Þjóðviljinn - 24.11.1973, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. nóvember 19711.
Úr rœðu Svövu Jakobsdóttur um nýja fóstureyðingalöggjöf:
Siðferðileg ábyrgð ein-
staklings áeigin gerðum
Síöast liðinn mánudag var til 1.
umræðu á alþingi frumvarp rikis-
stjórnarinnar um ráðgjöf og
fræðslu varðandi kynlif og barn-
eignir og um fóstureyðingar og
ófrjósemisaðgerðir. Við birtum
hcr kafla úr ræðu, sem Svava
Jakohsdóttir alþingismaður
flulti við þá umræöu:
Ég vil i upphafi máls mins fylli-
lega lýsa stuðningi minum við
þetta frumvarp, og leyfi mér aö
vona, að það verði samþykkt
óbreytt, eða að minnsta kosti, að
meginstefna þess, sem ég tel
fólgna i 9. grein, að það ákvæði
nái l'ram að ganga hér á hinu háa
Alþingi. betta ákvæði er tvimæla-
laust það sem skiptir sköpum og
gerir þetta frumvarp svo áhuga-
vcrtmeðal almennings, sem raun
ber vitni. 1. löluliður þeirrar
greinar fjallarum þaö, að fóstur-
eyðing sé heimil að ósk konu, ef
aðgerðin er framkvæmd fyrir lok
12. viku meðgöngu, og ef engar
læknisfræðilegar ástæður mæla
móti aðgerð.
Fyrst er fræösla
fcg vil þó vara við þvi, að þessi
setning úr 9. gr. sé tekin úr sam-
hengi, ég hygg að hátlvirtir þing-
menn geti ekki tekið afstöðu til
hennar, án þess að lita á hana i
Ijósi 1. kaflans, sem Ijaliar um
gelnaðarvarnir, ráðgjöf og
fræðslu,og i ljósi þess, sem segir i
sömu grein, áframhaldi 9. gr.,
sem hljóðar svo, með leyfi hæst-
virts forseta: „Skilyrði er, að
konan hafi verið frædd um áhættu
samfara aðferð og hafi hlotið
fræðslu um hvaða félagsleg
aðstoð stendur til boða i þjóðfé-
laginu fyrir þungaða konu og við
barnsburð”. fcg legg sérstaka
áherslu á þetta og 1. kaflann,
vegna þess að mér finn'st
umsagnir lækna og presta þeirra
sem liggja lyrir ekki hafa tekið
nægjanlega tillit til þessara
atriða.
þykktina. Þeir lýsa sig andviga
þvi, að konan sjálf hafi endanlegt
úrskurðarvald um það, hvort
fóstureyðing skuli framkvæmd.
Eins og hæstvirtur heilbrigðis-
ráðherra kom inn á i framsögu-
ræðu sinni, þá er hér um ákaflega
viðamikið spursmál að ræða, sem
er ekki nokkur grundvöllur eða
tök á að ræða til hlitar hér, en ég
vil fara um þetta þó nokkrum
orðum.
Prestar og læknar tilheyra
þeirri stétt, sem samkvæmt eðli
sinu getur mjög auðveldlega fall-
ið i þá freistni, að gerast siðferð-
einhver, sem er svo voldugur, að
hann geti tekið sér það vald.
Siðferðisþroski
einstaklingsins
vanræktur
Þegar siðferðilegur yfirdómur
hefur getað tekið sér það vald
gegnum aldir, þá sýnir sagan, að
það hefur ætið leitt til tvöfalds
siðgæðis og hræsni. Kaþólska
kirkjan er dæmi þess út allar
miðaldir. Við slikar aðstæður
verður siðferðilegur grundvöllur
og siðferðilegt gildismat einstak-
þingsjá þjóðvil jans
Siðferðislegirháyfirdómarar
Eg vil ræða nokkuð ennþá 9.
grein,l. lölulið. Einkum og sér i
lagi vegna þeirrar álitsgerðar,
sem nokkrir prestar hafa sent frá
sér. Eg vil leggja áherslu á það,
að það er ekki kirkjan i heild, sem
helur senl þetta frá sér, það eru
nokkrir menn, sem biskupinn
einn hefur skipað og presta-
stefnan hefur aldrei fjallað um,
hvorki álilsgerðina né sam-
islega háyfirdómari annarra.
