Þjóðviljinn - 10.11.1973, Side 8

Þjóðviljinn - 10.11.1973, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. nóvember 1973. DmK§[fQDiJðÖI? i bariiasýniiiKum er hrært saman brúbum og lcikurum Dario Fo er mikiö eftirlæti þeirra á Fiolleikhúsinu Viötal um starfshætti framsækins leikhúss Viösegjumekki: Mikiö á aum- ingja fólkiðbágt Kári Halldór kynntist Fiol- teatret i Kaupmannahöfn árið 1971. Hann fékk þá að fylgjast með æfingum, og hljóp i skarðið sem ljósamaður. Siðar var hon- um boðið að starfa með leikhús- inu, fyrst sem tæknimaður, siðan sem leikari og leikstjóri. Menn þurfa ekki lengi að blaða i leikskrám hússins til að sjá, að þeir hjá Fioleteatret hafa heldur betur pólitisk áhugamál. A aðal- sviðinu eru tvö leikrit eftir Dario Fo. Annað er um samspil lögreglu og fasista við að koma út úr heim- inum stjórnleysingjanum Pinelli. Hitt er um verkalýðsbaráttu á ftaliu á árum heimsstyrjaldarinn- ar fyrri — „hlátrinum er beitt sem vopni til að fá fólkið til aö skilja sinn mikla mátt”. önnur tvö leikrit sem ganga á aðalsvið- inu eru dönsk. ,,Það er alveg á- reiðanlegt” fjallar um frétta- miðlun, hver er það sem ákveður hvaða fréttir við heyrum i út- varpi, sjónvarpi eða lesum i blöðum og hvaða fréttum er stungið undir stól. Höfundur er Siv Viderberg. Kirsten Björnkjær er höfundur leikrits sem heitir „Hringdu i VE 7 ef tilkynna þarf morð” sem fjallar um skipulagða glæpastarfsemi i sambandi við jarða- og lóðabrask. Þessi dæmi segja sitt af hverju. Og er þó ekki enn minnst á farandleikhúsið, sem gert er út frá Fiol, en inn á það kemur Kári Hálldór nánar i eftirfarandi spjalli. Ábyrgö á því sem gert er — Framsækin leikhús eins og Fiolteatret byggja á þvi að þörl sé fyrir, að vandamál fólks séu tekin upp á sviði með nýjum hætti. Ekki með þeim ópersónulega hætti sem við eigum að venjast i leikhúsi, sem hefur ekki önnur á- hrif en þau, að fólk standi upp og segi ,.mikið á þetta fólk bágt” — hafi i raun og veru heldur fjar- lægst vandann en nálgast. Þetta er mikiö tengt skipulagi og starfs- háttum venjulegra leikhúsa þar sem leikararnir eru fyrst og fremst á höttum eftir ,,góðum” hlutverkum, þ.e.a.s. hlutverkum sem gefa þeim möguleika á að sýna hvað þeir eru flinkir, hvaða tækni þeir hafa. Og svo finnst þeim, leikurunum, siðan þeir beri i raun og veru ekki neina ábyrgð á þvi sem sagt er, hvað það er, sem er haldiö fram. Ég á auðvitað ekkivið það, að ég geti ekki sem sósialisti farið að leika einhvern feitan kapitalista, vegna þess að þá beri ég ábyrgð á hans tali. Heldur vildi ég sagt hafa, að hið framsækna leikhús byggir á ná- inni samvinnu, að texti og túlkun sé niðurstaða hópvinnu — sem um leið tekur tillit til verkaskipting- ar. Inn á viö og út á við Þetta þýðir til dæmis, að reglu- legir starfsmannafundir eru bein- linis hluti af starfi okkar sem vinnum við félagshyggjuleikhús. Þessir fundir eru ekki haldnir með það fyrir augum, að það eigi að kveða einhvern i kútinn eða beita atkvæðum, heldur að finna lausn á málum i sameiningu, kannski ekki aðra af tveim tillög- um, heldur finna þá þriðju lausn i sameiginlegri leit. Það er að visu ekki auðvelt að skapa það and- rúmsloft að þetta samstarf verði vel virkt, menn þurfa að halda hugsuninni klárri, hafa sjálfsaga og ábyrgð gagnvart þeim sem maður er að vinna með. Sumir kynnu að halda að þessi vinnu- brögð gerðu alla i hópnum hver öðrum lika, en niðurstaðan er allt önnur. Fólkið opnast, þessir starfshættir skapa mönnum ör- yggi