Þjóðviljinn - 10.11.1973, Side 5

Þjóðviljinn - 10.11.1973, Side 5
Laugardagur 10. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 flestir aðilar við sögu þannig að útilokað væri að enginn einn aðili kæmist i aðstöðu til þess að beita okkur nauðung. t umræðum okkar um orku- frekan iðnað hafa komið við sögu aðilar frá Gambiu, Sovétrikjun- um, Norðurlöndum, Vestur- Þýskalandi, Júgóslaviu, Tékkó- slóvakiu og Bandarikjunum. Ég viðurkenni fúslega að sú leið sem ég hef gert að umtalsefni er erfið leið — en hún er eina færa leiðin og við verðum að vera menn til að glima við þann vanda sem veruleikinn færir okkur. lönþróun Ég hef dvalið hér viö orkufrek- an iðnað lengur en ástæða er til i sambandi við iðnþróun á tslandi á næstunni. Þótt málmbræðsla kæmist á laggirnar yrðu aðeins starfandi þar um 100 manns, og henni bæri ekki stóriðjunafn fremur en mörgum öðrum fyrir- tækjum á tslandi. Hin raunverulegu iðnþróunará- form okkar eru margfalt um- fangsmeiri. Þau miðast við það að iðnaðurinn muni þurfa að taka við verulegum hluta af mannafla- aukningunni á þessum áratug. t iönþróunaráætlun þeirri, sem unnin hefur verið af sérfræðing- um Sameinuðu þjóðanna og is- lenskum sérfræðingum er gert ráð fyrir að 8000 manns verði að fá vinnu i iðnaöi á þessum áratug, en að mönnum á vinnumarkaði muni i heild fjölga um 17.000 - 18.000. Samkvæmt áætluninni á heildarframleiðsla iðnaðarins að hækka úr rúmum 12 miljörðum króna, eins og hún var 1970, i 40 miljónir króna 1980, og meirihluti þeirrar framleiðslu yrði að fara til útflutnings. Framleiðnin verð- ur allt að þvi að tvöfaldast. Til þess að ná þessum markmiðum verður einbeitingin fyrst og fremst á léttum iðnaði, sem þarf að þróa um land allt. Of langt mál væri að rekja hér hvernig þeirri þróun yrði háttað, en ég vil leggja á það áherslu að við meg- um ekki stefna að vinnuaflsfrek- um láglaunaiðnaði heldur há- launaiðnaði sem byggist á verk- menningu. Um það gilda sömu rök og ég nefndi áðan um fiskiðn- aöinn. Þess vegna er menntun iönverkafólks algert grundvallar- atriði ef við eigum að þróa þjóðfé- lag okkar áfram til aukinnar vel- megunar vaxandi öryggis og meira jafnréttis. 1 iðnaðarrikjunum umhverfis okkur eru það auðhringarnir sem stjórna þróuninni og laga hana að hagsmunum sinum. Hér á tslandi eru atvinnurekendur afar smáir og bolmagn þeirra litið. 1970 var svo ástatt i iðnaði að i 85% allra fyrirtækja unnu 10 manns eða færri. I iðnaöi öörum en fiskiðnaði voru um 30 með yfir 30 starfs- menn, þar af voru aðeins tvö i einkaeign. Við þessar aðstæður verður rikisvaldið að hafa alla forustu um iðnþróun, þó að við búum enn um sinn við þennan sérkennilega pilsfaldakapital- isma okkar. Hlutdeitd rikisvalds- ins hefur aukist til muna siðustu tvö ár. Slippstöðin á Akureyri, Alafoss og Norðurstjarnan i Hafnarfirði eru nú i opinberri eign, og hefði einhvern tima áður verið hrópað hátt um þjóðnýtingu af minni tilefnum. Landssmiðjan hefur verið efld i stað þess að við- reisnarstjórnin ætlaði að leggja hana niður. Keypt hafa verið tvö af bestu bókagerðarfyrirtækjum i Reykjavik handa rikisprent- smiðjunni Gutenberg, sem var að drabbast niður. öll þau meiri- háttar fyrirtæki sem ég hef nefnt hér að framan verða rikisfyrir- tæki að meirihluta eöa einvörð- ungu. Með þessari . þróun verður hluti rikisvaldsins i iðnaöi marg- falt öflugri hér en i nokkru öðru landi i Vestur-Evrópu, og efna- hagslegt sjálfstæði islensku þjóð- arinnar hefur vaxið til muna ef hún kann að velja sér rikisstjórn sem hagnýtir tækifærin. Eftir er svo sá hlutur okkar og verkalýðs- hreyfingarinnar að gera þessar opinberu eignir að raunveruleg- um þ.e. lýðræðislegum eignum fólksins i landinu. Bíll fyrir hundraðkall Þann 13. október var dregið í Landshappdrætti KKl. Vinningshafi F'ord Mustang Grandé bifreiöarinnar var frú Lovisa Bjargmundsdóttir, og er myndin af henni og eiginmanni hennar, er framkvæmdastjóri KKI afhenti vinninginn. Fischer-hljómburöartækin fengu Sverrir Bergmann og Steinar Friðgeirsson. Kauöi kross tsiands þakkar landsmönnum veittan stuöning. Allt að 6000 