Þjóðviljinn - 02.11.1973, Síða 13
Fiistudagur 2. nóvember 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
POULÖRUM:
r
1 L 1« j
BOÐORÐIÐ
27
— Hvað hlýtur hún að hafa?
spurði ég aulalega, of seinn að
átta mig eins og endranær þegar
Alex var annars vegar.
— Viðkvæma skanka, næma
fyrir áhrifum...
— Haltu kjafti!
— Og býsna freistandi mætti
segja mér — þegar hún er ekki
endilega kasólétt. Ert það þú eða
Mark sem...
— Haltu kjafti, sagði ég!
— Já, þú segir það, sagði Alex
og hló. — Eru sigarettur þarna i
kassanum.
Ég svaraði ekki. Hann komst
sjálfur að þvi að það voru sigar-
ettur á kassanum á skrifborðinu
og hann kveikti i einni, en var að-
eins búinn að totta hana einu
sinni, þegar hann umherfðist. Ég
hafði séð þetta nokkrum sinnum
áður fyrir langalöngu, en aldrei
svona ofsalega: að hann breytti
um svip eins og grima félli af hon-
um og bakvið var lika eins konar
grima, stirðnuð og afmynduð af
ofsareiði.
— Djöfuls hálfvitinn, þinn,
sagði hann og tróð sigarettunni
niður i öskubakkann og hallaði
sér i áttina til min. — Þú hefur þó
ekki haldið að þú gætir hlunnfarið
mig með þessum heimskupörum?
Hélstu i alvöru að þú værir nógu
snjall til að geta leyft þér þetta?
Gagnvart mér! Það tekst ekki,
Johs, það hefur aldrei tekist og
mun aldrei takast. Enginn skal
reyna....
Hann hélt ekki áfram og sagði
hvað enginn ætti að reyna, heldur
æpti tryllingslega: — Reyndu
bara! Reyndu bara!
Hann var ekki bara að æpa á
mig. Hann var að æpa á alla. Það
var heimurinn umhverfis hann
sem ekki átti að reyna að troða
honum um tær þá skyldi hann
svo sannarlega sýna... Og þegar
orðin dugðu ekki til að lýsa
væntanlegum aðgerðum hans, lét
hann verkin tala... já. þetta var
eins og barnalegt reiðikast. Hann
þreif sigarettukassann sem stóð
opinn á borðinu, hvolfdi honum,
tók sigarettu úr hlaðanum og
stakk henni upp i sig, sópaði siðan
afganginum út af borðplötunni
eins og hann væriað gefa ein-
hverjum löðrumg:
— Svona! Ég skal sópa ykkur
út af borðinu.. þér og þessur skit-
hæl!
En ógnunin beindist ekki aðeins
að mér og Mark. Hún átti við alla
sem reyndu að voga sér að standa
i vegi fyrir honum. Svo lét hann
fallast niður i stólinn aftur. Ég
hafði ekki hreyft mig meðan á
þessu stóð. Ég sat agndofa og
hafði aldrei séð hann i þessum
ham. Það var ekki hlægilegt, það
var óhugnanlegt. Það var eitt-
hvað máttvana og útjaskað við
hann eftir þetta kast óg hann sat
stundarkorn og starði á mig
tómu, slokknuðu augnaráði með-
an andlitið tók smám saman á sig
eðlilegt form. Hann svitnaði. Mér
fannst ég finna af honum lyktina.
En ég var ekki hræddur við hann
á sama hátt og áður, þegar aldrei
var að vita með Alex...
— Þú ert geðbilaður, sagði ég.
— Þú hefur alltaf verið geðbilaö-
ur. En áður gastu haft taumhald á
þessu.
Nú var komið að honum að
segja mér að halda kjafti.
— Það get ég vel, þótt það
breyti engu um það að limingin á
þér er að gefa sig sprungur að
koma i ljós. Bráðum gerirðu út af
við sjálfan þig en ekki aðra...