og trú á sjálfa sig og eyða um leið vanmati á mótleikurunum. Framsækið leikhús eins og Fiolteatret er og aðrir skyldir hópar leggja ekki aðeins stund á nýja starfshætti inn á við, heldur og út á við. Mikill hluti starfsins er að stúdera áhorfendahópa — unglinga, verkafólk, gamalt fólk, þarfir þeirra og óskir. Við höfum t.d. sérstakt „barnaleikhús” og leggjum þá sérstaka stund á að búa til sýningar fyrir 12-16 ára aldur, en honum gefa venjuleg leikhús yfirleitt engan gaum. Við keppum að þvi, að umræða við á- horfendur sé fastur þáttur á eftir leiksýningu. Þá þarf leikarinn ekki aðeins að vera búinn að æfa sig á hlutverkinu, heldur og kynna sér sem best allar aðstæð- ur sem sýndar eru i leiknum, vera reiðubúinn til að svara ólikleg- ustu spurningum. Góður vilji Umræðan er ekki sist mikilvæg fyrir farandleikhús okkar. Fyrir utan fastasenuna erum við jafnan með sýningar á boðstólum sem við bjóðum ýmsum aðilum. Nú erum við t.d. með leikrit eftir Magnus Johansson sem við get- um kallað Velviljaö fólk. Þar er fjallað um það, hvernig verka- maður sem hefur staðið sig vel i vinnudeilu fer inn i kerfið hjá Al- þýðusambandinu, LO, og hvernig það gleypir hann. Vettvangurinn er fyrirtæki eitt i málmiðnaði. Eitrað loft veldur atvinnusjúk- dómum og skapast af vinnudeila. Ungur verkamaður, sem hefur orð fyrir félögum sinum og skipu- leggur verkfall þeirra, þykir standa sig mjög vel. Þeir gera hann að trúnaðarmanni sinum. Siðan er hann sendur i trúnaðar- mannaskóla hjá verkalýðshreyf- ingunni. Þar lærir hann allar leik- reglur og missir blátt áfram móð- inn fyrir yfirbyggingunni. Hann hefurekki lengur neinn vilja and- spænis þeim ramma sem alþýðu- sambandið og vinnuveitendur hafa sett sér og veit nú það eitt að „það eru tvær hliðar á hverju máli”. Þegar svo næst kemur til þess, að félagar hans fara i „ólög- legt” verkfall til að fá leiðréttingu sinna mála, þá bregst hann alveg, og það endar með þvi að hann er látinn fara. En hann er kominn inn fyrir i kerfinu og fer i jobb á atvinnuleysisskrifstofu; leikurinn endar á þvi að þangað leitar vin- kona hans fyrrverandi sem hefur verið rekin úr vinnu — það er al- gengt að fyrirtækin reyni við fyrsta tækifæri að losa sig við þá sem hafa helst haft sig frammi i vinnudeilum. Svona sýningu panta kannski ýmsir áhugamenn i verklýðsfé- lögum og reyna að sjá til þess, að við höfum upp i kostnað — en þótt þeir geri það ekki, þá leikum við samt. Samkeppnismórall 1 leikskrá sem fylgir „Velvilj- uðu fólki” segir svo um tilefni leiksins, sem er einkum tengt þvi að verklýðshreyfingin hefur Leikari beri ábyrgð á því sem sagt er — Túlki vandamál þannig að þau skiljist og ræði um þau á eftir. — Þekki ekki síður áhorfendur og þarfir þeirra en leikritið sjálft — Farandleikhús og Hjálp í viðlögum — Eigum við að gera minna eða leika fyrir lægra kaup? I.augardagur 10. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Þessi léku hjá Kára Halldóri I Valborg og bekkurinn: Gömui kona hef- ur eignast vin aftur. gengið til samstarfs við atvinnu- rekendur um aukria framleiðni, m.a. með skipulagningu ákvæðis- vinnu: „Samkeppnismórallinn var settur i stað samstöðukennd- arinnar sem áður rikti. Nú átti hinn duglegi verkamaður sjálfur að geta ákveðið laun sin sögðu þeir, sem bjuggu til hin nýju framleiðnilaunakerfi. Margir þessara duglegu manna eru nú á skrá yfir þá sem urðu að hætta störfum fyrir timann vegna heilsubrests, en á vinnustöðvun- um rikti áfram sá klofningur