framrúður í bílum brotna árlega Utflutningur á bílrúðum hafinn Bílrúðan hf. selur öryggisrúður í Volvo og Saab til Svíþjóðar i gær var afgreidd til flugflutnings fyrsta send- ingin af beygöum fram- rúðum í bíla frá Bílrúðunni h.f. í Garðahreppi. Rúðurnar eru með límdu öryggisgleri, og er þetta nýr þáttur i útflutnings- iðnaði hér á landi. I þessari fyrstu sendingu voru 115 rúður í Volvo og Saab-bíla, en kaupandi er KUBEX IMPORT AB í Umea í Svíþjóð. út- f lutningsverðmæti er um kr. 250.000.00. Fyrirtækið BILRÚÐAN H/F var stofnað 1972, og eftir uppsetningu véla, var framleiðsla hafin á miðju ári 1973. Hafa siðan verið seldar á annaö þúsund rúða, og eftirspurn eftir framleiðslunni er slik hér á heimamarkaði, að fyrst nú hefur unnist timi til að sinna fyrirliggjandi pöntunum til út- flutnings. Bilrúöan framleiðir framrúöur i flestar gerðir bila, en jafnframt er framleitt limt öryggisgler i skifum fyrir glerslipanir, bila- smiðjur o.fl., eða tilskornar rúður úr öryggisgleri i vinnuvélar, fastar rúður i langferðabifreiðar og aðrar, og á tilraunastigi er framleiðsla á mjög þykku öryggisgleri fyrir skartgripa- verslanir, fangelsi o.fl. öll framleiðsla á framrúöum i bila er úr bestu fáanlegu hráefni. Glerið er svokallað FLOAT-gler eða slipað gler, sem veitir full- komið öryggi gegn spémyndun i framrúðum. I grundvallaratriðum fer fram- leiöslan þannig fram, aö til- skornar glerskifur eru settar i til þess gerð rúðumót og beygðar tvær saman við mikinn hita. Siöan er lögð plastfilma á milli þessarar tveggja glerskifa, og þær siðan pressaöar við 150 stiga hita, þar til rúðan er glær og full- komlega samanlimd. Rúðan er þá tilbúin til afgreiðslu eftir slipun, hreinsun og gæðaeftirlit, sem er mjög strangt. Allar framrúður Bilrúðunnar eru framleiddar með sérstöku leyfi sænsku verksmiðjunnar KUBEX, og hefur framleiðslan hlotið hæsta gæðamat, AS 1, og mætir þvi þeim kröfum, sem settar eru stifastar i U.S.A., Sviþjóð, Kanada og Þýskalandi, sem hafa sett reglur um, að einungis skuli notað limt öryggisgler i alla bila, tvær 3 mm glerskifur með 0.76 plastfilmu. Bilrúðan bindur miklar vonir við að geta annaö þörfum islensks markaðs á bilrúðum strax að vori komanda, og geta jafnframt flutt út frá 6000-10.000 rúöur á ári áður en langt um liður. Heildarframleiðslugeta fyrsta áfanga verksmiðju BtLRÚÐ- UNNAR H/F er um 15.000 fram- rúður á ári miðað við dagvinnu- tima. Aætlað er, að milli 5000 og 6000 framrúður brotni árlega á ts- landi. BtlRÚÐAN H/F er eina verk- smiöja sinnar tegundar á lslandi. Formaður stjórnar BtLRÚÐ- UNNAR H/F er Jóhann Friðriks- son, framkvæmdastjóri er Frið- rik Theodórsson og verksmiðju- stjóri er Hallgrimur Einarsson. Alþýðubandalagiðfordœm- ir valdaránið í Chile Flokksráðsf undur Alþýðubandalagsins sem haldinn var um siðustu helgi gerði ályktun um Chile. Var ályktunin samþykkt með lófataki. Fer hún hér á eftir: Flokkráðsfundur Alþýðu- bandalagsins fordæmir harð- lega váldarán hersins i Chile og heitir fyllsta stuðningi við alþýðu Chile, sem nú heyr harða baráttu fyrir lifi sinu við fasisk einræðisöfl. Valdarán hersins, fjöldaaftökur og fang- elsanir verkamanna og sósialista er glæpur gegn alþýðu allra landa. Alþýðu- bandalagið skorar á rikis- stjórn tslands að leggja lið sósialiskum lýðræðisöflum innan Chile sem utan, sem hafa nú tekið upp haröa baráttu fyrir endurheimt lýð- ræðis og mannréttinda i landinu. Telur fundurinn, að ekki komi til mála, að islensk rikisstjórn viðurkenni herfor- ingjastjórnina i Chile, en beri að beita sér gegn henni á alþjóðavettvangi með öllum tiltækum ráðum. Jafnframt lýsi islenzk stjórnvöld yfir þvi, að þau veiti hæli flótta- mönnum frá Chile, sem þess kunna að óska. Atburðirnir i Chile hafa afhjúpað eðli og baráttuað- ferðir auðvaldsins og fjölþjóö- legra auðhring, sem svifast einskis, er efnahagsleg itök þeirra og yfirráð yfir náttúru- auðlindum annarra þjóða eru i hættu. Þessa ber tslendingum nú aö minnast, er þeir berjast sjálfir fyrir óskoruðum yfir- ráðum yfir auðlindum sinum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.