Þjóðviljinn - 10.11.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.11.1973, Blaðsíða 16
Laugardagur 10. nóvember 1973. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- víkur, simi 18888. Kvöldsími blaóamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Helgar- ,kvöld- og nætur- þjónusta Lyfjabúða i Reykjavik 9. - 15. nóv. verður i Apóteki Austurbæjar og Ingólfsapóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Sexliða friðar- áætlun samþykkt Óvœntur skyndifundur ísraelsstjórnar WASHINGTON, RIAD, TEL AVIV 9/11.— Egypt- ar og israelsmenn hafa samþykkt sexliöa áætlun til tryggingar vopnahlénu fyrir Miöjarðarhafsbotni og til þess aö greiöa fyrir varanlegri lausn á deilu- málum israels og Araba, samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu i kvöld. Var texti samningsins kunn- gerður eftir aö hann hafði verið Ráðstefna Vietnam- nefndar í Norrœna húsinu Vietnamnefndin á tslandi boðar til ráðstefnu með full- trúum aðildarsamtakanna þrettán og öðru stuðningsfólki um stöðu og Iramtiðarverk- efni VNl. Ráðstefnan hefst i dag, laugardag,kl. 13.30. Ráðstefnustjórar verða Halldór A. Sigurðsson og Jón Hnefill Aðalsteinsson. Dagskrá: 13.30 Opnun ráöslefnunnar, skráning fulltrúa og kynning. 11.00 Kramsöguræður: 1. Aslandið i Indókina — Sveinn R. Ilauksson. 2. Herstöðvamálið — Arni lijartarson. 3. ISaráttan i öðrum hlutuin lieiins — Þórhannes Axelsson 14.45 Umræðuhópar: Skipt upp i þrjá hópa, scm hver fjallar um eitt ofangrcindra mála. 15.45 Kaffihlc. 10.00 Umræðuhópar skila áliti. nlniennar umræður, ályktanir 17.00 Framsöguræður: II 1. Uppbygging, starfshættir og verkefni VNI — Jón liannesson. 2. Starfsaðstaða og fjár- öflun — Kygló Bjarnadóttir. 17.30 Almennar umræður um starfsemi og franitiðarverk- efni. 18.30 Káðstefnu lýkur. VtETN AMNEFNDIN A ÍSLANDI sendur Kurt Waldheim, aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt samningnum skulu Egyptar og tsraelsmenn beaar i stað hefja samningaumleitanir með það fyrir augum að hinir siðarnefndu dragi siatilbaka að vopnahléslinunni frá þvi tuttugasta og annan október. Munu fulltrúar Sameinuðu þjóð- anna annast umsjón viðræðn- anna. Dá er gert ráð fyrir þvi i hinni samþykktu áætlun að daglega verði send matvæli, vatn og lyf til borgarinnar Súes, og allir særðir borgarar skulu fluttir þaðan. Verðir i þjónustu Sameinuðu þjóðanna taka við gæslu á vegin- um milli Kairó og Súes af isra- elskum varðmönnum. Skipst verður á striðsföngum, bæði særðum og heilum heilsu.Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna, tilkynnti Wald- heim i bréfi að Egyptar og tsraelar myndu senda fulltrúa • sina á ákveðinn stað við veginn milli Kalró og Súes, þar sem þeir myndu undirrita samninginn. Bað Kissinger Waldheim að koma þvi svo fyrir að samningurinn yrði undirritaður á morgun eða einhvern annan dag, sem hentaði Egyptum og tsraelsmönnum- báðum. Golda Meir, forsætisráðherra tsraels, kallaði stjórn landsins óvænt saman á aukafund i kvöld til þess aö ræða sexliðaáætlunina, sem þeir Kissinger og Sadat Egyptalandsforseti urðu sam- mála um á l'undi sinum i Kairó. Oopinberar heimildir i Tel Aviv höfðu áður hermt að tsraeslmenn myndu samþykkja áætlunina, og