Þjóðviljinn - 01.12.1973, Qupperneq 1
Húsnæðismálastofnun rikisins
420 miljónir
á næstunni
Áfundi húsnæðismálastjórnar i dag var tekin ákvörð-
un um lánveitingar Húsnæðismálastofnunar ríkisins á
næstu vikum og mánuðum, er nema munu um 420 mil-
jónum króna. Er hér um byggingalán að ræða, er koma
munu til greiðslu i þremur áföngum frá og með 15. des-
ember nk. til og með 10. febrúar nk.
Afgreiðslan á byggingalánsum- 1. Allar þær umsóknir, sem
sóknum i ofangreindum lánveit- báruststofnuninni fyrir 1. febrúar
ingum veröur meö neðangreind- j 1973, höfðu verið úrskurðaðar
um hætti: Framhald á 14. siðu
Störaukning á
húshitun með
rafmagni?
t frétt frá Landsvirkjun segir
að Sigölduvirkjun geri kleift að
stórauka húsahitun með raf-
magni þar sem hitaveitu verður
Gert er ráð fyrir, að fram-
kvæmd á framangreindum við-
skiptum við rafveiturnar verði i
Framhald á 14. siðu
Lúðvik Jósepsson á aðalfundi út^erðarmanna:
2 miljörðum þegar
varið til uppbygg-
ingar frystihúsa
11 ný frystihús í byggingu
Lúðvík Jósepsson,
sjávarútvegsráðherra,
flutti í gær ræðu á aðal-
fundi Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna.
Við birtum ræðuna á
morgun, en Lúðvík sagði
m.a.:
Það málefni sem ég tel að
næst gangi landhelgismáiinu að
mikilvægi fyrir islenskan
sjávarútveg, cru þær miklu
framkvæmdir sem nú er unnið
að i fiskiðnaði og jafnhliða sú
endurnýjun fiskiskipaflotans
sem nú fer fram. 11 ný frystihús
eru nú i byggingu viðsvegar um
landiö og ráðgerðar eru fleiri
nýbyggingar stórra fiskiðn-
aðarstöðva. Slofnkoslnaður
þessara 11 frystihúsa var áætl-
aður 13S(> miljónir króna, cn
mun vcrða ailmiklu meiri. Þeg-
ar hcfir verið unnið fyrir 5-(>00
miljónir króna I þessum húsum.
i 19 öðrum frystihúsum hefir
verið unnið að stórfrlldum end-
urhótum og hreytingum þar
sem um hefir verið að ræða
frainkvæmdir, sem áællað var
að kostuöu frá 40 miljónum i
húsi til 112 miljónir. Samtals
voru endurbætur i þessum 19
frystihúsum áætlaður kosta a 11-
miklu meira i rcynd. i þessum
húsum hefir þegar verið unnið
fyrir 8-900 milj. króna. Auk
þessa hafa staðið yfir breyting-
ar og endurbætur, og fram-
kvæmdir við nýja vélvæðingu i
flestum öðrum frystihúsum
landsins og i mörgum öðrum
fiskviunslustöðvum og nemur
framkvæmdakoslnaður þa r
yfirleitt 10-20 miljónum króna á
hús. Áætlaöur heildar-fram-
kvæmdakostnaður i frysliliús-
um er 4385 inilj. króna og talið
er samkvæmt fyrirliggjandi
skýrslum að þegar hafi verið
unnið fyrir 2030 milj. króna, eða
sem nemur 40,3% af heildar
áætluðum framkvæmdum.
1. des.
ísland úr
Nato-
Herinn
burt
islenska borgarastéttin og NATÓ nefnir Guðmundur Ármann Sigurjónsson þessa mynd sfna, scm er
á sýningu i Galleri Súm.
Baráttusamkoma í dag
ekki komið við.
i áætlunum um Sigölduvirkjun
hcfur verið reiknað meö, að virkj-
unin geri kleift aö taka upp stór-
aukna húshitun með rafmagni á
orkusveitusvæði Landsvirkjunar.
Er talið, að á orkuveitusvæðinu sé
viðbótarmarkaður fyrir alls 280
milj. kWst. á ári til húshitunar á
þeim svæðum, sem ekki er liklegt
að geti notið hitaveitu. Samsvar-
ar það þvi, að 25—30 þús. manns
til viöbótar fái notið rafhitunar.
Mundi þetta spara náiægt 34 þús
tonna oliuinnflutning á ári hverju
Samkvæmt áætlun geta núver-
andi vatnsaflsstöðvar Lands-
virkjunar framleitt 2150 milj.
kWst. á ári i meðalvatnsári.
Framleiðslan 1973 verður sem
næst 2000 miljónir kWst. og áætl-
uð framleiðsla 1976 um 2100 milj.
kWst. við óbreyttar aðstæður.
Það er þvi ekki af miklu að taka,
þar til Sigölduvirkjun tekur ti)
starfa. Er það ástæðan fyrir þvi,
að Landavirkjun hefur viljað fara
varlega i að hvetja til aukinnar
húshitunar næstu 2—3 árin, þvi að
ekki má mikið út af bregða, ef
notkun eldsneytisstöðvanna á að
vera i hóf stillt. Annað mundi
hækka verðið til almennra nota.
