Þjóðviljinn - 02.11.1973, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. nóvember 1973
Kornuppskera
eykst nú í
Sovétríkjunum
Um þessar mundir er mikið
skrifað i sovésk blöð um kornupp-
skeruna, en uppskerutið er nú
senn á enda i Sovétrlkjunum.
Uppskeran i ár verður mun meiri
en i fyrra. Samkvæmt upplýsing-
um dagblaðsins Pravda hafa
bændur nú hirt 1,6 sinnum meira
hveiti en i fyrra, 2,5 sinnum meira
af byggi, 1,5 sinnum meira af
bókhveiti og 2,3 sinnum meira af
hirsi, og er miðað við uppskeruna
i öllu landinu.
Samanburöur viö árið 1972 gef-
ur i fyrsta lagi hugmynd um
hraða aukningu landbúnaöar-
framleiðslu i Sovétrikjunum, og i
öðru lagi sýnir hann enn einu
sinni að sovéskur landbúnaður,
sem byggist á sameinuðum að-
ferðum við jarðrækt og stjórn,
getur nýtt jörðina á hagkvæman
hátt og staðið af sér öll veður.
Alkunna er, að hinir dæma-
lausu þurrkar ársins 1972 högg-
uðu ekki sovésku efnahagslifi,
þótt uppskeran hafi brugðist á
geysistóru svæði. Hveitifram-
leiðsla Sovétrikjanna árið 1972
varð 168 miljón tonn.
Skammter öfganna á milli: 1 ár
hafa verið gegndarlausar rign-
ingar á viðáttumiklum korn-
ræktarsvæðum i Sovétrikjunum.
Sumsstaðar varð dagleg úrkoma
á við mánaöarúrkomu meðalárs.
Einsog sjá má af áðurnefndum
tölum gátu rikis- og samyrkjubú-
in bjargað uppskerunni við þess-
ar aðstæður og komið henni I hús.
Þannig hefur komið i ljós und-
anfarin tvö ár að sovéskur land-
búnaður ræður yfir nógum mögu-
leikum á sviði tækni, fjármála og
skipulags til að tryggja bæði stöð-
ugleika og hraða aukningu fram-
leiðslunnar, jafnvel við hin erfið-
ustu skilyrði. Þessi aukning hefur
verið mjög hröð siðan 1965, þegar
miðstjórn kommúnistaflokksins
gerði áætlun sina um áframhald-
andi þróun landbúnaðarins. Þetta
kemur sérstaklega i ljós við at-
hugun á heildaruppskeru á korni,
jafnvvel á þeim árum sem þurrk-
ar hafa veriö sem mestir: 107,5
miljón tonn 1963,121,1 miljón tonn
1965, 147,9 miljón tonn 1967, og
einsog áður er sagt, 168 miljón
tonn 1972. A yfirstandandi ári,
(sem er vætusamt og erfitt fyrir
uppskeruna) er búist viö enn
hærri tölu. Kornuppskeru er nú
lokið i Úkrainu, og hafa bændur
þar hirt h.u.b. 45 miljón tonn. 1
Kasakhstan er búist við svipaðri
uppskeru og i Úkrainu. Allt bend-
ir til að rússneska sambandslýð-
veldiö, sem er stærsta lýðveldið
innan Sovétrikjanna, nái h.u.b.
100 miljón tonna uppskeru.
Landbúnaðarstefnan, sem mið-
stjórn lagöi drög aö i mars 1965,
er þvi farin að bera rikulegan á-
vöxt. Kjarni þessarar stefnu er
fólginn i hagkvæmri vélvæðingu
og aukinni notkun áburðar.
Samkvæmt niundu fimmára-
áætluninni (1971-1975) verður
variö 128.600.000.000 rúblum, eöa
1,7 sinnum meira en á siðasta
timabili (1966-1970), til að fram-
kvæma stefnuskrána i landbún-
aðinum. Sovésk visindi leggja
fram stóran skerf til landbún-
aðarframleiðslunnar, t.d. hafa
visindamenn ræktað ýmsar teg-
undir hveitis sem gefamikiöaf sér
og tryggja góða uppskeru við
hvaða veðurskilyrði sem er.
Að lokum skal bent á mikilvægi
þeirrar hagræðingar sem fólgin
er i að geta nýtt kornuppskeru-
vélar, dráttarvélar o.s.frv. á
landsmælikvarða, en slikt er ein-
ungis mögulegt þar sem fyrir
hendi er félagsleg eign á fram-
leiðslutækjunum. Þegar upp-
skerutiminn var á enda i Úkrainu
voru t.d. tugir þúsunda kornupp-
skeruvéla sendir á skipulegan
hátt með járnbraut til Kasakh-
stan. Vélar voru einnig sendar frá
ökrum Norður-Kákasus þegar
uppskerunni lauk þar, til rikis- og
samyrkjubúa i Siberiu, þar sem
uppskerutiminn hefst alltaf
seinna.
