Þjóðviljinn - 01.12.1973, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 01.12.1973, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 1. desember 1973. Ljón gefa lækningatæki Lionsklúbbur Borgarness hefur nýlega gefið Kleppjárnsreykja- og Borgarneslæknishéruðum hljóðby lgjutæki, „Siemens Sonostat 633”. Tækið kostaði um 80 þúsund kr. án tolla, sem fengust eftirgefnir. Stjórnarformaður Borgar- læknishéraðs, Guðmundur Ingimundarson, ásamt Valgarð Björnssyni héraðslækni, veittu tækinu viðtöku. Við það tækifæri sagði Valgarð m.a., ,,að tækið væri einkar kærkomið og þarft i baráttunni við gigtina, sem alltaf hrjáði æði marga”. Tækinu er ætlað að vera i læknamiðstöðinni, sem nú er i byggingu i Borgarnesi, en þar til hún tekur til starfa verður það hjá héraðslækninum. Frá afhendingu Siemens-hljóð- bylgjutækisins. Frá vinstri: Valgarð Björnsson héraðslæknir, Georg Hermannssoo formaður Lionsklúbbs Borgarness og siðan Lionsfélagarnir Valgeir Gests- son, Jón Einarsson og Sveinn Hálfdánarson. Á myndinni sjást einnig nokkur lækningatæki er Borgarneslæknishéraði hafa verið gefin áður, en hljóðbylgju- tækið er lengst til vinstri. Eg held að list verði ekki skilin. Hennar verða menn aðallega að njóta, hver á sinn hátt, og það er komið undir þeim hæfileikum, sem hverjum og einum eru með- fæddir, svo sem eftirtekt lita og forma, og einnig skáldlegu inn- sæi. Það er nokkuð svipað að horfa á listaverk og virða fyrir sér liti og form úti i náttúrunni sjálfri. Ég var eitt sinn i tjaldi á Þing- völlum og leit þá út klukkan 6 að morgni. Sólin var að koma upp og vellirnir voru eins og stórt mál- verk að sjá. Þeir voru allir fljót- andi i næturdögg. Þvilika litadýrð hef ég aldrei séð, og engin leið er að lýsa, — og fáir myndu trúa að væri raunverulegt, þó að hægt hefði verið að festa hana á léreft. Eftir örstutta stund var þessi töfrasýn horfin. Þegar ég hef séð málverk eftir fræga málara frá fyrri öldum hef ég orðið eins og bergnuminn, þvi að myndirnar voru svo lifandi. Það var eins og ég væri að horfa á lifandi menn og dýr, en ekki mál- verk. Táknræn list birtist aðal- lega i verkum Kjarvals og As- mundar Sveinssonar. Hún þrosk- ar imyndunaraflið. 1 nútimalistinni speglast hinar öru breytingar, sem hafa orðið á þjóðfélagsháttum á mjög skömmum tima hér á landi, og koma þær fram mjög skýrt i bók- menntum. Ég sem þetta rita er 77 ára gamall og var áður en ég hætti störfum innheimtumaður hjá Gjaldheimtunni i Reykjavik. Jóh. Asgeirsson UNDRALAND ný leikfangaverslun i Glæsibæ. Allt sem rúllar, snýst, skoppar, tistir og brunar. Fjölbreytt úrval. Komið, sjáið, undrist i UNDRALANDI Til varnar SETU á alþingi Til að verja setu á Alþingi Is- lendinga skal eftirleiðis rita: 1. Zverrir Hermannsson, 2. Helgi Zeljan, 3. Ellert B. Zchram, og 4. Z-Bjarni Guðnason. Þar sem z er i þessu sambandi mjög mikilvæg og áberandi virðist óþarft að rita hana annars staðar i islensku máli. úl- Hvað er list? Ég skrifa þessar linur i tilefni þess, að Hallmundur Kristinsson skrifar i Þjóðviljann 21. nóvem- ber s.l. um list og óskar eftir, aö lesendur blaðsins láti eitthvað til sin heyra um það efni. AF FULLVELDI 1. DES. Flaggskip íslenska flotans, Gullfoss, var búinn aö vera á sölulista í heilt ár, þegar hann loksins gekk út. Hann var fyrst seldur til Beirút í Líbanon, en þar fengust ekki tilskildir pappírar til mann- flutninga, svo hann var seldur grískum skipa- kóngi, sem Orri heitir, aö vísu ekki til mann- flutninga, heldur til að flytja pílagríma um Rauða hafiö. Föðurland vort, ísland, hefur að vísu verið lengur á sölulis'ta en flaggskip þjóðar- innar, og verður að segja það eins og er, að ekki hefur gengið and- skotalaust að