Þjóðviljinn - 24.11.1973, Qupperneq 15
Laugardagur 24. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Það gerðist fyrir stuttu, að
fyrirtæki hér i borg fékk
scndan simareikninginn er
hljóðaði upp á 22 krónur fyrir
utan söluskatt. Þetta er i
sjálfu sér ekki i frásögur fær-
andi, nema hvað kostnarhiiðin
við sendingu þcssa reiknings
er stórkostlegt reiknings-
dæmi.
Sendingarkostnaður simans
við að senda giróseðilinn
ásamt simreikningnum ér 13
krónur. Giróseðiilinn sjálfur
kostar 17 krónur. Þegar fyrir-
tækið er búið aö greiða
reikninginn þarf siminn að
senda kvittun i bréfi og þá er
burðargjaldið aftur 13 krónur
+ umslag + vinnulaun. Þetta
dæmi er þegar orðið býsna
skemmtilegt, þ.e., það kostar
43 krónur minnst að rukka inn
22 krónur!
En nú kemur rúsinan I
pylsuendanum. t þctta skipti
átti reikningurinn ekkert
erindi við fyrirtækið, hann á
erindi við ailt annan aðiia.
Fyrirtækið endursendir
reikninginn, og þá fer
reikningurinn af stað aftur frá
simanum; ef siminn er
hcppinn og finnur réttan mót-
takanda i annarri umferð, þá
kostar þetta ekki nema 86
krónur, að rukka inn 22
krónur'.
Salon Gahlin
— Það er undarlegt hvað
menn geta sagt mikla vitleysu
eins og orðaforðinn er fátæk-
legur nú til dags.
Það er víðar en hér sem blöðin eiga við mikil f járhagsvandræði að stríða. Ný-
lega voru póstburðargjöld fyrir blöð hækkuð í Danmörku, og þá gerði
Bidstrup þessa mynd fyrir Land og Folk. Ráðherrarnir þrír ræða saman við
blaðagröf ina:
— Þú átt sök á blaðadauðanum, Kampmann!
— Já, en það verða þá f ærri blöð sem gagnrýna stef nu okkar!
— Já, og þessi blöð auka þá ekki verðbólguna með hækkuðu verði.
— Nei, það gera bara þau blöð sem ef tir lif a!
Krókódilar og hlébaröar eru i hvað mestri hættu gagnvart
útrýmingaröflunum.
DÝRAVERND
A umhverfisráðstefnunni i
Stokkhólmi i fyrra var sér-
staklega rætt um hina bráðu
útrýmingarhættu ýmissa
dýrategunda og er nú unniö að
þvi að fá fram sameiginlega
stefnuyfirlýsingu margra
þjóða um verndun vissra
dýrategunda. Þegar hafa
Bandarikin og Brasilia lýst
yfir stuðningi sinum við fram
komnar tillögur; búist er við
að Sviar komi næst, og siðan
fjöldi annarra þjóða.
375 tegundir á hættulista
Gerður hefur verið listi yfir
þær dýrategundir sem eru i
hættu og er talan býsna há,
eða 375 tegundir. Það sem
helst tefur framgang alþjóða-
laga er breytingar sem gera
þarf á inn- og útflutnings-
reglum, tollareglum og við-
skiptahömlum i hinum ýmsu
löndum.
Fyrst og fremst þarf að
vinda bráðan bug að þvi að
vernda pelsdýr, krókódila,
skjaldbökur, og ýmsa fugla
sem hafa fallegar fjaðrir, s.s.
paradisarfuglinn og páfa-
gauka.
Gerðar verða vissar undan-
tekningar i sambandi við kaup
dýragarða, en öll slik verslun
verður að vera milli opinberra
aðila i framtiðinni.
Svartamarkaösbrask
Fyrst og fremst verður
reynt að koma i veg fyrir
svartamarkaðsbraskið, sem
er umfangsmikið i dag, en
auðvitað er eftirspurnin mest
eftir sjaldgæfum dýra-
tegundum. Þetta á jafnt við
um lifandi og uppstoppuð dýr,
horn, egg og skinn. Egg sjald-
gæfra fugla eru seld á háu
veröi á alþjóðlegum markaði i
dag. Þessi ásókn getur á
stuttum tima breytt allri lifs-
rásinni á vissum stöðum.
Þannig hafa menn, sem eru á
höttunum eftir vissum fiska-
tegundum i hitabeltinu,
sprengt kóralrif til að auka
veiðina.
Áróður farinn að segja
til sín
útrýma hlébarðanum, en hlé-
barðaskinn hafa verið mjög
eftirsótt. Vaxandi áróður gegn
útrýmingu þessa fallega
rándýrs hefur haft þau áhrif
að stertimanneskjur þora ekki
lengur að láta sjá sig i klæðum
gerðum úr hlébarðaskinnum,
og hefur til dæmis ein stærsta
pelsverslun Sviþjóðar auglýst
hlébarðaskinn á útsölu fyrir
aðeins 13 þúsund krónur
sænskar, sem þykir lágt verð.
Nú er langt komið að
1 stað bjarndýrsfelda og hlébarðaskinna geta menn t.d. valiö úr
hverskonar lambsskinnum. Hér er sovésk stúlka að vinna við
verkun persneskra iambsskinna. i upphafi var liturinn svartur, en
nú hefur tekist að ná fram tuttugu ólikum litum, eða allt frá svörtu
til hvits.
SÍÐAN
UMSJÓN: SJ
LAUGARDAGS-
SKÁKIN
nfÉ ■ 'ýmfcy, M wm m1 'éM w
wm W'- 111
m ý'M' m 0
m 1® % m . H ÍX
wé 'ÆÆ gl§ jp
u M
Þessi skákþraut er eftir
Itússann T. Ch. Amiroff.
Hvitur á leik og mátar i 2. leik.
Lausn á siðunni á morgun.
LAUGARDAGS-
KROSSGÁTAN
Lárétt: 1. fantur 3 skip 6 atv.o.
8 kind 9 versna 10 pyttur 12
bókafél. 13 vondur 14 frumefni
15 eink.st. 16 karlnafn 17
veggur.
Lóðrétt: 1 landið 2 fjöldi 4
vitund 5 lindýr 7 far 11 vælir 15
eignir
ALLIR VEGIR
FÆRIR Á
Yokohama
SNJÓBÖRÐUM
KNÞ
KÓPASKERI