A.Gorbatov - APN
Af erlendum
bókamarkaði
Ursprung und Gegenwart.
1-2 u. Kommentarband. Jean
Gebser. Deutscher Taschenbuch
Verlag 1973.
Jean Gebser er ættaður frá
Posen og býr nú i Bern. Hann
hefur birt ýmis rit og verið gesta-
prófessor við ýmsa háskóla.
Ursprung u. Gegenwart er höfuð-
verk hans, sem kom út i fyrstu á
árunum 1949-53. Þetta verk er af
sama toga og Untergang Spengl-
ers og Study of History eftir
Toynbee, að þvi leyti, að höf.
leitast við að finna allsherjar út-
listun á sögunni og útskýringar,
sem hann telur að leiði til nýs
skilnings á þvi sem nefnt er
þróun. Höf. einkennir söguna
fram aö endurreisn sem
tveggjavidda, goðsögulega eða
mytiska. Heiídargerð fyrri tima
telur hann að hafi vikið fyrir per-
spektivi endurreisnartimans og
þar með hafi hafist einangrun
einstaklingsins, með tilkomu
þriðju viddar, heimsmyndin
vfkkaöi og horror vacui kom i
stað heildarkenndar takmarkaðs
heims miöaldanna. Höfundur
aflar sér samlikinga ákaflega
viða, úr myndlist, höggmyndalist
og bókmenntun, en hann álitur aö
i listum kristallist heimsmyndin
skýrast. 1 öðru bindi fjailar hann
um upplausn perspektivisins i
nýrri myndlist og telur sig sjá
fyrir einnar viddar heim, heildar-
meðvitund, sem sé af sama toga
og hann álítur heim miðaldanna
hafa verið. Þriöja bindið eru til-
vitnanir og athugagreinar. Rit
þetta er mikil gymnastik i hlið-
stæðusönnunum og ályktunum af
oft einkennilega uppsettum for-
sendum. Spengler er skemmti-
legri og Toynbee lærðari.
Zur Aktualitat Walter
Benjamins.
Aus Anlass des 80. Geburtstages
von Walter Benjamin heraus-
gegeben von Siegfried Unseld.
Suhrkamp 1972.
Forstjóri Suhrkamp-forlagsins
skrifar formála aö þessu
afmælisriti Walters Benjamins,
einnig birtast hér bréf sem
honum og Bertolt Brecht fóru á
milli og ævisögubrot eftir hann
sjálfan. Minningarnar um Benja-
min eru hér eftir Werner Kraft,
Adrienne Monnier og Hans Sahl.
Útlistanir á skrifum hans eru
m.a. eftir Gershom Scholem og
Jurgen Habermas, og I bókarlok
bibliografia fyrstu útgáfa skrifa
hans. Walter Benjamin er einn
þeirra höfunda, sem verður þvi
þýðingarmeiri, sem lengra
liður frá dauða hans, en hann
framdi sjálfsmorð 27. sept. 1940 á
flótta undan þýskum nasistum.
sjónvarp nœstu viku
Sunnudagur
17.00 Endurtekin efni.Vandséð
er veður að morgni.Banda-
risk fræðslumynd um
veðurfarsrannsóknir og
veðurspár. Þýðandi og þul-
ur Jón D. Þorsteinsson. Að-
ur á dagskrá 1. september
1973.
17.30 Janis, Ilrffa og Helga.
Janis Carol Walker, Drifa
Kristjánsdóttir og Helga
Steinsson syngja lög úr
ýmsum áttum. Áður á dag-
skrá 14. mai 1973.
18.00 Stundin okkar. Meðal
efnis teiknimyndasaga,
mynd um Róbert bangsa,
spurningakeppni og sagan
um Rikka ferðalang. Einnig
koma i heimsókn tvær brúð-
ur, sem heita Súsi og Tumi.
Umsjónarmenn Sigriður
Margrét Guðmundsdóttir og
Hermann Ragnar Stefáns-
son.
18.50 Enska knattspyrnan.
Hlé.
20.00 Fréttir.
20.20 Vcður og auglýsingar.
20.25 Ert þetta þú? Stuttur
þáttur um akstur og um-
ferð.