Hinar miklu hækkanir oliu-
verðs að undanförnu valda þvi
hins vegar, að samkeppnisað-
staða rafhitunar hefur batnað
verulega og enn rikari ástæða en
áöur til að flýta fyrir aukinni
notkun rafhitunar, eftir þvi sem
aöstæður frekast leyfa. Með hlið-
sjón af þessu ákvað stjórn
Landsvirkjunar á fundi sinum
hinn 29. nóvember að bjóða raf-
veitum á orkuveitusvæði sinu sér-
stakan húshitunartaxta fyrir þá
hitunarorku, sem þær geta ekki
selt á viðunandi verði innan
ramma núverandi gjaldskrár.
Með þessu er einkum að þvi
stefnt, að unnt verði að gefa kost
á rafhitun i öllum nýbyggingum
utan hitaveitusvæöa, en stofn-
kostnaður rafhitunar er mun
minni en annarra hitunarkerfa og
þvi þjóðhagslega hagkvæmt, að
hana megi taka upp i sem flestum
nýjum húsum. Hins vegar er ekki
unnt að láta taxtann ná til rafhit-
unar i hús, sem þegar hafa oliu-
kyndingu, nema að tryggt sé að
eigendur þeirra viðhaldi kynding-
artækjum sinum, þangað til næg
örugg orka fæst frá Sigölduvirkj-
un, svo að gripa megi til þeirra, ef
um orkuskort verður að ræða.
i dag er fullveldisdagur
islands^og að vanda efna
stúdentar til ýmissa uppá-
tækja til að minnast hans
og ekki siður: gefa honum
innihald. Sú vísa er aldrei
of oft kveðin að sjálf-
stæðisbaráttu smáþjóðar
lýkur aldrei. Þess vegna
eru orðin „hátiðarsam-
koma" og „minningarhá-
tið" eitur í beinum
stúdenta: þeir kjósa að
kalla það baráttuhátíð.
t þriðja skiptið i röð er umsjón
hátiðarhaldanna i höndum
vinstrisinnaðra stúdenta og i
þriðja sinn er dagurinn helgaður
baráttunni gegn heimsvalda-
stefnunni. island úr Nató — Her-
inn burt eru einkunnarorö dags-
ins.
Klukkan 14 hefst i Háskólabiói
baráttusamkoman. Eyvindur
Eiriksson setur dagskrána en aö
þvi loknu verður samfelld dag-
skrá i mæltu máli, ljóðum og
söng. Þar koma meðal annars
fram tveir erlendir gestir: Le
Van Ky sendifulltrúi Þjóðfrelsis-
fylkingar Suður-Vietnama i Osló
og Rafael Carero útlagi frá Chile
og forsvarsmaður þarlendra
stúdentasamtaka. Trúbadúrarnir
Böðvar Guðmundsson og Orn
Bjarnason syngja lög sin og ljóð.
og kór háskólastúdenta kyrjar
baráttusöngva.
Aðalræðumaður dagsins er Vé-
steinn Lúðviksson rithöfundur.
Listsýning i SÚM
1 dag verður einnig opnuð póli-
tisk myndlistarsýning i Galleri
SÚM á vegum 1. des. nefndarinn-
ar. f byrjun nóvember sendi
nefndin nokkrum tugum ungra
róttækra listamanna bréf og fór
þess á leit við þá aö þeir sendu
verk á þessa sýningu. Undirtektir
voru mjög góðar og árangurinn
varð sá að upp er komin sýning 28
listamanna sem á eru 43 verk.
Verður hún opin um tveggja
vikna skeið.
Chilefundur
á mánudag
A mánudagskvöld efnir nefndin
svo til fundar um Chile i Norræna
húsinu og hefst hann kl. 20.30. Þar
verður mættur áðurnefndur
Rafael Carero og ræðir hann um
valdaránið og svarar fyrirspurn-
um. Dagur Þorleifsson blaða-
maður ræðir um Chile og barátt-
una i Suður-Ameriku. Flutt verð-
ur siðasta ávarp Allende forseta
til þjóðar sinnar i útvarp,en hana
flutti hann að morgni 11. septem-
ber úr forsetahöllinni eftir aö
sprengjuárásirnar voru hafnar.
Mexikanskur fréttamaður tók
ræðuna upp á segulband og
smyglaði henni út úr landinu. Þá
verða flutt ljóö eftir Pablo Ner-
uda, þjóðskáld Chilebúa. Að lok-
um veröa almennar umræöur um
hina alþjóðlegu baráttu sem nú
hefur verið skipulögð til stuðnings
alþýðu Chile.
Blað og plaköt
Að vanda gefur nefndin út blað i
tilefni dagsins og dreifir þvi um
borg og bý. Var greint frá þvi hér
i blaðinu i gær.
Siðan vinstrimenn fóru að hafa
umsjón með hátiðarhöldunum
hafa þeir haft þann sið að láta
gera plaköt i anda einkunnarorða
dagsins. t fyrra og hitteðfyrra
voru myndirnar á þeim eftir
nemendur Myndlista- og handiða-
skóla Islands. I ár eru plakötin
þrjú og að þessu sinni urðu fyrir
valinu 2 myndir sem voru á sýn-
ingu þeirri sem stóð i anddyri Há-
skólabiós á meðan á baráttusam-
komunni stóð og ein eftir Gylfa
Gislason. Hinar tvær eru eftir
Hrein Friðfinnsson og Jón Reyk-
dal.
Plakötin verða til sölu i anddyri
Háskólabiós i dag og i Bóksölu
stúdenta og Bókabúð Máls og
menningar i framtiðinni. Á sömu
stööum mun blaðiö liggja
frammi.
Þá sakar ekki að geta þess að
stúdentar munu fagna deginum
meö dansleik i Félagsstofnun
stúdenta við Hringbraut i kvöld.
—ÞH