Þjóðviljinn - 24.11.1973, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 24.11.1973, Qupperneq 11
Laugardagur 24. nóvember 1ÍI73. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Liðsbrot hjá Valsliðinu og FH vann veröskuldaöan stórsigur Eftir miög jafnan fyrri hálfleik og framan af síð- ari hálfleik varð leikur FH og Vals alger einstefna FH i vil, og eru ár og dagar síð- an maður hefur orðið vitni að jafn algeru liðsbroti hjá liði og varð hjá Vals-liðinu. Þar stóð ekki steinn yfir steini síðustu 15 mínútur leiksins. Margsinnis á þeim tíma sendu Valsmenn boltann beint í hendur FH- inga, og þeir brunuðu upp og skoruðu úr hraðaupp- hlaupum eða þá að Vals- menn reyndu skot úr von- lausum færum eftir ör- stutta sóknarlotu, og þetta gerðist ekki bara einu sinni heldur mörgum sinnum á siðustu 15 mínútunum. FH- ingar héldu rósemi sinni og þáðu þessar gjaf ir og nýttu til fulls og sýndu á stund- um mjög yfirvegaðan og góðan leik á sama tíma og Valsmenn brotnuðu niður. Hitt er annaö mál að ef á heild- ina er litið var þessi leikur mjög illa leikinn af báðum liðum og alveg sérstaklega fyrri hálfleik- urinn, þar sem liðin gerðu sig bæði sek um svo miklar skyssur og leikleysu að furðu sætir. Leik- /*v staðan Staðan í 1. deildar- keppninni i handknatt- leik er nú þessi: FH 3 3 0 0 68-52 6 Fram 3 1 2 0 57-47 4 Valur 3 2 0 1 62-58 4 Haukar 4 1 2 1 77-82 4 Þór 3 1 1 1 48-56 3 Vikingur3 1 0 2 64-70 2 *R 3 0 1 2 50-58 1 Ármann 2 0 0 2 24-27 0 Markhæstu menn: Hörður Sigmarsson Haukum 28 Viðar Simonarson FH 26 Gisli Blöndal Val 23 Einar Magnússon Víkingi 22 Ágúst Svavarsson IR 20 Axel Axelsson Fram 20 Gunnar Einarsson FH 19 Sigtryggur Guðlaugsson Þór 18 menn beggja voru greinilega mjög taugaóstyrkir, og sjálfsagt er það ástæðan fyrir svo slökum leik. Fyrri hálfleikur var mjög jafn eins og áður segir, og skiptust lið- in á um að leiða, en hitt jafnaði þegar. A markatöflunni sást 1:1, 2:2, 3:3, 4:4 og 5:5. Þá náði FH 2ja marka forskoti 7:5, en Valur jafn- aði 7:7 og náði forystu 8:7, en i leikhléi var jafnt 8:8. 1 siðari hálfleik hélst enn jafnt 9:9, 10:10 og 11:11, voru þá 7 min- útur liðnar. Þá komu fyrstu merkin um liðsbrot Vals i ljós og þrjár feilsendingar þeirra til FH- inga kostuðu þrjú mörk 14:11 FH i vil. Siðan kom 15:12, en Valur skoraði 2 mörk i röð og staðan 15:14 og virtist liðið þá vera að ná sér upp, en þá gerðist þetta ein- kennilega liðsbrot, að þvi er manni virtist að ástæðulausu. FH breytti ekki leik sinum neitt, en allt lak inn hjá Valsvörninni og fjögur mörk FH gegn engu hjá Val gerðu út um leikinn, staðan 19:14. Þessum mun hélt FH til loka og bætti raunar heldur við, þvi að lokatölurnar urðu 23:16 sigur FH. Sumir gerðu þvi skóna, að FH yrði ekki með i toppbaráttunni i ár. Þeir hinir sömu veröa sannar- lega að endurskoða afstöðu sina. Sannleikurinn er sá, að FH-liðið er lang-sigurstranglegasta liðið i 1. deild eins og er. Það virðist svo sem missir Geirs Hallsteinssonar úr liðinu hafi kallað á meiri kraft hjá hinum leikmönnunum en þeir hafa sýnt undanfarin 2 ár. Viöar, Þórarinn, Gunnar og örn Sigurðsson eru allir sterkir leik- menn og áttu hver öðrum betri leik að þessu sinni. Þar til liðsbrotið kom hjá Val bar Gisli Blöndal