Þjóðviljinn - 02.11.1973, Page 7
Föstudagur 2. nóvember 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Hér á landinu er
staddur þessa dagana
góður gestur, Richard
Clements, ritstjóri hins
vinstrisinnaða breska
timarits Tribune. Að
útgáfu rits þessa, sem
á að baki langa og
merka sögu i breskum
stjórnmálum og blaða-
mennsku, stendur hóp-
ur manna i vinstra
armi Verkamanna-
flokksins, og er sá hóp-
ur i vissum tengslum
við vinstri arm flokks-
ins i neðri deild þings-
ins, en sá hópur þing-
manna, sem telur um
fimmtiu manns, er og
gjarnan nefndur Tri-
bune-hópurinn. Meðal
Richard Clements dvelur hér
nokkra daga og situr sem gestur
flokksráðsfund Alþýðubanda-
lagsins nú um helgina. Þjóðvilj-
inn náði í vikunni tali af Clem-
ents, en hann hefur til að bera
mikla þekkingu og reynslu á
sviði stjórnmála og kann góð
skil á breskum viðhorfum til
hinna ýmsu mála á erlendum
sem innlendum vettvangi.
þekktra manna i Tri-
bune-hópnum má
nefna Michaei Foot,
Eric Heffer og John
Prescott, sem er þing-
maður frá Hull og hef-
ur vel og drengilega
lagt okkur lið i fisk-
veiðideilunni. Hann
komst meira að segja
svo að orði þegar her-
skipin voru kölluð út úr
landhelginni að réttast
væri að kalla togarana
út lika og bæta veiði-
tapið, sem af útköllun-
inni hlytist, með J?vi
fjármagni sem farið *
hefði i það að halda
herskipunum úti innan
landhelginnar, ef þau
hefðu orðið þar áfram.
Fylgja verður eftir
samþykktum
flokksþings
-- Álitur þú að Verkamanna-
flokkurinn muni fylgja þessari
vinstri sveiflu eftir, þegar hann
kemst i stjórn næst?
— bað verður efalaust að
miklu leyti undir þvi komið,
Kichard Clements.
gætu, og þeir eru meðal þeirra,
sem gera mest úr hættunni af
einhliða valdi Bandarikjanna
yfir kjarnorkuvopnum.
Ég efa ekki, að bandarisku
herstöðvarnar i Bretlandi, þar
sem kjarnorkuvopn eru geymd,
verða meðal þess fyrsta sem ný
Verkamannaflokksstjórn tekur
fyrir. Mr.. Wilson var að gagn-
rýna Bandarikin fyrir að hafa
ekki haft samráð við bresku
stjórnina um viðbúnaðarskip-
unina, en það er ekki mergurinn
málsins. Það hefur alltaf verið
vitað mál að þegar mað'ur er i
bandalagi sem byggist á ger-
eyðingarvopnum, þá fer risa-
veldið, sem þeim vopnum ræð-
ur, ekki að láta neina vita áður
en það hótar að beita þeim, ekki
heldur bandamenn sina, þvi að
aldrei er að vita nema þetta
berist til andstæðingsins, sem
fær þá ráðrúm til gagnráðstaf-
Kök íslendinga i fisk-
veiðideilunni sterk
— Hvað viltu segja um yfir-
standandi fiskveiðideilu Brét-
lands og tslands?
— Viðhorfin til hennar eru
dálitið flókin innan Verka-
mannaflokksins og verkalýðs-
hreyfingarinnar. Ég heid að ó-
hætt sé að fullyrða að málstaður
tslendinga njóti þar i grundvall-
aratriðum mikillar samúðar.
Ég held að röksemdir þær, sem
islenska stjórnin hefur lagt
fram i málinu, finni þar mikinn
hljómgrunn. En ýmislegt
verður lil þess að flækja málin.
Samtök togaraeigenda eru m jög
sterk og áróður þeirra að þvi
skapi magnaður. Þvi er haldið
fram að tslendingar séu að
Risaveldiö ræöur eitt
í hernaöarbandalagi byggöu á kjarnorku-vígbúnaði. Rætt viö
RICHARD CLEMENTS, ritstjóra breska vikuritsins Tribune.
Tribune-hópurinn
Clements byrjaði á þvi að
gera i fáum orðum grein fyrir
blaði sinu. — Tribune er vikurit,
sagði hann, — og hefur verið
gefið út siðan 1937. Það hefur
alia tið kynnt viðhorf þeirra
verkamannaflokksmanna, sem
taldir hafa verið til vinstri i
flokknum. Fjöldi manna, bæði
sem einstaklingar og i hópum,
hafa frá tima til tima verið i
tengslum við blaðið, og má
þeirra á meðal nefna kunna
stjórnmálafrömuði eins og
Aneurin Bevan og Michael Foot.