sem kom þar inn, þegar hver átti að vera sinnar gæfu smiður. Launa- upphæð og sú neysla sem henni fylgdi varð mælikvarðinn á manngildið, við kepptumst hver um sig og i hóp til að komast sem ofarlegast i velferðarstiganum. Þetta kom illa niöur á þeim sem i lakastri aðstöðu voru, ekki sist vegna þess, að þeir sem höfðu rétt til að stjórna vinnu og skipta nið- ur verkum bjuggu að sjálfsögðu best að þeim verkamönnum. sem sterkastir voru. Allt hafði þetta á- hrif i þá átt að samstöðutilfinn- ingin hvarf fyrir baráttu allra við alla... Skilningur verkamanna á þessari stöðu hefur vaxið. Olög- legum verkföllum heldur áfram og þar með andstæðum milli kröfugerðar verkamanna og af- stöðu verklýðshreyfingarinnar til hennar. Þegar svo er i pottinn bú- ið er staða trúnaðarmannsins hlaðin árekstrum, sem ekki er hægt að leysa með góðum vilja til að gera rétt”. Fyrir gamla fólkið Sjálfur hefi ég, segir Kári Hall- dór. leikstýrt einni sýningu sem við bjóðum eldra fólki, þeim sem eiga óhægt með að fara langferðir i leikhús. Það heitir Valborg og bekkurinn eftir Finn Methling, sem er bráðskemmtilegur höf- undur og hnyttinn og einstaklega samvinnufús þegar okkur likar ekki eitthvað i textanum. Aðal- persónan, Valborg. er komin yfir sjötugt. Hún er ekkja. Fyrsta mai fer hún og sest á bekkinn, þar sem hún hitti fyrst manninn sinn sál- aða og þau sátu á oft siðan og tek- ur hann, bekkinn tali. Fyrst um það. hve erfitt sé að láta ellilaunin hrökkva fyrir nauðsynjum. ()g siðan um viðbrögð umhverfisins vib hinum nýju ástamálum henn- ar. Henni þykja sárust viðbrögð barna sinna og tengdabarna við þeim.en bekkurinn, sem er þarna persóna meðjiðild og rétti, styður hana eftir l'öngum i samtölum yið þau. Siðast sýndum við þetta i húsakynnum Lionsklúbbs úti i Holte, þar býr heldur l'int fólk eins og sagt er. Þetta tókst ljómandi vel, gamla fólkið skildi mætavel hvað um var talað, það var vel hresst ylir þvi að tekið var undir rétt þess til að lifa, og auk þess hitti það fólk sem hefur sjaldan verið innan seilingar þess, leik- ara. Ég minntist áðan á unglinga- sýningar. Við höfum reynt að fjalla um þeirra eigin vandkvæði, vanmat þeirra á þvi að þeir geti gert sig skiljanlega, þroskamis- mun, stéttaskiptingu meðal þeirra sem kemur fram i mis- munandi klæðaburði, fjárráðum o.l'l. Við reynum að láta þessar sýningar verða virkar á jafn- réttisgrundvelli; i hefðbundinni leiksýningu eru unglingarnir oft- ar en ekki aukagemsar sem verið er að skopast að. Leikritið lljálp sem er skrifað og sett upp lyrir 11-16 ára aldur, er um dreng sem eiginlega má hvergi vera, og út úr leiðindum og einsemd fer bann að stela fyrir eldri stráka af þvi þeir eru þeir einu sem sýna honum nokkra vinsemd er hún þó skammgóður vermir eins og i Ijós kemur. Onnur sýning, Nýi bær- iim.segir l'rá þvi hvers vegna ný Framhald á bls. 14 Heimilisböl íslendinga VID ÝMISLEG TÆKIFÆHI rifjast það upp fyrir manni, hve villandi mikið umtal i fjölmiðlum er. Ösjálfrátt fara menn að álykta sem svo, að það hljóti að vera eitthvað merkilegt sem er oft búið að minnast á i dagblöðum og útvarpi. Til dæmis að eitthvað sé i Nixon spunnið eða að miðilsbók Guðrúnar Sigurðardóttur um Ragnheiði Brynjólfsdóttur hljóti, hvað sem öðru liður, að vera skemmtileg lesning, kannski ó- vart spaugileg hér og þar. En þvi fer reyndar viðs fjarri. Það er best að segja það strax svo sem i greiðaskyni við lesendur, að ég held það sé leit á jafn hrútleiðin- legum texta. Ég