Þjóðviljinn - 02.11.1973, Side 5

Þjóðviljinn - 02.11.1973, Side 5
Föstudagur 2. nóvember 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Flug. félag Læknanemar í verkf all og efna til aðgerða vegna takmörkunar í deildinni Austur- lands- byrjar áœtlunar- flug Flugfélag Austurlands er nú aö auka umsvif sin til muna, en aöalstöövar félagsins eru á Kgilsstaöaflugvelli. Flugfélag Austurlands, sem stofnaö var i fyrra, hefur nú fest kaup á 6-inanna Beech- craft-flugvél frá flugmála- stjórninni. Þetta er tveggja hreyfla vél, en félagiö átti fyrir eina 3ja manna eins- hreyfils flugvél. Nú hefur félagið gefið út vetraráætlun um fastar flug- ferðir frá Egilsstöðum til ým- issa staða á Austurlandi, og eru þær samræmdar flugi Flugfélags tslands milli Egils- staða og Reykjavikur og Akureyrar. Flogið er til Borgarf jarðar á mánudögum, miðvikudögum' og föstudögum. Til Vopna- fjarðar, Bakkafjarðar og Þórshafnar er flogið á þriðju- dögum og laugardögum og til Vopnafjarðar og Bakkafjarð- ar einnig á fimmtudögum. Til Hafnar i Hornafirði, Djúpa- vogs og Fáskrúösfjarðar er flogið á mánudögum, og á föstudögum er einnig flogið til Hafnar og Djúpavogs. Flugfélag Austurlands ann- ast sjúkra- og leiguflug auk hinna föstu ferða með farþega og póst. Er hér um að ræða mikilvæga samgöngubót og aukið öryggi fyrir Austlend- inga. Flugmenn hjá félaginu eru Sigurður Björgvinsson og Kristján Benediktsson. Barnabækur frá ísafold tsafoldarprentsmiðja hefur ný- lega sent frá sér þrjár barnabæk- ur. Þar af eru tvær eftir Herdisi Egilsdóttur kennara, en þær heita:.Sigga og skessan i vor- verkunum og Sigga og afmælis- dagur skessunnar i fjallinu. Þess- ar bækur munu vera nr. 8 og 9 af Siggu-bókunum, sem einnig eru myndskreyttar af Herdisi. Þá er komin út 2. útgáfa af bók- inni Skemmtilegir skóladagar eftir Kára Tryggvason með myndum eftir Odd Björnsson. Nú i haust hefur veriö mikii ólga meöal lækna- nema vegna aðgerða læknadeildar í þá veru að takmarka aðgang að deild- inni. Er nú svo komið að læknanemar una ekki ástandinu lengur og i dag og á mánudag munu þeir leggja niður vinnu og efna til mótmælaaðgerða til að vekja athygli á sínum mál- um og berjast fyrir úrbót- um. Aðgerðir læknanema felast i þvi að i dag, föstudag, og á mánu- dag munu þeir ekki mæta i kennslustundir og leggja niður lestur. Þá ætla þeir að safnast saman á lóð Landsspitalans klukkan 13 i dag. Þaðan verður gengið á Arnarhól og gerðir út sendimenn með kröfur lækna- nema á fund menntamálaráð- herra og heilbrigðisráðherra. Að þvi loknu verður svo gengið upp i Háskóla þar sem rektor mun fá sams konar skjal i hendur. A mánudag verður málið tekið fyrir á þingi. Verður kröfum læknanema dreift meðal þing- manna áður en umræður hefjast. Þjóðviljanum hefur borist fréttatilkynning frá læknanemum þar sem greint er frá ástæðum fyrir óánægju þeirra og er það svohljóðandi: ,,Verkfall 1 dag fara læknanemar i verk- fall i 2 daga. Það þýðir að þeir munu ekki mæta i kennslustundir og leggja niður lestur. Með þess- um aðgerðum vilja læknanemar leggja áherslu á tvennt. 