Blaðið er óháð, sósialiskt mál-
gagn og hefur aldrei hvikað frá
þvi sjónarmiði að Verkamanna-
flokkurinn sé i grundvallaratr-
iðum sósialiskur flokkur. Blaðið
hefur lagt áherslu á, að öll veru-
leg frávik frá þeim atriðum
væru i ósamræmi við stefnu og
eðli flokksins. Siöustu árin
hefur svo vaxið upp i þing-
flokknum hópur, sem kallaður
er Tribune-hópurinn, en þar
með er ekki sagt að þessir þing-
menn séu beinlinis fulltrúar
blaðsins. En við höfum sam-
stöðu með þessum þingmönnum
hvað snertir málefni og rök-
semdir. Og þessi vinstri sam-
staða gerir sig ekki einungis
gildandi i þinginu, hún nær einn-
ig inn i verkalýðssamtökin og
flokkinn i heild.
— Er vinstri hreyfingin i
flokknum i sókn?
— Timaritið Tribune hefur i
gegnum árin tekið upp á arma
sina mörg mál, sem upp hafa
komið, og á siðasta flokksþingi
Verkamannaflojksins skeði það
að flokkurinn tileinkaði sér sem
stefnumál mörg þeirra mála,
sem við höfum barist fyrir árum
saman. Þar á meðal má nefna
þjóðnýtingu, viðhorf varðandi
varnarmál, utanrikismál og
ýmis irinaniandsmál.
hversu vel þessari stefnumótun
siðasta flokksþings verður fylgt
eftir af öflum innan verkalýðs-
hreyfingarinnar og flokksins i
heild. Við stöndum andspænis
þvi vandamáli, að talsverður
munur er á grundvallarafstöðu
þingflokksins og verkalýðs-
hreyfingarinnar i stjórnmálum:
verkalýðshreyfingin er ivið
lengra til vinstri en þingflokkur-
inn. Af þvi leiöir að þeim linum,
sem lagðar eru af flokksþing-
inu, er ekki alltaf fylgt af hálfu
þingflokksins og flokksforust-
unnar. A þessu mega flokksfor-
ustan og þingflokkurinn vara
sig, og ættu raunar að vera
reynslunni rikari. Þvi að i tið
siðustu Verkamannaflokks-
stjórnar var um siðir svo komið,
að sum atriði i stefnu stjórnar-
innar voru orðin flokksmönnum
og verkalýðssamtökunum slfk
andstyggð, að þvertekið var
fyrir þaö að flokkurinn beitti sér
fyrir þeim. Til dæmis má nefna
lögin um iðnaðinn, sem reynt
var að koma i gegn. En ég lit svo
á, að meiriháttar breytingar
hafi orðið á stefnu flokksins sið-
an. Og þar eð tvö af meginbar-
áttumálum flokksins i næstu
kosningum verða mál, sem Tri-
bune-hreyfingin hafði forustu
um, það er að segja varðandi
Efnahagsbandalag Evrópu og
þjóðnýtingu, þá hygg ég að af
sjálfu leiði að áframhaldandi
vinstristefna sigli i kjölfarið. Ef
næsta Verkamannaflokksstjórn
vill taka Efnahagsbandalags-
málið upp á ný — sem ég er viss
um að hún gerir — þá geri ég
ráð fyrir að niðurstaðan verði
sú, að Bretland losni úr þvi
bandalagi. Og undir öllum
kringumstæðum hljótum við
Bretar á næstunni að standa
andspænis nauösyn þess, að
taka upp mjög róttæka stjórn-
málastefnu. Það þýðir meðal
annars aö gera verður gagnger-
ar breytingar á þjóðfélaginu i
sósialiska átt.
Flokksþing
Verkamanna-
flokks samþykkti
afnám bandariskra
herstöðva
— Hver myndu verða viðhorf
Verkamannaflokksins til utan-
rikismála, með tilliti til siðustu
atburða i heimsmálum, og á ég
þá einkum við viðbúnaðarskip-
un Nixons?
