Þjóðviljinn - 24.11.1973, Page 3
Laugardagur 24. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Ákvörðun iðnaðarráðuneytisins
Tryggir hitaveitu-
framkvæmdirí Kópa
vogi og Hafnarfirði
Helmingi dýrara að hita með olíu en vatni
Eins og skýrt var frá í Þjóö-
viljanum i gær hefur iðnaðar-
ráðuneytið að fengnu samþykki
rikisstjórnarinnar tilkynnt
borgarstjórn Reykjavikur að
veitt hafi verið heimild til 12%
gjaldskrárhækkunar Hitaveitu
Reykjavikur frá og með 1. des.
n.k.
Jafnframt var tilkynnt, að
heimild til hækkunar væri bundin
þvi skilyrði, að staöið verði að
fullu við þau fyrirheit um fram-
kvæmdahraða, sem hitaveitan
hefur gefið bæjarstjórnum Kópa-
vogs og Hafnarfjarðar, en verði
misbrestur á efndum beirra
fyrirheita muni iðnaðarráðu-
neytið endurskoða gjaldskrá hita-
veitunnar á nýjan leik.
Það hefur áður komið fram, að
Hitaveita Reykjavikur hefur
' ''ndið skuldbindingu sina um
.nkvæmdahraða við lagningu
ataveitu i Kópavog þvi skilyrði,
að Hitaveita Reykjavikur skilaði
árlegum 7% rekstararði.
tbúum Kópavogs og Hafnar-
fjarðar er það mikió hagsmuna-
mál að fá heita vatnið sem allra
fyrst, ekki sist með tilliti til gifur-
legra verðhækkana á oliu, og er
þvi ákvörðun rikisstjórnarinnar
mjög þýðingarmikil fyrir þá.
Þjóðviljinn sneri sér til Svan-
disar Skúladóttur, bæjarfulltrúa i
Kópavogi.og spurði hana tiðinda
af þessum málum. Svandis sagði:
— Það eru um 10% Kópavogs-
búa, sem nú njóta heita vatnsins
frá Hitaveitu Reykjavikur til
upphitunar, og er hitunar-
kostnaður um helmingi lægri hjá
þvi fólki en öðrum bæjarbúum.
Munurinn á kostnaði við upphitun
með heitu vatni og oliu á
væntanlega enn eftir að vaxa
verulega, og eru þvi mjög miklir
hagsmunir i húfi fyrir Kópavogs-
búa, að þeim verði tryggt heitt
vatn til upphitunar sem allra
fyrst.
Viö bæjarfulltrúar H-listans i
Kópavogi greiddum á sinum tima
atkvæði með þeim samningi, sem
gerður var við Hitaveitu Reykja-
vikur, en okkur þótti það aö sjálf-
sögðu verulegur galli á
samningunum, að Reykjavikur-
borg hélt fast við það skilyrði að
ráögerður framkvæmdahraði
væri háður þvi að Hitaveita
Reykjavikur hefði 7% árlegan
arð af rekstri sinum i heild. Slik
skilyrði eru að ég hygg mjög
óvenjuleg við samninga um
ákveðnar framkvæmdir, en við
áttum ekki annars kost en ganga
að þessu.
Fyrir okkur er ákvörðun
iðnaðarráðuneytisins þvi tvi-
mælalaust mikið fagnaðarefni og
geri ég mér vonir um að hún verði
til þess, að hitaveituframkvæmd-
um i Kópavogi og Hafnarfirði
verði haldið áfram af fullum
krafti og alveg sérstaklega fagna
ég þeim ummælum i bréfi
iðnaðarráðherra, að kannað
verði, hvort ekki sé unnt að flýta
hitaveituframkvæmdum i ná-
grannabyggðum Reykjavikur
enn meir en upphaflega var ráð-
gert.
Þær gifurlegu hækkanir á verði
oliu, sem nú dynja yfir,kalla mjög
á það, að allt verði nú gert, sem
hægt er til að láta hlutina ganga,
Lengi hafa nemendur og
kennarar Menntaskóians í
Reykjavik gert tilraunir til
aðbenda á hina óviðunandi
vinnuaðstöðu/ sem þeim er
boðið upp á. En þeir hafa
löngum talað fyrir daufum
eyrum ráðamanna, sem að
visu hafa alltaf haft „rik-
an skilning á málinu".
Svandis Skúladóttir
þrátt fyrir fyrirvara Reykjavik-
urborgar.
Við teljum reyndar, að það ætti
lika að vera hagsmunamál fyrir
Hitaveitu Reykjavikur að geta
selt okkur þá umframorku, sem
þeir hafa af heitu vatni. Búið er
að leggja aðveitukerfi að bæjar-
mörkum Kópavogs, og væri það
mjög óhagkvæmt fyrir Reykja-
vikurborg að falla frá fram-
kvæmdum á þessu stigi, eða tefja
gang þeirra.
