Þjóðviljinn - 24.11.1973, Síða 9
Laugardagur 24. ndvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Aldarfjóröungs-
afmæli
tilrauna-
stöövarinnar
á Keldum:
Björn Sigurðsson.
Þar tókst
fyrst aö
finna varnir
gegn kara-
kúl-pestum
Tilraunastöð Háskólans í
meinafræði/ Keldum, á
tuttugu og fimm ára af-
mæli um þessar mundir, en
stööin var stofnsett haustiö
1948. Sagöi forstöðumaður
stöðvarinnar, Guömundur
Pétursson læknir, blaða-
mönnum aö liklega yrði
hallast aö því að kalla
fimmtánda nóvember af-
mælisdaginn.
Aðalverkefni stöðvarinnar eru
rannsóknir á b.úfjársjúkdómum
og framleiðsla á bóluefni við
þeim. Stöðin heyrir undir
menntamálaráðuneytið og lýtur
læknadeild Háskólans. Einnig er
til húsa á Keldum Rannsókna-
deild Sauðfjárveikivarna, sem
heyrir undir landbúnaðarráðu-
neytið, en störf þessara tveggja
stofnana eru mjög samantvinnuð.
Forstöðumaður rannsóknadeild-
ar Sauðfjárveikivarna er nú Sig-
urður Sigurðarson, dýralæknir.
Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir,
hefur aðsetur á Keldum og stjórn-
ar framleiðslu og sölu á bóluefni,
og einnig hefur þar aðstöðu til
rannsókna og kennslu Margrét
Guðnadóttir, prófessor i sýkla-
fræði við Háskóla fslands. Fast-
ráðnir starfsmenn tilrauna-
stöðvarinnar eru tuttugu og tveir
talsins, en til viðbótar er ráðið
fólk að sumarlagi til heyskapar
og annars sem til fellur.
Meginviðfangsefni stöðvarinn-
ar hefur, eins og þegar er getið,
alla tið verið rannsóknir á búfjár-
sjúkdómum, og hefur mest á-
hersla verið iögð á rannsóknir
sauðfjársjúkdóma. En jafnframt
hefur þróunin orðið sú, að sérstök
rækt hefur verið lögð við rann-
sóknir á veirusjúkdómum bæði i
mönnum og skepnum, enda hefur
Keldnastöðin fram til þessa verið
eina rannsóknarstofnununin hér-
lendis. sem haft hefur tækjakost
og útbúnað til þeirra verka.
Sauðfjársjúkdómar þeir, sem
fyrst og fremst hefur verið glimt
við, eru þær langvinnu og ill-
ræmdu karakúlpestir, sem urðu
skæðasti ógnvaldur sauðfjár-
ræktar i landinu milli striða,
garnaveiki, votamæði og þurra-
mæði, og má að likindum telja
visnu i þeim flokki. Þessir sjúk-
dómar voru óþekktir hér á landi
fyrir innflutning karakúlfjárins.
Á Keldum tókst i fyrsta sinni i
heiminum að skýra og finna orsök
að mæðiveiki, og mæðiveikiveir-
una tókst að rækta þar 1959. Á
Keldum tókst lika i fyrsta sinn i
sögu búfjársjúkdóma að fram-
leiða bóluefni sem dugði gegn
garnaveiki, og var farið að bólu-
setja með þvi skömmu eftir 1950.
Mun óhætt að telja þetta tvennt
einhver nytsamlegustu afrek,
sem unnin hafa verið á Keldum,
þótt þar sé af nógu að taka. Til
dæmis má geta þess að kenningar
dr. Björns Sigurðssonar, fyrsta
forstöðumanns tilraunastöðvar-
innar, um sérstakan flokk hæg-
gengra smitsjúkdóma, sem
hvorki sé hægt að telja i flokki
með bráðum sóttum né langvinn-
um, hafa vakið mikla athygli
meðal visindamanna á þessu
sviði erlendis og skipta þar miklu
máli i sambandi við rannsóknir á
ýmsum þeim sjúkdómum manna
og dýra, er þar koma til greina.
Undanfari þessara kenninga
dr. Björns voru rannsóknir, sem
framkvæmdar voru á Keldum á
ýmsum veirusjúkdómum, eink-
um þurramæði og visnu, en einnig
votamæði, riðu og fleirum. Visn-
an er hæggengur smitsjúkdóm-
ur, tengdur miðtaugakerfi, veld-
ur lömun og leiðir að lokum til
dauða. Þykir liklegast að visnan
hafi verið einskonar fylgifiskur
þurramæðinnar. Niðurstöður
visnurannsókna á Keldum hafa
vakið mikla athygli erlendis,
einkum til samanburðar við
heila- og mænusigg (sclerosis
disseminata) i mönnum.
