni al-
menningsiþrótta hér á landi.
Sumir segja að allt sé i lagi, aðrir
að ekkert hafi áunnist. Er skorað
á allt áhugafólk um almennings-
iþróttir að mæta og láta i ljós álit
sitt á þessum málum.
Aðeins einn
skósmiður
norðanlands
Blaðið Dagur á Akureyri segir
þær fréttir nýjastar um fækkun i
skósmiðastéttinni að nú sé aðeins
einn starfandi skósmiður á öllu
Norðurlandi. Þaö er heiðursmað-
urinn Oddur Jónsson sem hefur
verkstæði sitt i Brekkugötu 13 á
Akureyri. Oddur er Svarfdæling-
ur að ætt og hefur stundað iðn
sina i meira en hálfa öld.
Nú á timum gróðafiknar og
skattsvika er Oddur orðinn hálf-
gerð þjóðsagnapersóna fyrir lágt
verðlag á vinnu. bykir mörgum
að honum svipi helst til Björns i
Brekkukoti, sem hafði annan
mælikvarða á peninga en bankar
og kaupmenn.
Nýtt verð á
hörpudiski
Verðlagsráö sjávarútvegsins
hefur ákveðið eftirfarandi lág-
marksverö á hörpudiski frá 1.
nóvember til 31. desember 1973:
Hörpudiskur i vinnsluhæfu á-
standi, 7 cm á hæð og yfir, hvert
kg. kr. 12.20.
Verðið miðast við, að selj-
andi skili hörpudiski á flutnings-
tæki við hlið veiöiskips, og skal
hann veginn á bilvog af löggiltum
vigtarmanni á vinnslustaö, og
þess gætt, aö sjór fylgi ekki með.
Verðið miðast við gæða- og
stærðarmat Fiskmats rikisins og
fari gæða- og stærðarflokkun
fram á vinnslustaö.
(Fréttatilk. frá
verðlagsráði sjávarútvegsins)
Gunnars-
rímur
Komnar eru út hjá Isafoldar-
prentsmiðju Rimur af Gunnari á
Hliðarenda eftir Sigurö Breið-
fjörð. Um þessa útgáfu sá Svein-
björn Beinteinsson skáld og alls-
herjargoði.
Gunnarsrimur eru 20 rimur og
hefur Jóhann Briem myndskreytt
þessa útgáfu. Rimurnar orti Sig-
uröur Breiðfjörð veturinn 1836.
Gunnarsrimur eru 6. bindið i
Rimnasafni sem Isafoldarprent-
smiðja gefur út.
Eiðsgranda-
samkeppni
Borgarráð hefur kosið þrjá
menn i dómnefnd til að dæma i
samkeppninni, sem fyrirhuguö er
um húsagerð á Eiðsgranda, þar
sem byggja á keðjuhús og fjöl-
býlishús með stallagerð.
1 dómnefndinni eru Hilmar
Guðlaugsson, Gisli Halldórsson
og Gunngeir Pétursson.
SÝNING á verkum ásmundar
Yfirlitssýning á listaverkum Asmundar Sveinssonar q^yndhöggvara stendur yfir i Lista-
safni rikisins. Aðsókn hefur verið góð, enda er þarna gott tækifæri til að kvnnast verkum
Ásmundar. Langt er siöan sum þeirra hafa komiö fyrir almenningssjónir. Sýningin verð-
ur opin fram i miðjan nóvembcr. (Ljósm. A.K.)
Laxveiðikœran á Vopnafirði:
Málið fellt niður
Laxveiði ísjó við Vopnafjörð enn heimil
Eins og menn eflaust
muna sá maður nokkur í
sumar laxa i frystihúsinu á
Vopnafirði með augljósum
netaförum á. Kærði sá
málið/ og var stuttu siðar
skipaður setudómari í mál-
inu, Freyr ófeigsson frá
Akureyri.
Hóf hann þegar rannsókn, og
kom þá i ljós eftir vitnaleiðslu að
bóndinn á Hámundarstöðum, sem
enn hefur leyfi til laxveiöa i sjó,
hafði lagt þennan lax inn i frysti-
húsið. Voru lögð fram sönnunar-
gögn fyrri þvi að hann hefði lagt
laxinn inn i frystihúsiö.
í bréfi Freys Ófeigssonar til
saksóknara telur hann ekki á-
stæðu til frekari aðgerða i máli
þessu eins og kæru er háttað, og
var málið þar með fellt niður.