Hvað erindi áttu hingað?
— Að binda enda á ósvifni þina,
sagði hann. — Ef þú heldur að þú
hafir efni á fleiri heimskupörum,
þá láttu þau bara koma strax. Þá
getum við bætt þeim á endanleg-
an reikning.
Hann kveikti i sigarettunni og
var aftur hann sjálfur — eða öllu
heldur sá maður sem hann sýndi
umheiminum — og beið þess að
ég spyrði: hvaða reikning. En ég
spurði ekki. Hann stakk hendinni
i vasann og tók fram pappirsblað
og rétti mér.
— Littu á þetta.
Ég leit á blaðið. Það var röð af
háum tölum i númeraröð. Eg átt-
aði mig ekki strax á þvi hvaða töl-
ur þetta voru.
— Jæja? sagði hann. — Teldu
þær.
Ég taldi tölurnar. Þær voru
sextán og ég fór að átta mig. Þeg-
ar ég leit upp hélt hann á fimm
hudruð króna seðli og sagði:
— Þetta er sá fyrsti. Þú skilur
hvað það táknar?
Það gerði ég og fljótlega gat ég
farið að gera mér grein fyrir af-
leiðingunum.
— Segðu mér það, sagði ég. —
Þú hefur trúlega hugsað mikið
um þetta.
— Já, ég hafði góðan tima til
þess á spitalanum, eftir að þessi
SATT BEST AÐ SEGJA
legur, á þess nokkurn kost að
komast áfram i pólitik, nema
hann hafi yfir að ráða svo ótrú-
legu magni af peningum, að
þeirra er sjaldnast hægt að afla
meö heiðarlegu móti.
Fyrir okkur ' tslendingum er
svona nokkuð næstum óþekkt. Þó
eru þess örfá dæmi að menn hafi
komist áfram i pólitik á tslandi
fyrir peninga eina saman, einsog
allir vita. Það vakti þvi meira en
litla furðu, er Geir Hallgrimsson
formaður Sjálfstæðisflokksins
vogaði sér útá þann Isinn I beinni
llnu útvarpsins um dáginn, að
gefa það i skyn að Alþýðubanda-
lagið fengi peninga (rúblur) meö
grunsamlegum hætti.
Þetta rúblublaður heyrir
Maðurinn með hattinn
1 sjálfum kálgarði hins frjálsa
framtaks, Bandarikjunum, gilda
nánast lögmál frumskógarins á
öllum sviöum. Þetta ástand hefur
tekið á sig hinar fjölbreyttustu
myndir botnlausrar spillingar,
eins og berlega hefur t.d. komið i
ljós að undanförnu i „votergeit”
málinu. 1 stjórnmálaheimi
Bandarikjanna gildir ekkert
nema peningar og aftur peningar,
og enginn, hvorki góður né
vondur, merkilegur né ómerki-
maður af og til hjá heimskum
heimdellingum, en ekki forystu-
mönnum stjórnmálaflokkanna og
allra síst leyfist Geir Hall-
grimssyni að vera með slikar
sendingar úr glerhúsi sinu.
Sem betur fer er það ennsvoá
tslandi, að hæfileikamenn eiga
von til þess að komast áfram i
pólitik þó blankir séu. Hvort það á
við ihaldið lika, sjáum við fljót-
lega, þegarr kosiðverður um for-
mann Sjálfstæðisflokksins.
ungi hjálparmaður þinn hafði
lumbrað á mér.
— Alex, hvernig dettur þér sú
fásinna i hug að hann...
— Hættu þessu kjaftæði, sagði
hann gremjulega. — Og hlustaðu
á mig.
Ég greip fram i. Hann var i
uppnámi — og er hann er i upp-
námi er best að halda sér við etn-
ið og koma fleiri höggum á hann.