1 fyrsta lagi vilja læknanemar undir- strika andstöðu sina við fiölda* takmörkun i Læknad. (numerus clausus). Nægir að benda á i þvi sambandi að þessi aðferð felur i sér óverjandi mismunun milli ár- ganga hvað varðar faglegar kröf- ur. Það verður þvi að teljast mik- ið ógæfa, að deildin sá ástæðu til að tengja það tvennt saman, hús- eyskir búhöldar Bókaútgáfa menningarsjóðs gefur út i haust rit eftir Björn Teitsson og ijefnist það Eignar- hald og ábúð I jörðum Suðru- Þingeyjarsýslu 1703-1930. Þetta er annað bindi bóka- flokksins Sagnfræðirannsóknir (Studia historica), en hann er gefinn út af Menningarsjóði i samvinnu við Sagnfræðistofnun Háskóla lslands. Höfundurinn er ungur sagnfræðingur og hefur lagt mikla vinnu i þetta rit sitt, sem hefur að geyma merkan fróðleik um þingeyska sögu. næðishrak sitt og takmarkanir á þennan hátt. Ekki verður sein- heppni læknadeildar og ólán minna þegar þess er gætt, að ástandið i húsnæðismálum deildarinnar er að hluta hennar eigin sök. Stafar það af innbvrðis ósamkomulagi um einstakar byggingar á Landsspitalalóðinni, sem tafið hefur framgang mála um árabil. Það er þvi órýmilegt að deildin skuli ætla sér að beita stúdentum fyrir sig, sem vopni til að fá framgengt málum sem hún sjálf hefur ekki borið gæfu til að leysa vegna innbyrðis ósam- komulags. Þá má telja það háskalegar ráðstafanir að skera niöur fjölda læknanema við ein- hverja tilbúna og órökstudda tölu á meðan ekkert ér vitað um læknaþörf landsmanna á kom- andi árum. Slikt kynni aö stuðla að þvi að blómleg byggöar'lög legðust i auðn vegna ónógrar heil- brigðisþjónustu eins og svo margt virðist benda á i dag. t öðru lagi leggja læknanemar áherslu á kröfur læknadeildar um úrba'tur i húsnæðismálum sinum. Þær kröfur miða að þvi að hafist verði handa við hönnun og fram- kvæmdir kennslubygginga á lóð Landsspitalans og jafnframt verði séð fyrir þörfum deildarinn- ar i formi bráðabirgðahúsnæðis þar til þær komast i gagnið. Þar að auki er þess krafist að kennsluaðstaða i Borgarspitalan- um og St. Jósepsspitala verði nýtt og séð verði fyrir nauðsynlegum úrbótum til að svo megi verða. Lausn á þessum ofantötdu atrið- um er algjör > forsenda þess, að hægt sé að mennta lækna i land- inu i dag og um ófyrirsjáanlega framtið”. —Þll Kúður fyrir 100 þúsund krónur voru brotnar I Frainsóknarhúsinu við Kauðarárstfg. (Ljósm. sj) Spellvirki unnin á Framsóknarhúsi Spellvirki hafa ver- ið unnin á nýja Fram- sóknarhúsinu við Rauðarárstíg, en húsið er enn i bygg- ingu. Blaðið hafði tal af Kristni Finnboga- syni og spurði hann um málið. — Þetta er algjör glæpa- mennska, sagði Kristinn, — það er búiö að mölva i húsinu gler fyrir 100 þúsund krónur. Og það er leitt til þess að vita, að þetta er fullorðið fólk sem hefur mölvaö sumar rúðurn- ar. Við höfum enn aöeins náð i krakka, sem mölvuðu tvær rúður. En það var fulloröið fólk sem gerði sér leik að þvi eina nóttina að mölva þarna rúður, þar á meöal eina rúðu sem kostaði 30 þúsund krónur. — Hvernig vitið þið að um fullorðið fólk er að ræða? — Við höfum frétt af þvi. Þetta fólk var i bil, sem kom að húsinu, en fólkiö fór út úr honum og kastaði steinum i rúðurnar. — Eru þetta kannski menn úr Möðruvallahreyfingunni? — Nei, sagði Kristinn og hló. — Þetta er ekki Möðruvalla- hreyfingin. Ég þori varla að segja hvað mér dettur i hug um það hverjir þetta eru. — Það ætti kannski ekki að þurfa að spyrja að því, en samt sem áður, hvar tryggir Framsóknarflokkurinn? — Þaö er nú