Þetta er þó það meginatrið, sem
Lúter hafnaði hjá kaþólsku
kirkjunni. Mér finnst þvi, að
prestar þjóðkirkjunnar,
evangelisk-lúthersku kirkjunnar
hér á tslandi,ættu aö hugleiða
málið betur. Þetta er i raun og
veru spurningin um það, hvort
einstaklingur á sjálfur aö bera
siðferðislega ábyrgð á gerðum
sinum, eða hvort einhver annar á
að gera það fyrir hann. Og þá
lingsins ótraust og það verður
ótraust meðan einstaklingurinn
getur ekki tekið þessar ákvarð-
anir i samræmi við sinn eigin
iroska og tilfinningalif. Hann ber
)á ekki sjálfur ábyrgð á
)eim ákvörðunum sem aðrir taka
fyrir hann. Og i þvi máli, sem hér
er til umræðu eru i raun og veru
engir þeir, sem hafa gefið sig
fram til þess að taka ábyrgð á þvi
lifið út. Afleiðing af þessari til-
högun.eða þessu lifsviðhorfi, er
Úr rœðu Helga Seljan um skipulag ferðamála:
Náttúruvernd og varðveisla
séu í fyrirrúmi
Við umræður um frumvarp að
skipulagi ferðamála, sem fram
fóru á alþingi nú i vikunni, var
llelgi Seljan meðal þeirra, er til
máls tóku.
Við birtum hér kafla úr ræðu
hans:
Náttúruvernd, landgræðsla og
varðveisla einstakra staða koma
hér mjög inn i alla myndina, öll
þessi atriði þurfa að vera i fyrir-
rúmi, þegar um ferðamál er rætt.
Mér sýnist frumvarp þetta einnig
taka tillil tii þess, þó að e.t.v.
mætti þar i sumu kveða fastar að
orði. fcg skal ekki vanmeta þær
tekjur beinar og óbeinar, sem við
höfum og kunnum að geta haft af
erlendum ferðamönnum. en því
fylgja ýmis meiri háttar vand-
kvæði einnig. Aðstaðan til mót-
töku ferðamanna og þjónustu við
þá viðsvegar um landið er hér al-
ger sérkapituli og að honum vik
ég nánar siðar.
Gegn undanþágum
frá áfengislögum
Eitt atriði er mér sérstaklega
ofarlega i huga. en það er sú þjón-
usta við ferðamenn, sem oft virð-
ist ærið hátt skrifuð, en þar á ég
við möguleika þeirra til að eiga
vinskap við Bakkus á sem fjöl-
breytilegastan og auðveldastan
máta. Áfengisvandamál okkar
Islendinga eru nógu risavaxin, þó
ekki komi til sifelldur þrýstingur
skammsýnna gróðamanna um
rýmkanir og undanþágur frá
gildandi áfengislögum i þjónustu
þyrstra útlendinga. Ég hef kynnst
litilsháttar einu sliku dæmi út á
landsbyggðinni, þarsem þjónusta
við erlenda ferðamenn var höfð
að yfirvarpi fyrir vinveitinga-
leyfi. Hafi einhverjum dottið i hug
minni drykkja og siðfágaðri i þvi
sambandi, þá hygg ég að sá hinn
sami hafi orðið fyrir verulegum
vonbrigðum, enda staðreynd að
auknu frelsi i áfengismálum fylg-
ir hvarvetna enn meiri drykkja,
en líka meiri vandamál. En nóg
um þetta, þó um það mætti vissu-
lcga hafa mörg orð.