Þá var og tekið fyrir annað
mál, sem einnig snertir laxveiði
bóndans á Hámundarstöðum i sjó
frá árinu 1972, en það mál var
einnig fellt niður, en það geröi
saksóknari eftir að hafa fengið i
hendur gögn frá F'rey Ofeigssyni,
sem einnig rannsakaði það mál.
Snerist það um kæru vegna
meints ólöglegs veiðiútbúnaðar.
Bóndinn á Hámundarstöðum
hefur eins og áður segir leyfi til
laxveiða i sjó. Arið 1932 voru sett
lög sem bönnuöu slika veiði, en
nokkrum mönnum sem stundað
höfðu veiði á laxi i sjó var þó gefin
undanþága til að stunda hana á-
fram.enda legðu þeir fram sann-
anir, svo sem skattskýrslur og
fleira, fyrir þvi, að þeir hefðu
stundað þessar veiðar.
Smám saman hefur svo þessi
veiðirettur verið keyptur af þeim,
er hann höfðu, af veiðiféíögum
viðkomandi áa. Mun bóndinn á
Hámundarstöðum vera sá siðasti
hér á landi sem hefur leyfi til lax-
veiða i sjó.
Þess má að lokum geta, að i
bréfinu til saksóknara er bent á
hvort ekki sé ástæða til að kaupa
upp veiðiréttindi bóndans og
myndi veiðiiélag viðkomandi ár
gera það.
—S.dór
Basar í Blindraheimilinu
Basar veröur haldinn I Blindraheimilinu að Hamrahllð 17 laugardaginn 3. nóvember kl. 2.
Þar veröur margt góöra muna, t.d. handavinna blindra og styrktarfélaga, svo sem prjón-
les, púöar og margskonar annar varningur, lukkupakkar, skyndihappdrætti og heima-
bakaðar kökur. Styrktarfélagar standa fyrir basarnum og ágóðinn rennur til nýbygging-
ar blindrafélagsins, Myndin sýnir hluta af þeim varningi sem verður á basarnum.
Ofull-
nœgjandi
eldvamir
a
Hótel
Borg
Eldvarni á Hótel Borg eru
allsendis ófullnægjandi að áliti
slökkviliðsstjóra og eru það
fyrst og fremst reykvarnar-
hurðir sem vantar.
Þetta kom fram á borgar-
ráðsfundi á þriðjudaginn, þar
sem samþykkt var framleng-
ing veitingaleyfis fyrir Hótel
Borg og Hótel Sögu. Mætti
slökkviliðsstjóri á fundinum af
þvi tilefni, en það sem hann á-
taldi i sambandi við eldvarnir
á við hótelið sem slfkt, en ekki
veitingasali. —vh
Hrggjasi
hœtta
tryggingu
innanstokks
muna
Borgarráð ihugar nú að
hætta tryggingu innanstokks
muna og annarra lausafjár-
muna i stofnunum borgarinn-
ar nema við sérstakar aðstæð-
ur, þar sem er um að ræða
mjög dýran búnað, einsog l.d.
á sjúkrahúsum.
Var þetta rætt á siðasta
fundi borgarráðs i sambandi
við greinargerð hagskýrslu-
stjóra borgarinnar um trygg-
ingar á innanstokksmunum,
en þar kemur i ljós, að borgin
tryggirslika muni árlega fyrir
samtals 517 miljónir og nema
iðgjaldagreiðslur 1.625.000
krónum. Tjónagreiöslur hafa
ekki numið nema óverulegri
upphæð, rúmlega 112 þús. kr.
á 4ra ára timabili, frá 1. jan.
1968 til ársloka 1971, eða
tæpum 7% af iðgjaldagreiðsl-
um eins árs.
Aksturs-
greiðslur
r
l
stað
styrkja
1 ráði er að breyt fyrirkomu
lagi á endurgreiðslum fyrir
afnot borgarinnar af bifreið
um i eigu starfsmanna, þannig
að i stað bilastyrkja komi
akstursgreiðslur. Stendur til
að athuga, hve mikið starfs
menn aka raunverulega i þágu
borgarinnar og hefur borgar
ráö i meginatriðum fallist á
greinargerð hagskýrslustjóra
og forstöðumanns Vélamið
stöðvar um þetta efni og falið
þeim að leggja endanlegar til
lögur um málið fyrir borgar
ráö. Er gert ráð fyrir að breyt
ingarnar verði um ármótin
1974-75.