Þannig gengu t.d. nem-
endur og kennarar á fund
Magnúsar Torfa fyrir
tveimur árum og afhentu
honum kröfur sinar.
Magnús skildi málið til
fullnustu að vanda, lofaði
ýmsu en efndirnar virðast
að venju láta standa á sér.
Hann er að vísu ekki ein-
ráður i menntamálum
þjóðarinnar, Halldór fjár-
málaráðherra hefur i raun
úrslitavaldið. Ef ef tekið
er mið af rikum skilningi
Halldórs á vandamálinu
þá finnst ýmsum óneitan-
lega furðuiítið vera gert;
raunar alls ekki neitt.
Það er a.m.k. sorgleg stað-
reynd, að í hinni glæstu stofnun,
Menntaskólans i Reykjavik, kem-
ur það fyrir að gluggakisturnar
eru notaðar i stað stóla og borða.
Þrengslin i kennslustofunum eru
svo gifurleg, að nemendur láta
undan þrýstingi fjöldans og hörfa
upp i gluggakisturnar. Svona
slæmt er ástandið þó sem betur
fer ekki nema i nokkrum stofum,
raunar aðeins i tveimur stofum i
Þrúðvangi, sem hefur nú verið
notaður sem „bráðabirgðahús-
næði” i rúman áratug.
t gær héldu MR-ingar skólafund
i samkomusal sinum, mötuneyti
sinu, prófstofu sinni, söng-
kennslustofunni og fleirum gjör-
nýttum skúmaskotum, en sá
samkomusalur er samkvæmt
Framhald á 14. siðu
1 dag opnar Marla H. ólafsdóttir málverkasýningu f Norræna húsinu. Maria sýnir teikningar og
pastelmyndir og skiptir myndunum i tvo flokka: „Þegar amma dó” og „Kolfinnusaga”. Hinn siðar-
nefndi er frá landnámsöld; heiðin kona berst á móti kristinni. Og úr þeim flokki er verkiö sem mynd er
af hér að ofan. Þaö heitir Njálsbrenna.
Sýning Mariu verður opin til 3. des. kl. 2—22 s.d.
Marfa við Njálsbrennu
Jafnvel gluggakist-
urnar eru þéttsetnar
Nemendur MR mótmæla
gjörsamlega óviðunandi húsnæði
Ummæli Baldurs Pálmasonar
Osannindi
Löðurmannleg framkoma að varpa
eigin ábyrgð yfir á aðra
Vegna ummæla Baldurs
Pámasonar i Morgunblaöinu á
fimmtudag um þátt hans að
ákvörðun um flutning Olgu
Guðrúnar Arnadóttur á sögunni
Börnin taka til sinna ráða þar
sem hann reynir allt hvað af
tekur að hvitþvo sig af „glæpn-
um” og kasta ábyrgðinni yfir á
Silju AðaIsteinsdóttur hafði
bláðiö tal af tveimur yfir-
mönnum viö útvarpið og lagði
fyrir þá spurningar.
útvarpsstjóri
Andrés Björnsson útvarps-
stjóra spurðum viö hvenær hann
teldi efni samþykkt.
Hann kvað erfitt að svara þvi.
Það væri undir útvarpsráði
komið þvi það ræki vissa dag-
skrárstefnu sem það birti
starfsmönnum og sem þeir
reyndu siðan að fara eftir. Hann
kvaðst frekar gera ráð fyrir þvi
að svo væri litið á að efni væri
samþykkt þegar búið væri að
lesa það inn á band og greiðsla
komin fyrir. Það væri aö hans
dómi alvarlegur hlutur að
ganga frá greiðslu fyrir óbirt
efni.
Gunnar Vagnsson
Eru þess dæmi að greiðsla
hafi komið fyrir efni sem ekki
hefur verið flutt? Þessa
spurningu lögðum við fyrir
Gunnar Vagnsson starfsmanna-
stjóra útvarpsins, en hann sér
jafnframt um greiðslur til flytj-
enda.
Hann kvað það afskaplega
sjaldgæft og gat ekki tilgreint
um það nákvæm dæmi. Hann
kvað starfsmenn útvarpsins
yfirleitt ekki telja mögulegt að
efnið væri ekki flutt þegar þeir
ganga frá greiðslum. Það
hvarflaði yfirleitt ekki að þeim.
Baldur fór meö ósannindi
Af svörum þessara manna má
draga þá ályktun að Baldur
Pálmason hefur farið með
ósannindi þegar hann segist
ekki hafa samþykkt flutning
sögunnar, hann hafi aðeins
verið að gera Olgu „vinar-
greiða” með þvi aö útvega
henni „skotsilfur”.