Hreinlætisaðstaða
víða engin
Ég níinnti áðan á það, hve ger-
samlega óviðbúin við værum til
að taka á móti auknum ferða-
mannastraumi; i raun ófær um
það i dag að veita ferðaíólki við-
unandi þjónustu. Hér á ég ekki við
lúxushótel með tilheyrandi bör-
um og fleira i þeim dúr. Ég á að-
eins við þá undirstöðu þjónustu
varðandi t.d. hreinlætisaðstöðu,
sem viða er af skornum skammti
eða alls engin. Oft hefur verið á
það minnt. að engin slik aðstaða
væri t.d. íyrir ferðafólk á leiðinni
Mývatnssveit Egilsstaðir. en viða
mun svipuð dæmi vera að finna.
Mér finnst einhvern veginn að i
öllu talinu um ferðamál hjá for-
svarsmönnum þessara mála hafi
hinn venjulegi lerðalangur
gleymst um of. en meir verið að
hinum hugað, sem kæmi hingað
til að eiga rólega hóteldvöl. svona
svolitið i átt við Majorka-ferðir
okkar sjálfra.
Við eigum að
hlynna að þeim
ferðalöngum, sem....
Skynsamlegustu ábendingar
um þjónustu, jafnt á ferðaleiðum
sem einstökum eftirsóttum stöð-
um, sem ég hef heyrt komu fram í
umræðum á Alþingi i fyrra um
þetta frumvarp einmitt þá frá
háttvirtum 1. þingmanni Austur-
lands þar sem hann ræddi einnig
um fjölgun þeirra staða, sem
ferðafólk ætti greiðan aðgang að.
Þykir mér einsýnt, að til þeirra
ábendinga verði tekið fullt tillit
við athugun frumvarps þessa i
nefnd, enda talar hér bæði mikill
lerðagarpur og forystumaður um
náttúruvernd, sem fyllsta ástæða
er til að taka mikið mark á.
Ég held, að ýmis varnaðarorð
ágætra manna um þá hættu af ör-
tröð ferðamanna, sem gæti orðið
hlutskipti okkar i framtiðinni eigi
lyllsta rétt á sér. Við eigum hins
vegar að hlynna að þeim ferða-
löngum. sem koma hingað bein-
linis til að ferðast, skoða og fræð-
ast og það þarf að gera sem við-
Ilelgi Seljan
ast, jafnhliða þvi, sem það ætti að
vera stolt okkar sjálfra að láta
ferðalög hér innanlands sitja i
fyrirrúmi fyrir sólarferðum til
Suðurlanda, sem ég álit reyndar
að þyrfti blátt áfram að skatt-
leggja i þágu innlendra heil-
brigðra ferðamála t.d. með þvi að
greiða söluskatt af slikum far-
gjöldum, sem ætti raunar aö vera
sjálfsagður hlútur, hvað sem öll-
um ákvæðum liður i alþjóða-
samningum, þeim þarf þá hrein-
lega að fá breytt.
Svava Jakobsdóttir
vitanlega sú, að siðferðisþroski
einstaklingsins er vanræktur. Og
þaö er i rauninni verið að koma i
veg fyrir, að einstaklingurinn
öðlist siðferðislegan þroska.
Slíkt þjóðfélag heyrir til
liðnum tima
Þjóðfélag, sem gerir einstak-
linginn að þessu leyti
ómyndugan, heyrir til liðnum
tima, og er i engu samræmi við
þær hugmyndir, sem uppi eru i
dag. Það hefur verið talað um rétt
fósturs i þessu tilfelli. Ég bið hátt-
virta þingmenn sem hér eru
að hugleiða það, enda þótt þt.
geti ekki sannreynt það sjálfir, að
þegar kona tekur afstöðu i þessu
máli, þá gerir hún það engan
veginn með eingöngu sjálfa sig i
huga. Það er bara gjörsamlega
eðli málsins samkvæmt ómögu-
legt. Hún hlýtur að öllu eðlilegu
að húgleiða tilvist og rétt
fóstursins um leið. Kirkjan hefur
mikið rætt mannhelgi og það er
auðvitað allt rétt, sem þessir 5
eða 6 prestar segja i sinni
greinargerð, að það beri að
leggja áherslu á félagslegar
umbætur.