20.40 Davið sigrar GoliaUÞýsk
heimildamynd eftir Peter
Krieg um landhelgisdeilur
tslendinga við Breta og
Vestur-Þjóðverja. Þýðingin
er gerð á vegum SINE. Þul-
ur Olga Guðrún Arnadóttir.
21.25 Strið og friður. Sovésk
framhaldsmynd, byggð á
sögu eftir Leo Tolstoj. 3.
þáttur. Þýðandi Hallveig
Thorlacius. Efni 2. þáttar:
Þegar rússneski herinn
kemur til Austurrikis, ber-
ast fréttir af miklum sigur-
vinningum Napóleons.
Rússar taka þátt i orrust-
unni miklu við Austerlitz, en
biða algjöran ósigur. 1
þeirri orrustu særist Andrei
Bolkonski, og óljósar fréttir
um afdrif hans berast heim
til föður hans á Reginhæð-
um, en hann heldur þeim
leyndum fyrir konu hans.
Pierre Bésúhof hafnar i
hjónabandi með hefðar-
konu, sem Elen heitir, en
skömmu siðar tekur Delo-
hov að stiga i vænginn við
hana, og Pierre skorar hann
tt o rir hann.
20.20 Sómalía.Dönsk fræðslu-
mynd um stjórnarfar og
efnahagsuppbyggingu i
Austur-Afrikurikinu Sóma-
líu. Þýðandi og þulur Ellert
Sigurbjörnsson (Nordvision
r- Danska sjónvarpið)
23.00 Að kvöldi dags.Séra Guð-
mundur óskar ólafsson
flytur hugvekju.
23.10 Dagskrárlok.
Mánudagur
20.00 Fréttir,
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Maðurinn. Fræðslu-
myndaflokkur um manninn
og eiginleika hans. 6. þáttur.
Köð og regla. Þýðandi og
þulur Óskar Ingimarsson.
21.00 Fundið fé (The Divid-
ends), Gamanleikur eftir
irska höfundinn Sean
O’Faolain, úr flokki irskra
leikrita frá bresku sjón-
varpsstöðinni LWT. Leik-
stjóri Barry Davis. Aðal-
hlutverk Nora Nicholson,
Denys Hawthorne og Des-
mondPerry. Þýðandi Óskar
Ingimarsson. Leikurinn
greinir frá aldraðri konu,
sem mánaðarlega fær vext-
ina af peningum, sem
frændi hennar hefur fengið
vini sinum við varðveislu.
Dag nokkurn ákveður hún
að taka út allan höfuðstól-
inn, en vill þó eftir sem áður
fá vextina, og það veldur
frændanum og vini hans
nokkurri fyrirhöfn.
21.55 Sadat.Frönsk kvikmynd
um lif og starf Egyptalands-
forseta. Þýðandi Dóra Haf-
steinsdóttir.
22.55 Dagskrárlok.
Þriðjudagur
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.35 Heima og heiman.Bresk
framhaldsmynd. 7. þáttur.
Snjóklukkurnar springa út.
Sögulok. Þýðandi Dóra Haf-
steinsdóttir. Efni 6. þáttar:
Brenda fer að heimsækja
Walter, son sinn, sem legg-
ur stund á enskunám við
háskólann i York. Þau
skoða borgina og ræða
margt saman. Walter skilur
gerðir móður sinnar betur
en hin börnin og ásakar fjöl-
skylduna fyrir eigingirni.
Hann segir Brendu, að hann
hafi i hyggju að hætta námi,
og þau hafa bæði nokkrar
áhyggjur af, hvernig God-
frey muni taka þeirri frétt.
Um kvöldið situr Edward
einn i ibúð Brendu, þegar
Scott ber þar að dyrum.
Hann ásakar Scott fyrir að
hafa eyðilagt fjölskyldulif
þeirra og leitt Brendu á
villigötur.
21.25 Heimshorn. Frétta-
skýringaþáttur um erlend
málefni. Umsjónarmaður
Sonja Diego.
22.00 Skák.Stuttur, bandarisk-
ur skákþáttur. Þýðandi og
þulur Jón Thor Haraldsson.
22.05 Tómstundagaman.Þýsk
kvikmynd um tómstunda-
iðju. I myndinni er meðal
annars sýnt, hvernig fólk i
Þýskalandi ver fritima sin-
um. Þýðandi og þulur Óskar
Ingimarsson.
22.35 Ilagskrárlok.
A laugardagskvöldið kl. 21.20
er þátturinn Plimptoni Afriku
á dagskrá sjónvarpsins. Að
þessu sinni hverfur sá góði
maður á vit vina sinna, fil-
anna.