veldur þessi óvænti stjórnarfund- um þvi nokkrum heilabrotum. Talsmaður tsraelssljórnar hefur látið hafa eftir sér að endanleg af- staða stjórnarinnar til friðar- áætlunarinnar verði ekki kunn- gerð fyrr en að téðum fundi lokn- um. Húgsanlegt er talið að tsraelsstjórn sé óánægð út af þvi að i áætluninni, sem kunngerð var i Washington, var ekki minnst einu orði á sundið Bab el-Mandeb, sem Arabarikin hafa stöðvað siglingar um, en gegnum það sund er siglt til Eilat, einu hafnarborgar tsraels við Rauða- haf. bó er ekki talið óhugsandi að þeir Kissinger og Sadat hafi komist að munnlegu samkomu- lagi um það mál. Múhameð Heykal, hinn áhrifa- mikli greinahöfundur um al- þjóðamál við Kairóblaðið A1 Ahram, hvatti i dag Arabarikin til Kópavogsbúar Bæjarmálaráð H-listans I Kópavogi hefur komið á fót umræðuhópum um bæjarmál. A mánudagskvöld verða skipulagsmálin rædd. bar verður fjallað um aöalskipulag Kópavogs, t.d. Snælandshverfiö, fram- tið Fossvogsdals, Miðbæinn o.fl. Bæjarmáiaráðið hvetur bæjarbúa til að mæta og taka þátt I starfinu. Sýnum að við höfum áhuga á umhverfi okkar. STJÓRN BÆJARMALARAÐS KÓPAVOGS ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ Mannlif og samfélagshættir Umræðuhópurinn kemur saman á mánudagskvöld kl 20 30 að Grettisgötu 3. Akranes Félagsfundur um herstöðvamálið og fleira verður haldinn laugardaginn 10. nóvember kl. 14 i Rein. Arnmundur Backmann kemur á fundinn. Mætið vel og stundvislega. Stjórnin þess að beita oliunni til þess að koma i veg fyrir að stórveldin hættu að selja þeim vopn. Hann mælti lika með þvi að Evrópurik- in hefðu meiri afskipti af málum Austurlanda nær hér eftir en hingað til, þar eð ekkert vit væri i þvi að láta risaveldin tvö ein um það að ákveða strið og friö. öryggi og velmegun Evrópu er komin undir þvi að öryggi og vel- megun riki i Austurlöndum nær, skrifar Heykal. ■ Erhard Jacobsen útskýrir hér úrsögn slna úr Jafnaðarmannaflokki forsætisráðherrans sem hann siðan velti með fjarveru sinni úr þingi nokkrum dögum siöar. DANSKI ANKER FALLINN KAUPMANNAHÖFN 9/11. — Stjórn Ankers Jörgensens mun sjá um málefni ríkisins þangaö til búið er að mynda nýja stjórn á grundvelli þess þings sem kosið verður til 4. desember. Hún leggur fram fjárlög fyrir lok nóvembermánaðar svo sem skyldugt er, og hún leggur til framvegis sem hingað til formanninn í ráðherranefnd EBE og undirbýr fund æðstu manna Efnahagsbanda- lagsins sem verður í Höfn 14. og 15. desember. Stjórn Ankers hefur staðið tæpt i danska þinginu, en hún valt vegna fjarveru eins þingmanns við þýðingarmikla atkvæða- greiðslu, Erhards Jacobsens, en hann hefur nú brotist út úr flokki jafnaðarmanna og ákveðið að stofna sinn eigin flokk. Jacobsen hefur mjög hægrisinnaðar hug- myndir i húsnæðismálum og olli það vinslitum milli hans og Ankers. Skoðanakönnun frá 1. nóvember sýnir að jafnaðarmenn njóta fylgis aðeins 27% kjósenda, en það er 10% minna en þeir höfðu við kosningarnar 1971. Hinn nýi skattsvikaraflokkur Glistrups reyndist hafa safnað um sig 15% kjósenda. Borgaralegu flokkarnir hinir höfðu aðeins unnið á, en Sósialiski alþýðuflokkurinn tapað. Alsír slæst í hópinn LONDON 9/11 — Alsír ákvað í dag að hefja tak- mörkun á oliuframleiðslu eins og svo mörg önnur Arabalönd. MFIK Sameiginlegur fundur MFIK og Vináttufélags tslands og Kúbu verður haldinn i félagsheimili prentara að Hverfisgötu 21, þriðjudaginn 13. nóvember 1973, kl. 20.30. Fundarefni: 1. Félagsmál 2. Ingibjörg Haraldsdóttir heldur erindi um Kúbu 3. Maria borsteinsdóttir flytur frásögn af friðarþinginu i Moskvu 25.