— Siðasta flokksþing sam-
þykkti ályktun, þar sem mælt er
með þvi að allar herstöðvar
Bandarikjanna i Bretlandi verði
lagðar niður. Og ég er sann-
færður um að vilji meirihluta
fólks i Verkamannaflokknum og
verkalýðshreyfingunni er um
þessar mundir sá, að utanrikis-
stefna næstu Verkamanna-
flokksstjórnar verði þannig, að
Bretlandi verði fært að reka
sjálfstæða, sósialiska stefnu i
utanrikismálum. Atburöir sið-
ustu viku, þegar Bandarikja-
mönnum láðist að láta Breta
vita hvað þeir ætluðu að taka til
bragðs, gera það að verkum að
iitið verður á þátttöku Bretlands
i Norður-Atlantshafsbandalag-
inu af vaxandi tortryggni og
gagnrýni. En i sambandi við
þetta birtast ýmsar blikur á
lofti. Ég held til dæmis að nú
taki margir að krefjast þess, að
fyrst við getum ekki treyst á
bandarisku gereyðingarvopna-
hlifina, þá eigum við að stefna
að þvi að koma okkur upp sliku
vopnakerfi i félagi við önnur
Vestur-Evrópuriki, og verði þaö
kerfi aðskilið frá þvi banda-
riska. Þvi var haldið fram þeg-
ar fyrir tveimur eða þremur ár-
um, að við ættum að taka þetta
til bragðs. Þetta flækist svo
samanvið þá spurningu, hvort
Bretland eigi að vera áfram i
EBE eður ei, en sú spurning
verður mikið mál i kosningun-
um. Að viðbættum stjórnmála-
legum og hagfræðilegum rökum
fyrir þvi að við ættum að vera
áfram i EBE verður þessi til-
laga varðandi varnarmálin trú-
lega færð fram af stuðnings-
mönnum bandalagsins. En ég
hygg, að Verkamannaflokks-
stjórn framtiðarinnar tileinki
sér sjálfstæða stefnu i afstöð-
unni bæði til hinna Vestur-
Evrópurikjanna og i kjarnorku-
málunum i heild. Og ég hygg að
reki að þvi að Verkamanna-
flokkurinn taki aftur upp stefnu
sina um algert afnám kjarn-
orkuvigbúnaðar, sem raunar er
nú opinber stefna flokksins. En
vitaskuld skjóta mörg vanda-
mál upp kollinum kringum
þetta eins og sakir standa.
Olian átti þátt
i afstöðu
Vestur-Evrópurikja
Raunar hygg ég að núverandi
missætti Bandarikjanna annars
vegar og Bretlands og fleiri
Vestur-Evrópurikja hins vegar
sé fremur út af oliunni frá
Austurlöndum nær en þeirri
spurningu, að hve miklu leyti
Bandarikjunum beri að hafa
samráö við bandamenn sina um
mál sem snerta sameiginlegt
öryggi. Bandarikin stóðu i
samningum við Rússa um
vandamálin fyrir Miðjarðar-
hafsbotni og vildu meðan á þvi
stæði enga gagnrýni frá banda-
mönnum sinum, þar eð sú gagn-
rýni gæti verið tekin sem veik-
leikamerki af hálfu vestrænu
rikjanna. Þótt i þvi felist viss
mótsögn, þá eru sumir verstu
kaldastriðsmennirnir i hópi
þeirra, sem endilega vilja halda
Bretlandi i EBE og myndu
steypa bandalaginu saman i eitt
riki eða þvi sem næst ef þeir
þessu til að spana fiskverðið upp
úr öllu valdi, og þetta skeður
einmitt á tima þegar verðhækk-
anir eru gifurlegar, hvað að visu
er að miklu leyti stjórninni að
kenna. Ég hef þá trú að ný
Verkamannaflokksstjórn myndi
taka skynsamlegri afstöðu til
málsins en núverandi stjórn
hefur gert, að hún reyndi að lita
á málin af raunsæi og vinsemd i
stað þeirrar þvermóðsku og ó-
sáttfýsi, sem einkennt hefur af-
stöðu ihaldsstjórnarinnar.
Ég lit svo á að Bretum sé bráð
nauðsyn að kynna sér allar hlið-
ar þessa máls sem best, með til-
liti til framtiðarsamskipta við
tsland og raunar yfirleitt þau
riki, sem framleiða matvæli til
útflutnings. Bretland er riki,
þar sem mikill manngrúi býr á
litlu svæði, við framleiðum
sjálfir litið af matvælum, og
verðlag á matvörum hjá okkur
er hátt og hefur hækkað geig-
vænlega vegna þátttöku okkar i
EBE. Ég held þvi fram að það
sé okkur grundvallarnauðsyn að
hafa i framtiðinni sem best og
nánust skipti við riki, sem fram-
leiða matvæli. Þau skipti ættu
að geta orðið á þann veg, að
þessi rfki tryggöu okkur mat-
væli á eðlilegu verði, en i stað-
inn hjálpuöum við þeim um
fjárfestingu til iðnaðar, auðvit-
að án þess að þvi fylgdi af okkar
hálfu nokkurt arðrán eða póli-
tisk skilyrði.
Besta aðferðin til
tryggingar friði að
hermenn haldi sig inn-
an eigin landamæra
— Hver er skoðun þin á þeirri
ákvörðun íslensku stjórnarinn-
ar að leggja niður bandarisku
herstöðina i Keflavík?
— Ég held það liggi i augum
Framhald á bls. 14