Miðvikudagur
18.00 Kötturinn Felix.Tvær
stuttar teiknimyndir. Þýð-
andi Jóhanna Jóhannsdótt-
ir.
18.15 Skippí. Astralskur
myndaflokkur fyrir börn og
unglinga. Lifandi eða dauð
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.40 Svona eru börnin — I
Ghana.Nýr norskur fræðslu-
myndaflokkur um lönd og
lýði. I hverjum þætti er
fylgst með lifi barna i ein-
hverjum fjarlægum heims-
hluta. Þýðandi og þulur Ell-
ert Sigurbjörnsson.
19.00 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Lif og fjör i læknadeild.
Breskur gamanmynda-
flokkur. A vængjum ástar-
innar. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
21.00 Krúnkað á skjáinn.Þátt-
ur með blönduðu efni varð-
andi fjölskyldu og heimili.
Umsjónarmaður Magnús
Bjarnfreðsson. Stjórnandi
upptöku Sigurður Sverrir
Pálsson.
21.40 Mannaveiðar. Bresk
framhaldsmynd. 15. þáttur.
Peð i hróksvaldi.I.Efni 14.
þáttar: Jimmy tekst að
flýja, þegar SS gerir árás á
vörugeymslu Allards.
Hjálpsöm þjónustustúlka úr
nærliggjandi veitingahúsi
tekur hann með sér heim og
felur hann i svefnherbergi
sinu, þrátt fyrir þaö, að
bróðir hennar er ákveðinn
fylgismaður Þjóðverja. All-
ard kemur á vettvang og
býður Jimmy öruggt tæki-
færi til að komast úr landi,
en hann neitar aö þ;iggja
gott boð, minnugur þess, að
hann hafði lofað Vincent að
koma Ninu heilli á húfi úr
landi.
22.30 Jóga til heilsubótar.
Bandariskur myndafl.
með kennslu i jóga-æfing-
um. Þýðandi Jón O. Ed-
wald.
22.55 Dagskrárlok,
Föstudagur
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Að ári liðnu (LastYear’s
Confetti).Breskt sjónvarps-
leikrit eftir AdeleiRose. Leik-
stjóri Alan Gibson. Aðal-
hlutverk Stephanie Beac-
ham, Terence Edmond og
David Langton. Þýðandi
Jón O. Edwald. Aðalpersón-
ur leiksins, Jenny og Peter,
hafa verið gift I eitt ár, og
Jenny er farin að efast um
ágæti hjónabandsins. Hún
reynir að ræða vandamál
sin við móður sina, en án
verulegs árangurs.
21.25 Landshorn . P^rétta-
skýringaþáttur um innlend
málefni. Umsjónarmaður
Eiður Guðnason.
22.00 Músik og myndir.Banda-
riskur skemmtiþáttur með
poppmúsik og myndefni af
ýmsu tagi.
22.25 Dagskrárlok.
Laugardagur
17.00 Iþróttir. Meðal efnis
mynd frá Evrópubikar-
keppninni i frjálsum iþrótt-
um og Enska knattspyrnarn
Derby/QPR, sem hefst um
klukkan 18.00. Umsjónar-
maður ömar Ragnarsson.
19.00 Þingvikan. Þáttur um
störf Alþingis. Umsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
19 30 Illé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
20.25 Brellin blaðakonaHresk-
ur gamanmyndaflokkur.
Þýðandi Heba Júliusdóttir.
20.50 Ugla sat á kvisti.
Skemmtiþáttur með söng og
gleði. Gestir þáttarins eru
Hanna Valdis Guðmunds-
dóttir og Jóhann G.
Jóhannsson. Umsjónar-
maður Jónas G. Jónsson.
Stjórn upptöku Egill Eð-
varðsson.
21.20 Plimpton i Afriku.Kvik-
mynd um bandariska ævin-
týramanninn George
Plimpton, sem aö þessu
sinni bregður sér á filaveið-
ar i Afriku. Þýðandi og þul-
ur Jón O. Edwald.
22.10 Hættuleg tilraun
(Experiment Perilous),
Bandarisk biómynd frá ár-
inu 1944, byggð á sögu eftir
Margaret Carpenter. Leik-
stjóri Jacques Tourneur.
Aðalhlutverk Hedy Lamarr,
George Brent, og Paul Lu-
cas. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson. Myndin greinir
frá lækni nokkrum, sem fyr-
ir sérkennilega tilviljun
kemst i kynni viö konu, er
segir honum frá lifi sinu og
framtiðaráformum. Næsta
dag deyr konan skyndilega,
og hjá lækninum vaknar
grunur um að þar sé ekki
allt með felldu.
23.40 Dagskrárlok.