skal játa það á mig, að ég á einatt erfitt með að leggja frá mér lesmál á kvöldin. En vart hafði ég séð nema svo- sem 25 siður af Ragnheiði Bryn- jólfsdóttur þegar ég var stein- sofnaður og hélt þvi áfram næstu tiu timana. Draumlaust. Má vera að hér sé loks fundinn staðgengill þeirrar merku bókar Manndáð eftir C. Wagner, sem sögð var svo hatrömm hér fyrr á öldinni að hún gæti svæft fimm vetra grað- ung? ÉG SKAL ALVEG LATA liggja milli hluta vangaveltur um það hvort þessi bók „standist” sagn- fræðiskoðun, hvort til voru um- slög á 17. öld og hvort unnt var þá að tala um „biskupinn yfir Is- landi”. Einnig skulum við hér ekki skipta okkur af þvi, hvort höfundar bóka um sögulegar per- sónur telja sig vera að skrifa sagnfræði, skáldsögu eða taka við opinberunum frá öðrum sólkerf- um. Hitt skiptir mestu, að lesand- inn hlýtur fljótlega að komast að þeirri niðurstöðu að persónur þessarar bókar eru ekki annað en ómerkilegir pappirsbúkar út úr eldhúsreyfurum og þar með, með leyfi að segja, ekki fimmeyrings virði. Með þessu er átt við það, að persónurnar i bókinni hafa varla annað fyrir stafni en að endur- taka i sibylju, tiu sinnum, hundrað sinnum, sömu staðhæf- ingarnar um sjálfar sig og hver um aðra. Brynjólfur biskup er látinn klifa á þvi á svo til hverri blaðsiðu að hann sé nú enginn smákall: ég er hans herradómur, það er ég sem ræð, allir óttast mig, ég er stórveldi, ég verð að lægja i Ragnheiði rostann, ég verð að beygja hana, enginn skal segja mér fyrir, og svo hnykkir þessi tröllheimski þurs öðru hvoru á með þvi að æpa á viðmæl- endur sina, að þeir eigi að enda vitlausir eða svin o.s.frv. Meir en hálfa þessa löngu bók eru þau að æpa hvort á annað Brynjólfur og Ragnheiður dóttir hans um að hann ætli að „beygja" hana og hún ætli ekki að láta „beygja” sig. Dæmi: „En það skaltu vita, að Ragn- heiður Brynjólfsdóttir beygir sig aldrei” ,,Þú skalt, þú skalt beygja þig'” ,,Þú getur beygt mig sem bisk- up yfir Skálholti, en þú beygir aldrei sál mina eða hjarta. Þið heyrið það bæði, hvað sem þiö gerið, þá beygið þið aldrei sál mina eða hjarta”. ÞETTA ENDALAUSA BEYGINGATAL minnir helst á stráka, sem eru að mana hvern annan i slag langa lengi, en þora varla að byrja. Kringum þau feðgin vappa siðan Margrét biskupsfrú, Hallgrimur Péturs- son og Helga i Bræðratungu og keppast við að vara Brynjólf við Ragnheiði allt frá þvi hún er barnung: Þú mátt ekki þvinga dóttur þina, reyndu ekki að beygja hana þá mun illa fara, gættu þin, hún er of lik þér og þannig áfram án enda. Það fer ekki hjá þvi aö lestraráhugi verði i daufasta lagi, þegar búið er að tilkynna hundrað sinnum um væntanlega árekstra áður en þeir gerast — auk þess sem allir lslendingar vita hvort sem er „hvernig þetta fer”. Aðrar per- sónur en þær sem fyrst voru nefndar eru og þvi marki brennd- ar, aö þeim fylgir ein og sama einkunn. Sifellt er tönnlast á þvi að Margrét biskupsfrú sé óttaleg- ur eymingi og þori sig hvergi að hræra fyrir manni sinum, Hall- grims er ekki getið nema það fylgi með að hann sé óumræðilega vitur og góður, og Helga i Bræðratungu er einnig óum- ræðanlega vitur og mikill höfð- ingi. Þegar svo er i pottinn búið með mannfólkið er varla von að maður nenni i alvöru að velta fyr- ir sér þeirri einu söguskýringu, sem bókin boðar — að Ragnheið- ur hafi svarið rangan eið og eins- og skipt sér i tvennt við það tæki- færi („hún ætlar aö tala eiðinn með tungunni, en afneita honum i sál sinni”). Það er eftir ööru að