Þetta var hnefaleikatækni, ég
hafði það frá Mark sem stund’um
leiddi mann i allan sannleikann
um þetta: Það er um að gera að
gefa honum engan frið, halda sér
við efnið, þá er hugsanlegt að
koma honum undir. En þetta voru
ekki hnefaleikar og þarna var svo
sem ekkert tækifæri: Alex hafði
undirtökin.
En ég greip samt fram i: —
Mark er ekki hjálparmaður minn
lengur. Siðan siðast er hann
orðinn meðeigandi hjá mér.
— 1 þakkarskyni fyrir framlag
hans.
— Já, hann hefur gert sitt besta
til að vernda hagsmuni mina.
— Sem ég er lifandi, sagði
Alex. Já, þú færð bráðum að sjá
það. Þegar ég fer til lögreglunnar
og skila þessum lista.
— Lögreglunnar. Það hefur
aldrei verið þin aðferð, Alex!
— Það er fljótlega hægt að
breyta til með það. Ég sætti mig
ekki við....
— Allt i lagi, þú ert búinn að
segja það, sagði ég. - Þú ferð þá
til lögreglunnar. Hún fagnar
nýjum vini. Og hvað segirðu
þegar þangað kemur?
— 1 fyrsta lagi að þessir
peningar hafi i raun og veru verið
ián sem þú endurgreiddir mér
fyrr um daginn, eftirstöðvar frá
gömlum dögum á Sjálandi.
— Og sem sagt ekki lán sem þú
þvingaðir mig til að veita þér?
— Ef þú reynir að telja
réttinum trú um það, þá spillirðu
bara fyrir sjálfum, eins og á
stendur hjá þér -
— t réttinum? sagði ég. - Erum
við nú komnir fyrir rétt. Þú ert
snar i snúningum.
— t öðru lagi segi ég, að mér
hefði aldrei til hugar komið að þú
myndir haga þér þannig gagnvart
mér. Gömlum félaga. Ég trúði
þvi alis ekki á þig fyrst i stað. En
þegar ég kom af spitalanum og
hitti Mark úti á lóðinni, þekkti ég
hann samstundis sem ræningj-
ann, þótt ég hefði ekki séð andlitið
á honum. Stærðin, vöxturinn,
axlahreyfingarnar..... Eg var
ekki i neinum vafa um að hann
væri maðurinn, og hver annar
hefði átt að vita um þetta smálán
sem þú hafðir endurgreitt mér?
Ég hafði ekki minnst á það við
neinn. Og svo fór ég að velta
málinu fyrir mér og mér varð
smám saman ljóst, hvernig það
hlaut að hafa gengiö fyrir sig.
Þegar þú varst búinn að borga
mér peningana, sástu eftir þvi, og
um kvöldið sendir þú þennan
fyrrverandi efnilega boxara i
Weltervigt á hótelið til að slá mig
niður....
Hvernig vissi hann nú þetta
með welterþungaflokkinn? Hann
hlaut að hafa aflað sér nákvæmra
upplýsinga um Mark.
— Ertu með á nótunum, Johs?
— Meðan það er ekki flóknara
en þetta, sagði ég og fleygði
blaðinu til hans aftur. - Og með
hverju ætlarðu að staðfesta þessa
históriu - þó ekki með þessum
eymdarlista?
FÖSTUDAGUR 2. nóvember
7.00 Morgunutvarp.
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10. Morgunleikfimi kl.
7.20 Fréttir kl. 7.30, 8.25(og
forystugr. dagbl.!, 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Anna S.norrasóttir les
framhald sögunnar
„Paddington kemur til
hjálpar” eftir Michael Bond
(2). Þingfréttir kl. 9.45.
Spjallað við bændur kl.
10.05. Tilkynningar kl. 9.30.
Létt lög á milli liða.