af. Ölafur Jóns- son var með, en er langt frá þvi að vera orðinn góður; hann haltraði orðið þegar á leikinn leið og var langt frá sinu besta. Þá áttu þeir Gunnsteinn og Stefán Gunnarsson góðan leik, en þá er lika upp talið. Mörk FH: Viðar 8, Gunnar 7, Þórarinn 5, örn, Jón G. og Ólafur 1 márk hver. Mörk Vals: Gisli 9, Bergur 4, Gunnsteinn, Jón K, og ólafur 1 mark hver. —S.dór Hermann Gunnarsson kominn inn úr horni en skotið var varið. (Ljósm. S.dór) Haukar misstu niður 6 marka forskot og Þór náði jafntefli Einhver allra furðu- legasti handknattleikur sem undirritaður hef ur séð var leikur Hauka og Þórs frá Akureyri í fyrrakvöld. Haukarnir höfðu yfir 12:8 i leikhléi og náðu að auka við þessa forystu i 14:8 þegar aðeins var liðið á siðari hálfleik. Það hefur áreiðanlega ekki hvarflað annað að nokkrum manni í troðfullu íþróttahúsinu í Hafnarf irði en að hér væri aðeins spurning um hve stór sigur Hauka yrði, en ekki hvort liðið myndi sigra. En það var nú eitt- hvað annað upp á ten- ingnum, áður en yf ir lauk. Svo sannarlega máttu Haukarnir þakka fyrir jafnteflið á síðustu sek- úndum leiksins, en Þórs- arar brunuðu upp á hrað- upphlaupi, staðan 22:22, en Ömar Karlsson mark- vörður Hauka varði skotið meistaralega og bjargaði þar öðru stiginu fyrir lið sitt. Rétt áður hafði Tryggvi markvörður Þórs varið vitakast og þar með sennilega bjargað öðru stiginu fyrir sitt lið. Siðustu 5 til 10 minútur leiksins var boðið uppá eins mikla spennu og myndast getur i einum leik. Þórsarar voru að saxa forskot Hauka, og allt fór i handaskolum hjá Haukunum. Staðan var 15:12 þegar um það bil 10 minútur voru eftir af leiknum. En mörkin hlóðust upp, og alltaf minnkuðu Þórsarar forskotið 21:18 sást á markatöflunni, þar næst 21:19 og 21:20 og loks 21:21. Þá skoraði Stefán Jónsson 22. mark Hauka, og menn hugðu aö það myndi duga, og vissulega hefði það átt að vera svo, ekki sist þar sem dæmt var viti á Þór. En þá brást Herði Sigmarssyni boga- listin, og Tryggvi Gunnarsson varði, Þór fékk boltann og jafnaði 22:22. Enn fengu Haukarnir tæki- færi til að ná forystu á þeirri einu minútu sem eftir var, en á siðustu sekúndunum misstu þeir boltann og Þórsmenn bruna upp, en Ómar varði skotið, og má segja að þar hafi Haukarnir verið stálheppnir að missa ekki bæöi stigin. Það er aftur á móti ihugunar- efni fyrir Hauka hversvegna þeir misstu niður 6 marka forskot i jafntefli á rúmum 15 minútum. Þótt Þórsliðið sé þokkalegt lið og alls ekki liklegt til að falla niður eins og það lék i þessum leik, þá er þaö samt ekki svo sterkt að það geti unnið upp 6 marka forskot ef allt er eðlilegt hjá Haukum. Framan af var leikurinn nokkuð jafn, 3:3, 4:4, 5:5, 6:6 og 8:8, en i leikhléi var staðan orðin 12:8 Haukum i vil eins og áður segir og varð um tima 14:8, en eftirleiknum hefur áður verið lýst. Tveir menn bera af i Þórs- liðinu, þeir Þorbjörn Jensson og Sigtryggur Guðlaugsson, menn sem gengju inni hvaða 1. deildar- lið sem væri. Þá er ólafur Sverrisson einnig skemmtilegur leikmaður. Þó er hætt við að Þórs-liðið haldi ekki út i hröðum og hörðum leik sökum skorts á góðum skiptimönnum. Framhald á 14. siðu UMSJÓN SIGURDÓR SIGURDÓRSSON

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.