Til margvislegra rannsókna
verður ekki komist hjá að hafa
tilraunadýr af ýmsum tegundum,
og hefur til þess verið haft á Keld-
um sauðfé, hross, kaninur, nag-
grisir, mýs, rottur, hamstrar,
hænsni, geiturog um stuttan tima
hreysikettir og apar. Til ýmis-
legra prófana og tilrauna eru
nagdýrin mest notuð. Sermi gegn
lambablóðsótt er frámleitt úr
hrossablóði, og eru nú rúmlega
þrjátiu hestará Keldum til þeirra
hluta.
Á árinu 1972 voru seldir frá til-
raunastöðinni yfir hálf önnur mil-
jón skammta af bóluefni ýmiss-
konar, og voru helstu tegundirnar
(iuðinundur Gislason.
Páll A. Pálsson. yfirdýralæknir. Guðniundur Pétursson, núver-
audi forstöðumaður tiirauna-
stöðvarinnar.
iialldór Vigfússon að störfum i rannsóknadeild Sauðfjárveikivarna. Ilann hefur starfað á Keldum frá
upphafi og er höfundur kynningarrits, sem tilraunastöðin gefur út I tilefni afmælisins.
I)r. Guðmundur Eggertsson og aöstoðarstúlka hans að störfum.
þessar: Lambablóðsóttarbóluefni
(115.560 skammtar, lambablóð-
sóttarsermi 516.920 skammtar,
lungnapestarbóluefni 154.660
skammtar, garnaveikibóluefni
119.040 skammtar, ýmis ormalyf
623.085 skammtar. 'I'ekjur af
lyfjasölunni hafa staðið undir
rekstri stofnunarinnar og stuölað
að vexti hcnnar og viðgangi.
Sem lyrr er getið var fyrsti for-
stöðumaður tilraunastöðvarinnar
dr. Björn Sigurðsson, læknir, og
aðrir sérfræðingar frá upphaíi
voru þeir Páll A. Pálsson, núver-
andi yfirdýralæknir, og Halldór
Grimsson, efnafræðingur. Af
fyrstu starfsmönnunum á Keld-
um eru þar ennþá starfandi
fimm: Páll A. Pálsson, Gunnar
Ólason, sem vejrið hefur þar bú-
stjóri l'rá upphafi, og Páll
Sigurðsson, B jiirg Einarsdóttir og
Halldór Vigfússon, sem öll starfa
i rannsóknadeild Sauðfjárveiki-
varna. Við lát Björns Sigurðsson-
ar 1959 tók Páll A. Pálsson við
forstöðu tilraunastöðvarinnar og
hafði það starf á hendi til 1967, er
Guðmundur Pétursson, læknir,
núverandi forstöðumaður, var
skipaður i starfið. Guðmundur
Gislason, læknir, var forstöðu-
maður rannsóknadeildar Sauð-
fjárveikivarna þegar deildin var
flutt að Keldum, en núverandi
lorstöðumaður er sem fyrr getur
Sigurður Sigurðarson.
Enn ótaldir núverandi sérfræð-
ingar við stööina eru þeir
Guðmundur Georgsson dr. med.,
sérfræðingur i liffærameinfræði,
Guðmundur Eggertsson, doktor i
erfða- og gerlafræði, Baldur
Simonarson, lifefnafræðingur,
Sigurður H. Richter, dýrafræð-
ingur og Þorsteinn Þorsteinsson,
lifefnafræðingur. Guðmundur
Georgsson hefur sinnt fjölþættum
rannsóknum meðal annars með
rafeindasmásjá. Samkvæmt um-
sókn hans gaf Humboldt-stofnun-
in i Þýskalandi dýrmætt hjálpar-
tæki til þeirrar vinnu, svonefndan
örskera, (ultramikrotom), sem
hefði kostað um 330.000 krónur.
Guðmundur Eggertsson hefur til
rannsókna sinna, sem eru mjög
sérhæfðar, fengið styrk að upp-
hæð 2.8 miljónir króna frá The
Jane Coffin Childs Memorial
Fund for Medical Research i
Bandarikjunum.