Morgunpopp kl. 10.25:
David Bowie syngur. Frétt-
ir kl. 11.00. Morguntónleik-
ar: Vlack-kvartettinn leikur
Strengjakvartett i G- dúr
op. 106 eftir Dvorák /
Konunglega filharmóniu-
sveitin i Lundúnum leikur
„Seldu brúðina”, svitu eftir
Smetana.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar. Tónleikar.
12.25 Fréttir og Veður fregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Með sinu lagi Svavar
Gests kynnir lög af hljóm-
plötum.
14.30 Siðdcgissagan: „Saga
Eldeyjar-Hjalta” sftir Guð-
mund G. Hagalin. Höfundur
les.
15.00 Miðdegistónleikar: Tón-
list eftir C’ésar Franck.
Charley Olsen leikur á orgel
Kóral i a-moll. Victor Aller
pianóleikari og Hollywood-
kvartettinn leika Kvintett i
i-moll.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Popphornið.
17.10 Útvarpssaga barnanna:
„Mamma skilur allt” eftir
Stefán Jónsson. Gisli Hall-
dórsson les (3).
17.30 Framburðarkennsla i
sambandi við bréfaskóia
SiS og ASí. Danska.
Kennari: Agúst Sigurðsson.
17.40 Tónleikar.
Tilkynningar.
18.30 Frettir.
18.45 Veðurfregnir.
18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá. Fréttaspegill.
19.20 Þingsjá. Oddur Oddsson
sér um þáttinn.
19.45 Heilbrigðismál: Barna-
lækningar, fyrsti þáttur.
Gunnar Biering læknir talar
um mataræði unglinga.
20.00 Tónleikar Sinfóniu-
hljómsveitar tslands i há-
skólabiói kvöldið áður.
Stjórnandi: Okko Kamu frá
Finulandi. Finleikari á lág-
fiðUi: Waltcr Trampler frá
Bandarikjunuin. a. „Don
juan", forleikur eftir Wolf-
gang Amadeus Mozart. b.
Lágfiðlukonsert eftir Bela
Bartók. c. Sinfónia nr. 1 i c—
moll op. 68 eftir Johannes
Brahms. — Jón Múli Arna-
son kynnir tónleikana.
21.30 Útvarpssagan „Dverg-
urinn" eftir PSr Lagerkvist
i þýðingu Málfriðar Einars-
dóttur. Hjörtur Pálsson les
(3).
22.00 Fréttir. Fyjapistill.
22.35 Draumvisur. Sveinn
Magnússon og Sveinn Arna-
son kynna lög úr ýmsum
áttum.
23.35 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Föstudagur 2. nóvember
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Maður er uefndur Sverr-
ir Kristjánsson sagnlræð-
ingur. Pétur Pétursson ræð-
ir við hann. Kvikmyndun:
Þrándur Thoroddsen.
21.25 Landshorn. Frétta-
skýringaþáttur um innlend
málefni. Umsjónarmaður
Svala Thorlacius.
22.00 Tvisöngur i sjónvarps-
sal. Hjónin Sieglinde
Kahmann og Sigurður
Björnsson syngja lög úr
óperettum. Stjörn upptöku:
i þættinum „Maður er
nefndur” i sjónvarpinu i kviild
ræðir Pétur Pétursson út-
varpsþulur við Sverri Krist-
jánsson sagnfræðing. Fkki
þarf að efa, að Sverrir mun
hafa frá ærið miirgu að segja,
og ætti sjónvarpsáhorfendum
varla að leiðast á meðan.
Tage Ammendrup. Aöur á
dagskrá 18. ágúst 1968.
22.20 Dagskrárlok.
Sverrir Kristjánsson
Auglýsingasíminn
er 17500
NOWIUINN
Sölun
HJÖLBARÐAVIÐGERÐIR
|| snjómunstur veitir góða spyrnu
í snjó og hdlku.
Onnumst allar viðgerðir hjólbarða
með fullkomnum tækjum.
Snjóneglum hjólbarða.
GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN.
BARÐINN HF.
Ármúla 7. — Sími 30501. —Reykjavík.