höndla með land þetta, þrátt fyrir góðan vilja mætustu manna allt frá því að land byggðist. Það er í raun og veru ekki fyrr en á síðustu þrem áratugunum, sem umtalsverður skriður hefur komið á þessi sölumál, sem löngu væru komin heil í höfn, ef ekki hefði komið til undarleg þvermóðska óupplýstrar alþýðu í landinu, sem byrjaði raunar að rífa kjaft strax uppúr alda- mótunum eittþúsund, þegar Þórarinn Nefjólfsson rak erindi konungs á Þingvöllum og vildi kaupa Grímsey. Þá vildi Guðmundur ríki selja, en Einar Þveræingur bróðir hans þurfti endilega að vera með fingurna ofan í málinu og kom í veg fyrir að úr kaupunum yrði, á þeim forsendum að í Grímsey mætti hafa her manns og (eins og Snorri segir) ,,ef þar er útlendur her'' mælti hann „og fari þeir með langskipum, þá ætla ég að mörgum kot- bóndanum verði þröngt fyrir dyrum ". Ef til vill var ekki á þessum árum jafn brýnt og í dag að semja við stórveldi um varnir landsins. Verndarar okkar þá voru dreki, fugl, griðungur og risi, en herforingjaráð þetta hafði dverga og vætti í sinni þjónustu. Þessa setuliðs naut þjóðin þó ekki lengi, eða eins og Jónas Hall- grímsson segir: Flúinn er dvergur, dáin hamra tröll, dauft er í sveitum, hnípin þjóð í vanda.. en með Gamla sáttmála játast (slendingar undir Noregskonung, og segja má að ekki haf i rofað til í varnarmálum lands- manna eftir það fyrr en í heimsstyrjöldinni, sem enskumælandi þjóðir kalla gjarnan „The glorious war". Það blóðbað leysti með æski- legum hætti aðkallandi varnarmálavanda is- lensku þjóðarinnar. Síðan haf a ís- lendingar borið gæfu til þess að eiga varnir sinar undir mesta her- veldi allra tíma, Banda- ríkjum Norður- Ameriku. Allt brölt erlendra valdsmanna við að reyna að höndla með ísland, selja það eða veðsetja í gegnum aldirnar leiðir hugann ósjálf rátt að litilli klausu í litilli bók eftir Halldór Laxness. Bókarkornið heitir Innansveitarkróníka og ég leyfi mér að taka litinn kafla úr henni og birta hann orðrétt, þar sem mér finnst hann eiga ótrúlega vel við á fimmtíu og fimm ára afmæli íslenska full- veldisins 1. desember 1973: „Hér verður frá þvi sagt er kirkjan var tekin niður og henni jafnað við jörðu í þriðja sinn á ofanverðri 19du öld. Sýnt verður hvernig voldugir málafylgju- menn lögðust á eitt að brjóta niður kirkju þessa allt frá því dana- konungur skipaði að hún skyldi hverfa árið 1774 og leið þó stórt hundrað ára áður en þeirri skipun var framfylgt. í næstu fjórar kyn- slóðir lögðu drjúgir aðilar hönd á þennan plóg svo sem stjórnar- völd í Danmörku, Alþingi íslendinga æ ofan í æ, kirkjuyfir- völdin mann framaf manni, svo biskupar og prófastar sem lægri saf naðaryf irvöldi loks innanhéraðsbændur og heiðarlegar húsfreyur og karlgildir menn sem áttu hingað kirkjusókn, uns ekki stóð uppi til varnar kirkju jaessari nema bóndi nokkur afgamall á Hrísbrú, Ólafur að nafni Magnússon, og ein fátæk stúlkukind, vinnu- kona prestsins á Mos- felli, Guðrún að nafni Jónsdóttir. Þá féll að vísu þessi auma kirkja. Margir telja að guðs visku og lánglundargeði hafi samt orðið nokkuð ágengt í þessu máli hér i Mosfellsdal, þó í seinna lagi væri, og mætti heimsbyggðin vel taka nótís af þvi, þó hinir haf i og nokkuð til sins máls, er annað hyggja." Það fer ekki hjá þvi, að manni verði á að hug- leiða það í dag, þann 1. desember 1973, hvort ekki sé eins komið fyrir föðurlandinu, eins og Mosfellskirkju á ofan- verðri 19du öld. Ef til vill er ástæða til að hugga þá, sem svart- sýnastir kunna að vera, með því að vegleg kirkja hefur nú aftur verið reist í Mosfellsdal, og mætti íslenska þjóðin og jafnvel heimsbyggðin öll taka nótís af því. Flosi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.