Þjóðviljinn - 24.11.1973, Side 16

Þjóðviljinn - 24.11.1973, Side 16
UOÐVIUINN Laugardagur 24. nóvember 197:!. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gef""- r simsvara Læknafélags Reykja vfkur, sfmi 18888. Kvöldsimi hlaöamanna er 17504 citir klukkan 20:00. Kvöld, - nætur, - og helga - þjónusta apótekanna 23. — 29. nóvember verður i Ingólfsapóteki og Laugarnesapóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Mál og menning Barnabóka- búð á 100 fm. Eina sérverslunin með barnabœkur Þótt ótrúlcgt sc, þá er aðcins til cin barnabókavcrslun i Reykja- vik; þctta cr barnabókaverslun Máls og menningar að Laugavegi 18, scm stofnsett var árið 1909. Kins og gefur að skilja varð þessi verslun fljótlega of litil og þvi var ráðist i að stækka hana i liaust og var verslunin opnuð eftir stækk- unina um siðustu mánaðamót. Kr verslunarpláss barnabóka- verslunarinnar nú 100 ferm að gólffleti. Hörð afstaða Arabaríkja ALStRBORG 23/11. — Arabiskir utanrikisráðherrar, sem i dag komu saman i Alsirborg til þess aö undirbúa fund rikisleiðtoga sinna á mánudaginn, gáfu yfir- leitt við það tækifæri til kynna harða afstöðu gagnvart tsrael. tsmail Fami, utanrikisráðherra Egyptalands, sagði við komuna til Alsirborgar að baráttunni væri enn ekki lokið, þvi að tsraelar hefðu ekki hörfað og Palestinu- menn berðust enn fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti sinum. Við ræddum stuttlega við Jón- stein Haraldsson verslunarstjóra i Bókaverslun Máls og menningar um þessa einu barnabókaverslun i borginni og spurðum fyrst hvers vegna MM hefði farið út i að opna sérverslun með barnabækur. — Það var sannarlega ekki að ófyrirsynju að þetta var gert þegar er athugað að nú munu vera til sölu um 700 barnabóka- titlará islensku, auk barnabóka á erlendum málum sem eru hér til sölu. t hinu mikla plássleysi bókaverslana vilja barnabækur oft verða útundan og seljast þvi minna en skildi og það fer ekkert milli mála, að sala á barnabókum hel'ur aukist mjög mikið hjá okkur eftir aö við opnuðum barnabókaverslunina. t fyrra kom i Ijós að verslunarplássið var orðið of litið og þvi réðumst við i að stækka hana eins og hægt var. — Geta barnabækur einar bor- ið uppi slika verslun sem þessa? - Það er nú á mörkunum og þess vegna höfum við selt þarna leikföng, spil og annað fyrir börn og hefur það mælst vel fyrir að hafa til sölu á einum stað það sem ætlað er börnunum. Kg vona að þessi stækkun komi sér vel og verði viðskiptavinum okkar til þæginda. —S.dór I gær var undirritaður samningur milli Kjarn- orkumálanefndar Bandarikjanna og Orku- stofnunar um upplýsingaskipti varöandi hag- nýtingu jarðhitaorku.Myndina tók Ari Kárason af undirritun samninganna*. Frá vinstri: Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra, Jakob Björnsson orkumálastjóri sem undirritaði samninginn og Dixie Lee Ray formaður kjarn- orkumálanefndar Bandaríkjanna. Hún mun vcra valdamesta kona i stjórnkerfi USA. Eftir helgina birtir Þjóðviljinn nánari frásögn um inntak samningsins. Einn og hálfur miljarður takk! Kosningavíxill borgar- stj órnarmeirihlutans! Borgarstjórnarmeiri- hlutinn mun vera búinn að ákveða að taka kosninga- vixil, svo takast megi að koma einhverju sérlegu i Bandalag háskólamanna: Miðar við SÍNE lýsir kröfum BHM Til blaöanna streyma stöðugt fréttatilkynningar frá Bandalagi báskólamanna þar sem bæði er mótmælt þeim vinnubrögöum sem BSRB hefur viðhaft i kjara- kröfum sinum og einnig kjara- kröfum Alþýðusambands tslands. I nýjustu fréttatilkynningunni er sagt að byrjunarlaun háskóla- menntaðra gagnfræðaskólakenn- ara séu nú 46.704 kr. á mánuði og að það sé staðreynd að 70% allra háskólamanna i þjónustu rikisins hafi byrjunarlaun undir 60 þús- und kr. á mánuöi. BHM krefst nú 66.270 kr. á mánuði i byrjunarlaun fyrir há- skólamenntaða gagnfræðaskóla- kennara og samkvæmt kröfunum myndu um 70% háskólamanna fá 90.000 i byrjunarlaun og þar fyrir neðan. Sagt er i fréttatilkynning- unni að þær 120.279 kr. sem oft sé vitnað til úr kröfum BHM eigi að- eins við örfáa æðstu embættis- menn þjóðarinnar, biskup, land- lækni, rektor háskólans og slíka virðingarmenn. BHM