Þjóðviljinn - 24.11.1973, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. nóvember 1973.
SKYLDUM
VIÐ
EIGNAST
ÍSLENSKT
BRÚÐU-
LEIKHÚS?
Hópurinn í Leikbrúöulandi meö nokkrar brúöanna: Frá vinstri Hólmfriöur Pálsdóttir leikstjóri, Þorbjörg Höskuldsdóttir leiktjaldasmiöur,
Hallveig Thorlacius, Erna Guömarsdóttir og Helga Steffensen. A myndina vantar einn þátttakandann, Bryndisi Gunnarsdóttur.
Hann Meistari Jakob i
Leikbrúðulandi, sem
vann hylli yngri kyn -
slóðarinnar siðastliðinn
vetur, er aftur kominn á
stjá, og gefst ungu leik-
húsgestunum frá i fyrra
nú tækifæri til að endur-
nýja kynnin og öðrum að
kynnast Jakobi og félög-
um hans á sunnudaginn
kemur, þegar frum-
sýndir verða tveir nýir
leikþættir i brúðuleik-
húsinu á Frikirkjuvegi
11.
Þættirnir sem nú verða sýndir
eru „Meistari Jakob gerist barn-
fóstra” og „Meistari Jakob og
þrautirnar þrjár” og er ætlunin
að hafa reglulegar sýningar á
hverjum sunnudegi kl. 3, eins og
voru eftir áramót i fyrra, en þá
sýndi flokkurinn Leikbrúðuland
einnig i sjónvarpi, á barna-
skemmtunum og i skólum.
Enn sem fyrr er Meistari Jakob
reiðubúinn að sigrast á öllum
erfiðleikum og i fylgd með honum
eru að þessu sinni ýmsir gamlir
kunningjar, en einnig hafa bæst
við mörg ný andlit, bæði gott fólk
og verstu forynjur, að þvi er
félagar i Leikbrúðulandi sögðu
blaðamanni Þjóðviljans.
t flokknum eru þær Helga
Steffensen, Erna Guðmarsdóttir,
Bryndis Gunnarsdóttir og Hall-
veig Thorlacius, sem stjórna
brúðunum, en leiktjaldasmiður er
Þorbjörg Höskuldsdóttir og leik-
stjóri Hólmfriður Pálsdóttir, sem
áður hefur stjórnað sýningum
Leikbrúðulands.
Brúðuleikhús er listgrein, sem
ásér langa og litrika sögu, en hin-
ar fyrstu, upprunalegu leikbrúður
voru guðalikneski, sem gátu
hreyft höfuð og hendur. Strengja-
brúður eða marionettur eru einnig
ævagamlar og getið i griskum
heimildum frá 4. öld f.Kr. Brúðu-
leikhús var mjög vinsælt meðal
Rómverja og áhrif þess greini-
lega mikil, þvi Cæsar bannaði
brúðuleikurum að leika annað en
látbragðsleik, þareð hann óttaðist
pólitisk áhrif sýninganna ella.
t Frakklandi voru leikbrúðu-
sýningar orðnar svo vinsælar á
17. öld, að leikhúsunum stafaði
hætta af samkeppninni. Kom oft
til handalögmála milli listamann-
anna, og vinsælustu verkefni
brúðuleikhúsanna um þær mund-
ir voru skopstælingar á sýningum
stóru leikhúsanna.
Brúðuleikhús hafa löngum
verið fastur liður I menningarlifi
margra Evrópulanda og þá siður
en svo verið einskorðuð við áhorf-
endur á barnsaldri. Margir álita
Tékka hafa komist einna lengst i
þessari list, og þar hefur brúðu-
leikhúsunum ósvikið verið beitt i
pólitiskri andspyrnu, þegar
sýningar annarra leikhúsa hafa
verið bannaðar eða heftar með
ritskoðun af erlendum valds-
mönnum og leppum þeirra.
A Norðurlöndunum hefst starf-
semi brúðuleikhúsa ekki af al-
vöru fyrr en á 17. öld og það er frá
danskri brúöuleikhúshefð, sem
Meistari Jakob Islenska Leik-
Meistari Jakob t.v. I samræðum viökonu, sem viö kunnum þvi miöur ekki skil á (Myndir: A.K.).
MEISTARI JAKOB
KOMINN Á STJÁ í LEIKBRÚÐULANDI
Leikbrúðuland var stofnað af
flokki áhugafólks um brúðuleik-
hús i framhaldi af námskeiði i
leikbrúðugerð, sem haldið var
fyrir 6 árum á vegum Handiða- og
myndlistarskóla Islands undir
stjórn Kurt Ziers. Hafði flokkur-
inn ekkert til að byggja starf sitt á
nema sameiginlegan áhuga, og
fyrstu árin fóru að miklu leyti i að
búa til leikbrúðurnar og skapa
persónurnar, og liggur mjög
mikið starf að baki hverrar
brúðu.
Fram að þessu hafa eingöngu
verið notaðar handbrúður á
sýningum Leikbrúðulands, en nú
hafa bæst við nýjar brúður, sem
smiðaðar voru I haust. Jón E.
Guðmundsson kenndi hópnum þá
ný vinnubrögð við brúðugerð, og
árangurinn er nokkrar stórar
stangarbrúður, sem stjórnað er
með strengjum.
Æfingar hjá leikhópnum hafa
staðið yfir rúmar 7 vikur og á
sunnudaginn fá börn sem sagt að
sjá Meistara Jakob, þegar hann
gerist barnfóstra og þegar hann
leysir þrautirnar þrjár. Fullorðn-
ir mega enn um sinn biða sér-
stakra sýninga fyrir sig, þótt
margir þeirra skemmti sér
reyndar ágætlega yfir uppátækj-
um Meistara Jakobs ekki siður en
börnin.
En hver veit nema sú starf-
semi, sem nú er hafin þarna i
kjallara gamla Thors Jensens
hússins eigi eftir að verða rót
nýrrar listgreinar á Islandi og við
eigum eftir að eignast okkar eigið
brúðuleikhús áður en lýkur. —vh
brúðulandsins kemur. 1 Dan-
mörku kom Meistari Jakob eða
Mester Jakel” fyrst fram i
kringum 1790 og hefur orðíð
einskonar þjóðsagnapersóna,
sem enginn sérstakur maður hef-
ur skapað, heldur lifir hann gegn-
um aldirnar með sinum sérein-
kennum. Slik er einnig saga
margra annarra þekktra brúðu-
leikhúspersóna, þar má nefna td.
Petrúska, Tsérenka, Punch,
Spejbl og Húrvinek og fleiri.
Meistari Jakob er fyrst og fremst
náungi, sem ekki ber virðingu
fyrir neins konar valdi.
Brúðuleikhús á sér ekki langa
hefð I islensku menningarlifi, og
hefur aðeins starfað hér reglu-
lega áður eitt brúðuleikhús, Is-
lenska brúðuleikhúsið, sem Jón
E. Guðmundsson, brautryðjand-
inn á þessu sviði hér, skapaði og
stjórnaði.
Nornin stelur barninu, sem Meistari Jakob átti aö passa — atriöi úr öörum leikþættinum.