Fæ ekki skilið þau rök
kirkjunnar manna
Þó er eitt afar undarlegt i þeirri
greinargerð, og mig minnir, að
það hafi komið fram hjá lækn-
unum lika, að fóstureyðing sé all
kostnaðarsöm getnaðarvörn fyrir
þjóðfélagið. Ég veit nú ekki við
hverju menn búast eftir að kona
er orðin þunguð, en ég vil benda
þeim á það, að fæðing kostar lika
sitt og ég fæ nú ekki séð nema
dæmið ætti svona i stórum
dráttum að ganga upp, nema þeir
reikni þá með, að fóstureyðingar
verði svona margfalt fleiri en
fæöingar, en ég hef enga trúa á
þvi. En ég get sem sagt fyllilega
tekið undir það, að félagslegar
úrbætur séu nauðsynlegar, og það
sé þörf á að koma á fót öflugu
varnaðarstarfi. En ég fæ ekki
skilið neina skynsemd i þeim
rökum kirkjunnar manna, þegar
þeirsegja, að vegna þess, hversu
þjóðfélaginu sé ábótavant i
varnaðarstarfi og félagslegum
umbótum, vegna þess, að þessu
sé svo ábótavant, þá sé ekki þörf
á rýmkun fóstureyðingarlög-
gjafar. Ég hefði þvert á móti
talið, að þessu væri öfugt farið. I
fullkomnu þjóðfélagi, þar sem
enginn þarf að óttast um hag sinn
og annarra, þá er kannski ekki
þörf á fóstureyðingum, að
minnsta kosti ekki af félagslegum
ástæðum.
ny
þingmál
lireyta þarf lögum
Svava Jakobsdóttir hefur
lagt fram á alþingi frumvarp
um breytingu á lögum frá 1952
um heimilishjálp i viðlögum.
Hún leggur til að bætt sé i lög-
in ákvæði á þessa leið:
„Hjálp má einnig veita
samkvæmt lögum þessum
vegna veikinda barna eða
u /ii /i e ini i Iis li já Ip
fullorðinna, ef þeir, sem
veita heimilinu forstöðu,
eru bundnir af atvinnu utan
heimilisins".
í greinargerð frumvarpsins
segir:
„Lög um heimilishjálp i við-
lögum, nr. 10 frá 25. jan. 1952,
voru sett til þess að aðstoða
heimili, er húsmóðir gat ekki
sinnt heimilisstörfum vegna
veikinda eða annarra skyldra
orsaka. Skv. skilningi laganna
mun atvinna húsmóður utan
heimilis — eða einstæðs föður
— ekki tryggja rétt til hjálpar
skv. lögunum, þegar börn eða
aðrir, sem kunna að vera á
framfæri heimilisins, veikjast
og þurfa umönnunar við.
Þegar lög um heimilishjálp i
viðlögum voru sett, kom fram
i umræðum á Alþingi, að slik
hjálp ætti að tryggja, að
heimilishættir röskuðust sem
minnst, þótt húsmóðurinnar
nyti ekki við um stundarsakir,
að börn, aldraðir og sjúkling-
ar, sem á heimilinu væru,
fengju eftir sem áður nauð-
synlega umönnun og að fyrir-
vinnan þyrfti ekki að leggja
niður vinnu til að taka að sér
heimilisstörfin.
Móðir, sem sér sjálfri sér og
börnum sirium farboða með
starfi sinu utan heimilis,
stendur oft frammi fyrir þvi
að verða að biðja um leyfi frá
störfum vegna veikinda barna
sinna. Oft er hún af þeim
ástæðum dæmdur lélegur
vinnukraftur og býr við skert
atvinnuöryggi af þeim sökum.
Einstæðum feðrum, sem
halda heimili fyrir börn sin,
fer einnig fjölgandi, og ætti
réttur til heimilishjálpar einn-
ig að standa þeim til boða, er
veikindi steðja að heimilinu,”.