bendir á að kröfur þjóna i yíirstandandi deilu séu allt að 86.120 kr. i kauptryggingu á mán- uði og kröfur matsveina allt að 93.600 kr. á mánuði. Sagt er að iðnaðarmenn álversins i Straumsvik geri kröfu um 70.000 kr. i mánaðarlaun og þar fyrir of- an og fram hafi komið i fjölmiðli að miðlungslaun flugstjóra séu 150 þús. kr. á mánuði. Segist BHM berjast fyrir ó- breyttum launamun i þjóðfélag- inu og að þeir ætlist ekki til að sanngjörn laun þeirra bitni á öðr- um. Háskólamenn segja að rikjandi launamunur sé sanngjarn. Byggja þeir það viöhorf sitt á þvi, að starfsævi þeirra sé skemmri, Framhald á 14. siöu. 'A, Ofvitinn íslenzkur aöall Frásagnir Ævisaga Arna prófasts Þórarinssonar. Mál og menning cnn. Þessi höfuðrit Þórbergs Þórðarsonar, samtals um 2000 bls. í fimm bindum í samstæðri útgáfu eru nú öll fáanleg á mjög hagstæðu verði: Kr. 4.490 ib. í rexin. Kr. 5.680 ib. í skinn. (að viðbættum söluskatti). Laugavegi 18, Reykjavík. Pósthólf 392 framkvæmd fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar aö vori. Er ætlunin að fóðra lántöku þessa með þvi að láta svo heita að brúka eigi féð til hitaveitufram- kvæmda, til að standa undir rekstri Rafmagnsveitunnar, sem tekist hefur að reka með halla, svo og til hafnarframkvæmda. Hins vegar mun ætlunin að nota féð á annan hátt, meðal annars til þess að greiða upp ýmsa fram- kvæmdaliði, sem farið hafa fram úr áætlun, en fjármálastjórn hins nýja borgarstjóra er i hinum mesta ólestri og fjölmargir framkvæmdaliðir koma til með að kosta mun meira en ætlað var. Helst mun það vera „gróðurinn meðfram malbikinu”, svo notuð séu fleyg orð hins nýja borgar- stjóra, sem kostað hefur svim- andi upphæðir, og reyndar ekki búið að gera allt það dæmi upp enn. En fjárþörfin er meiri en svo að innlendi peningamarkaðurinn geti mett hana. Búið mun vera að ákveða að sækja um leyfi til fjár- málaráðuneytisins til að leita eftir lánatilboðum erlendis frá. Og það mun ekki vera neitt pinulitið sem Birgir Isleifur Gunnarsson ætlar að slá til að fleyta sér á, 1500 miljónir, einn og hálfur miljarður! Mun þetta vera með stærri kosningavixlum sem sögur fara af. En hvað er ekkigerandi fyrir góðan málstaö, og svo eru það jú aðrirsem borga. -úþ ÍRA á móti sam steypustjórn BELFAST 23/11. — Hinn bannaði trski lýðveldisher (IRA) visaði i nótt leið á bug á fyrirætlunum um að mynda samsteypustjórn yfir Norður-Irland, sem i sitji fulltúar trúarflokkanna beggja, mótmæl- enda og kaþólikka. IRA segir i til- kynningu, sem gefin var út i Dublin, að þessi fyrirætlun sé frá Bretum komin og dæmd til þess að misheppnast. Hitaveitumálin eru efst á baugi Samvinnimefnd um hitaveitumálin Stjórn Sambands islenskra sveitarf élaga gerði svofcllda ál.vktun á fundi sinum hinn 21. nóveniber: ..Stjórn Sambands islenskra sveitarfélaga beinir þvi til rikis- stjórnarinnar, að Inin skipi nú þegar samvinnunefnd rikis og sveitarfélaga um hitaveitu- mál. Stjórnin leggur til, að nefndin fái það hlutverk að gera áætlun um notkun jarðvarma til liúsahitunar i þeiin byggöar- lögum landsins, þar sem unnt er aö koma sliku við og hagkvæmt þykir. Jafnframt undirbúi hún stofnun hitaveita i samstarfi viö þau sveitarfélög, sem hlut eiga að máli. Ahersla er lögð á, aö nefndin hraði störfuni sem mest og jafnhliða verði unnið að þvi að út- vega fé til framkvæmda:’. Þá barst Þjóðviljanum einnig ljósrit af bréfi Birgis I. Gunnars- sonar borgarstjóra sem er svar við bréfi iðnaðarráðherra sem greint var frá i blaðinu i gær. 1 bréfi borgarstjóra segir m.a.: Borgaryfirvöid hafa að sjálf- sögðu fuilan hug á þvi, að af þeirra hálfu verði staöið við samninga viðKópavog og Hafnar- fjörð um lögn og rekstur hitaveitu i þessum sveitarfélögum. Fyrir- vari þessa efnis i bréfi iðnaðar- ráðuneytisins er þvi óþarfur, enda er þá reiknað með, að af hálfu ráðuneytis yðar og rikis- stjórnarinnar verði ekki staðið á móti þvi.að gjaldskrá Hitaveit- unnar verði á hverjum tima ákveðin þannig, að veitan skili þeirri lágmarksarðsemi, sem fyrrnefndur lánasamningur og samningar við nágrannasveitar- félögin gera ráð fyrir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.