eina persónan sem er með ein- hverju manneskjubragði, er eitt- hvað öðruvisi en hinir pappirs- búkarnir, er Valgerður veislu- kerling, sem okkur er sagt að sé eintómur misskilningur úr Guð- mundi Kamban EINS OG FRAM IIEFUR KOMIÐi blöðum eru persónurnar látnar tala — heldur ljótt reyndar —■ nútimamál: Þú getur alltaf verið hinn stóri... hafðu það eins og þig lystir... hefurðu ekki meira við mig að gera... mér finnst ég þá vera opinber fyrir allri þjóð- inni (þetta siðasta segir Ragn- heiður um væntanlega eiötöku). 1 formála eru þessar og aðrar glós- ur skrifaðar á reikning Haralds Nielssonar, sem sagður er vilja spara orku miðilsins — einhverra hluta vegna er hún honum dýr- mætari en islensk tunga, og er það skrýtinn smekkur, en slepp- um þvi. Tilfinningamál persón- anna sem mjög er flfkað eru einn- ig þýdd yfir á hugsanagang eld- húsrómansins, Ingibjargarstils- ins eins og hann gerist verstur. Dæmi: „0 Ragnheiður, Ragn- heiður min, Ragnheiður min, fyrirgefðu mér aumum manni. Drottinn veit að engin kona skip- ar hjarta mitt nema þú, og drott- inn veit að engin kona skal skipa það nema þú, aldrei, aldrei, Ragnheiöur, hvað gamall sem ég verð”. Annað: ,,Ég skal fara frá Skálholti með brjóstið fullt af ást til Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Ég skal glæða þá ást og gefa henni það ljós, sem aldrei deyr, hvorki þessa heims né annars”. Þriðja: ,,Ó, Ragnheiður, þú ert. engri konu lik. Ég skyldi krjúpa, ég skyldi sleikja duftið ef ég gæti bjargaö þér”. Skrautblóm af þessu tagi eru býsna mörg. Og það má einnig rekja annarskonar dæmi um það, aö glefsur úr skrif- um og ræðum okkar aldar bola með öllu 17. aldar andrúmslofti út úr þessari munnlegu skáldsögu Guörúnar Sigurðardóttur. Stund- um er Helga i Bræöratungu farin að tala eins og upp úr spánnýrri miðilsbók: „Þeir (dauðir menn) vitja okkar bæði i svefni og vöku... Ég trúi þvi lika og treysti að ef viö erum sönn i hugsunum okkar til þeirra, þá held ég þeir flýi af hólminum”. SVO MÆTTI LENGI TELJA. Bókin er firnalöng og svo hæg- geng aö fágætt er — það verður reyndar ein af gátum sálfræöinn- ar hvilikan tittlingaskit islenskur miðill telur sig þurfa að halda til haga: ,,Ég er ekki að draga dár að þér. Ég vildi aðeins að þú vildir setjast. Ég sest þegar mér sýnist, Ragnheiður. Ég stend þegar mér sýnist, fað- ir minn. Sestu, Ragnheiður, sestu! Ég stend þegar mér sýnist, fað- ir minn. Stendur þú fast á þvi að neita þvi sem ég skipa? Ég á mina fætur sjálf. Ég á minar hendur lika. Ég stend þe'g- ar mér sýnist og sit þegar mér sýnist. Ragnheiöur Brynjólfsdóttir, veistu hvaða vald ég hef? Ég veit þú ert biskúp....” Eða eins og kellingin sagði: Ansans vesin. ÞAD FELLUR VÍST undir mannréttindi að hver og einn skrifi það og prenti sem honum sýnist, og til þjóðareinkenna, að viö greiöum fyrir eina dugandi bók með tíu slæmum. En ég held það sé nauðsynlegt að taka þaö fram, að ef að þessari grátbros- legu leiðindavellu verður laumað inn á þúsundir heimila meö lævis^ legri auglýsingaherferð, ef á að ræða þennan samsetning á margskonar vettvangi með þungri alvöru rétt eins og um stórfenglega opinberun sé að ræða, þá er það ekkert annað en hneyksli, dár og spé um þessa vit- glóru, sem er eftir með þjóðinni. Væri ég maóisti mundi ég ekki ef- ast um, að hér væri um lævislegt samsæri auðvaldsins að ræða um að beina athygli alþýðu frá yfir- vofandi myrkraverkum. Arni Bergmann

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.