Það sem fyrir honum vakir er
aö skjóta sér undan ábyrgöinni
og velta henni yfir á Silju. Er
þessi framkoma hans dæmi um
afskaplegan ræfildóm og hefði
honum veriö sæmra að axla
þessa byrði og'verja söguna af
ráðum og dáð i staö þess að
skjóta sér á bak við ósannar
yfirlýsingar. -ÞH
Hótel
Fram-
sókn?
Mikið er nú um það rætt
manna á meðal að Framsókn-
arflokkurinn hyggist fara út i
hótelrekstur i einhverri mynd,
og þá nefnt til húsnæði fiokks-
ins við Rauðarárstig sem að
visu cr enn i byggingu, og til-
greind sem ástæða fyrir því að
flokkurinn hyggist með þeim
hætti tryggja scr til frambúð-
ar lán það sein Ferðamála-
sjóður lánaði til húsbygging-
arinnar sem i upphafi var æti-
að að verða hótcl.
Sá maður sem einna mest
hefur verið nefndur i sam-
bandi við þessi áform er Krist-
inn Finnbogason, fram-
kvæmdastjóri Timans. Blaðið
spurði Kristinn að þvi á dög-
unum hvort framsóknarmenn
væru búnir að ákveða að reka
hótel i verðandi Framsóknar-
húsi við Rauðarárstig.
— Við ætlum ekki að reka
hótelið sjálfir, svaraði Krist-
inn. En það verður hótel i
hiuta af húsinu.
— Hver rekur það?
— Það er ekki fullákveðið
núna, en það eru nokkrir aðil-
ar i sigti.
— Verður þetta þá jafn-
framt þvi að vera hótel
rekstrasjón með bar og öðrum
huggulegheitum?
— Nei. Þetta verður gisti-
heimili, ekki hótel. Gisti-
heimiii þar sem aðeins verður
seldur morgunverður.
— Er þetta gert til þess að
Framsóknarflokkurinn þurfi
ekki að endurgreiða lánið sem
fyrri eigandi hússins var bú-
inn að fá úr Ferðamálasjóði?
— Það er nú ekki orðið neitt
klárt með það. Það sem fyrst
og fremst vakir fyrir okkur
með þetta hús, þar sem þetta
er liklega eina húsið sem hefur
verið byggt sem hótel, er að
það verði þá leigt til þeirrar
starfsemi sem það var upp-
haflega hugsað fyrir, verði
farið út i það á annað borð að
leigja út hluta þess.
1 öðru lagi erum við hlynntir
þvi að okkar flokksmenn geti
gist þarna ef hægt er.
En gistiheimilið verður sem
sagt ekki á okkar vegum
heldur mun sjá um það alveg
sjálfstæður rekstraraðili.
— Þú vilt sem sé ekki svara
þvi hvort fyrir ykkur vaki að
reyna að halda þessum 5,5
miljónum úr Ferðamáiasjóði?
— Við höfum ekkert rætt
það. Það er nú ekki greiðsla á
þessu fyrr en á næsta ári. Við
teljum okkur að sjálfsögðu
eiga rétt á að fá fyrirgreiðslu
úr Ferðamálasjóði ef þetta
verður hótel, rétt eins og aðr-
ir.
Nú. Við erum að fara i fullan
gang með þetta. Verið er að
setja hitaveituna inn i húsiö,
og við ætlum okkur að vera
komnir inn i húsið með þessa
starfsemi, flokksins og gisti-
heimilisins, i mai-mánuði á
næsta ári.
—o—
Við spuröum ólaf Steinar
Valdemarsson, formann
Ferðamálasjóð, aö þvi hvort
Framsóknarflokkurinn héldi
lán-þvi sem veitt var út á hús-
bygginguna til fyrri eiganda,
með þvi aðstundahótelrekstur
þar i einhverri mynd.
— Það þúðir ekki að þeir
haldi öllu láninu, 5,5 miljón-
um. Eg tel að það eigi að inn-
heimta fjárhæðina alla, þvi
þetta verður ekki rekið fyrst
og fremst sem hótel.
Ólafur kvað Ferðamálasjóð
fremur óstöndugan sjóð.
Sjóðurinn er fjármagnaður
með framlagi af fjárlögum
sem i ár er 7,5 miljónir króna
og gert ráó fyrir 10 miljónum á
næsta ári. Að öðru leyti tekur
sjóðurinn lán til starfsemi
sinnar gegnum framkvæmda-
áætlun sem hann lánar svo
aftur meö litlum sem engum
vaxtamun. Eigiö fé hans er
sáralitið. —Úþ
/