-31. október 1973 Samtimis gerðu formælendur Sádi-Arabiu það ljóst, að ekki verður tekin upp venjuleg fram- leiðsla né hætt oliusölubanninu til Bandarikjanna og Hollands sem nú eru i algeru afgreiðslubanni. Sádi-Arabaia hefur skert oliu- framleiðslu sina um nær 30%. Greinilegt er að viðræður Kissingers utanrikisráðherra Bandarikjanna við Feisal konung i Sádi-Arabiu hafa ekki dregið neitt úr einbeitni Feisals. að standa fast við hlið annarra Arabaleiðtoga i deilunum við tsrael. Hann hefur áður sagt að aðgerðunum i oliumálunum verður ekki breytt fyrr en tsraelsmenn hörfa af þeim svæð- um sem þeir lögðu undir sig i 6—daga stríðinu um árið. 1 dag var itrekað að aðgerðirnar gætu staðið i mörg ár. Utanrikisráðherra tsraels, Abba Eban, ásakaði Efnahags- bandalagið i dag fyrir það að vera meira umhugað um oliuþarfir sinar frá degi til dags en að skapa frið i Austurlöndum nær. Vildi hann biðja EBE-menn um að halda sér saman og leggja ekki stein i götu friðarsamninga með einhliða yfirlýsingum. betta eru viðbrögðin við sameiginlegu áliti ráðherranefndar EBE frá þvi á þriðjudag en þar var tsrael hvatt til að hætta hernáminu frá 1967. Askorun til borgarstjóra Konur við Vesturberg i Breiö- holti III gengust fyrir undir- skriftarsöfnun meðal ibúa i fjöl- býlishúsum sem Einhamar J>f. hefur bvggt þar efra, þar sí m þeirri áskorun er beint tit borgar- stjórans i Reykjavfk að liann hlutist til um að Einhamri verði séð fyrir lóð og aöstöðu til frekari byggingaframkvæmda. Af þeint.sem náöist til, undir- rituöu allir áskorun þessa utan þrjár manneskjur. Undirskrif- endur eru 178. Askorunin var afhent borgar- stjóra á föstudagsmorgun. Texti áskorunarbréfsins fer hér á eftir: Við undirritaðir ibúar fjölbýlis- húsa þeirra sem Einhamar sf. byggði við Vesturberg i Breiðholti III. Rvik., skorum á borgarstjórn Reykjavfkur að veita Einhamri sf. byggingalóðir undir sams- konar fjölbýlishús og það hefur byggt við Vesturbergið, svo að félagið þurfi ekki að hætta starf- semi sinni, eins og nýlega hefur komið i ljós. Við teljum eðlilegt að fyrirtæki sem Einhamar sf. eigi að njóta forgangsi úthlutun byggingalóða. Helstu rök okkar fyrir áskorun þessari eru: 1. Einhamar sf. hefur sýnt og sannað, að hægt er að byggja ódýrar en vandaðar ibúðir. 2. Við teljum, að fleiri borgar- búar ættu að eiga þess kost, að eignast ibúðir á sömu kjörum og við. Að lokum leyfum við okkur að vona að borgarstjórn taki áksorun þessa til greina og stuðli þar með að lækkun bygginga- kostnaðar, i stað óþarfa hækkunar. Blaðberar óskast nú þegar i eftir talin hverfi: . Þórsgötu Láugaveg 11 Seltjarnarnes Sörlaskjól Háskólahverfi Skipasund Sigtún Hverfisgötu Hjarðarhaga Langholtsveg 170-200 Hafið samband við af- greiðslu Þjóðviljans i simum 17500 eða 17512. E JOÐVIUINi 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.