þannig með þetta mál, að glerið var ekki tryggt. Þetta er okkar skaði. En þegar við tryggjum, þá tryggjum við vitaskuld hjá Samvinnutryggingum. —úþ FÉLA GSMÁLARÁÐ RE YKJAI ÍK UR; ÍOO miljónir til upp- by ggingar dagheimila Framlög á fjárlögum ríkisins of lítil Guðmundur Pálma- son verðlaunaður Arið 1954 stofnaði frú Svanhild- ur ólafsdóttir, stjórnarráðsfull- trúi, ..Verlaunasjóð dr. phil. Ólafs Danielssonar og Sigurðar Guðmundssonar, arkitekts". Tilgangur sjóðsins er m.a. að verðlauna islenskan stærðfræð- ing, stjörnufræðing eða eðlisfræð- ing og skal verðlaununum úthlut- að án umsókna. Verðlaunin heita „Verðlaun Ólafs Danielssonar” og námu þau 20 þúsundum krón- um, sem hafa nú verið hækkúð vegna verðbreytinga i 100 þús. kr. Stjórn sjóðsins hefur að þessu sinni veitt dr. Guðmundi Pálma- syni, forstöðumannai jarðhita- deildar Orkustofnunarinnar, verðlaunin fyrir brautryðjenda- starf i heilsteyptri jarðeölisfræði- legri könnun á jarðskorpu Is- lands. Áður hafa hlotið verðlaun úr sjóðnum dr. Leifur Ásgeirsson, prófessor, samkvæmt ákvörðun sjóðstofnanda, dr. Trausti Einarsson, prófessor og Þorbjörn Sigurgeirsson, prófessor. (Fréttatilkynning frá Stjórn „Verðlaunasjóðs dr. phil. Ólafs Danielssonar og Sigurðar Guð- mundssonar, arkitekts”) Félagsmálaráð Reykja- víkurborgar leggur til að á fjárhagsáætlun fyrir næsta ár verði gert ráð fyrir 100 miljón króna framlagi til uppbygginga barnaheimila og 39 milj. kr. til vistheim- ila. Á fundi félagsmálaráðs i sl. viku var lögð fram að nýju tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 1974 að þvi er tekur til eignabreytinga- liða félagsmála og þar gert ráð fyrir aö til dagheimila, leikskóla og skóladagheimila verði veittar kr. 100 miljónir, en til vistheimila þannig: 1. Tvö heimili fyrir áfengissjúklinga kr. 18.000 þús. 2. Ileimili fyrir unglinga kr. 9.000 þús. 3. Vistheimili fyrir aldraða kr. 12.000 þús. Þá verði veittar kr. 6.000 þús. tii þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða að Norðurbrún 1. Var samþykkt að visa þessum tillögum til borg- arráðs. Tekið er fram, að stofn- kostnaður við ibúðir fyrir aldraða og hjúkrunarheimili fyrir aldraða er á öðrum liðum. 10 miljónir á fjárlögum of lítiö Jafnframt ályktaði félagsmála- ráð, að upphæð sú, sem ætluð er til byggingar dagvistunarheimila samkvæmt frv. til fjárlaga fyrir árið 1974 væri allsendis ófullnægj- andi og bendi þeim tilmælum til borgarstjórnar Reykjavikur að hún ynni að þvi að rikisframlög til stofnkostnaðar dagheimila verði hækkuö úr lOmiljónum i a.m.k. 50 miljónir hvað snertir dagvistun- arstofnanir i Reykjavik. Telur Félagsmálaráð aukin rikisframlög til stofnkostnaöar dagvistunarstofnana forsendur þess, að lögin þjóni tilgangi sin- um, en verði ekki dauður laga- bókstafur eða til þess fallin að draga úr framkvæmdum á veg- um sveitarfélaga og annarra aðila á þessu sviði. Jafnframt telur félagsmálaráð nauðsynlegt að sett verði reglugerð við lög um hlutdeild rikisins i byggingu og rekstri dagvistunarstofnana og ráðinn starfsmaður við ráðuneyt- ið skv. 16. gr. umræddra laga. A fundi sinum i gær staðfesti borgarstjórn þetta álit félags- málaráðs um rikisframlög með einróma samþykkt efnislega samhljóða tillögu. —vh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.